Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ný bók um Island með myndum eftir spænskan ljósmyndara - endur- lágnætti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HÓLMFRÍÐUR Matthíasdóttir og Inaki Relanzón með bókina þegar hún var kynnt á útgáfudeginum í Barcelona fyrir skemmstu. ÓK með myndum frá ís- landi eftir spænska ljós- myndarann Inaki Relanzón kom nýlega út í Barcelona. Bókin kemur einnig út á íslandi, hjá Forlaginu, og er á fjórum tungumálum; spænsku, ensku, þýsku og íslensku. Islensk kona, Hólmfríður Matthíasdóttir, sem búsett er í Barcelona, skrif- ar textann. Bókin er nefnd Is- landia, reflejos en la madrugada - ísland, endurskin á lágnætti. Hólmfríður sagði í samtali við Morgunblaðið að Inaki hefði sett sig í samband við hana eftir að hann las grein hennar um ísland í blaðinu Altaix. „Hann fór til fs- lands 1994 og heillaðist algjör- lega af landinu. Komst að því hve Island býður upp á mikla mögu- leika fyrir ljósmyndara, og fór svo aftur 1998 til að mynda í bók- ina. Hafði þá búið sig vel undir ferðina, og meðal annars undir- búið það að mynda þegar lunda- pysjum er sleppt í Vestmannaeyj- um,“ sagði Hólmfríður. Ljósmyndarinn gisti hjá fjöl- skyldu í Eyjum og fylgdist grannt með þessu árlega ævintýri barn- anna þar. Og nokkrar myndir eru í bókinni frá ágústnóttunum þeim. Einnig eru margar lands- lagsmyndir í bókinni, og aðrar myndir úr náttúrunni. „Þegar Inaki sýndi mér mynd- irnar fannst mér þær alveg eins og minningamar sem ég á um ís- land - en það em fímmtán ár síð- an ég flutti - þó sumir telji mynd- irnar mjög Miðjarðarhafslegar. Þetta er hans upplifun af íslandi og það var líka ákveðið að text- inn ætti ekki að vera praktískur. Við vildum hafa hann skáldlegan; vildum að hann lýsti áferðum, lit- um, tilfinningum. Það var algjör- lega bannað að hafa staðreyndir í textanum, þar em engar töluleg- ar upplýsingar, heldur á hann að vera lýsandi fyrir upplifun; þær tilfinningar sem fólk getur orðið fyrir. Og ég neita því ekki; það er kannski svolítil „nostalgía" í text- anum, hjá konu sem er búin að vera lengi í burtu.“ Bókin er fyrst og fremst ætluð fólki, segir Hólmfríður, sem hef- ur áhuga á ljósmyndum, „vegna þess að þetta er ljósmyndabók, en auðvitað er hún líka ætluð fólki sem hefur áhuga á íslandi". Inaki Ijósmyndari hafði sam- band við forráðamenn Máls og menningar, að sögn Hólmfríðar, og þeir sýndu bókinni strax áhuga. Ur varð að Forlagið gefur hana út. „Ég vann textann á spænsku og svo á íslensku ásamt Forlaginu. Það varð reyndar nokkurt áfall fyrir mig að kom- ast að því að ég skrifaði betur á spænsku en íslensku! En þetta gekk þó allt vel. Og stefnan var alltaf sú að hafa textann á fjórum tungumálum, eins og raunin varð.“ Inaki Relanzón er 26 ára Kata- lóníumaður, frá Barcelona, og hefur birt myndir í mörgum merkum tímaritum, að sögn Hólmfríðar. Hún var mjög hrifin af myndum hans þegar liún sá þær fyrst. „Mér fannst myndirn- ar ekki venjulegar landslags- myndir; þær eru mjög persónu- legar, birtan mjúk og litimir sér- stakir." I inngangsorðum bókarinnar vitnar Hólmfríður einmitt í ferðadagbók ljósmyndarans, en þar sagði hann meðal annars: „í aðflugi yfir risavaxið yfirborð Vatnajökuls finn ég til vanmáttar þegar ég geri mér grein fyrir því að ég get ekki fangað víðáttuna með myndavélinni. Yfirþyrmandi landslagið kallar fram undran og hrifningu, einmitt það sem knýr mig áfram sem ljósmyndara." Þetta lýsir, segir Hólmfríður, þeim áhrifum sem ísland hafði á hann við fyrstu sýn. „í myndun- um [...] sýnir hann samspil lita, ljóss og forma, en ekki síður þau hughrif sem kynnin við íslenska náttúru höfðu í för með sér. Upp- lifunin er að hans mati einstök: landið höfðar til allra skilningar- vita og ilmur, litir, áferð og tært Ioftið skilja eftir óafmáanlegt spor í huga ferðamannsins." Og Hólmfríður sagði blaða- manni í gamni frá viðbrögðum dætra hennar tveggja, tíu ára tví- bura. Þeim þóttu myndirnar ákaf- lega fallegar, en sögðu við móður sína, þegar bókin kom út: „Mamma. Ekki skrifa fleiri bækur um ísland; þá fyllist allt af fólki þar..." Sumarlist á Hvíta- bandinu „SUMARLIST“ er yfirskrift myndlistarsýningar sem var opnuð í Reykjavík á dögunum. Sýningin er í Hvítabandinu, á Skólavörðustíg 37, en þar eru þrjár deildir geðsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur. Myndlistar- fólkið er skjólstæðingar Hvíta- bandsins en er einnig af hinum tveimur deildum geðsviðsins, Arnarholti og A-2 í Fossvogi. A sýningunni, sem iðju- þjálfunin stendur fyrir, eru 45 verk tíu myndlistarmanna. Myndimar eru flestar í einka- eign en nokkrar eru til sölu. Sýningunni lýkur fimmtudaginn 25. júní. Opið er frá kl. 13-15. Nýtt ój>eru- hús í Ósló 2008 NORSKA Stórþingið sam- þykkti í liðinni viku með 116 at- kvæðum gegn 46 að nýtt óperu- hús Norsku óperunnar skyldi byggt í Björvika, í austurhluta Óslóar, en áður höfðu staðið all- miklar deilur um staðsetningu hússins. Áætlaður kostnaður við byggingu óperunnar er 1,8 milljarðar norskra króna eða um 17 milljarðar íslenskra króna og er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið á árinu 2008. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FULLTRÚAR styrkþega ásamt fulltúum Kaupfélags Héraðsbúa. Aftari röð frá vinstri: Sigurður Baldursson, stjórnarformaður KHB, Gunnar Finnsson, Borgarfirði eystra, Snorri Jónsson (heldur á syni sínum, Vífli), Lionsklúbbi Seyðisfjarðar, Bjarni Þór Sigurðsson, Óperustúdíói Austurlands, Guðmundur Steingrímsson, Djasshátíð Egilsstaða, Fjölnir Björn Hlynsson, Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélagsstjóri. Fremri röð: Davíð Baldursson, Eskifjarðarkirkju, Sigurður Jónsson, Bláu kirkjunni, Seyðisfirði, og Gréta Garðarsdóttir, fulltrúi „A seyði.“ Egilsstöðum. Morgunblaðið. KAUPFÉLAG Héraðsbúa veitti styrki að upphæð kr. 520.000 úr Menningarsjóði félagsins. Styrkj- unum var úthlutað til 11 umsækj- enda. Eftirtalin verkefni hlutu kr. 50.000 í styrk að þessu sinni: Listastarfsemi á Seyðisfirði 1999 sem gengur undir nafninu „A seyði ‘99“. Menningar- og þemavika í Grunnskólanum á Borgarfirði eystri þar sem fjöllistamaðurinn Óm Ingi leiðbeindi nemendum og fullorðnum við listsköpun. Lions- klúbbur Seyðisfjarðar, til að kaupa útsendingarbúnað fyrir útvarp í félagsmiðstöðinni þar. Bláa kirkj- an á Seyðisfirði til að mæta kostn- Kaupfélag Héraðsbúa veitir styrki aði við þá 14 tónleika sem haldnir verða í kirlgunni í sumar. Sóknar- nefnd Eskifjarðarkirkju vegna byggingar kirkju- og menningar- miðstöðvar á Eskifirði. Óperustúd- íó Austurlands vegna uppsetning- ar Töfraflautunnar. Björgunar- sveitin Gró á Egilsstöðum vegna útgáfu afmælisrits og kynningar- myndbands í tilefni af 40 ára af- mæli sveitarinnar. Fjölnir Björn Hlynsson frá Miðhúsum vegna þátttöku hans í Rock and Green Sculpture Symposium 1999“ í Finnlandi á þessu ári. Djassklúbb- ur Egilsstaða vegna 12. djasshátíð- ar á Egilsstöðum nú í sumar. Leik- félag Menntaskólans á Egilsstöð- um vegna uppsetningar á leiksýn- ingunni Skvaldur. Úthlutað var kr. 20.000 til áhugahóps um vörður og fjallvegi á Austurlandi vegna bæk- lings um gömlu póstleiðina yfir Eskifjarðarheiði. Það var Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélagsstjóri sem afhenti fulltrúum áðurtalinna verkefna styrkina í Vöruhúsi KHB á Egilsstöðum. Njósnarinn með slæmu tennurn- ar snýr aftur KVIKMYNPIR Stjörnubfó, Laugarás- bfó, Bfóhöllin, Borg- arbfó Akureyri AUSTIN POWERS: NJÓSNARINN SEM NEGLDI MIG irk Leikstjóri: Jay Roach. Ilandrit: Mike Myers og Michael McCullen. Kvik- myndatökustjóri: Uli Steiger. Tónlist: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Mi- ke Myers, Heather Graham, Michael York, Robert Wagner, Rob Lowe, Seth Green. 1999. MYND Mike Myers um hinn al- þjóðlega og ofsagraða meistara- njósnara hippatímans, Austin Powers, er einhver sérstæðasta og um leið fyndnasta gamanmynd sem gerð hefur verið um langa hríð. I henni var gert stólpagrín að James Bond-myndunum sérstaklega og fór Myers á kostum sem bæði Powers og erkióvinur hans, dr. 111- ur. Framhaldsmynd hlaut að fylgja í kjölfarið og hún hefur nú verið frumsýnd hér á landi undir heitinu Austin Powers: Njósnarinn sem negldi mig. Þess var ekki að vænta að hún yrði jafnóvæntur glaðning- ur og fyrri myndin enda ber hún þess merki að hafa verið gerð í nokkrum flýti á meðan áhrif fyrri myndarinnar eru ekki gleymd og reiðir sig nokkuð á endurtekið efni. En það er ýmislegt í henni fyndið líka og eflaust geta margir aldrei fengið nóg af Austin Powers. í Njósnaranum sem negldi mig (þetta gæti verið fínt heiti á öllum James Bond-myndum sem gerðar hafa verið) ferðast dr. Illur aftur í tíma og stelur kynorkunni eða „mójóinu" frá Austin Powers og lamar þar með helsta óvin sinn svo hann getur óáreittur sett upp leysi- byssu á tunglinu og hótað gjöreyð- ingu jarðar fái hann ekki billjónir og trilljónir dollara ... eða eitthvað svoleiðis. Powers getur auðvitað ekki án kynorkunnar verið og hef- ur dauðaleit að þessu aðalsmerki sínu. Mike Myers byggir grínið á tví- ræðum og ekki svo tvíræðum kyn- lífsbröndurum sem koma ekki hvað síst fram í heitum aðalkvenpersón- anna. Brandararnir eru klúrir en líka einstaklega sakleysislegir og næstum barnalegir og í því felst ákveðinn sjarmi og húmor. Honum tekst sem fyrr að gera hið ævin- týralega og ógnvænlega í James Bond-myndunum að hinu hvers- dagslega og hallærislega; dr. Illur og sonur hans, en nokkuð stirt er á milli þeirra, mætast m.a. í slags- málaþætti Jerry Springers. Nokkr- ar nýjar persónur koma við sögu eins og klón dr. Illa, Minniég, sem er einn áttundi af stærð meistara síns og heldur ófyndinn karakter, og bráðskemmtilegt skoskt ógeð sem er 300 kfló og heitir Fat Bast- ard og Meyers leikur sjálfur nær óþekkjanlegur. Egyptinn úr fyrri myndinni snýr aftur en aðeins til þess að endurtaka gamlan brand- ara. Höfundar Njósnarans sem negldi mig reiða sig um of á fyrri myndina og tekst ekki að búa til neitt nýtt úr efniviðnum en treysta á að gamalkunnugt efnið haldi uppi fjörinu. Það tekst að nokkru leyti en annars ekki. Frumleikinn er horfinn og endurtekningin er tekin við. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.