Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ^ - ’S> G FlN^S Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Guðmundur Rafn Geirdal skólastjóri og félagsftæðingur I nýsamþykktum lögum frá Alþingi er enn við lýði nánast tvöfalt misvægi atkvæða. Það | þýðir að ef einn kjósandi er með j lögheimiliáeinumstaðá landinu, j þá gildir hans atkvæði næstum j helmingi minna en atkvæði ein- hvers annars staðar á landinu. I j 65. grein Stjómarskrárinnar segir j að allir skulu vera jafnir fyrir lög- um. Því legg ég til að forseti ís- í I lands nýti rétt sinn í 26. grein j j Stjómarskrárinnar og synji laga- j frumvarpinu staðfestingar og þá j I verður að leggja það undir I þjóðaratkvæðagreiðslu. VIÐSKIPTI Sala hlutabréfa í PeCOPE, móðurfyrirtæki Islenskrar erfðagreinSngar Bankarnir selja 45% til innlendra fag’íjárfesta FBA, Landsbankinn og Búnaðarbankinn hafa lok- ið sölu á um 45% þeirra hlutabréfa sem bankamir keyptu í DeCODE Genetics, eignarhaldsfyrirtæki Islenskrar Erfðagreiningar, af bandarískum stofn- fjárfestum þann 16. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu sem bank- arnir sendu frá sér í gær. I tilkynningunni kemur einnig fram að áhugi á bréfunum hafí verið mikill og sé búið að selja öll þau bréf sem gert var ráð fyrir að endurselja í þessum áfanga. Eingöngu inn- lendum fagfjárfestum voru boðin bréf til kaups að þessu sinni og gat hver og einn keypt bréf fyrir að lágmarki 50 milljónir króna, en fagfjárfestar eru þeir aðilar sem hafa þá starfsemi með höndum að ávaxta fé í t.d. hlutabréfasjóðum, fjárfestingarfé- lögum og eignarhaldsfélögum ýmiskonai-. Tekið er fram að fjárfestar hafí fengið ítai'legar upplýsingar um rekstur Islenskrar erfðagreiningar, fjárhags- lega stöðu og framtíðarsýn fyrirtækisins, enda séu slíkar upplýsingar forsenda þess að fjárfestar geti lagt mat á verð og áhættu fjárfestingarinnar. I fjölmiðlum hefur komið fram að fjórir aðilar hafi staðið að kaupum á 17% hlut í DeCODE, en það eru bankamir þrír auk eignarhaldsfélagsins Hofs. Upphæð viðskiptanna var rúmir sex milljarð- ar króna, en þar af keyptu bankamir um 94% fyrir um 5.600 milljónir króna. Ekki hefur verið gefið upp hvert söluverð hlutabréfanna var til íslenskra fagfjárfesta, en miðað við að bankamir hafí lokið sölu á um 45% þeirra bréfa sem þeir höfðu eignast má áætla að kaupverð bankanna þriggja á þeim bréfum hafi verið nálægt 2.560 milljónum ki-óna. I Morgunpunktum Kaupþings á mánudag var fjallað um kaup bankanna á hlutabréfum í DeCODE og sölu þeirra á bréfunum til inn- lendra fagfjárfesta. Þar er því meðal annars haldið fram að lífeyrissjóðum sé óheimilt að kaupa bréfín þar sem um óskráð erlent félag sé að ræða. I samtali við Svanbjörn Thorodssen hjá FBA kom fram að bankarnir geti ekki gefíð upp hverjir þeir innlendu fagfjái'festar séu sem keypt hafi bréfin til að brjóta ekki trúnað á við- skiptavinum. Hins vegar hafi ekki komið upp lagaleg vandamál sem hindrað hafi sölu bréfa í þessum áfanga. Munum auka upplýsingagjöf til hluthafa I Morgunpunktum Kaupþings á mánudag er einnig talað um hve litlar upplýsingar DeCODE hafi gefið um starfsemi sína og meðal annars lýst undrun yfir því að forráðamenn félagsins hafi ný- lega aukið hlutafé í fyrirtækinu án þess að til- kynna um það og þvert á fyrri yfirlýsingar. Axel Nilsen, framkvæmdastjóri ijármálasviðs hjá íslenskri erfðagreiningu, segir einkum tvennt vera í umfjöllun Kaupþings sem fyrirtækinu þyki ástæða að svara., Annars vegar er það svo að salan til bank- anna var undirbúin mjög vel af bæði okkar hálfu og þeirra. Bankamir fengu mjög ítarlegar upplýsingar um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins og framtíðará- form og þeim voru kynntar rækilega þær viðskipta- hugmyndir sem reksturinn hér byggist á. Hins vegar er bent á það í Morgunpunktum Kaupþings að upplýsingagjöf okkar til hluthafa sé almennt ábótavant. Því er til að svara að fyrir- tækið er í stöðugum vexti og hlutahafahópurinn hefur að sama skapi stækkað. Við ætlum okkur að bæta upplýsingastreymi til hluthafa á næstunni og höfum verið að leggja drög að því hvernig það verður gert undanfama mánuði. Við lítum á þetta sem eðlilega þróun í vexti fyrirtækisins sem verð- ur samfara því að hópur hluthafa stækkar. Rétt er að benda á að sú grein sem Islensk erfðagrein- ing starfar í byggist á þekkingu, þekkingin sem hér verður til er helsta verðmæti fyrirtækisins. Það er mjög mikilvægt að sú þekking sé vel varð- veitt innan fyrirtækisins og varin fyrir keppinaut- um. Sú starfsemi sem hér fer fram er þannig dá- lítið annars eðlis en viða í öðram fyrirtækjum og haga ber upplýsingastefnu í samræmi við það,“ segir Axel. Fyrirvari um aukningu hlutafjár Kaupþing vísar í Morgunpunktum á mánudag til útboðslýsingar sem gefin var út þegar hlutabréf í DeCODE vora fyrst boðin innlendum fjárfestum í ársbyrjun 1998. Bendir Kaupþing á að þá hafi því verið lýst yfir af hálfu fyrirtækisins að ekki væri fyrirhugað að auka hlutafé fyrr en að skráningu þess á erlendum hlutabréfamarkaði kæmi. I út- boðslýsingunni segir hins vegai- orðrétt: „Ekki er stefnt að því að auka hlutafé félagsins umfram það sem verið er að bjóða samkvæmt þessu útboði. Þó ber þess að geta að í samningum sem félagið kann að gera gætu samstarfsaðilar gert þá kröfu að gerast hluthafar í félaginu. Einnig ber þess að geta að félagið getur hvenær sem er ákveðið að auka þurfi hlutafé þess, til dæmis ef rekstrarfor- sendur breytast.“ Þú séró dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöóva næsta hálfe mánuðinn í Dagskrárblaði Morgunblaósins sem kemur út meó Morgunblaóinu í dag. Meðal efnis í blaðinu er viötal vió William Shatner úr Star Trek sem hefur leikið geimskipstjórann James T. Kirk, bæði í kvikmyndum og þáttum, umfjöllun um David Strickland úr Lausri og liðugri, yfirlit yfir beinar útsendingar frá fþróttaviðburóum, kvikmyndadómar, fræga fólkió og stjörnurnar, krossgáta og fjölmargt annaó skemmtilegt efni. Hafóu Dagskrárblað Morgunblaósins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! Dagskráin í hálfan mánuð Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans Einkavæðing banka jók áhuga „LÉLEG loðnu- og rækjuvertíð mun hafa áhrif á afkomu sjávarút- vegsfyrirtækja á fyrri hluta ársins en á móti mun góð þorskvertíð og hátt verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum vega þar á móti.“ Þetta sagði Jón Adolf Guð- jónsson, formaður stjómar Hlutabréfa- sjóðs Búnaðarbankans, m.a. á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var í gær, en í máli hans kom fram að afkoma fyrirtækja í milliuppgjörum muni án efa ráða miklu um þróunina á næstu vikum. Hann sagði einnig að í lgölfar einkavæðingar ríkisbankanna hefði myndast mikill áhugi á innlendum hlutabréfamarkaði, sem leiddi til mik- illa hækkana og aukinna viðskipta. Hagnaður Hlutabréfasjóðs Búnað- arbanka íslands á seinasta rekstrar- ári nam 129 milljónum króna, eigið fé sjóðsins nam tæpum 1.828 milljón- um króna. Á seinasta ári nam ávöxt- un hlutabréfa í Hlutabréfasjóði Bún- aðarbankans liðlega 15%. Á fundin- um var samþykkt að greiddur yrði 7% arður, og sagði Jón Adolf að það væri hlutfallslega hærri fjárhæð en þeir hefðu séð hjá sambærilegum hlutabréfasjóðum. í máh Jóns Adolfs kom einnig fram að lokið væri öðru heilu starfs- ári Hlutabréfasjóðs Búnaðarbank- ans. Fjöldi hluthafa í lok reiknings- ársins væri 6.515, og hafði þeim fjölgað um 2.709 á tímabilinu. Fá félög með meginhluta veltu Valgeir Geirsson, sem starfar við áhættugreiningu hjá eignastýringu Búnaðarbankans Verðbréfa, hélt er- indi um hlutabréf og samanburð á mörkuðum á Norðurlöndunum. Valgeir bar m.a. saman umfang viðskipta í stærstu fyr- irtækjunum á hluta- bréfamarkaði á Norð- urlöndunum. Hann sagði að yfir helmingur viðskipta á Verðbréfa- þingi Islands væri í þeim sex félögum sem mest viðskipti væru með. Svipað væri uppi á teningnum í Danmörku þar sem 53,5% við- skipta á danska hluta- bréfamarkaðnum væru í sex veigamestu félög- unum, og í Svíþjóð væri þetta hlutfall 47,9%. Staðan væri hins vegar önnur í Noregi og Finnlandi. í Finn- landi væru 57,5% viðskiptanna í Nokia-fyrirtækinu einu saman, en í Noregi væru 32,2% viðskiptanna í þeim sex félögum sem mest viðskipti væru í. Valgeir sýndi einnig umfang við- skipta og veltuhraða hlutabréfa. Þar kom fram að veltuhraði á hlutabréfa- markaðnum í Kaupmannahöfn var 53,1%, sem túlka má sem svo að 53,1% fyrirtækja á hlutabréfamark- aðnum hafi skipt um eigendur á sein- asta ári. Veltuhraðinn var 56,1% í Helsinki, 63,9% í Ósló, 83,1% í Stokk- hólmi en 9,5% í Reykjavík, og er veltuhraðinn því minnstur á íslandi. „Þetta kann að stafa af því að hér eru tiltölulega meiri utanþingsvið- skipti. Áætlun um utanþingsviðskipti hér fyrir árið 1999 er 20,6% sem myndi lyfta þessu nokkru hærra,“ sagði Valgeir Geirsson og bætti við að hér væri einnig tiltölulega mikið um félög sem hreyfðust lítið á mark- aði, eins og til dæmis meirihluti rík- isbankanna og stór hluti hlutabréfa í eigu fjárfestingarfélaga eins og Burðaráss og fleiri. „Veltuhraði hér árið 1997, að teknu tilliti til utan- þingsviðskipta, var um 15,8%, þannig að þetta stefnfr allt í rétta átt,“ sagði Valgeir. Jón Adolf Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.