Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 23 VIÐSKIPTI Kaupþing hf ¦ eignast 40% hlut í Lánstrausti ehf. AÐ SÖGN Þorsteins Víglundsson- ar hjá Kaupþingi hf. hefur samn- ingur Kaupþings hf. og Láns- trausts ehf. um 40% eignarhlut Kaupþings hf. í fyrirtækinu áhrif á starfsemi Lánstrausts ehf. á þann hátt að umsvif aukast. „Við viljum bæta við sérstöku lánshæfismati þar sem lagt er ítar- legt hlutlaust mat á fyrirtæki varð- andi lánshæfi og greiðslugetu og fyrirtækjum er í lokin gefin ákveð- in lánshæfiseinkunn," segir Þor- steinn Víglundsson, „en þetta er sambærilegt við þá þjónustu sem erlend fyrirtæki eins og Moody's og Standard & Poors veita. „Við viljum byggja þessa starf- semi upp til viðbótar þeirri starf- semi sem fyrir er hjá fyrirtækinu," segir Þorsteinn. „Markmið okkar er að skapa skilvirkari verðmynd- un á innlendum skuldabréfamark- aði. I framtíðinni mun þá ávöxtun- arkrafa skuldabréfa fyrirtækja væntanlega taka mið af shkri láns- hæfiseinkunn." Þörf fyrir lanshæfismat á íslenskum fyrirtækjum „Við teljum þörf fyrir starfsemi af þessu tagi á innlendum markaði og með aukinni skuldabréfaútgáfu hér á landi er markaðurinn nú til- búinn fyrir slíka starfsemi að okk- ar mati," segir Þorsteinn. „Eins getur slíkt lánshæfismat verið mik- ilvægt fyrir erlendar lántökur ís- lenskra fyrirtækja." Þorsteinn er nú stjórnarformað- ur Lánstrausts ehf. og segir fyrir- tækið vilja fá fleiri aðila af fjár- magnsmarkaði til liðs við sig. Að- spurður segir hann bankana þar fyrst og fremst koma til greina en engar viðræður eru enn hafnar. „Við lítum svo á að við komum þessari starfsemi af stað og mun- um í kjölfarið leita eftir því við aðr- ar fjármálastofnanir á markaðnum að þær komi að verkefninu með einum eða öðrum hætti." Reynir Grétarsson er fram- kvæmdastjóri Lánstrausts og á auk þess 5% hlut í fyrirtækinu. Að hans sögn er samningurinn við Kaupþing í samræmi við markmið fyrirtækisins um að færa eignarað- ild frá einstakhngum til fyrirtækja. Fyrirtækið var á sínum tímajötofn- að af fimm einstaklingum, þ.ám. Reyni, en auk hans eru einungis fyrirtæki hluthafar í Lánstrausti ehf. Lánstraust ehf. var stofnað árið 1997 og hefur síðan starfrækt van- Canon F a x t æ k i emm Sendingahraði A4:6 sek Prenthraði: 6 blöð / mtn Vinnsluminni: 90 bls í móttöku og sendingu Skammval: 16 númer Hraðval: 100 númer Sendir og tekur á mðti (eriu. Tekur á móti í mlnni ef pappír klárast Tóner og tromla endist 2800 bls. Verö kr. 59.900,- Faxtæki verö frá kr. 29.900.- NÝHERJI Skipholt 37 • Sfmi: 569 7700 www.nyherji.is Umsvif fyrir- tækisins aukast Þorsteinn Vfglundsson Reynir Grétarsson skilaskrá sem nú eru um 400 áskrifendur að. Fyrirtækið hefur starfað að fleiri verkefnum sem tengjast fjárhagsupplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki og má þar m.a. nefna miðlun upplýsinga úr ársreikningum fyrirtækja. „Stefnt hefur verið að því að Lánstraust ehf. yrði í eigu fyrir- tækja á fjármálamarkaði og fyrir- tækja í skyldum rekstri og Láns- traust ehf.," segir Reynir. „Ástæð- an fyrir þessu er að fyrirtækið verður öflugra og tiltrú á það eykst. Þegar fyrirtæki búa yfir miklum upptýsingum um einstak- linga og fyrirtæki er heppilegra að mínu mati að það sé í eigu stórra og ábyrgra aðila frekar en að ein- staklingar eigi það," segir Reynir. Kaupþing á nú stærsta hlutann í Lánstrausti ehf., u.þ.b. 40%. Ýmis fyrirtæki eiga alls 55% og Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Lánstrausts ehf., á 5% hlut í fyrir- tækinu. Starfsmenn eru nú níu talsins og velta fyrirtækisins er um 60 miEjónir á ári. 333mhz Kr. 129.900 333MHz PowerPC G3-örgjörvi, 512Kflýtiminni, 66MHz kerfisbraut, 15" hágæða.skjár (1024x768), 32MB vinnsluminni (stækkanlegt í 256MB), 6MB ATIRAGE PRO TURBO skjákort, 6GB harður diskur, 24ra-hraða geisladrif, 10/100Base-Tx Ethernet á móðurborði, Innbyggt 56kbás mótald, Tvö USB-tengi sem hægt er að tengja skanna, prentara, stafrænar myndvélar og margt fleira í. Innbyggðir víðóma hátalarar (SRS-víðómur), Apple USB-hnappaborð og USB-mús, MacOS 8.5 staðfært og ókeypis uppfærsla í íslenskt MacOS 8.5, Appléwbrks 5 (hét áður ClarisWorks), FaxSTF faxhugbúnaður, PhotoSoap myndvinnsluforrit, World Book fyrir Macintosh, Adobe PageMill 3.0, heimasíðugerðarforrit, Risaeðluskodeikinn Nanosaur, Netscape Communicator 4.5, og margt, margt fleira. aco PC / skipholti 17/ sími 530 1800 Macintosh / skipholti 21 / sími 530 1820 www.aco.is / www.apple.is opið virka daga: 9-18 Applebúðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.