Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reyni að lyfta and- anum og gleðja fólk KORGAFL Langholts- kirkju hefur tekið stakka- skiptum fyrir tilstilli steindra glerglugga sem glerlistakonan Sigríður Asgeirsdóttir á heiðurinn af. Þetta er fyrsti áfangi af þremur en einnig stendur til að skreyta hliðarglugga kirkjuskips og vesturgafl kirkjunnar. Sigríður Asgeirsdóttir hannaði alla glugga kirkj- unnar sem mynda eina heild. Hún segir vinnu við glergluggana hafa staðið yfír í tvö ár. „Eg hef ekk- ert annað gert síðastliðin tvö ár. Vinnan byrjar alltaf á hönnuninni. Þú byrjar á að kanna aðstæður," segir Sigríður og bætir við að nauðsynlegt sé að gera sér grein íyrir við hvaða að- stæður glugginn þarf að búa og hvaða tilgangi hann þjónar. Að sögn Sigríðar ein- kennist arkitektúr Lang- holtskirkju af mikilli stein- steypu sem hún segir frekar kalt efni og því reyni hún að auka hlý- leika kirkjunnar. „Eg reyni að gefa henni svolítinn anda og lyfta upp huganum,“ bætir hún við. „Kirkjan er stór, það er hátt til lofts og gluggamir geysistórir. Hingað til hefur birtan í kirkjunni verið svo- h'tið villt, svo mjög svo, að söfnuð- urinn hefur átt í erfíðleikum með að sjá prestinn og altarið í morgun- sólinni. Mín ósk er sú að jafnframt því að beisla birtuna gefi glerið kirkjunni hlýlegra og trúarlegra andrúmsloft." Sigríður segir það mikilvægt fyrir glerlistamenn að þekkja vel eiginleika ljóss og birtu. „Við þurfum að vita ansi mikið um ljósið og birtuna," segir hún, „því það er uppistaðan í steindu gleri.“ Endurvarpar hljóðinu Glugginn gegnir þremur hlut- verkum að sögn Sigríðar. „Hann er Morgunblaðið/Jim Smart LISTAKONAN framan við gluggann í kórgaflinum. trúarlegs eðlis til að hjálpa okkur að lyfta upp sálinni og nálgast trúnna Svo er hann líka hljóð- skermur, því hann gengur í bylgj- um og endurkastar þar af leiðandi tónlistinni," segir Sigríður og bætir við að þetta sé sérstakt fyrir Lang- holtskirkju sem sé mikil tónhstar- kirkja. Þriðja hlutverk gluggans er síðan að skýla kirkjugestum fyrir morgunsólinni. „Það er mikil ábyrgð og traust sem er sýnt með því að afhenda manni birtuna í kirkjunni," segir Sigríður. „Verkið þarf í vissum skilningi að vera óbundið tíma, þannig að það haldi ferskleika sín- um um ókomin ár. Þar sem ég er bundin tíma reyni ég að vinna með tilfinningar sem eru manninum eðhslægar og breytast ekki þótt veruleiki mannsins breytist." Á miðöldum var í steindu gleri ákveðin hefð fyrir að myndimar segi sögur, þar sem þær voru í raun bibha fólksins. „Forsendur eru aðrar í dag,“ segir Sigríður. „Þá var kirkjutexti allur á lat- ínu og læsi ekki eins al- mennt og nú.“ Mér finnst að nú liggi hlutverk okkar meira í því að lyfta andan- um, hafa áhrif á sáhna og gleðja fólk.“ „Eg er beinlínis að vinna með tilfinningar,“ segir Sigríður og verður hver og einn að finna sína eigin meiningu í gluggan- um. „Það er náttúrlega fullt af fólki sem vill sjá einhver merki og ef vel er að gáð má sjá tvo krossa yst í honum. Inni í miðj- unni rís glugginn síðan upp og það má túlka sem upprisuna,“ bætir hún við. „Eg hef lagt mig fram um að gera gluggann þannig úr garði að hann höfði til fólks orðalaust, án útskýr- inga, á svipaðan hátt og tónlist. Hver sér verkið sínum augum. Verkið þarf að hlúa að þér hvort sem þú kemur til kirkjunnar til að gleðjast eða syrgja.“ Verkinu ekki lokið fyrr en gluggarnir eru allir komnir „Glerið er svohtið eins og kvik- mynd það vinnur beint með hjart- anu og sálinni ,“ segir Sigríður. „Birtan hefur áhrif á okkur án þess að þurfa milliliði eða mikilla út- skýringa við.“ Þess vegna læt ég verkin tala,“ bætir hún við og hlær. Sigríður notaði Langholtskirkju sem skólaverkefni á námsárum sínum í Edinborg. Þær hugmyndir notaði listakonan þó ekki við gluggana en hún kveðst þó óneit- anlega hafa búið að þeirri for- vinnu. „Það var svo sem ágætt verk fyrir sinn tíma,“ segir hún. „En ég var ekki einu sinni skriðin UNDANFARIÐ hefur verið unnið að fsetningu gluggans sem er hér í fullum gangi. út úr skóla og maður lærir á hverju verki. Það er þó örugglega einhver hluti af því þarna í,“ segir hún og bætir við að þetta byggi jú allt hvað á öðru. Sigríður er ánægð með glugg- ann kominn í kórgaflinn, en segir verkinu ekki lokið lyrr en glugg- arnir séu allir komnir. Hún kveðst þó engu síður hlakka til að sjá kór- gaflsgluggann þegar búið verður að koma orgeli kirkjunnar fyrir á sínum stað, sem er framan við gluggann. „Þá veit ég hvort að mér hefur tekist ætlunarverk mitt. En það er ekki bara að búa til góðan glugga, heldur líka að að búa til glugga sem vinnur með orgelinu, altarinu og kirkjunni allri.“ Langholtskirkja er opin fyrir gesti og gangandi í kvöld og verður haldin helgistund klukkan 23 þar sem kór Langholtskirkju syngur. Umdeild endurgerð á víðfrægu listaverki MEISTARAVERK ítalska lista- mannsins Leonardos da Vincis, „Síðasta kvöldmáltíðin", var ný- lega afhjúpað að nýju en um- fangsmiklar lagfæringar hafa verið gerðar á verkinu, sem lá við skemmdum þegar ákveðið var árið 1977 að efna til við- gerða. Víðfrægir listfræðingar störf- uðu að endurgerð málverksins um rúmlega tuttugu ára skeið og . tóku snemma þá ákvörðun að taka það rækilega í gegn. Skemmst er hins vegar frá því að segja að viðbrögð hafa verið blendin og telja margir listsagn- fræðinga að alltof langt hafi ver- ið gengið, og að málverkið sé nánast óþekkjanlegt frá því sem áður var. Litir verksins séu aðrir en þeir voru áður og nokkrir hlutar þess séu hreinlega „horfn- ir“. Auðvitað eru ekki allir þessu sammála hins vegar, telja mikil- vægt endurreisnarstarf hafa ver- ið unnið - en markmið þessarar endurgerðar var að komast eins nærri upprunalegu verki da Vincis og hægt var - og við af- hjúpun verksins nýlega var af- rakstrinum fagnað með lófataki. Nýtt útlit „Siðustu kvöldmáltíðarinnar" Það gat varla talist auðvelt verk að endurgera eitt frægasta málverk allra tíma. Leonardo da Vinci hafði vart lokið við að mála meistaraverk sitt þegar skemmdir tóku að gera vart við sig á málverkinu. í gegnum aldirnar hefur margoft verið reynt að lappa upp á útlit þess. FYRRI ENDURGERÐIR 1500 •Wfii 1600 1700 1800 1494-98 Leonardo da Vinci málar „Síðustu kvöld- máltíöina" í matsal klausturs sem kennt er við heilaga Maríu. iTmm 1726 Michelangel Bellotti 1770 Pietro Mazza I I 1821,1853 Stefano Barezzi 1900 V 1901-8 Luigi Cavenaghi V I 1924 Oreste Silvestri AV LL 2000 1947-8, 1951-54 Mauro Pelliccioli NYKLARUÐ ENDURGERÐ 1977-1999 Yfirumsjón með verkinu Guiseppe Basiie Við endurgerðina reyndu listfræðingarnir að fjar- lægja að fullu þau efni sem aðrir þeir, sem í gegnum aldimar hafa reynt að endurgera verkið, hafa sett á hið upphaflega listaverk da Vincis. Þessi ákvörðun hefur hins vegar verið gagnrýnd þvi sumir sagn- fræðingar halda því fram að viöbætumar sjálfar hafi haft sagnfræðilegt gildi. Stærð málverksins 4,5 metrar á hæð 9 metrar á lengd AÐFERDIN SEM NOTUÐ VAR o Hlutir sem ollu vandræðum Múrhúð Blýgreipt hlífðar- lag (ekki venju- lega notað á veggmálverk) Gufa sem hefur þést, falin undir málningarlitum Málverkið sjálft Tímans tönn hefur sums staðar leikið verkið grátt Yfirborð málverksins Lakkhúð, ryk, mengandi efni og eldri endurgerðir hafa í raun breytt upphaflegu málverki. Sum þeirra efna, sem notuð voru við fyrri endurgerðir, safna að sér ryki. I Rannsókn vandans I Ijos komu vandamál sem raki í loftinu hefur valdið og sú staðreynd að Leonardo notaði egg og línolíu í liti sína, en þessi frumlega blanda olli því hins vegar að litir tóku mjög snemmaaðflagnaaf málverkinu. Hreinsun Utanaðkomandi efni fjarlægö með aðstoð smásjár. Endurgerð Grannar lóðréttar línur málaðar á verkið með málningu sem auðvelt er að fjarlægja á ný, þannig að áhorfandi getið horft á verkið sem eina heild. AP Málverka- sýning- í Reykholti Rcykholt. Morgunblaðið. Á HÓTEL Reykholti stendur nú yfir sýning á málverkum eftir Vilhjálm Einarsson. Vil- hjálmur var skólastjóri við Héraðsskólann í Reykholti og einnig við Menntaskólann á Egilsstöðum um margra ára skeið og þó svo hann sé kannski helst þekktur fyrir afrek sín á íþróttavellinum og störf sín við skólastjórn, þá hefur myndlistin einnig átt hug hans. Eins og segir í sýningar- skrá fékk hann sína fyrstu raunverulegu kennslu í mál- aralist er hann stundaði nám í listasögu og byggingarlist í Bandaríkjunum. Myndirnar eru unnar í ol- íu, akrýl, pastel og vatnsliti og er myndefnið að mestu sótt til landsins okkar og þeirra staða sem Vilhjálmur hefur tengst, Borgarfjarðar og austur á Hérað. Sýningin stendur út júní. Steingrímur sýnir á Pat- reksfírði STEINGRÍMUR St. Th. Sig- urðsson er fluttur vestur á Firði og mun af því tilefni opna 40 mynda málverkasýn- ingu kl. 18 í dag, miðvikudag, í Félagsheimilinu á Patreks- firði. Sýningin er á vegum Jóns Magnússonar, sem er Bogesen í plássinu, eins og segir í fréttatilkynningu. All- ar myndirnar eru nýjar. Steingrímur mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni sem er enn í handriti og heitir Lífsmynd. Málarinn tileinkar þessa nítugustu og fimmtu sýningu sína Davíð Oddssyni sem „er mesti sigurvegari í íslenskri pólitík fyrr og síðar“ segir ennfremur. Sýningin stendur til 4. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.