Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 21 VIÐSKIPTI Viðskipti með skráð hlutabréf íslenskra fyrirtækja Meiri en nokkru sinni áður VIÐSKIPTI með hlutabréf í ís- lenskum fyrirtækjum á Verðbréfa- þingi íslands nema nú 13.458 miUj- ónum króna frá áramótum, sam- kvæmt niðurstöðutölum dagsins í gær. Árið 1997 var metár í sögu Verðbréfaþingsins og námu við- skipti með hlutabréf á VÞÍ þá 13.283 milljónum króna. Hafa við- skipti það sem af er árinu því sleg- ið út metárið 1997, og náðist það reyndar upp úr hádegi í fyrradag. Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær námu 144 milljónum króna. Tilkynnt viðskipti utan Verð- bréfaþings það sem af er árinu 1999 eru nú 27.774 milljónir króna eftir daginn í gær, þriðjudag. Síð- asta ár, 1998, var metár að þessu leyti en þá námu viðskipti utan Verðbréfaþings 27.218 milljónum króna. Viðskipti utan Verðbréfa- þings frá upphafi ársins 1999 fóru því í gær fram úr utanþingsvið- skiptum alls ársins í fyrra, en við- skiptin námu í gær 617 milljónum króna. Heildarviðskipti með hluta- bréf í íslenskum fyrirtækjum innan og utan Verðbréfaþings eru því komin í 41.232 milljónir króna. Að sögn Olafs Viðarssonar á við- skipta- og tæknisviði Verðbréfa- þings íslands má að miklu leyti rekja ástæður mikilla viðskipta á Verðbréfaþingi það sem af er þessu ári til sölunnar á ríkisbönk- unum. „Aukin umfjöllun um hluta- bréfamarkaðinn hefur einnig vakið athygli fólks, sem hefur þá tekið meiri þátt í viðskiptum á honum," segir Ólafur. GOLFEFNABUÐIN Borgartáni 33 tfjpæða flísar tfiipæða parket & óð verð óð þjónusta uitfabra 20% afsláttup af ^***-i«l nærfatnaði á Kringlukastí. -t, lymipíi 8-12, sími 558 Viðskipti á VÞÍ og utanþingsviðskipti 1994-99 Tölur í milljónum kr. Viöskipti áVÞI Utanþings-viðskipti Samtals 1994 1.335 1.335 1995 2.858 2.858 1996 5.845 5.341 11.186 1997 13.283 10.215 23.498 1998 12.717 27.218 39.935 1999 l.jan.-22.júní 13.458 27.774 41.232 í fréttatilkynningu frá Verð- bréfaþingi íslands kemur fram að 72 félög eru skráð á VÞÍ, þar af 48 á Aðallista og 24 á Vaxtarlista. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja á Verðbréfaþingi íslands nemur^ nú um 268 milljörðum króna. Arið 1997 var 51 félag skráð á Verð- bréfaþingi íslands. Aukning í viðskiptum? í Morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. í gær segir að ekki sé sjálfgefið að gera ráð fyrir að velta verði jafn mikil það sem eftir er ársins og hingað til, þar sem velta virðist aukast með hækkandi verði og öfugt. Verð hafi hins vegar lækkað upp á síðkastið og velta dregist saman í aprílmán- uði. Einnig er velt upp þeirri spurn- ingu hvort auknar heildarfjárhæðir hlutabréfaviðskipta endurspegli raunveruleg aukin viðskipti sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, eða hvort viðskiptin fylgi aðeins þeirri staðreynd að fleiri fyrirtæki eru nú á markaði. I Morgunkorninu er gerð tilraun til að bera saman árin 1997 og árið í ár. Ef miðað er við að velta á Verðbréfaþingi verði 20 milrjarðar á árinu í heild verður velta 7,5% af markaðsvirði fyrirtækja á VÞÍ samanborið við 9% árið 1997. í Morgunkorninu kemur fram að svo virðist sem hluti viðskipta hafi flust af Verðbréfaþinginu og fari fram utan þings. Sé gert ráð fyrir að ut- anþingsviðskipti verði 50 milljarð- ar, en þau eru þegar orðin rúmir 27 milljarðar eins og fram kemur hér að ofan, myndu heildarviðskipti nema 26,1% af markaðsvirði fyrir- tækja á VÞÍ en þau voru 15,8% ár- ið 1997. í Morgunkorni FBA segir að niðurstaðan virðist vera sú að hluta veltuaukningarinnar megi rekja til virkari hlutabréfamarkað- ar, en ekki aðeins til stækkunar hans. Faileqri litur frá ÍZZ5 1 tt t/\LJL/tr\ Vt*t t i* i „brún án sólar" NYJUNGI Self-Adion Super Tan línan frá Estée Lauder gefur húoinni fallegan, eðlilegan brúnan lit ó innan við tveimur tímum. Brún ó augobrogði! PRÓFAÐU * „Go Bronze" fyrir andlit. Það gefur þér samslundis fallegan endingargóðan lit. SELF-AniONSUPERTANfyrirondlit. SELF-ACTION SUPER TAN fyrir líkama. SELF-AOION SUPER TAN SPRAY fyrir likamn. GO BRONZE litnð brún nn sólor krem fyrir nndlit. Þú færð hátísku-sólgleraugu með hverju Go Bronze sem keypt er. ESTEE LAUDER verslanir 1 vmnmqur "V V v?. vS| d V ^1 -^*?: "V^ %5 ¦¦I -*^' í kvöld er dregið í Víkíngalottóínu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag. ( ATH! Aðei^1;1kr. röðin ) TIL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.