Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 33

Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 33
32 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 33t STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJÖREGGIÐ OG ÞJÓÐARVILJINN HINIR ungu ofurhugar, sem sigldu á gúmmíbátum og kajökum um Dimmugljúfur um helgina, hafa unnið mikið afrek. Það er ánægjulegt að fylgjast með því hve ungt fólk stefnir hátt í útivist af margvíslegu tagi og stundar hana af mikilli þekkingu og fagmennsku og leitar aðstoðar erlendra kunnáttumanna ef þörf krefur. Enda aldrei of var- lega farið. Fífldirfska getur verið dýrkeypt. Ferðin um Dimmugljúfur er eitt dæmi um þetta. Fjallgöngur ungra fjallgöngumanna eru annað. Skíðagöngur á jöklum og Suð- urskautslandinu eru enn eitt slíkt dæmi. Leiðangursmenn áttu ekki orð til þess að lýsa fegurð gljúfranna. Lesendur Morgunblaðsins, sem skoðuðu myndir sem blaðið birti í gær, geta þó gert sér grein fyrir að með þessari ferð hefur nýr ævintýraheimur opnazt á íslandi. Þegar sjónvarpsmynd verður sýnd eftir nokkrar vikur eða mánuði fær fólk enn gleggri hugmynd um það sem hér er á ferð. Ferð þessa unga fólks um Dimmugljúfur verður áreiðan- lega til þess að margir munu telja fráleitt að efnt verði til virkjunarframkvæmda sem valdi því að þessi hrikalega náttúra hverfí að verulegu leyti. Það munu ekki síður standa deilur um þetta svæði en önnur sem til umræðu hafa verið. Deilur um það hvort virkja beri hér eða þar eru erfíðar fyrir þetta fámenna þjóðfélag þar sem návígið er mikið. Deilurnar um fiskveiðistjórnarkerfið sýna hve slíkar deilur geta orðið hatrammar í okkar samfélagi. Við þurfum að finna leið til þess að leysa slík deilumál á lýðræðislegan hátt og á þann veg að báðir málsaðilar geti sæmilega við unað. Slík aðferð er til og er þá átt við að þjóðin taki afstöðu til einstakra álitamála í þjóðaratkvæðagreiðslu. í umræðum um hugsanlega aðild Islands að Evrópusambandinu hafa stjórnmálamenn verið sammála um að slíka ákvörðun ætti að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nýjar hugmyndir um auk- ið lýðræði, lýðræði 21. aldarinnar, sem Morgunblaðið hefur ítrekað fjallað um síðustu árin, byggja á því að hinn almenni borgari hafí nú jafngóðan aðgang að upplýsingum og hinir kjörnu fulltrúar í sveitarstjórnum og á Alþingi. Þar með hafi forsendur skapazt fyrir því að þjóðin sjálf taki ákvörð- un um viðkvæm deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það ætti að verða alvarlegt umhugsunarefni að beita þessari aðferð við úrlausn veigamikilla álitamála á borð við þau hvar skuli virkjað eða ekki virkjað og hvernig standa skuli að stjórn helztu auðlinda þjóðarinnar á borð við fiski- miðin. FRUMKVÆÐI HORNAFJARÐARBÆJAR UPPLÝSINGABYLTINGIN, sem orðið hefur með örri þróun tölvutækni og tilkomu Netsins, á eftir að hafa mikil áhrif á samskipti stjórnvalda og almennings. Upplýs- ingalögin, sem sett voru fyrir nokkrum misserum, opna fólki leið til margvíslegra upplýsinga og ef synjað er um upplýs- ingar er hægt að skjóta þeirri afgreiðslu til sérstakrar úr- skurðarnefndar sem tekur afstöðu til þess hvort um trúnað- armál sé að ræða. Nú hefur Hornafjarðarbær tekið forystu um nýja þróun á þessu sviði með þeirri ákvörðun að opna leið að skjalasafni sveitarfélagsins um Netið. Þar með getur hinn almenni borgari kynnt sér þau málefni sem til meðferðar eru og op- inn aðgangur er að. Stjórnsýsla sveitarfélagsins verður opn- ari og gagnsærri en um leið losna starfsmenn sveitarfélags- ins við að afla upplýsinga fyrir fólk sem það getur sjálft nálgast í stofunni heima hjá sér. Þetta er merkilegt frum- kvæði hjá Hornafjarðarbæ sem ástæða er til að veita eftir- tekt. Akvörðun sveitarstjórnarinnar á Höfn í Hornafirði hefur mikla þýðingu og á eftir að varða veginn fyrir önnur sveitar- félög í landinu og opinberar stofnanir. Ekki er ástæða til að ætla annað en að þessi tilraun gefist vel og þess er að vænta að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið og það sem allra fyrst. Opinn aðgangur borgaranna að slíkum gögnum eykur traust í garð sveitarfélagsins og skilning borgaranna á þeim við- fangsefnum sem fjallað er um á opinberum vettvangi. For- ráðamenn Hafnar í Hornafírði hafa vísað veginn til framtíð- arinnar með þessari merkilegu ákvörðun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu fund með forsætisráðherra Japans Viðræður forsætisráðherranna Keizo Obuchi og Davíðs Oddssonar NORWAY FINLAND JAPAN SWEDEN Morgunblaðið/Jim Smart NORRÆNU forsætisráðherramir og sá japanski sátu hádegisverðarboð forseta íslands í gær. Fyrir miðri mynd eru Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og forsetanum á vinstri hönd er Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en á hægri hönd Obuchi er frú Ástríður Thoraren- sen, eiginkona Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Islandskynning í Japan og sendiráð í undirbúningi Á FUNDI forsætisráðherra Japans og Islands, Keizo Obuchi og Davíðs Oddssonar, í Höfða í gærmorgun var meðal annars rætt um opnun sendi- ráða í löndunum, Islandskynningu sem halda á í Japan á næsta ári, við- skipti landanna og tvísköttun. Is- lendingar hefja á næsta ári undir- búning að opnun sendiráðs íslands í Japan og Japanar hyggjast opna fljótlega upplýsingaskrifstofu á ís- landi. Davíð Oddsson forsætisráðherra kvaðst í samtali við Morgunblaðið ánægður með viðræðumar, náðst hefði að koma inn á mörg mál en nokkur þeirra hefði þó orðið að geyma. Ráðhen-arnir ræddu meðal annars um viðskipti landanna. „Fyr- irkomulagið á utanríkisviðskiptum þeirra er þannig að þau eru mikið kvótabundin og skriffínnska mikil og við vildum nota tækifærið til að óska eftir því að dregið yrði úr slíkum þáttum og viðskipti landanna auð- velduð. Það var tekið vel í það þótt vissir þættir séu ekki kvótabundnir eins og til dæmis í fisksölunni," sagði Davíð Oddsson. Um opnun sendiráða sagðist Da- víð hafa skýrt starfsbróður sínum frá því að Island myndi hefja á næsta ári undirbúning að opnun sendiráðs í Japan árið 2001. „Sem svar við því hafa þeir ákveðið að opna hér fljótlega upplýsingaskrif- stofu og að auka viðveru sendiherra síns hérlendis en aðsetur hans er í Ósló.“ Japanar hafa lýst áhuga sínum á því að sérstök Islandskynning verði í landinu á næsta ári. „Þetta er að frumkvæði þeirra og þeir myndu sjá um skipulagningu en þeir vilja líka fá íslensk stjórnvöld til þátttöku,“ sagði Davíð og segir þetta mjög já- kvætt framtak. Ósk um tvísköttunarsamning endurnýjuð Um tvísköttun sagði Davíð að endurnýjuð hefði verið beiðni frá síðasta ári um tvísköttunarsamning landanna sem svarað var á þann veg að lönd stæðu nú í biðröðum eftir slíkum samningum við Japana. Davíð sagði Japana gjarnan vilja gera slíkan samning við Islendinga en þar væri m.a. farið eftir hversu mikil viðskipti landa væru og því kæmi ekki að Islendingum alveg í bráð. Davíð Oddsson sagði að þótt nokkur mál hefðu orðið útundan á fundi þeirra í gærmorgun myndi hann hugsanlega geta nefnt einhver þeirra í óformlegu spjalli við Keizo Obuchi í kvöldverðarboði í gærkvöld en síðan hefði aðstoðarmönnum jap- anska ráðherrans einnig verið af- hent minnisblöð um ýmis atriði varð- andi samskipti landanna. Hann sagði fund þeirra tveggja alltaf hafa verið ráðgerðan sem hluta af Islandsheim- sókn japanska forsætisráðherrans; jafnframt því sem hann ræddi við forsætisráðherra Norðurlandanna hefði alltaf verið gert ráð fyrir við- ræðum við ráðherra gestgjafalands- ins á sama hátt og var í Noregi fyrir tveimur árum. Davíð Oddsson kvaðst að lokum mjög ánægður með viðræðurnar við japanska forsætis- ráðherrann. ICELAND Morgunblaðið/Jim Smart RÁÐHERRARNIR gerðu grein fyrir viðræðum sínum á fundi með fréttamönnum. Frá vinstri: Kjell Magne Bondevik, Paavo Lipponen, Keizo Obuchi, Davíð Oddsson, Poul Nyrup Rasmussen og Göran Persson. FORSÆTISRAÐHERRAR Norðurlandanna fimm og Keizo Obuchi, forsætisráð- heiTa Japans, urðu sammála um það á fundi sem þeir áttu saman á Hótel Sögu í gærmorgun að stuðla áfram að góðri samvinnu og vingjam- legum samskiptum landanna. Sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á fréttamannafundi, sem haldinn var að loknum fundi ráðherranna sex, að komið hefði fram ríkur vilji til að starfa saman að ýmsum þeim verkefn- um sem bíða á nýju árþúsundi. Atburðimir í Júgóslavíu vora ofar- lega á dagskrá viðræðna forsætisráð- herranna og lýstu þeir áhuga sínum á því að starfa að friðsamlegri lausn Kosovo-deilunnar, sem og annarra álíka þjóðemisátaka i heiminum. Vilja forsætisráðherramir sex gjarnan vinna í sameiningu að því að tryggja að tuttugasta og fyrsta öldin verði öld friðar í samfélagi þjóða; veröld þar sem allir íbúar jarðar búa við viðun- andi lífsskilyrði og þar sem tryggt er að hverjum einstaklingi sé kleift að halda mannlegri reisn sinni. Rætt um aðild að öryggisráði SÞ Afvopnunarmál og starfsemi friðar- gæslusveita bar á góma í samræðum þeirra Davíðs, Pouls Nyrups Rasmus- sens, forsætisráðherra Danmerkur, Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, og Paavos Lipponens, forsætisráðherra Finn- lands, við Obuchi og ennfremur ítrek- uðu forsætisráðherrar Norðurland- anna stuðning sinn við að Japan og Þýskaland hljóti fast sæti í öryggis- ráði SÞ. Notaði Obuchi tækifærið á fréttamannafundinum á Hótel Sögu til að þakka þann stuðning. Áðspurður um það hvort Japanir hygðust á móti styðja óskir Norð- manna og Islendinga um að fá sæti í öryggisráðinu til skemmri tíma svar- aði hann því til að Japanir ættu eftir að taka afstöðu til þess. Hafa þyrfti í huga að Italir og Tyrkir hefðu einnig sóst eftir sæti í öryggisráðinu. Obuchi kynnti niðurstöður fundar G-8 ríkjanna Obuchi kvaðst gjarnan vilja nota þau tímamót, sem yrðu við lok árþús- unds, til að efna til gagngerrar end- urskoðunar á starfsemi SÞ þannig að jafnvægi væri í starfsemi hinna ólíku stofnana SÞ. Að sögn Obuchis væru slíkar umbætur forsenda þess að SÞ gætu orðið nægilega öflug samtök til að taka með skilvirkum hætti á vandamálum eins og þeim sem dunið hafa yfir í Kosovo. Lýsti Obuchi ánægju sinni með að forsætisráð- herrar Norðurlandanna hefðu sömu sýn og hann á framtíðarhlutverk SÞ. Davíð Oddsson sagði í upphafi fréttamannafundarins í gær að sér og þeim Nyrup Rasmussen, Persson, Bondevik og Lipponen hefði þótt sér- stakt ánægjuefni að fá tækifæri til að ræða við Obuchi nú, svo skömmu eftir mikilvægan fund G-8 ríkjanna, sem haldinn var í Köln um nýliðna helgi. Mun Obuchi hafa kynnt íyrir þeim niðurstöður þess fundar. Jafnframt ræddu ráðherramir um ástand efnahagsmála í heiminum og greindi Obuchi starfsbræðrum sínum frá því til hverra bragða Japanir hefðu gripið í þeirri viðleitni að rífa landið upp úr þeim efnahagslega öldudal sem það hefur verið í, og hvernig horfði til í efnahagsmálum almennt í SA-Asíu. Japanir hafa sóst eftir því að næsti framkvæmdastjóri UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, verði japanskur. Sagði Da- víð að Island og Danmörk hefðu á fundi sínum með Obuchi lýst yfir stuðningi við framboð þeirra í emb- ættið. Japanir horfa mjög til Norðurlanda Þetta er í annað skipti sem forsæt- isráðherrar Norðurlandanna eiga sameiginlegan fund með forsætisráð- herra Japans, en sá fyrri var haldinn í Bergen í Noregi í júní 1997. Sam- komulag náðist þá um að efna til sam- eiginlegrar ráðstefnu um öldran og var sú ráðstefna haldin í ágúst 1998. Lýstu ráðherrarnir í gær ánægju sinni með hvemig til tókst og fógnuðu því að í október á þessu ári mun verða haldin ráðstefna í Tókíó þar sem sam- starf þjóðanna á þessu sviði er enn aukið. Obuchi kvaðst í gær mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að koma tO Islands fyrstur japanskra forsætisráðherra og sagði ennfremur að fundur sinn með forsætisráðherr- um Norðurlandanna hefði verið einkar gagnlegur, enda litu Japanir svo á að samfélög Norðurlandaþjóðanna væra að mörgu leyti fyrirmyndarsamfélög og að Japanir teldu sig geta lært mik- ið af Norðurlandabúum. Hrósaði hann Norðurlandaþjóðunum sérstaklega fyrir hversu mikill árangur hefði náðst í tilraunum til að tryggja jafnrétti kynjanna. Vilja auka samstarf sitt á nýju árþúsundi Morgunblaðið/Arnaldur HER sýna listamennirnir Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir norrænum gestum vinnu sína, en japanska forsætisráðherrafrúin var ekki með í heimsókninni. Samvinnan öðrum þjóðum fyrirmynd SÉRSTÖK dagskrá var skipulögð fyrir eiginkonur norrænu forsætis- ráðherranna og japanska forsætis- ráðherrans í gærmorgun. Heimsóttu þær bæði Listasafn Islands og vinnustofu Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð. Á Listasafni Islands tók Ólafur Kvaran, forstöðumaður safnsins, á Kynntu sér íslenska list móti gestunum og sýndi þeim safn- ið. Að því loknu var haldið í Kópa- vog, í vinnustofu þeirra Sigríðar Jó- hannsdóttur veflistakonu og Leifs Breiðfjörð myndlistarmanns. Leifur kynnti gestunum m.a. stóran gler- glugga fyrir Hallgrímskirkju sem vígja á fyrsta sunnudag í aðventu og Sigríður sýndi kirkjuskrúða fyrir Fella- og Hólakirkju sem hún vinn- ur nú að. FORSÆTISRÁÐHERRAR Norð- urlandanna og Japans sátu há- degisverðarboð forseta Islands að Bessastöðum í gær eftir að ráðherrarnir höfðu átt viðræðu- fundi fyrir hádegi. Eftir hádegi héldu norrænu ráðherrarnir í Reykholt en japönsku forsætis- ráðherrahjónin til Þingvalla. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ræðu sinni við hádegisverðinn, að aukin sam- vinna Japana og Norðurlanda- búa væri öðrum þjóðum fyrir- mynd. Þótt þjóðirnar væru ijar- lægar ættu þær það sameigin- lega markmið að gera lýðræði og mannréttindi að hornsteini í al- þjóðasamvinnu á 21. öldinni. „Við stefnum að því markmiði að gróska og jöfn tækifæri verði möguleg konum jafnt sem körl- um og að stýra og viðhalda við- skiptum og efnahagsstefnu þannig að allir megi njóta góðs af,“ sagði forsetinn meðal ann- ars. Morgunblaðið/Arnaldur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tók á móti Keizo Obuchi á tröppum Höfða laust fyrir klukkan 9 í gærmorgun. VIÐ komuna í Höfða rituðu forsætisráðherrarnir nöfn sín í gestabók hússins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri fylgdist með. RÁÐHERRARNIR heilsast yfir borðið áður en viðræður þeirra hefjast, \ ~ I * ~tm JÍf ‘J V " JjB« W'- i . • • , M l Morgunblaðið/Þorkell JAPANSKI forsætisráðherrann, Keizo Obuchi, hitti Japana búsetta á ís- landi síðdegis í gær áður en hann hélt til Þingvalla. Heimsókn Obuchi lýkur fynr hádegi HEIMSOKN Keizo Obuchi, forsætis- ráðherra Japan, til íslands lýkur fyrir hádegi í dag og er brottför hans ráð- gerð frá Keflavíkurflugvelli klukkan 11. Hann mun fyrst heimsækja Al- þingi og Ámastofnun. Klukkan 9:05 mun ráðherrann koma að Alþingishúsinu og tekur Halldór Blöndal, forseti Alþingis, á móti honum og kynnir honum starf- semi þingsins. Klukkan 9:30 er ráð- gert að ráðherrann komi í Árnastofn- un og þar mun Vésteinn Ólason, pró- fessor og forstöðumaður stofnunar- innai’, sýna honum nokkur handrit. Eftir hálftíma viðdvöl heldur ráðherr- ann síðan til Keflavíkur og af land/ brott klukkan 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.