Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Geislavirkar friðarárásir FYRIR nokkru mátti lesa örstutta frétt í Morgunblaðinu þess efnis að ítalskir fiski- menn við Adríahafið hefðu efnt til mótmæla gegn árásarstríði Nató á Júgóslavíu þar sem ekki væri lengur óhætt að fiska í Adríahafinu vegna sprengja sem Natóflugvélar köstuðu í hafið á leið sinni til baka frá árásarferðum til Jú- góslavíu (kannski er nauðsynlegt að geta þess að Morgunblaðið notaði ekki orðalagið „árásarstríð Nató“). Nú, nú, ætla mætti að þess- ari frétt hefði eitthvað verið fylgt eftir, ekki síst vegna þess að í henni kom fram sá ótti fiskimanna að Natóvélarnar köstuðu einnig úran- íumsprengjum í hafið og þarf lítt að fjölyrða um áhrif þess á lífríki í bráð og lengd. En því miður hefur málinu ekki verið fylgt eftir í Morgunblað- inu, né heldur hefur heyrst nokkuð ðun þessi sprengjuköst í Adríahafið frá hinum glaðbeitta fréttamanni Ríkisútvarpsins í Brussel sem send- ir allar sínar fréttir frá aðalstöðvum Nató. Það er því ekki úr vegi að líta nánar á málið. Innihald úraníumsprengja I úraníumsprengjur, eins og þær sem varpað hefur verið á Júgóslavíu og meðal annars á Kósóvóhérað, er notað afgangsúraníum í sprengju; oddana, á ensku depleted uranium. I ji'gun er um að ræða geislavirkt úr- gangsefni. Þetta er afgangur sem eftir verður þegar úraníum er nýtt til að knýja kjarnorkuver eða við smíði kjarnorkusprengja. Af- gangsúraníumið er geislavirkur þungmálmur, ódýr og er gnægð til af honum. Helsti eiginleiki efnisins er þéttleikinn sem veldur því að efn- ið þykir afskaplega gott í sprengju- odda vegna þess að það sker í sund- ur brynvarið stál eins og um smjör væri að ræða. Við sprengingu kvikn- ar í efninu og örsmáar geislavirkar agnir myndast og geta þær borist víða með vatni og vindum, auk þess að setjast í jarðveginn. Við beina innöndun agnanna setjast þær í lík- amsvefi og gera umhverfi sitt geisla- ■>irkt. Vitað er að þessar geislavirku agnir haldast í líkamanum í að minnsta kosti 10 ár. Helmingunar- tími úraníums eru 4,4 billjón ár þannig að vel er til framtíðar hugs- að. Sovétríkin notuðu fyrst úraníum- sprengjur í Afganistan, en í afar litl- um mæli. Fyrsta meiriháttar notkun á sprengjum með afgangsúraníumi var í Persaflóastríðinu. Gífuriegu magni var skotið á Irak og er talið að um 300--800 tonn af úraníumögn- um og -ryki hafi dreifst yfir Irak en einnig Sádi- Arabíu og Kúveit. Langflestar sprengj- urnar komu frá Banda- ríkjaher en lítill hluti kom frá breska hernum sem einnig ræður yfir sprengjuhleðslum af þessu tagi. í Bosníu- stríðinu 1995 beitti Bandaríkjaher einnig úraníumsprengjum til að sprengja héruð Serba. Þann 3. maí síðastlið- inn viðurkenndu banda- rísk stjórnvöld að hafa notað sprengjuhleðslur með afgangsúraníumi í Júgóslavíu, en það væri nú ekkert hættulegra en kvikasilfur! Banda- rísku hersveitimar sem staðsettar hafa verið í Bosníu undanfarin ár „við friðargæslu" eins og landvinn- ingar og innlimanir heita á máli sig- urvegaranna, hafa haft yfir að ráða sprengjum með afgangsúraníumi, sama gildir um breska herinn sem staðsettur hefur verið að undan- fömu í Makedóníu. Auk þessa er rétt að hafa í huga að sérhvert cru- ise-flugskeyti inniheldur kjölfestu úr afgangsúraníumi. Stríð í írak hefur orðið hrikaleg aukning á hvítblæði, segir Birna Þórðardóttir, einkum meðal barna, auk þess sem vanskapanir hafa aukist ógnvænlega. Hvítblæði og vanskapanir En hverjar em afleiðingar geish unar af völdum þessa úraníums? í Irak hefur orðið hrikaleg aukning á hvítblæði, einkum meðal bama, auk þess sem vanskapanir hafa aukist ógnvænlega. Þetta má rekja beint til notkunar Bandaríkjahers og hins breska á úraníumvopnum. í Persaflóastríðinu tóku þátt um 700.000 bandarískir hermenn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Pentagon lentu um 400.000 þeirra í úraníum- menguðu umhverfi. Um 200.000 hafa leitað sér læknisaðstoðar vegna ýmissa kvilla og hafa 115.000 fyrrum Persaflóahermenn, karlar og konur, verið greindir með Persaflóaveikina svokölluðu. Einkennin era öndunar- færasjúkdómar, lifrar-, nýrna- og blóðsjúkdómar. Vanskapanir hafa einnig komið fram hjá börnum þeirra. A vegum bandarískra stjórn- Birna Þórðardóttir valda hafa engar úraníummælingar farið fram opinberlega á þessum fyi-ram hermönnum, en þær hafa verið framkvæmdar til dæmis í Kanada og hefur mælst gífurlegt magn afgangsúraníums og það núna, níu áram eftir að hermennirn- ir urðu fyrir geislun. Fullkominn mengunarfriður Ég gat í upphafi um mótmæli fiskimannanna við Adríahafið. í ítalska dagblaðinu il manifesto mátti lesa þann 9. júní að ekki hafi áhyggj- ur fiskimanna minnkað. Tveimur nóttum áður viðurkenndi Nató að hafa kastað 17 sprengjum í Adría- hafið, um 30 mflum norð-austur af Ancona, áður höfðu hernaðaryfir- völd Nató viðurkennt að hafa kastað sprengjum úti fyrir ströndum Catt- oliea, Falconara og Monte Conero. Flestir, nema ef vera kynni bláeygir blaðamenn í Brassel, vita að her- stjórnir viðurkenna aldrei nema það sem þær neyðast til að viðurkenna, þannig að sprengjumagnið í Adría- hafinu er öragglega umtalsvert meira en upp er gefið. Adríahafsströndin _er falleg strönd, sumarparadís ítala og er- lendra ferðamanna, meðal annars héðan af Fróni. Síðustu vikurnar hefur þessari paradís verið breytt í óhugnanlegar herbúðir og herflug- velli þaðan sem flugvélar hafa tekið sig á loft hlaðnar banvænu innihaldi sem látið hefur verið rigna yfir Jú- góslavíu, og svona ein og ein bomba aðeins fyrir utan „af slysni". Vand- inn hefur vaknað á bakaleiðinni því að flugvélarnar mega ekki lenda með afgangsgóss, ekki einu sinni úr- aníumgóss, þannig að það hefur bara verið látið gossa í sjóinn. Við þekkjum það: lengi tekur sjórinn við - ekki satt! Nýskipaður umhverfis- ráðherra ætti að vita það og gleðjast yfir þessum hluta stríðsreksturs Nató, sem öðrum. Það verður ánægjulegt fyrir ís- lenska ferðamenn að geta notið smjörþefsins af friðarstríði Nató í Júgóslavíu á meðan þeir snæða úr- aníummengaðar sjávarafurðir á dægilegum restauröntum Rimini- borgar, nú eða bara anda að sér loft- inu. Úraníumagnimar berast fljótt og vel með loftstraumum, það hefur sýnt sig í írak og Kúveit ef út í það er farið, loftmengun spyr ekki um landamæri. Að lokum skora ég á Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra að skreppa til Balkanskaga og njóta nýlegra jarðávaxta, drekka jarð- vegsvatn og hafa heim með sér örlít- inn moldarköggul írá nýupp- sprengdu svæði til að setja í mat- jurtagarðinn sinn, hann gæti jafnvel haft með sér aukapoka og gefið for- sætisráðherranum og fleiri eðalmar- skálkum landsins sem hrópað hafa: sprengið, sprengið, drepið helvitin! Byggt að hluta á skýrslu dr. Rosalie Bertell, sem er meðal helstu sér- fræðinga í hægfara geislun og fyrr- um starfsmaður Bandaríska Krabbameinsfélagsins. Hún er nú starfandi í Kanada. Höfundur er blaðamaður. A ári aldraðra í UMFJÖLLUN undanfarið um málefni aldraðra hefur komið fram að þeir sem era að eldast vilja láta að sér kveða í mótun þjón- ustu við aldraða. Mest hefur borið á umræðu um „fríska" aldraða og aðstæður þeirra. Umönnun til sjálfs- hjálpar Enginn vill verða gamall og veikur, en nokkrir lenda þó í þeim aðstæðum síðustu ár, mánuði eða daga æv- innar. Fólk í þeim að- stæðum vill fá aðstoð til að geta hjálpað sér sjálft. Það að þurfa ekki að vera öðrum háður með að geta sinnt framþörfum sínum er kapps- mál þeirra langveiku á meðan vit og einhver kraftur er til staðar. Þróun þjónustunnar síðustu árin hefur miðast við að mæta þörfum aldr- Aðhlynning Starfsfólkið og viðhorf þess, segir Rannveig Guðnadóttir, eru lykil- atriði til hjálpar hinum aldraða til að viðhalda gæðum lífsins. aðra, til að dvelja heima eins lengi og kostur er. En þegar veikindi ágerast er oft þörf fyrir varanlega innlögn á hjúkrunarheimili. Hjúkr- unin hefur breyst og er að breytast í takt við nýja kynslóð aldraðra. Umönnun aldraðra í dag miðast við að einstaklingurinn haldi sjálfstæði sínu og ákvörðunarrétti sem lengst og að hjálpa hinum langveika aldr- aða og ættingjum hans til sjálfs- hjálpar. Margir hafa sem betur fer fengið að upplifa góða umönnun, en allt of margir hafa farið á mis við hana þegar mest lá við. Ný kynslóð aldraðra Hin nýja kynslóð aldraðra hefur aðra reynslu og forsendur en sú fyrri. Hin nýja kynslóð hefur ákveðnar kröfur og væntingar til þjónustunnar, sem aftur krefjast annarra faglegra vinnubragða en fyrram forræðishyggja fagfólks veitti. Fólk breytist ekki mikið sem einstaklingar við að eldast, þótt sýnin á lífið og þarfirnar breytist. Hver hefði getað hugsað sér kjúklingaveislu med Bítlamúsík á elliheimili fyrir 20 áram? Við erum og verðum það sem við eram, en breytumst ekki í ein- hver stöðluð gamal- menni við að ná ákveðn- um aldri? Nútíma hjúkrunarheimili skap- ar umhverfi þar sem einstaklingarnir geta notið sín þrátt fyrir veikindi. Ramminn er og þarf að vera fallegt, vel hannað húsnæði sem jafnframt er vel búið hjálpartækjum. Breytt þjóðfélag Starfsfólkið og við- horf þess eru lykilatriði til hjálpar hinum aldr- aðra til að viðhalda gæðum lífsins. A Islandi er mikið til af vel menntuðu og vel gerðu fólki sem vill vinna gott starf af alúð og metnaði í þjónustu við aldraða. Eins og Jenna Jensdóttir orðaði það svo vel í Morgunblaðspistli sín- um: „Hinn fjölmenni hópur aldr- aðra, sem enn hefur óskert vitund- arlíf, hefur sannarlega lært það á langri ævi að sál sem býr við ást- ríki, skilning og umhyggju getur hjálpað líkamanum mikið í að skapa friðsæld og ánægju öðra fremur síðustu árin.“ Þetta á líka við um þá sem hafa skert vitundarlíf. Á Is- landi hefur fjölskyldan annast aldr- aða sem eiga við veikindi að stríða með miklum dugnaði. Breyttar þjóðfélagsaðstæður á Islandi hafa þó leitt til þess að margar fjölskyld- ur hafa ekki tíma eða aðstæður til að sinna umönnun aldraðra. Megi hinn kröftugi hópur sem hefur látið í sér heyra á ári aldraðra verða til þess að viðurkennt verði að aldrað- ir eigi rétt á gæðaþjónustu og að góð þjónusta aldraðra langveikra kostar peninga. Höfundur er Iijúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík. mbl.is Rannveig Guðnadóttir la! r&k 9ty Keid Rýmum til fyrir nýjum vörum og seljum nokkrar gerðir af þrúgum og víngerðarefnum með 40 -50% afslætti. Sumarafsláttur af öðrum vörum. - cUlt Ul 4M*UfeSu)ciSl Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, slmi 553-1080 Opið: mán - fös: 10-18 og lau: 10-14 Baldursgata 14, Keflavík, sími 421-1432. Opið mán. - fös: 13-18 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími: 461-3707. Opið mán - fös.13-18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.