Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Styrkja ber öfl einingar og sátta Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það niðurstöðu heimsóknar sendi- nefndar Evrópuráðsins til Bosníu að stór- stígar framfarir hafí átt sér stað, en að enn eigi eftir að uppfylla mikilvæg skilyrði fyr- ir aðild að Evrópuráðinu. Andri Lúthers- son fór með sendinefndinni um Bosníu og veltir fyrir sér framtíðarþróun landsins. ERLENT Morgunblaðið/Andri HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Daniel Tarchys, aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, standa ásamt fylgdarliði við rústir gömlu brúarinnar í Mostar, menningarperlu frá 16. öld, sem eyðilögð var í Bosníu- stríðinu. Hefur endurreisn brúarinnar verið lýst sem tákngervingi sátta í landinu. RIGGJA daga heimsókn sendinefndar Evrópuráðs- ins, undir forystu Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra, til Bosníu-Hersegóvínu lauk sl. mánudag. Markmið ferðar- innar, sem farin var að frumkvæði Islands, var að leggja mat á hvaða árangri stjórnvöld í landinu hefðu náð á undanfömum misserum með hliðsjón af aðildarumsókn þess til Evrópuráðsins. Verða niðurstöður ferðarinnar kynntar í ávarpi Hall- dórs Ásgrímssonar á þingi Evrópu- ráðsins í Strassborg í dag en þingið mun á næstunni taka aðildarumsókn Bosníu-Hersegóvínu til umfjöllunar. I þéttskipaðri dagskrá heimsókn- arinnar var komið víða við. I Sara- jevo átti sendinefndin fundi með þingmönnum úr röðum múslima, Króata og Serba sem eru fulltrúar á löggjafarþingi sambandsríkisins. Þá ræddu fulltrúar sendinefndarinnar við trúarleiðtoga í Sarajevo, ríkis- stjórn landsins og forseta þess. Var það mál manna í sendinefnd Evr- ópuráðsins að ánægja ríkti með hinn eindregna vilja sem fram kom um fyrirhugaða aðild að ráðinu. Eining virtist ríkja um að Bosníu-Her- segóvínu beri að taka sæti meðal annarra Evrópuríkja. Enn væru þó ýmis mál, er varði almenn lýðrétt- indi, sem bæta yrði úr. Spenna ríkir í Mostar Á sunnudag hélt utanríkisráð- herra ásamt sendinefnd Evrópu- ráðsins til borgarinnar Mostar í suð- urhluta landsins, þar sem skrifstof'- ur ráðsins eru staðsettar. Á fundi með Frangois Friederich, yfirmanni skrifstofu Evrópuráðsins í borginni, kom fram að þar ríkir enn mikil spenna meðal íbúa og að aðstæður eru talsvert frábrugðnar aðstæðum í Sarajevo. Reynir skrifstofa Evrópu- ráðsins því að efla traust og trú íbúa á því að starfa saman að lausn sam- félagslegra vandamála og yfirbuga þannig tilhneigingu til að kynda undir missætti og sundrungu. I því skyni hefur t.a.m. verið komið á laggirnar útvarpsstöð sem ung- menni - án tíllits til þjóðemis þeirra - starfrækja í sameiningu. Af þeim fjölmörgu vandamálum er steðja að íbúum Mostar nefndi Friederich sérstaklega útbreitt of- beldi gegn konum. Hefur þetta vandamál aukist að umfangi síðan að stríðinu lauk og nefndi hann al- menna fátækt og atvinnuleysi meðal karlmanna á svæðinu sem helsta or- sakavaldinn í þessu samhengi. Sagði Friederich að fómarlömbin væm konur á öllum aldri, mæður, dætur og eiginkonur og að þær ættu í eng- in hús að venda með vanda sinn. Töldu sendinefndarmenn nauðsyn- legt að Evrópuráðið kæmi þar að málum og vekti athygli hjálparstofn- ana á þessum brýna vanda. Ymsu ábótavant hvað lýðræðisþróun varðar Daniel Tarschys, aðalfram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins, sagði í ræðu er hann fluttí fyrir þing- mannasamkomu Bosníuþings að á þeim rúmlega þremur áram er liðin væra síðan Dayton-samningurinn var undirritaður hefði margt áunnist í endurappbyggingu í Bosníu-Her- segóvínu. Bæði hvað innra skipulag varði, en ekki síst með tilliti til þess hvað áunnist hefði í uppbyggingu ríkisins og stofnana þess. Lagði Tarschys hins vegar áherslu á að enn stæðu ýmis vandamál landinu fyrir þrifum. Enn væra merki þess að ekki hefði tekist að festa í sessi almennt samráðskerfi í stjómmálum landsins og að lýðræðisþróun væri ekki fyllilega samkvæmt þeim stöðl- um er Evrópuráðið fer fram á að ný aðildarríki uppfylli. „Hafa ber það hugfast að enn er fyrir hendi valdamikill og hávær hópur - þótt hann sé e.t.v. ekki fjöl- mennur - þeirra er sjá ekki framtíð í einingu landsins og mismunandi samfélaga þess, heldur í sundrangu. Ef slíkt nær fram að ganga, þ.m.t. hugarfar afskiptaleysis og jafnvel haturs á náunganum, mun það ein- ungis leiða til hörmungar fyrir íbúa landsins, og framtíð ríkisins sem fullgilds aðila í samfélagi lýðræðis- legra Evrópuþjóða," sagði Tarschys. Þýðingarmikið fyrir framtíðar- frið á Balkanskaga Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið á mánudag að með tilliti til umsóknar hins stríðs- hrjáða ríkis til Evrópuráðsins þá skipti þróun í stjómmálum landsins næstu misserin afar miklu máli. I raun skipti þetta máli fyrir framtíð- arfrið á öllum Balkanskaga vegna þess að ef ekki tekst að tryggja sam- búð hinna mismunandi þjóðfélags- hópa sem í Bosníu-Hersegóvínu búa, þá geti Evrópuþjóðir ekki búist við að það takist annars staðar. Áðspurður sagði Halldór að Evr- ópuráðið myndi þurfa að taka á því hvort rétt sé að taka Bosníu-Her- segóvínu inn og sé í raun um mikið lykilatriði að ræða. Einnig hvíli nú sú spuming á aðildarríkjum Evr- ópuráðsins hvort það sé réttmætt að Bosníu-Hersegóvínu verði veitt að- ild án þess að ríkið uppfylli öll skil- yrði ráðsins um lýðræði, mannrétt- indi og forsendur réttarríkis. Taldi utanríkisráðherra ekki mikla von til þess að landið komi til með að uppfylla öll skilyrðin í náinni framtíð en hins vegar sé um afar sérstakar aðstæður að ræða. Því kunni að vera rétt að veita Bosníu aðild, jafnvel þrátt fyrir að skilyrð- um sé ekki mætt, í þeirri von og trú að landið muni gera það eins fljótt og auðið sé. Þannig geti aðildin að- stoðað íbúa landsins sem geri sér miklar vonir um aðild. „Bosníu- og Hersegóvínubúar mega ekki missa vonina og trúna á framtíðina. Jafn- vel þótt þeir séu ósammála um margt þá era þeir sammála um að framtíðin liggur í félagsskap með öðram Evrópuþjóðum." Taldi Halldór að ef þetta eigi að ná fram að ganga verði stjómmála- menn að brjóta niður ýmislegt sem sé þeim heOagt. ,Að mínu mati er á þvi allt of mikill áhugi að halda þjóð- arbrotunum aðskildum. Jafnvel þótt þeir séu með sameiginlega stjórn á ýmsum sviðum þá er sú tilhneiging ríkjandi að halda beri fólki að- skildu.“ Erfíðar aðstæður hófsamra afla Er það álit embættismanna Evr- ópuráðsins að því fyrr sem Bosnía- Hersegóvina fái aðild að ráðinu, þeim mun auðveldara kunni það að reynast fyrir hófsöm öfl í stjórnmál- um landsins að halda málstað lýð- ræðisins á lofti. Málefni Bosníu- Hersegóvínu séu eðli málsins sam- kvæmt afar frábragðin aðstæðum í öðram aðildarríkjum Evrópuráðsins og hugsanlegum aðildarríkjum þess. Þá hefur það verið rætt að ekki megi slíta málefni Bosníu-Her- segóvinu úr svæðisbundnu sam- hengi. Viðsjár á Balkanskaga, enda- lok stríðsins í Kosovo, einræðis- stjórn Milosevics og ófullburða lýð- ræði víða í suðausturhluta álfunnar gefi tilefni til að sýna framkvæði og snúa vörn í sókn. Ef þing Evrópu- ráðsins gefi Bosníu-Hersegóvínu grænt ljós á aðild, sé fyrirsjáanlegt að það gefi sterk pólitísk skilaboð til nágrannaríkja um að framþróun í lýðræðisátt sé í þágu stjórnvalda en ekki síst í þágu almennings. Hins vegar hefur einnig verið á það bent að traust og trúverðugleiki Evrópráðsins sem stofnunar og gildi hennar séu einnig í húfi. Ótímabær aðild landsins að ráðinu gæti ekld einungis orðið kostnaðarsöm, heldur gæfi hún röng skilaboð. Væri þar með hægt að halda því fram að markmið og gildi líkt og lýðræði, mannréttindi og réttarríki, séu sveigjanleg í tíma og rúmi. Að grundvallargildi evrópsks samfélags geti átt við stundum, sums staðar, en ekki alltaf, og væri slík þróun af- ar hættuleg. Þá hefur Evrópuráðið gert stjórn- völdum í Bosníu-Hersegóvínu ljóst að markmið ráðsins sé að hjálpa stjómvöldum og almenningi að hjálpa sér sjálfum. Hugsunin sé ekki að taka stjórnina og knýja stjóm- völd til afmarkaðra markmiða, held- ur að skapa forsendur fyrir lýðræð- islegri þróun sem eingöngu getur átt sér stað meðal íbúa landsins. Fyrstu skref í átt að fullburða lýðræði Grannur sá sem Evrópuráðið stendur á er traustur en ef borað eru \ í hann göt er hætta á að hann bresti. Styrkur Evrópuráðsins sem stofnun- ar er tvímælalaust hin skýrt skil- greindu gildi. Slíkum gildum er afar erfitt að breyta án þess að upp vakni siðferðislegar spumingar. Jafnvel á alþjóðavettvangi. Kom það skýrt fram í ávörpum sendinefndar Evr- ópuráðsins til þarlendra stjórnmála- manna, að skilnings gæti á aðstæð- um landsins og óþreyju stjórnvalda til að taka fyrstu skrefin í átt að Evr- ópu. Hins vegar væri ljóst að tiltekn- um forsendum - sem flestum ættu að vera ljós - verði að fullnægja áður en af aðild verði, ella komi það stjómvöldum og almenningi illa síð- ar meir. Er því ljóst að ef Bosnía- Hersegóvína verður aðili að Evrópu- ráðinu og taki sín fyrstu skref sem fullburða lýðræðisríki verða ákveðn- ar breytingar að fara fram. Á þetta við um stofnanalegar breytingar en alls ekki síður hugarfarslegar breyt- ingar. Bosnía-Hersegóvína - hið fagra en stríðshrjáða land - hefur ómælda möguleika í framtíðinni. Bosníska þjóðin í heild sinni hefur allt til að bera til að verða tekið inn í samfélag Evrópuríkja. Um það ríkir eining innan landsins og utan. Ef vofur fortíðar ná að skyggja á rétt- mæta framtíð landsins meðal jafn- ingja, er af því afar mikil eftirsjá. Innganga Bosníu-Hersegóvínu er ekki aðeins í þágu almennings í landinu, líkt og utanríkisráðherra komst að orði í ávarpi sínu til fjöl- miðla á mánudag, heldur í þágu Evrópu allrar. Halldór Asgrímsson ávarpar þing Evrópuráðsins í dag Kosovo efst á Strassborg. Morgunblaðið. ÞING Evrópuráðsins hóf árlegan fund sinn í Strassborg á mánudag. Kjör aðalframkvæmdastjóra Evr- ópuráðsins, Kosovo-deilan sem og lýðræðisþróunin í fyrrum aðildar- ríkjum sambandslýðveldisins Jú- góslavíu era efst á dagskrá þingsins að þessu sinni. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður ráð- herranefndar Evrópuráðsins, legg- ur skýrslu nefndarinnar fyrir þingið í dag. Fyrri umferð kosninga um emb- ætti aðalframkvæmdastjóra Evr- ópuráðsins fór fram en kost á sér gáfu þau Terry Davis frá Bretlandi, Walter Schwimmer frá Austurríki og Hanna Suchocka frá Póllandi. Urðu úrslit þau að Terry Davis hlaut 122 atkvæði, Walter Schwimmer 119 en Hanna Such- ocka aðeins 21 atkvæði. Þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta, eða yfir 146 atkvæði, fer önnur umferð því fram í dag og eins og úrslitin vora verður þá kosið á milli þeirra Davis og Schwimmer. Evrópuráðið, sem er elsta starf- andi stjómmálastofnun Evrópu, hélt fyrir skömmu upp á fimmtíu ára afmæli sitt með hátíðahöldum í Búdapest. Aðildarríkin era fjöratíu og eitt talsins þar á meðal sautján Austur-Evrópuríki. Sameiginleg markmið aðildarríkja Evrópuráðs- ins era samkvæmt stofnsáttmála þess að virða lýðræði og mannrétt- indi og að tryggja stjóm á grand- velli laga og réttar. Frá árinu 1989 hafa meginverk- efni ráðsins falist í því að hafa eftir- lit með stjórnarfarsbreytingunum í Mið- og Áustur-Evrópu, og að að- stoða löndin þar við að festa lýðræð- islega stjórnarhætti í sessi samfara efnahagslegum umbótum. í dag liggja fyrir fimm aðildaramsóknir sem bíða afgreiðslu þingsins þar á meðal umsókn Bosníu-Hersegóvínu, en Halldór Ásgrímsson kom til Strassborgar í gær frá Sarajevó, þar sem hann átti fund með þar- lendum ráðamönnum. Halldór sagði baugi í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær að þó svo að ástandið í Bosníu-Hersegóvínu hefði tekið miklum stakkaskiptum væri enn langt í land með að þjóðabrotin í landinu gætu lifað saman í sátt og samlyndi. Að mati Halldórs getur hið alþjóðlega samfélag dregið rík- an lærdóm af þróuninni í Bosníu- Hersegóvínu fyrir komandi starf- semi í Kosovo. Rétt eins og fyrir þremur árum standa margar pólitískar alþjóða- stofnanir að friðarsáttmálanum er lagði drögin að lokum Kosovo- stríðsins og munu þær allar senda fulltrúa sína til Kosovo. Evrópuráð- ið er ein þeirra sem systurstofnun ÖSE og Evrópusambandsins. Hall- dór segir að meginverkefni stofnan- anna sé nú að tryggja samræmi og skilvirkni sín á milli og að mikilvæg- ast sé að pólitísk ákvörðunartaka komist sem fyrst í hendur innlendra stjómvalda en liggi ekki hjá al- þjóðastofnunum. Hvert land fer með formennsku í ráðherraráðinu sex mánuði í senn og viðkomandi utanríkisráðherra leggur skýrslu ráðherraráðsins fyr- ir þingið og situr fyrir svöram þing- manna. Ástand stríðshrjáðra land- svæða á Balkanskaganum og starf- semi friðareftirlitssveita þar verða án efa eitt aðalefni ræðu Halldórs en hann sagðist einnig ætla að leggja áherslu á mannréttindamál í Úkraínu og í Tyrklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.