Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 36
m MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN >^ Frelsi til að þegja Oft eru listamenn ómeðvitað tilrauna- dýr markaðarins og kosta öllu til án umhugsunar um hvort verk þeirra muni seljast og borga sig. eftir Hávar Sigurjónsson Tékkneski kvikmynda- leikstjórinn Milos Forman sagði um af- leiðingar innrásar Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1968 að það versta við opinbera ritskoðun væri ekki höftin sem slíkt legði á frjálsa tjáningu einstaklingsins heldur sjálfsritskoðunin og kjarkleysið sem fylgdi í kjölfarið. I sjálfsritskoðun felst að lista- maðurinn/einstaklingurinn end- urmetur stöðugt eigin tjáningu, veltir því fyrir sér hvort hann sé með orðum sínum eða gjörðum kominn út fyrir hin opinberlega skilgreindu mörk og gætir þess að rekast hvergi utan í. Hann gerist þar með böðull sinnar eig- VIBMORF "tiáningar^ wiwnwni- segir einungis það sem hann telur að falli í opinbera kramið, kæfir sína eigin rödd, sína eigin sannfæringu. Óttinn við afleiðingarnar sé út af þessu brugðið heldur tjáningunni inn- an markanna. Því er stundum haldið fram að sterkasta sköpunin eigi sér stað þar sem listamennirnir eigi und- ir opinbert högg að sækja. í því samhengi er listamaðurinn ævin- lega skilgreindur sem andófs- maður í eiginlegum sem óeigin- legum skilningi. Hann er róman- tísk hetja sem berst göfugri bar- áttu gegn hvers kyns óréttlæti og valdbeitingu, andstæðingur- inn er ómennsk vél, einræðis- kerfi sem auðvelt er að miða á, auðvelt að gagnrýna, auðvelt að draga dár að og... því fylgir raunveruleg lífshætta. Það þarf hetjur til. Dæmin eru enda fleiri en tárum taki um listamenn, rit- höfunda og blaðamenn sem horf- ið hafa sporlaust í gegnum tíð- ina, án þess að saga þeirra og nöfn hafi verið skráð á hetju- spjöld heimssögunnar. Nafnlaus- ar hetjur sem létu lífið í göfug- um tilgangi. Hann er þó ómælt stærri hópurinn sem beygt hefur sig í auðmýkt og lagað ljóð sín, sögur, leikrit, greinar, tónlist og myndverk að tilskipan vald- hafans og gert ríkjandi smekk að sínum, orðið talsmenn hinnar op- inberu skoðunar og hlotið ærna umbun valdhafans að launum, en lítilsvirðingu sögunnar í kjölfar- ið. Ekki fer t.a.m. miklum sögum af þeim fjölda listamanna sem sköpuðu verk í anda rétttrúnað- ar Sovétríkjanna í þau 60 ár sem ríkið hafði fyrir að gefa út til- skipanir um hvernig list skyldi fremja og hvernig ekki. Andófs- mennirnir eru betur þekktir. Alexander Solshénetsín var einn sovésku andófsmannanna á tímum Kaldastríðsins. Hann reyndist viðsjálsgripur því eftir að sovésk yfirvöld gerðu hann útlægan og hann settist að í Sviss hóf hann að gagnrýna Vesturlönd fyrir ýmislegt sem hann taldi að mætti betur fara. Var það túlkað sem vanþakklæti og almenningsálitið á Vestur- löndum snerist gegn honum. Hann var ekki kæfður, honum var ekki refsað, hann mátti segja það sem hann vildi en hann fékk orð á sig fyrir að vera íhaldssam- ur og sérvitur. Ekki veit ég hvort hann þagnaði af þeim sök- um en rödd hans heyrðist lítið eftir að mesta nýjabrumið var farið af komu hans til Vestur- landa. Eftir hrun Sovétveldisins flutti hann aftur til Rússlands og var fenginn í sjónvarpið með reglulegan þátt og hélt þar upp- teknum hætti að gagnrýna og segja þjóð sinni hvað betur mætti fara að hans áliti. Hann var látinn hætta þessu því Rúss- um líkuðu ekki sífelldar umvand- anir öldungsins. Þetta var þó ekki gert í nafni ritskoðunar heldur blasti sú einfalda stað- reynd við að þátturinn stóð ekki undir áhorfskröfum, markaður- inn hafnaði honum; of stór hluti almennings vildi bara horfa á eitthvað annað. Við því er ekkert að segja og gerist sífellt í hinum harða heimi markaðarins. Frels- ið til að tjá sig er engu að síður fyrir hendi. Það þarf bara að selja tjáninguna, pakka henni inn og gera hana markaðsvæna. Óseld tjáning er hálfvandræða- legt fyrirbæri. Hvers virði er hún? Og Solshénetsín gaf út skáldsögu í fyrra sem hlaut „ágætar viðtökur gagnrýnenda" og seldist að sögn ágætlega. Sífellt mat á sölumöguleikum listrænnar tjáningar er eitt form ritskoðunar. Það er einnig and- stætt eðli listsköpunar að vera vegin og metin samkvæmt lög- málum markaðarins þar sem byggt er á þekktum stærðum og fundin hliðstæð eldri dæmi til samanburðar. Væri þessari hugs- un ætíð fylgt út í æsar ætti engin nýsköpun sér stað í listum án undangenginna markaðsrann- sókna og neytendakannana þar sem fundið væri út hvað fólk vildi heyra og sjá. Á hinn bóginn eru listamenn oft ómeðvitað tilrauna- dýr markaðarins og kosta öllu til án umhugsunar um hvort verk þeirra muni seljast og borga sig, tjáningarþörfin er ofar öllu. Ef verkið vekur áhuga og selst tek- ur markaðurinn við sér og hefur framleiðslu í stórum stíl eða lista- maðurinn sjálfur er „markaðs- settur" eins og það heitir. Margir í hópi listamanna eru reyndar einnig ágætir markaðsmenn fyrir sig og hafa gott nef fyrir því hvað markaðurinn vill og vill ekki. Færa má rök fyrir því að algjör markaðstenging listrænnar sköp- unar og afnám opinbers stuðn- ings við listastarfsemi sé áhrifa- rík aðferð til ritskoðunar og hefti frelsi einstaklingsins til persónu- legrar tjáningar. Kunningjaþjóðfélagið býr einnig yfir sterkri tilhneigingu til ritskoðunar. Oft spyrja menn sig áður en innri sannfæring fær að hljóma hvort það sem sagt er muni „koma sér vel eða illa fyrir þá persónulega, eða „stuða" aðra". Margir eru mjög meðvit- aðir um hinn ósýnilega „stóra bróður" og telja hann vaka yfir hverju orði sem þeir láta frá sér fara. Oft er það reyndar í hæsta máta eðlilegt að fólk gæti var- kárni í orðum sínum og gjörðum og hefur það löngum talist til mannkosta en sjálfsritskoðun er annars eðlis. Þar er setið á sann- færingu sinni af ótta við afleið- ingarnar ef menn segja hug sinn allan. Ekki er þó víst að Milos Forman hafi átt við þess háttar sjálfsritskoðun í orðum þeim sem vitnað var til hér í upphafi. Hvað sem því líður þá ríkir hér fullkomið frelsi til að tjá sig ekki ef mönnum sýnist svo. „Aradalsóður" MARGVISLEGAR hrellingar hafa gengið yfir land vort í tímans rás. Ekki er um að sakast því þetta land vort er jú eldfjallaland, risið upp úr hafinu á norðurslóð. Eg ætla að rifja upp tvær sögur og afleiðingar þeirra, sem gerst hafa þar sem náttúran átti alla sök, og eina, sem gæti gerst ef menn sjást ekki fyrir. Á tímabilinu frá upphafi íslandsbyggð- ar fram til 1210 er talið að Reykjanesið hafi verið þokkalega grösugt, sennilega hafi byggðir náð saman milli Hafn- arhrepps og Grindavíkurhrepps. Þarna var um að ræða fjölda býla, sem nú sér ekki urmul eftir af. Skógar hafa verið með fuglasöng sumarkvöldin löng. Sem sagt árið 1210 upphófust ósköpin sem entust fram til 1260 til 1270. Þetta tímabil er kennt við Reykjaneselda og við þá er miðað í sögum og menn töluðu um atburði sem gerðust „fyrir eld" eða „eftir eld;'. Á þessu tímabili voru uppi eldar bæði í sjó og á landi. Gjóskan lagðist yfir Reykjanes og víðáttu- mikil hraun lögðust yfir jarðir og afréttir. Á þessu tímabili varð Snorri St- urluson, sem þá átti bú á Bessa- stöðum, að fella fjögur hundruð nautgripi, sem hann síðar notaði hána af til að skrifa á fagrar og heimsfrægar bókmenntir. Segja má að hann hafi reynt að bæta sér skaðann og stöndum við í þakkar- skuld við hann æ síðan. „Eftir eld" hefir sandur og aska leikið lausum hala um Reykjanesið sunnanvert í 750 ár. Nú hafa menn reynt að reisa rönd við þessum spjöllum með friðun og sáningu og hefur orðið allvel ágengt. Hverfum austur í Hornafjörð. Á því svæði er stórt og mikið vatna- svæði, Hornafjarðarfljót, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Fljótin. Flatarmál Fljótanna er u.þ.b. sextíu ferkílómetrar. I þess- um vatnaflaumi austanverðum er eyja ein allstór, Skógey, um tólf ferkílómetrar. Fyrr á öldum mun þetta hafa verið vel gróið land eins og nafnið bendir til. Einnig munu þarna hafa verið fleiri eða færri býli. Síðar hefur Skógey orðið fyrir meiri eða minni áhlaupum sem sum hver eru rakin til jökulhlaupa í Fljótunum. Eftir að byggð lagðist af á þessu svæði hefur það verið nýtt sem slægju- og beitiland úr Nesjum. Einstaka jarðir hafa heyjað þar allt að þrjú hundruð hestburði. I síðustu viku maímánaðar árið 1910 gerði ofsanorðanveður sem stóð í þrjá sólarhringa. Þetta var í þurrkatíð og lítið vatn í Fljótunum. Er áhlaupinu linnti var Skógey ein samfelld, svört eyðimörk. Þetta var mikið áfall fyrir bænd- ur í Nesjum. Nú hafa menn snúið vörn í sókn, sem hófst þegar Fljótin voru brúuð og þrengt var að vatnsflaumnum. Hafa hér orðið stakka- skipti og er þetta að verða vinsælt land fyr- ir menn og skepnur að ógleymdum fuglunum fljúgandi og syndandi. Oðinshaninn skrifar að vísu ekki jafn ending- argóðar bókmenntir Oddbergur °S Snorri en skrifar Eiríksson sam* dægrin löng. Þessi tvö dæmi sem ég hef nú nefnt eru um eyðingaröfl náttúrunnar þegar þau eru í ham en svona varð Island til. En þessi Umhverfismál Vatnið sem safnast er gruggugt jökulvatn, segir Oddbergur ina Fegurðin kemur innan fró • £/ ' Laugavegi 4, sími 551 4473 Eirfksson. Þegar vatns- borðið lækkar verður eftir rokgjarn leir. dæmi eru líka um það þegar mann- fólkið af veikum mætti leitast við að rétta verndarvættunum hjálpar- hönd og hefur orðið nokkuð ágengt með auknu fjármagni og tækni. Nú skulum við koma í fjallaferð. Afangastaðurinn er á gömlum ís- landskqrtum kallaður Áradalur. Þessi Aradalur er á Austurlandi þótt Jón lærði vildi raunar hafa hann í óði sínum á hálendi Vestur- lands en ekki hefur sú staðsetning ratað á kort. Þessi Aradalur sem ég er að tala um heitir nú Eyja- bakkar og er það ólíkt meiri sælu- dalur en Þórisdalur við Langjökul. Eyjabakkar eru að ýmsu leyti svipað svæði og Hornafjarðarfljót- in en ekki að öllu leyti þó. Stærðin er svipuð, um 50 ferkílómetrar. Bæði eru á láréttu svæði, ekki munar nema par metrum efst og fremst. Eyjabakkarnir hafa ekki orðið fyrir áhlaupum, sem tjóni hafa valdið, enda er þurrlendið þar vel gróið ólíkt því sem gerst hefur á Hornafjarðarsvæðinu. Að síðustu eru Fljótin að meginhluta um það bil tvo metra yfir sjó en Eyjabakk- arnir um það bil 650 metra yfir sjó. Fyrir nokkrum árum lögðum við þrír félagar land undir fót, löbbuð- um upp á Snæfell þar sem andar Guðs blær. Skyggnið var eins og best verður á kosið, sáum um ver- öld alla eða það, sem mestu máli skiptir. Eftir hæfilega hvíld geng- um við þvert yfir Eyjabakkana þar sem áin er breiðust, sem ég veit ekki til að aðrir hafi gert, og kom- um heilu og höldnu yfir á vestur- bakkann. A þessum slóðum upp- lifðum við hið fjölbreytta og magn- aða dýralíf sem þarna þrífst og dafhar. Hreindýrin, gæsirnar, álftirnar í þúsunda tali og fleira sem ég kann ekki upp að telja. Síðan þá, ef ég á bágt með að sofna, læt ég hugann reika austur á Eyjabakka, þá kemst jafnvægi á heilasellurnar og draumalöndin blasa við. Eg get ekki nógsamlega dásamað þetta land. Nú eru uppi hugmyndir um að drekkja Eyjabökkunum í þeim til- gangi að framleiða rafmagn til að bræða erlent grjót sem er eins og allir vita þursaviðfangsefni. Afleið- ingarnar verða margvíslegar fyrir Austurland. Ég ætla að draga upp eina mynd sem ég er ekki viss um að öllum sé ljós. I Eyjabakkalónið á að safna vatni á leysingatímum, sem notað verður til miðlunar á þurra tímanum. Vatnið sem safnast er gruggugt jökulvatn. Þegar vatnsborðið lækkar verður eftir rokgjarn leir. Gera má ráð fyrir að þarna komi undan vatni nokkrir ferkflómetrar lands. Þetta er öðru- vísi en gerist við söfnun vatns í Þórisvatni. Þó að vatnsyfirborðið lækki þar um nokkra metra kemur ekki mikið land undan því vatni á þeim slóðum. Ræðst þetta af sköp- un landslagsins. Rétt er að hafa í huga að víðátt- urnar umhverfis Eyjabakkana eru vaxnar hálendisgróðri, aðallega mosa og skófum. Það tekur hann aldir að vaxa en hann er duglegur og seigur ef ekkert óvænt gerist. Svo gerist það þegar vatnsstað- an í Eyjabakkalóninu er í lág- marki, að það brestur á qfsaveður. Það getur orðið í þurrari vindátt- um á þessum slóðum, frá suðvestan til norðanáttar. Ég á erfitt með að hugsa mér afleiðingarnar. Austur- landið er tiltöluiega rykfrítt. Ég sé það í glórulausu kófi. Þetta er skuggaleg lýsing en getið þið landsfeður, Friðrik, Finnur og Halldór, gefið sannferðugri lýsingu á því ástandi sem hér skapast. Raunar þarf ekki ofsarok til. Ég vona bara að Siv fríða sé ekki sest í ráðherrastólinn til þess að segja já og amen, karlarnir hafi alveg rétt fyrir sér, þetta var leyft fyrir ein- um sjötta part aldar og þá hlýtur það að vera rétt. Orð skulu standa. Ja hérna. Ég hef í þessu spjalli rifjað upp tvö dæmi um hamfarir af völdum náttúruaflanna. Þau hafa dregið slóðir í aldaraðir en menn eru nú að leitast við að græða sárin. Þriðju hamfarirnar eru á teikni- borðinu og sér ekki fyrir endann á þeirri eyðileggingu ef af verður. í því tilfelli eru menn að vinna á móti heilladísunum. Væri ég einn sauðurinn í hlíðum, skyldi ég renna í Áradal, forða hríðum, forða mér frá hríðum. (Jón lærði Guðmundsson, 1574-1658) Verði Eyjabökkum drekkt yrði ég og aðrir sauðir að finna afdrep annars staðar við hríðum ef það þá fyndist. Höfundur er skipasmiður (Njarðvik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.