Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 29 LISTIR Frábær orgelleikari TONLIST Ilallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Martin Haselböck fiutti verk eftir Kerll, J.S. Bach, C. Franck, J. Alan og eigin spuna. Sunnudaginn 20. júní, 1999. MARTIN Haselböek, orgelleik- ari frá Austurríki, hóf sumarkvölds- tónleikana í Hallgrímskirkju. Það hlýtur að vera nokkur freisting fyr- ir hvern gestaorgelleikara, að velja sér viðfangsefni til að nýta sem mest af registurs-möguleikum Klais orgelsins stóra í Hallgrímskirkju. Haselböck hóf tónleikana á tveimur raddsýningarverkum eftir Johann Caspar Kerll, eða Kerl (1626-93), þýskan orgelleikara og tónskáld, er lærði hjá Pietro Francesco Valent- ini (1570-1654), Carissimi og líklega einnig hjá Frescobaldi í Róm. Auk orgelverka, samdi hann m.a. tokkötur og ricercar, óperur, sónöt- ur fyrir tvær fiðlur og bassa, mess- ur og mótettur og margvíslega kirkjutónlist. Battaglia (Stríðshvöt) og Capriecio cueu (einskonar gleði- gaukalag), eftir Kerll, eru hvað snertir hljómræna skipan ákaflega viðburðasnauð, oft hamrað á sama hljóminum og augljóst að orgelleik- arinn var hér að leika sér með hljómsýningu á spönsku lúðrunum í stríðsljóðinu og svo flauturöddum orgelsins í gaukslaginu. Flutningur- inn var aðvitað frábærlega útfærður og í Prelúdíu og fúgu í D-dúr, BWV 532, eftir meistara J.S. Bach var leikur Haselböck aldeilis glæsileg- ur. Prelúdían er tvískipt með ímpró- vísatoriskum inngangi en milliþátt- urinn, Alla breve, er skemmtilegur leikur meistarans að biðtónum og endar á tilvitnun í innganginn. Inn- gangurinn hefst á D-dúr tónstiga í pedal og gefur það tóninn fyrir fúg- una, sem var mjög hratt leikin og gerir miklar kröfur til léttleika í pedaltækni, sem var glæsilega út- færð af Haselböck. Eftir þessi meistaratök, lék Ha- selböck h-moll kórinn, nr 2, eftir Cesar Franck af glæsibrag. Franek var á stundum sagður vera nokkuð langdreginn og er haft eftir Debus- sy að „þegar Franck er í vandræð- um með framhaldið, tekur hann til að mödúlera (skipta um tónteg- und)", sem er að því leyti til rétt, að verk hans eru oft sérstök stúdía í margvíslegum hljómskiptum, er aft- ur voru mjög einkennandi fyrir rómantíska tónlist. Einn af höfund- um rómantískrar hljómfræði, var Franz Liszt og eftir hann lék Hasel- böck nýfundna umritun Liszts sjálfs fyrir orgel, á Prelúdíu yfir sálminn Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen, samin 1859 fyrir píanó, tileinkuð Anton Rubinstein og gefin út í Berlín 1863. Tilbrigðin yfir tema úr sömu kantötu, eftir J.S. Bach og bera sama nafn, eru einnig til, bæði í píanó og orgelgerð og hafa verið tíð viðfangsefni tónflytjenda. Prelúdían virðist ekki hafa verið þekkt í þeirri orgelgerð, sem Hasel- böck fann í handriti en þess ber að geta, að stór hluti tónverka eftir Liszt hefur enn ekki verið gefin út og mörg þau verk, sem einleikarar hafa verið að uppfæra á síðari árum, eru aðeins til í handritum. Þessi stutta prelúdía er áhrifamikið og sorgþrungið verk og getur þar að heyra ýmislegt sérkennilegt, eins og t.d. „stununa" í niðurlagi verks- ins, sem við fyrstu heyrn virðist ótrúlegt að hljómi vel á orgel en er sérlega eðlileg fyrir píanó. Verkið var vel flutt af Haselböck og var undirrituðum nýnæmi í að heyra þetta glæsilega verk. Þrír dansar fyrir orgel eftir Jeh- an Alain voru næst á efnisskránni. Þetta er leiktæknilega vel gerð tón- list, mikið byggð á þrástefjun og þrátt fyrir skrautlegan rithátt fyrir hljómborðið er hljómgrunnurinn og þar með hljómskiptin oftast mjög einfóld, sem Haselböck bætti upp með sériega skemmtilegri raddskip- an og auðvitað frábærum leik sín- um. Lokaviðfangsefnið var spuni og til Haselböck, af hálfu kirkjunnar, var vikið sálminum við Lilju Ei- steins munks, en vel má fara að breyta til, þegar orgelleikurum er gert að spinna yfir íslenskt sálma- lag, því nær ávallt hefur þetta sálmalag orðið fyrir valinu. Það er svo með nútíma spuna, að þar má gera allt, hvað snertir samskipan tóna en auðvitað reynir á leikni hljóðfæraleikarans og getur spuninn heppnast vel. Að þessu sinni var spuninn svo lítið út og suð- ur og í raun meira um að Haselböck spilaði frjálst og óbundið af sálmin- um sjálfum. Hvað um það, þá er Haselböck frábær orgelleikari og auk mikillar leikni, mótar hann leik sinn af sterkri tilfinningu fyrir tón- ferli og formskipan verkanna, sem kom hvað best fram í verkunum eft- ir J.S. Bach og Liszt og í raddskip- an og auðvitað í leik, gerði hann margt frábærlega vel í verkunum eftir Franck og Alain. Jón Ásgeirsson Hundur söguhetja í nýrri bók Pauls Austers SÖGUHETJAN í „Timbuktu", nýrri skáldsögu bandaríska rit- höfundarins Pauls Austers, er lítið hundsræksni sem sárlega vantar nýjan húsbónda eftir að sá gamli, heimilislaus furðufugl, hrekkur upp af í byrjun bókar- innar. Hundurinn heitir „herra Bones" og er allt annað en ham- ingjusamur þegar hann allt í (•iiiu stendur uppi aleinn og ein- mana, ráðvilltur og rammvilltur í heimi mannanna. Auster er alls ekki fyrsti rit- höfundurinn sem fær þá hug- mynd að notast við hund sem eins konar leiðsögumann um þann heim sem hann skapar og þá sögu sem hann vill segja les- endum sínum. Virðist Auster bara hafa tekist nokkuð vel upp, ef marka má bókagagnrýni dag- blaðsins The New York Times en í henni er m.a. upplýst að að- dáendur skáldsins geti greint hefðbundin viðfangsefni þess í „Timbuktu"; eðli einmanaleik- ans og minninganna um hið liðna; miskh'ð tveggja einstak- linga sem eftir á að gera upp; heimspekilegar hugleiðingar um lífið og tilveruna, og dagleg samskipti fólks. Auster nýtur mikillar virðing- ar fyrir bækur sínar í Banda- n'kjunum en er einna helst þekktur fyrir New York-trílógíu síiiii, sem bókaútgáfan Bjartur hefur gefið út á íslensku. Heita bækurnar í islenskri þýðingu Glerborgin, Draugar og Lokað herbergi. Ennfremur hefur bók- in Hending komið út í íslenskri þýðingu. Auster hefur í seinni tíð einnig komið nálægt kvikmyndagerð og samdi og leikstýrði kvikmyndun- um „Smoke" og „Blue in the face" í samvinnu við leikstjórann Wayne Wang árið 1995. Á mörkum draums og veruleika KVIKMYIVÐIR STEYPTIR DRAUMAR •• Leikstjóri Kári Schram. Handritshöf- undar Kári Schram, Ólafur Engil- bertsson. Sviðsmynd Ólafur Engil- bertsson. Aðalleikendur Björn Karls- son, Karl Guðmundsson, Helgi Skúla- son, Björk Jakobsdóttir, Þóra Frið- riksdóttir, Arndr Hannibalsson, Benedikt Benediktsson. Loikin heim- ildamynd. 40 niíii. íslensk. Andrá/RÚV, 1999. Á EINUM fáfarnasta útnára okk- ar afskekkta eylands blasa óraun- veruleg listaverk við augum. Hvolf- þök, spírur, turnar, hallir, kirkja, ábúðarmikil steinljón, sem eru, þeg- ar betur er að gáð, haganlegir gos- brunnar, helgir menn og víkingar. Ferðalangurinn á örugglega von á öllu öðru í Selárdal vestur, en slíkri undraveröld sem birtist honum á hlaðvarpanum í Brautarholti. Allt eru þetta verk þjóðhagasmiðsins, af- dalabóndans og listamannsins Sam- úels Jónssonar (lést á áttræðisaldri, 1968), sem flutti brot af heimsmenn- ingunni af litlum veraldlegum efnum þarna vestur á hjara veraldar. Hlað- ið er á mörkum draums og veru- leika, og sá ágæti heimildamynda- smiður, Kári Schram, hefur nálgast það á svipaðan hátt, dregur upp skemmtilega dulræna mynd af við- fangsefninu. Kemst vel frá því, þó rýmri fjárhagur hefði vissulega ekki skemmt fyrir. Steyptir draumar, sem unnin er fyrir RÚV, er leikin heimildamynd þar sem atburðarásin er séð með augum Péturs (Björn Karlsson), starfsmanns Vegagerðarinnar. Sem um miðjan sjöunda áratuginn er sendur vestur í Arnarfjörð til land- mælinga og þiggur húsaskjól í guðs- húsi Samúels bónda (Karl Guð- mundsson), í Selárdal. Þá er búið að standa yfir blómaskeið í listsköpun bóndans, þar sem hann er kominn á löggiltan aldur gamalmenna; ellilíf- eyririnn gerir honum fær kaup á hinu ómissandi sementi. Annað byggingarefni ber hann á sjálfum sér úr fjörukambinum. Hrærir KARL Guðmundsson f hlutverki Samúels og Björn Karlsson í hlut- verki landmælingamannsins. steypuna í höndum. Með elju og þolinmæði kemur hann sínum stóru draumum í verk, aðrir, þ.á m. hans eigin útgáfa af Péturskirkjunni, bíða betri tíma. Tveir áratugir líða. Listamaður- inn með barnshjartað og verkin hans víkja ekki frá Pétri, sem held- ur aftur vestur sumarið '98, til fund- ar við fortíðina. Þá er staðurinn ekki nema svipur hjá sjón. Bóndinn og naivistinn allur, listaverkin hans við það að fara sömu leiðina. Nú upplifir Pétur dulræna reynslu. Samúel vitjar hans, brot úr erfiðri lífsbaráttu bóndans svífa hjá, ekki síst viðskipti hans við harðneskju- legan sveitaklerk (Helgi Skúlason), og ástkæra eiginkonu (Þóra Frið- riksdóttir). Mælingamaðurinn snýr til baka, hann hefur komist í snert- ingu við ójarðneska undraheima. Þá tilfinningu upplifir áhorfand- inn einnig í nokkrum mæli, kvik- myndagerðarmennirnir leiða okkur inní undarlega veröld, ólíka öllu sem við höfum áður séð. Dulúð draum- kenndra verka Samúels er enn áhrifaríkari þar sem umhverfið, ægifegurð Arnarfjarðar, er nánast algjör fagurfræðileg andstæða lista- verkanna. Myndin er gerð í tvenn- um tilgangi; að halda nafni lista- mannsins á lofti og vekja athygli á dapurlegu ástandi listaverkanna sem lágu undir skemmdum. Hvorttveggja hefur tekist með ágætum. Það er létt yfir Steyptum draumum, líkt og yfir listsköpuninni og vafalaust listamanninum sjálfum. Myndin er í stuttum, afmörkuðum köflum, skipt fimlega á milli tíma- skeiða sem hefjast á æskuárum Samúels og lýkur í dag. Ef undan er skilinn „evrópskur" nemi í arki- tektúr (Björk Jakobsdóttir), sem skapar reyndar nokkuð skemmti- legt, jarðbundið mótvægi við mystíkina, þá eru persónurnar vel unnar og skrifaðar. Karl Guð- mundsson og Björn Karlsson geisla frá sér hlýju og frá gamla lista- manninum hans Karls stafar barns- legur friður og kátína. Andstaða þeirra getur ekki verið sköruglegri í klerkskömminni hans Helga Skúla- sonar. Það gustar af honum sem jafnan, í þessari síðustu persónu- sköpun listamannsins. Leikin atriði og viðtöl við íbúana eru nett fléttuð saman. Kári og félagar hafa, líkt og við- fangsefnið, skapað mikið úr litlu. Þrátt fyrir fjárskort er útkoman einkar vel lukkuð á sínum rósömu nótum og þjónar tilgangi sínum. Við þurfum að gæta vel að genginni stund og standa vörð um landið okkar. Sæbjörn Valdimarsson Kringlukast 25% afsláttur af undirfatnaði Spennandí leynitilboð _________/ k Kringlunni 1,1. hæð, sfmi 553 7355.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.