Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Gönguferð um Gler- árþorp MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir gönguferð um gamla Glerárþorpið í kvöld, miðvikudaginn 23. júní, kl. 20. Lagt verður upp frá gamla skólahúsinu Ósi í Sandgerðis- bót og endað við Glerárstíflu. Leiðsögumaður verður Hörður Geirsson, þorpari og safnvörð- ur við Minjasafnið. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Jónsmessuhá- tíð Norræna félagsins NORRÆNA félagið á Akur- eyri stendur fyrir Jónsmessu- hátíð í dag, miðvikudag, kl. 18 á planinu framan við Kompaní- íð Hafnarstræti 73. Þar fá allir deig til að baka sér „snobrod" yfir opnum eldi, seldar verða grillaðar pylsur og svaladrykkir. Þar verður einnig harmonikkuleikur, söngur, dans og sitthvað fleira að norrænum sið. Jónsmessuhátíð var haldin í fyrsta sinn f fyrra og var reynt að draga þar fram það helsta sem tíðkast við slíkar hátíðir í Skandinavíu. Vel tókst til og því ákveðið að reyna aftur í ár og er jafnframt stefnt að því að gera þetta að föstum lið í starfi félagsins. Morgunblaðið/Kristján SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfumv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Hið árlega Arctic Open miðnætur- golfmót GA verður sett í kvöld Fjölmennasta mótið frá upphafi ARCTIC Open, alþjóðlega mið- næturgolfmót Golfklúbbs Akur- eyrar, verður sett í móttöku á vegum bæjarstjdrnar Akureyrar í kvöld. Alls taka 180 kylfingar þátt í mótinu að þessu sinni, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Um 60 erlendir kylfingar mæta til leiks og koma þeir frá Bandaríkj- unum, Japan, S-Afríku, Frakk- landi, Bretlandi, Hollandi, Þýska- landi, Danmörku og Svíþjóð. Keppnin sjálf hefst á morgun, fimmtudag, og lýkur eftir mið- nætti aðfaranótt laugardags. Verðlaunaafhending fer fram í lokahófi á laugardagskvöld. Vegna mikilla þátttöku tekur um 9 klst. að ræsa alla keppendur. Fyrstu keppendur verða ræstir kl. 15 á morgun en þeir síðustu undir miðnætti. Nokkrir þátttakendur voru þegar mættir á Jaðarsvöll í gær og tóku þar létta æfingu. Á með- al þeirra var Bandaríkjamaður- inn Leo Leary, sem hér slær upp úr sandgryfju við 7. braut. Mjólkursamlag KEA tók á móti rúm- lega 20 milljónum lítra mjólkur í fyrra Afkoma batnaði umtalsvert MJOLKURSAMLAG KEA tók á móti ríflega 20,6 milJjónum lítra af mjólk á síðasta ári, sem er 5% aukn- ing á milli ára. Afkoma samlagsins batnaði umtalsvert því rekstrar- hagnaður nam tæpum 67 milljónum króna, á móti 3,9 miDjóna króna hagnaði árið 1997. Þetta kom fram á árlegum fundi Mjólkursamlags KEA með bændum á félagssvæðinu sl. mánudagskvöld en fundurinn er jafnframt nokkurs konar ársfundur samlagsins. Að sögn Hólmgeirs Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Mjólkuriðnaðarsviðs KEA má einkum rekja bætta af- komu til meira mjólkurmagns og einnig eru víðtækar hagræðingar- aðgerðir sem unnið hefur verið að á undanförnum misserum farnar að skila árangri. Hólmgeir tekur þó fram að með miklu mjólkurmagni á síðasta ári sé á vissan hátt búið að taka út framtíðarhagnað. Á fundinum tilkynnti Hólmgeir um þá ákvörðun stjórnar KEA að greiða bændum yfirverð fyrir mjólk sem lögð var inn á síðasta ári. Nem- ur viðbótargreiðslan að jafnaði tveimur krónum á lítra, þannig að samtals nemur greiðslan um 41 milljón króna. Sveitarfélög í Eyjafirði, Siglufírði og Hálshreppi Sameiningar- viðræður í gang FULLTRUAR sveitarfélaga í Eyjafirði, Siglufirði og Hálshreppi í S-Þingeyjarsýslu funduðu á Akur- eyri í vikunni um hugsanlega sam- einingu sveitarfélaganna. Fundinn sátu fulltrúar alls 14 sveitarfélaga. Bæjarstjórn Akureyrar óskaði eft- ir viðræðunum og óskaði jafnframt eftir því að sveitarfélögin skipuðu fulltrúa sína, þannig að hægt væri að ganga úr skugga um vilja þeirra til sameiningar. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fundurinn hefði verið jákvæður og að undir- tektir fundarmanna hefðu almennt verið mjög góðar. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga mætti á fundinn á Akureyri og fjallaði m.a. um stöðuna á landsvísu í sameiningu sveitarfélaga og þróun á síðustu árum. Kristján Þór sagði að næsta skref væri að ákveða í hvaða farveg þetta mál færi og jafnframt að setja á laggirnar sérstaka samstarfsnefnd. Hann átti þó ekki von á að skriður kæmist á málið fyrr en með haustinu. Gengið um Há- nefstaðaskóg SKÓGRÆKTARFÉLAG Ey- firðinga býður til skógargöngu í Hánefstaðaskógi í Svarfaðardal á morgun, fimmtudag 24. júní, kl. 20. Farið verður frá suður hliði og gengið um skóginn. Skoðaður verður árangur hálfr- ar aldar skógræktarstarfs og brautryðjandans, Eiríks Hjart- arsonar, verður minnst. Allir eru velkomnir. Akureyrarbær auglýsir Deiliskipulag á reit III við Melateig á Eyrarlandsholti :':^Sfefeci'í. Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær deiliskipulag á reit III við Melateig á Eyrarlandsholti. Skipulagssvæðið afmarkast af Mýrarvegi að vestan, Hringteigi að norðan og Miðteigi að austan. [ tillögunni er gert ráð fyrir rað- og parhúsum á einni hæð og fjölbýlishúsum á tveimur hæðum. Á skipulagssvæðinu verða samtals 40 íbúðir. Uppdráttur er sýnir tillöguna ásamt skýringarmyndum og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 4. ágúst 1999, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillóguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemda- frestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 4. ágúst 1999. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir sem ekki gera at- hugasemdir innan tilgreinds frests teijast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján FRÁ móttöku í Minjasafninu, þegar það var opnað á ný. Minjasafnið á Akureyri opnað eftir gagngerar breytingar Opnað með tveimur sýningnm MINJASAFNIÐ á Akureyri var opnað almenningi að nýju eftir gagngerar endurbætur um síðustu helgi. Þar hafa verið settar upp tvær sýningar; sú viðameiri heitir „Eyjafjörður frá öndverðu" þar sem rakin er saga byggðar í Eyja- firði frá öndverðu. „Gersemar" er heiti hinnar sýningarinnar en þar eru til sýnis fornir kirkjugripir úr Eyjafirði í vörslu Þjóðminjasafns íslands. Sýningarnar eru opnar kl. 11-17 alla daga vikunar í sumar. Minjasafninu var lokað í septem- ber 1997 og var þá hafist handa við að taka niður sýningar sem þar höfðu staðið að mestu óbreyttar frá árinu 1978. Ráðist var í að endur- skrá muni, mæla þá og Ijósmynda og jafnframt færa skráninguna í nútímalegt horf. Einnig var hafist handa við gagngerar endurbætur á húsakynnum safnsins. Aðal sýning- arrýmið er á tveimur hæðum og er endurbótum á efri hæð nú að fullu lokið, auk þess sem aðkeyrslan að safninu hefur verið endurnýjuð. ;£íf-s---.5« Blaðberar Blaðbera vantar á Eyrina og í afleysingar vtðsvegar um bæinn. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 4611600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.