Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 27 Litháar afnema dauða- refsingn LITHÁISKA þingið sam- þykkti í gær formlega afnám dauðarefsingar er meirihluti þess staðfesti það ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar dauðarefsingar. Atkvæði féllu þannig að 73 þingmenn voru hlynntir af- náminu, tveir voru gegn því og tveir sátu hjá. Petta er talið eiga eftir að liðka fyrir umsókn Litháens um aðild að Evrópu- sambandinu. Rússar rjúfa lofthelgi Georg-íu GRIGOL Katamadze, varnar- málaráðherra Georgíu, sagði í gær að fjórar rússneskar MiG- 29 orrustuþotur hefðu rofíð lofthelgi landsins sl. laugardag á leið sinni frá Rússlandi til Ar- meníu. Yfirvöld í Georgíu höfðu neitað Rússum um leyfí til að fljúga yfír landið og sagði Katamadze í gær að loftvarnir Georgíu væru svo öflugar að þeir gætu látið hart mæta hörðu ef Rússar endurtækju leikinn. Umfangs- mesta lyga- prúf sögunnar YFIR 5000 vísindamenn og verkfræðingar, sem starfa að kjarnorkuvopnaáætlun Bandaríkjanna, verða látnir gangast undir lygapróf til að hafa hendur í hári hugsan- legra njósnara. Talið er að prófið verði það umfangs- mesta sem framkvæmt hefur verið til þessa og gæti það tek- ið allt að fjögur ár í vinnslu. Bandaríska orkumálaráðu- neytið stendur fyrir fram- kvæmdinni en ráðuneytið hef- ur verið gagnrýnt harðlega fyrir að taka ásakanir um njósnir Kínverja á kjarnorku- leyndarmálum Bandaríkjanna ekki nægilega föstum tökum. Kúlerufarald- ur í Nígeríu MINNST tuttugu manns hafa látist úr kólerufaraldri sem brotist hefur út í Zaira og Sa- bon Gari í norðurhluta Níger- íu. Embættismenn í Nígeríu sögðu lélega hreinlætisaðstöðu á svæðinu og mengað drykkj- arvatn liggja að baki upptökum sjúkdómsins en fyrr í þessum mánuði létust 30 manns úr kól- eru í norðausturhluta landsins. „Drottnari heimsins“ DAGBLAÐ alþýðunnar, opin- bert málgagn stjórnvalda í Kína, bar Bandaríkin saman við Þýskaland nasismans í gær og sagði loftárásir Atl- antshafsbandalagsins á Jú- góslavíu endurspegla vilja Bandaríkjanna til að ríkja yfir öðrum löndum og verða að „drottnara heims.“ ERLENT Kúreurrkin hefja fyrstu viðræður sínar í rúmt ár N orður-Kóreumenn gengu af fundimim MECALUX Peking. Reuters, AFP. KÓREURÍKIN tvö hófu í gær fyrstu viðræður sínar í rúmt ár en en fulltrúar Norður-Kóreustjómar gengu af fyrsta fundinum og sögð- ust ekki ætla að halda viðræðunum áfram nema Suður-Kóreumenn bæðust afsökunar vegna átaka her- skipa ríkjanna í Gulahafi í vikunni sem leið. Sendinefndir ríkjanna ræddust við í eina og hálfa klukkustund í Peking og fullti-úar Norður-Kóreu- stjómar gengu af fundinum án þess að ræða við fréttamenn. Fjölmiðlar í Norður-Kóreu höfðu hins vegar eftir Park Young-Suu, sem fór fyrir sendinefnd landsins, að hún myndi ekki hefjá viðræðumar aftur nema Suður-Kóreumenn viðurkenndu að þeir hefðu átt upptökin að átökun- um og bæðust afsökunar. Suður- kóreskir embættismenn neituðu því þó að norður-kóreska sendinefndin hefði krafíst afsökunarbeiðni á fúndinum. Sendinefndirnar áttu einkum að ræða sameiningu fjölskyldna sem sundruðust í Kóreustríðinu Sprengju- manni sleppt Var hársbreidd frá því að ráða Marg- aret Thatcher bana árið 1984 Belfast. Reuters. BRIGHTON-sprengjumaðurinn svokallaði, IRA-maðurinn sem næstum réð breska forsætisráð- herranum Margaret Thatcher bana í Brighton árið 1984, var lát- inn laus úr fangelsi í gær í sam- ræmi við skilmála friðarsamkomu- lagsins á Norður-írlandi. Hefur lausn Patricks Magees, en það er nafn Brighton-sprengjumannsins, vakið mikla athygli í Bretlandi en Magee, sem var dæmdur í áttfalt lífstíðarfangelsi árið 1986, hafði einungis setið í fangelsi í fjórtán ár fyrir glæp sinn. Magee er líklega einn af al- ræmdustu ódæðismönnum varg- aldarinnar á N-írlandi, enda mun- aði ekki nema hársbreidd að hon- um tækist að má allt ráðuneyti breska Ihaldsflokksins af yfírborði jarðar í sprengjutilræði við Grand- hótelið í Brighton árið 1984 á með- an á flokksþingi íhaldsmanna stóð. Fimm létust í sprengjutilræðinu og sjálf slapp Thatcher naumlega. Friðarsamkomulagið frá því í fyrra kveður hins vegar á um lausn fanganna og 277 dæmdir hryðjuverkamenn ganga nú lausir fyrir tilstilli akvæða þess. Tals- menn breska Ihaldsflokksins lýstu í gær hneykslun sinni á því að Ma- gee skyldi sleppt úr haldi en íhaldsmenn fóru fyrir nokkru fram á að bresk stjórnvöld hættu að sleppa ódæðismönnum IRA og annarra öfgahópa á N-írlandi úr haldi en lausn fanganna er háð því að öfgahóparnir haldi vopnahlé sín og eru áhöld um hvort IRA hafí gert það. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP) á N- írlandi, gekk jafnvel svo langt í gær að lýsa yfír vantrausti á Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, og sagði hann óviðunandi að Mowlam liti framhjá nýlegum ódæðisverkum sem IRA er kennt um. Þótt Trimble segði ekki beram orðum að hann vildi að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræki Mowlam staðfestu heimildarmenn The Irísh Times að Trimble vildi gjaman sjá á bak Mowlam stokki Blair upp í ríkisstjóm sinni í sum- ar. Styttist nú óðfluga í að „göngu- tíð“ Óraníumanna nái hámarki en um aðra helgi fer fram árleg skrúð- ganga þeirra frá Dramcree-kh-kju í Portadown og í gegnum hverfi kaþ- ólikka í bænum. Hefur þar komið til átaka undanfarin þrjú sumur og 1950-53 en fregnir hermdu að við- ræðurnar í gær hefðu nær algjör- lega snúist um átök herskipanna í vikunni sem leið. Suður-Kóreu- menn sögðust þá hafa sökkt norð- ur-kóresku herskipi og stór- skemmt fimm skip sem þeir sögðu að hefðu farið inn fyrir landhelgi Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn sögðust hins vegar hafa sökkt meira en tíu suður-kóreskum her- skipum innan landhelgi sinnar. Ríkisútvai"pið í Norður-Kóreu sagði að Park Young-soo hefði sagt á fundinum að Suður-Kóreumenn hefðu sent herskip inn fyrir land- helgi Norður-Kóreu og sakað þá um að hafa valdið hættu á nýju stríði milli ríkjanna. Suður-kóresk kona handtekin fyrir njósnir Kóreuríkin deildu einnig um mál suður-kóreskrar konu, sem var handtekin á ferðalagi með hópi Suður-Kóreumanna um Norður- Kóreu á sunnudag. Konan var sök- uð um að hafa stundað njósnir og reynt að fá leiðsögumenn sína til að flýja iand. Suður-Kóreustjórn krafðist þess að konan yrði leyst úr haldi án taf- ar og neitaði því að hún væri njósn- ari. Hún aflýsti einnig skemmti- siglingum sem skipulagðar hafa verið til Norður-Kóreu. Bjóðum mjög hentuga fataskápa. Aðeins vönduð vara úr gaeðastáli. Mjög gott verö! Þjónusta • Þekking ■ ráögjöf ■ Aratuga reynsla MECALUX - gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN tiraumur shf SUNDABORC t • SlMI 568-3300 StretcMnmir St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. IRSKIR lýðveldissinnar tóku á móti Patrick Magee (t.v.) í gær. óttast menn að friðarsamkomulag- ið renni endanlega út í sandinn skerist í odda nú. Era engin teikn á lofti um að takast muni að leysa deilur um stofnun heimastjómar fyrir tilskil- in tímamörk í næstu viku, né held- ur virðist líklegt að hægt verði að koma í veg fyrir að upp úr sjóði við Dramcree. Bresk stjórnvöld eru þegar farin að búa sig undir hið versta, og í gær var tilkynnt að a.m.k. þrettán hundrað liðsmenn breska hersins yrðu sendir til N- Irlands í næstu viku. Eigum fyrirliggjandi: 88,4 hö. með gír 2,62:1 ásamt fylgibúnaði. Bátavélar Ráðgjöf-sala-þjónusta Norm-X setlaugum á íslandi Mikilvæg atriði sem hafa ber í NORM-X AÐRAR TEG. Hafið samband og (áið nánari upplýsingar. Sími 565 8822. www.islandia.fs/normi l/ll!)IÍ]M? Skeiðarási við Arnarvog, 216 Garðabæ. Já Nei Já Nel Full dýpt a.m.k. 90 cm / Litekta / Nær liturinn í gegn ✓ Brothættur 7 Hætta á sprungum / Hætta á flögnun / Frostþolinn -40° ✓ Hitaþolinn +90° / Auðvelt að bora fyrir nuddstútum o.s.frv. / Mjúkur viðkomu / Helst yfirþorðsáferð óþreytt / Þolir hitaveituvatn / Viðgerðir auðveldar / Öryggislok 7 Löng reynsla á Islandi / \ /*” \ M Verð é setlaug 1200 I. kr. 59.500 Verð á setlaug 1900 I. kr. 87.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.