Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 3$ UMRÆÐAN Yissi Sjónvarpið ekki hvað það var að kaupa? ÞEGAR ég yflrgaf hús foreldra minna og flutti í mitt eigið tók ég á mig nýjar og auknar skyldur. Ein af þeim var að vera viðskiptavinur Sjónvarpsins og kaupa af því afþreyingu og fréttir fyrir ákveðna upphæð á mánuði. Það hef ég gert og kann því ágætlega. Eg geri sömu kröfur til Sjónvarpsins og allra annarra sem ég á í viðskiptum við, að það sem ég kaupi sé gallalaust, enda greiði ég fullt verð fyrir afurð- ina og seljandinn gefur ekkert annað til kynna en varan sé gallalaus. En ég þarf líka að vera umburðarlyndur vegna eðli Sjónvarpsins sem hefur það hlutverk að sinna öllum og getur ekki valið sér áhorfendur. Sem fyrirtæki í eigu ríkisins hlýt- ur að vera gerð sú krafa að starfs- menn þess fari vel með þá peninga sem þeim er treyst fyrir. Þegar ég gerði upp framleiðslukostnað þáttaraðarinnar „Maður er nefndur" samkvæmt mínum upplýsingum, komst ég að niðurstöðu sem er svo skelfileg að ég fer fram á að verða leiðréttur. Samkvæmt mínum upplýsingum kaupir Sjónvai-pið þættina á 250.000 krónur stykkið. Ef þetta eru 100 þættir er kaupverðið samtals 25.000.000. - Ef hver þáttur er 30 til 40 mínútur og aðstandendur undir- búa sig sæmilega er hægt að taka upp 4 þætti á dag, miðað við 8 klst. vinnudag. Við upptökuna hafa lík- lega verið 3 mynda- tökumenn, upptöku- stjóri, hljóðmaður, förð- unar- og tæknimaður. Mannalaun á dag væru þá 112.000. Upptöku- ver, tækjaleiga, sviðs- mynd og hráefni kostar 130.000 krónur á dag. Laun umsjónarmanna og eftirvinnsla á upp- tökum dagsins 440.000. Framleiðslukostnaður á dag er því 682.000 og því skipt á 4 þætti gerir 170.500 krónur á þátt. Að teknu tilliti til styrks Nýsköpunar- sjóðs upp á 2.500.000 og Menningarsjóðs upp á 2.000.000 þá er heildarframleiðslufé 29.500.000 en heildarframleiðslu- Sjónvarpsefni Hvernig stendur á því, spyr Geir Hólmarsson, að Sjónvarpið sam- þykkir að kaupa þessa þætti með þeim ósköp- um sem þeir eru gerðir á jafn háu verði o g sýnist? kostnaður 17.050.000. Það eru því 12.450.000 krónur sem ekki skila sér í vinnslu þáttanna. Ef við gefum okkur að það séu að- eins framleiddir 3 þættir á dag eru það 10.516.667 krónur sem ekki eru notaðar við framleiðslu þáttanna. Hvemig stendur á því að Sjón- varpið samþykkir að kaupa þessa þætti með þeim ósköpum sem þeir eru gerðir á jafn háu verði og sýn- ist? Hvemig rökstyður kaupandi þáttanna gjörðir sínar? Getur verið að Sjónvarpið hafi talið sig vera að kaupa allt annað og dýrara dagskrárefni en því var síðan afhent? Ef svo er, hvemig stendur þá á því að það veitir þáttunum við- töku og birtir í dagskrá sinni, þrátt fyrir að þættimir standi ekki undir þeim væntingum sem til þeirra vom gerðar? Átti ekki að hafna þeim? Ef svo er ekki, hvernig stendur á því að fulltrúi Sjónvarpsins sam- þykkir að borga yfirverð á vinnu sem ekki er boðleg, þjónar það hagsmunum Sjónvarpsins? Reiknaði fulltrúi Sjónvarpsins ekki út kostn- aðarverð þáttanna sem grundvöll fyrir kaupverði áður en hann sam- þykkti verðið á þeim? Ætti ekki 25.000.000 króna dag- skrárgerð, sem byggð er á hugmynd og formi í eigu Sjónvarpsins, að fara í útboð? Hverjar eru reglur Sjón- varpsins í þeim efnum? Hver hefur forræðið yfir þáttun- um „Maður er nefndur“, og þvi efni sem ekki ratar í þættina, eftir að sýningu þeirra lýkur? Það er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að ég hafi ekki rétt fyrir mér í ofangreindu og ef svo er bið ég þann sem getur að leiðrétta mig, vinsam- legast. Höfundur hefur starfað við sjón- varp frá árinu 1986. Geir Hólmarsson Þökkum viðskiptavinum Jyrir fráhærar viðtökur 3 mismunandi gerðir bakka, fylltir girnilegum samlokum Samlokurnar eru tilbúnar daginn eftir að þú hringir og pantar í M síma 5656000 eða faxi 5656084 ' ■ íýe ■ 5 5 ■.Víí - •ÍSrti-- - 1 M3 Borðdúkar til brúðargjafa Uppsetningabáðin Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270. VINKLAR A TRE HVEBQI UEORi VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRUGGJANDI ÞJKNISlfMSSON & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - Sími 553 8640 20% afsláttur af nærfatnaði á Kringlukasti. IvmFDÍi Kringlunni 8-12, simi 553 3600 «F STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI Þú finnur iivergi jafn mikið (svona stórum bíl. Þó Clio hafi alla kosti smábfls býður hann um leið þægindi og öryggi stærri bfla. Hann er ekki aðeins rúmmeiri en aðrir bílar í sama stærðarfiokki heldur er hann einnig mun öruggari á alla vegu (t.d. ABS hemlakerfi og allt að 4 loftpúðar). irekki kominn tími til að fósér ..<• stóran bfl?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.