Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 31 UMRÆÐAN Algjörlega frjálst framsal veiðiheimilda í LEIÐARA Morg- unblaðsins 15. júní sl. segir: „Morgunblaðið hefur hvatt til þess og hvetur til þess, að framsalið verði algerlega frjálst, og þær takmarkanir, sem nú eru á því, verði afnumdar." I fyrri greinum mín- um í Mbl. hefi ég mælt með því að öll takmörk á framsali fiskveiði- kvóta verði afnumin þannig að um þessar eignir gildi sömu regl- m- og um aðrar eignir í þjóðfélaginu. En ég hefi sérstaklega lagt til að gengið yrði lengra þ.e.a.s. að ekki sé nauðsynlegt að eigandi fískveiði- kvóta eigi jafnframt veiðiskip. Fiskiskip eru aðeins verkfæri, sem eiga ekki að fylgja nein sérrétt- indi fremur en öðrum tækjum og tólum. Ekki eru réttindi til tann- lækninga bundin við tannlæknastól, þótt slíkt tæki sé hverjum tann- lækni nauðsynlegt svo eitthvað sé nefnt. Sá maður, sem fengið hefir menntun og réttindi til tannlækn- inga kaupir einfaldlega þau tæki og áhöld sem henta honum best. Með því að binda eign á fiskveiði- kvóta við tiltekið fiskiskip er fjöldi þeirra Islendinga, sem slíka eign getur eignast takmarkaður mjög mikið. Ég fyrir mitt leyti vil túlka dóm Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar á þann hátt, að þessi takmörkun hafi verið numin úr gildi. Ef þessi skilningur er lagður í dóminn get- ur hvaða íslendingur sem er eignast kvóta. Hann getur keypt hann af þeim sem á hann fyrir og vill selja, hann getur erft hann, hann getur þegið hann að gjöf eða eignast hann við hjúskap eða hjú- skaparslit o.s.frv. Samkvæmt þessum skilningi getur fisk- vinnsla eignast kvóta, bæjarfélag, byrjandi í útgerð, sjómaður eða hver sem er. Af praktískum ástæð- um er þó líklegast að kvótinn leiti endanlega til þeirra, sem mestra hagsmuna hafa að gæta, þ.e.a.s. þeirra sem ávaxta hann best. Ekki er ljóst hvort leiðari Mbl. leggur þennan skilning í merkingu orðanna „algjörlega frjálst fram- sal“, því í næstu setningu leiðarans stendur: „Pað liggur í augum uppi, að með afnámi þeirra takmarkana stór- aukast möguleikar útgerðarinnar til hagræðingar og hagkvæmni í rekstri." Af þessum orðum blaðsins ræð ég það að framsal kvóta eigi áfram að- eins að vera bundið við útgerðar- menn eina. Eins og áður segir, túlka ég hæastaréttardóminn á þann veg að allir Islendingar eigi lagalegan rétt og möguleika á að eignast fiskveiði- Kvótinn í ljósi þessarar þróunar gegnir það mikilli furðu að menn skuli í alvöru leggja það til að skilningur sumra um „marxískt“ eignarform á stórum hluta eigna -----7----------------------- Islendinga, segir Jóhann J. Olafsson, skuli fest í stjórnar- skrá lýðveldisins. kvóta skv. þeim reglum sem gilda um eignarréttindi hér á landi og varin eru af 72. gr. stj. skr. Með þessum skilningi eru öll hugsanleg sérréttindi til að eignast fískveiði- kvóta úr sögunni og kvótaeign get- ur dreifst meðal landsmanna eins og hverja aðrar eignir. Byrjendum í útgerð er gert auð- veldara að hefja útgerð. Þeir geta keypt kvóta af þeim, sem eiga hann fyrir. Til að auðvelda þeim fjár- mögnunina gætu þeir veðsett kvót- ann lánastofnun og leigt sér skip. En eins og sakir standa eru mjög miklar hindranir í vegi fyrir því að möguleikar á kvótaeign standi öll- um opnir. Það gegnir furðu að flestir þeirra, Jóhann J. Ólafsson Svör óskast frá formanni Fræðsluráðs Reykjavíkur FRÆÐSLUMAL hafa mikið verið til um- fjöllunar opinberlega undanfarna mánuði, ekki minnst grunn- skólastigið. Mennta- málaráðherra kynnti fyrir rúmu ári nýja skólastefnu og á síðasta vetri var síðan lögð fram ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Éinnig hefur mikið ver- ið rætt og ritað um kjaramál kennara. Áætlanir standast sjaldan I Reykjavík hefur umræða um skólamál eldra ekki síst snúist hvenær og þá Aðalsteinn Símonarson meðal for- um hvort, hvernig bömum þeirra verður tryggð viðunandi að- staða til að stunda sína vinnu, þ.e. námið. Það háttar nefnilega þannig til í Reykjavík að borgaryfírvöldum hefur gengið mjög illa að standa við gerðar áætlanir um einsetningu skóla sem og byggingu nýrra skóla. Má raunar segja að til undantekn- inga heyri ef framkvæmdum við skóla lýkur á þeim tíma sem áætlan- ir gera ráð fyrir, jafnvel þó sömu áætlanir séu ekki eldri en eins til tveggja ára. Ástæður fyrir þessum töfum og breytingum eru margar og misjafnar, jafnvel þessháttar að úti- lokað var að sjá þær fyrir. Þó er það með öllu ólíðandi að þeir sem stjórna b'orginni skuli láta hjá líða að upplýsa umbjóðendur sína, borgar- ana, um breytingar á stöðu mála. Slíkt hefur því miður verið tilfellið i flestum fyrrnefndra tilfella og ef spurt hefur verið eftir nýjum tíma- setningum eru svörin oftast óljós ef einhver fást. Slíkt var einmitt tilfellið með hverfisskóla undirritaðs sl. haust, Víkurskóla. Samkvæmt áætlun sam- þykktri í borgarráði í maí 1997 skyldi fyrr- nefndur skóli taka til starfa haustið 1999 í bráðabirgðahúsnæði, en fullbúið átti framtíð- ar skólahúsnæði að standa árið 2002. í ágúst árið 1998, ein- ungis 15 mánuðum eftir samþykkt Fimm ára áætlunar um einsetn- ingu grunnskóla í Reykjavík, var tekið að kanna hvort ekki væri hægt að fresta stofn- setningu Víkurskóla um nokkur ár en kenna krökkum úr hverfinu þess í stað í gömlu uppgerðu fjósi á Korpúlfsstöðum!! Með hugmyndina var unnið en það var ekki fyrr en 15. Skólamál Má segja að til undan- tekninga heyri, segir Aðalsteinn Símonar- son, ef framkvæmdum við skóla lýkur á þeim tíma sem áætlanir gera ráð fyrír. mars sl. sem yfirvöld borgarinnar sáu ástæðu til að kynna íbúum fyrir- hugaðar breytingar. Og ekki var það svo vel að til stæði að leita álits íbú- anna eða hlusta á sjónarmið þeirra, þvert á móti var verið að tilkynna þegar tekna ákvörðun sem reyndist óhagganleg. Spurningar um Víkurskóla Nú þegar sú staðreynd er endan- lega ljós að Korpuskóli, en það er nafnið sem „barnið" fékk, verður jafnt fyrir börn úr Víkurhverfi og Staðahverfi, langar mig að beina þremur spurningum til Sigrúnar Magnúsdóttur formanns Fræðslu- ráðs Reykjavíkur. 1. Hvenær tekur Víkurskóli til starfa? 2. Hve stóran hluta fyrirhugaðs skólahúsnæðis Víkurskóla er ráð- gert að taka í notkun þá? 3. Hvaða bekkjardeildir er ráð- gert að verði í Víkurskóla fyrsta starfsárið? Ég vil biðja þig Sigrún um að svara þessum spurningum hér á síð- um Morgunblaðsins því það eru margir sem bíða spenntir eftir hvemig svörin hljóða og sparast myndi talsverð fyrirhöfn ef allir hefðu góðan aðgang að skýrum og greinargóðum svörum þínum. Gott væri ef þú gætir svarað sem fyrst, því á svörunum gæti oltið hvort und- irritaður sækir um skólavist fyrir börn sín í einkaskóla þar sem starfs- umhverfi er stöðugra. Höfundur er tæknifræðingur og faðir tveggja bama. Eru rimlagardínurnar óhreinar? Við hreinsum: Rimla-, strimla-, plíseruð- og sóiargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Allan Sækjum og sendum ef óskað er. sólarhringinn. Nýja Tæknihreinsunin Sólheimum 35, sími 533 3634, GSM 897 3634. sem skrifa mest gegn núverandi kvótakerfi, koma ekki með neinar ábendingar til þess að endurbæta kvótakerfið. Allur málflutningur þeirra beinist í þá átt að vegna orð- anna „sameign þjóðarinnar" þurfi sjávarútvegurinn að greiða stórar fúlgur í ríkissjóð. Það er fráleitt að skilja orðin „sameining þjóðarinnar" í l.gr. laga nr. 38/1990 á Jsann veg að með þeim hafi Alþingi Islendinga viljað koma á „marxísku“ eignarformi á stóran hluta af eignum landsmanna. Ef allir Islendingar gætu keypt kvóta hverjir af öðrum án óþarfa ríkisafskipta yrði um sannarlega þjóðareign að ræða, sem þjóðin deildi á milli sín sjálf. Jón Sigurðs- son, fyrrv.skólastjóri í Bifröst, sagði nýlega í sjónvarpsþætti að Islend- ingar hafi verið síðasta alþýðulýðveldið í Evrópu. Velferð Islendinga hefur aukist mjög hratt eftir að landsmenn fóru að fjarlægjast fyrri hugmyndir Austur-Evrópu í efnahagsmálum. Við erum stöðugt að vinda ofan af þeim hörmungarmistökum, sem hófust með auknum ríkisafskiptum og þjóðnýtingum, upp úr 1930 og enduðu ekki fyrr en með Viðreisn- inni 1960-70. Fram að þeim tíma misnotuðu ráðamenn þjóðarinnar umboð sitt til að koma á velferðar- kerfi sem almenn sátt er um. Til viðbótar drógu þeir stóran hluta eignar þjóðarinnar undir vald sitt með þjóðnýtingum og skattahækk- unum. Þetta mætti kalla einhvers konar „pólitískan“ fjárdrátt eða „pólitísk“ umboðssvik. Stjómvöld em nú í vaxandi mæli að skila þessum eignum aftur til þjóðarinnar enda fer best á því að efnahagsleg samskipti þjóðarinnar séu sem mest gagnkvæm viðskipti en ekki ákveðin að ofan. I ljósi þessarar þróunar gegnir það mikilli furðu að menn skuli í al- vöra leggja það til að skilningur sumra um „marxískt" eignarform á stómm hluta eigna íslendinga skuli fest í stjórnarskrá lýðveldisins. Slíkt eignarform er fullkomlega andstætt íslenskri menningu og eðli í 1100 ár, þótt undantekning hafi orðið á áðurnefndum 30 ára kafla þessarar löngu sögu. Þegar Islendingar stofnuðu Þjóð- veldið á Þingvöllum árið 930 sem frjálsir og óháðir menn gengu þeir í ein lög. Þeir lögðu ekki eignir sínar til Þjóðveldisins. Þeir stofnuðu ekki sameignarfélag. Svona hefur það alltaf verið. Allar meiriháttar stjómarskrár- breytingar em auk þess stórhættu- legar, eins og fyrir stjómarskrár- gjafanum er nú komið. Breytingar á stjórnarskránni em breytingar á gmndvallarlögum lýð- veldisins, sem eiga að takmarka vald löggjafans, Alþingis. Þessar breytingar á stjómarskránni em nú gerðar af Alþingi sjálfu. Eins og menn rekur minni til fóra síðustu stjómarskrárbreytingar, um nýja kjördæmaskipun, í gegn um tvö þing, án nokkurrar umræðu, sem heitið getur. Stjómarskrárgjafinn á að vera annar en löggjafinn. Nauð- synlegt er að stjórnarskrárbreyt- ingar séu samþykktar með þjóðar- atkvæðagreiðslu sbr. 79.gr. stj.skr. 2.mgr. um kirkjuskipunina. Núverandi stjórnskipun lýðveld- isins er mjög gölluð. Við búum við stjómbundið þing. Helmingur þingflokks annars stjóm- arflokksins fer með framkvæmda- vald. Löggjafinn ræður í raun stjómarskránni. Þrískiptmg ríkis- valdsins í 2. gr. stj.skr. er varla nema orðin tóm því í raun ræður fram- kvæmdavaldið öllu, nema dómsvald- inu, sem það þó skipar og kostar. Undir þessum kringumstæðum er varla forsvaranlegt að lagt sé til að Islandi sé aftur breytt í alþýðu- lýðveldi. Höfundur er stórkaupmaður og lýðveldissinni. JÓN HELGASON ALDARMINNING Hátíð verður haldin í Reykholti LAUGARDAGINN 26. JÚNÍ 1999 Á VEGUM STOFNUNAR ÁRNA MAGNÚSSONAR, Snorrastofu, VÍSINDAFÉLAGS ÍSLENDINGA, FÉLAGS ÍSLENSKRA FRÆÐA OG Bókaútgáfu Máls og Menningar. DAGSKRÁ: FYRIR HÁDEGI KL. 1 1°°: STUND VIÐ LEIÐI JÓNS H ELGASON AR í GI LSB AKKAKl RKJ UGARÐI. EFTIR HÁDEGI KL. 1 4°° - 18°°: MÁLÞING ( Reykholtskirkju. STEFÁN Karlsson SETUR DAGSKRÁNA. ♦ Hljómeyki: Aldasöngur - Jón Nordal / Jón Helgason o.fl. ♦ Jonna Louis-Jensen: Starf Jóns Helgasonar sem prófessors og forstöðumanns Árnasafns. ♦ Jóhan Hendrik W. Poulsen: Jón Helgason og Færeyjar. ♦ H i—ióm eyki : Trú mín er aðeins týra - Jón Nordal / Jón Helgason. Hlé ♦ Ólafur Halldórsson: Jón Helgason og Ólafs saga helga. ♦ Guðrún Nordal: íslenzk miðaldakvæði. ♦ Vésteinn Ólason: Jón Helgason og íslensk fornkvæði. ♦ SÖNGUR ÞRIGGJA LANGAFADÆTRA: TvÖ ljóð - Þóra Marteinsdóttir / Jón Helgason. Hlé ♦ Kristján árnason: Um kveðskap Jóns Helgasonar. ♦ Jónas Kristjánsson: Jón Helgason og íslenska nýlendan í Höfn. ♦ Þorsteinn Þorsteinsson: Um uppmna Jóns Helgasonar og settir í Borgarfirði. ♦ Marta Halldórsdóttir, sópran, og Þórhildur Björnsdóttir, píanó: Til lútunnar og önnur söngljóð / X þýddi. Um kvöldið kl. 2030: kvöldfagnaður í Snorrastofu. Samsöngur við kveðskap Jóns Helgasonar. Vísur íslendinga úr Hjartarkershúsinu o.fl. Orðið frjálst ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.