Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jón Birgir Skarphéðinsson fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1938. Hann andaðist á heimili sínu að morgni 14. júm' sl. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Þórðar- son, vörubifreiðar- stjóri á Þrótti, f. 6. mars 1913, d. 2. febr- úar 1952, og Gerd Jónsdóttir, f. 28. aprfl ' 1917, d. 20. júnf 1982. Hinn 10. apríl 1968 kvæntist Jón Sonju Helene Thorstensen f. 9. maí 1938. Hún er dóttir hjón- anna Triggve Daníel Thorstensen prentara f. 11. október 1914, d. 25. nóvember 1986 og Önnu Svan- laugsdóttur ráðskonu f. 8. júm' 1918, d. 11. febrúar 1996. Jón og Sonja eignuðust tvær dætur. 1) Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauúans nótt. Erlu, f. 11. september 1968, sambýlismaður Ásbjörn Amarsson. 2) Birgittu, f. 30. jan- úar 1972. Dóttir Sonju af fyrra hjóna- bandi er Elísabet Anna Cochran, f. 25. nóvember 1959, sam- býlismaður Jón Örn Valsson. Böm Elísa- betar em: 1) Iris Cochran, f. 10. maí 1986. 2) Daníel Cochran, f. 13. febni- ar 1989. Að loknu skyldunámi vann Jón algenga verka- mannavinnu fram til ársins 1955 er hann hóf störf sem bflstjóri á Vörubflastöðinni Þrótti. Þar starf- aði hann þar til hann lést. títför Jóns Birgis fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að stólja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Áfallið kom í maí í fyrra er þú greindist með illkynja æxli. Þetta var mikið reiðarslag fyrir okkur fjölskylduna þar sem þú hafðir ávallt verið mjög heilsuhraustur. Ekki reyndst unnt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð svo við tók löng og ströng meðferð á Landspít- alanum. Þú áttir mjög erfítt með að sætta þig við að geta ekki stundað þína vinnu eins og þú hafðir gert fram til þessa. En innst inni slokkn- aði aldrei sú von að dag einn gætir þú sest aftur upp í bflinn, sem þú hafðir keyrt síðastliðin 44 ár, og haldið af stað til vinnu. Oftar en einu sinni komum við að þér þar sem þú stóðst við eldhúsgluggann heima og horfðir stoltur á bflinn sem stóð nú óhreyfður úti á plani. Og það var yndislegt að fylgjast með þér þegar Ási var að hjálpa þér að hlaða rafmagni á bflinn og ræsa hann. Þú ljómaðir allur, en erfitt var fyrir þig að geta aðeins ræst bfl- inn en ekki ekið honum. Þú varst ætíð mjög þögull og það gat verið erfítt að skynja hverjar tilfinningar þínar voru og hugsanir. En aldrei efuðumst við um tilfinningar þínar þegar um ást eða væntumþykju í okkar garð var að ræða. Þú einfald- lega sýndir það frekar í verki en með orðum. Þó orðin væri fá gátum við ávallt leitað til þín og reyndir þú þá alltaf að hjálpa okkur ef þú mögulega gast. Jólin voru sérstak- JON BIRGIR SKARPHÉÐINSSON SUMARFERÐIR '99 FERÐAHANDBÓK Sunnudaginn 4. júlí nk. mun Morgunblaðið gefa út 52 síðna ferðahandbók í þægilegu og handhægu broti, smáformi. f handbókinni er að finna áhugaverð- ar upplýsingar fyrir íslenska ferðalanga og til nánari glöggvunar verður birt stórt (slandskort þar sem vísað er á upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar á landsbyggðinni. Einnig verður fjallað um ýmsar skemmtanir og menningar- viðburði sem eiga sér stað um land allt í sumar. Meðal efnis: • Ferðir • Gisting • Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir • Bátaferðir • Gönguferðir • Tjaldsvæði • Sundstaðir • Fuglaskoðun • Hvalaskoðun • Krossgátur • O.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 fimmtudaginn 24. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 11 11. fR«i>rí0iunMaí>tí> ! AUGLÝSINGADEILD s Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is 1 Dreifing í rúmlega 60.000 eintökum. Áskrifendur Morgunblaðsins fá ferðahandbókina með Morgunblaðinu en auk þess verður henni dreift á helstu lausasölustaði og upplýsingamiðstöðvar um land allt þar sem hún mun liggja frammi. lega erfiður tími fyrir okkur öll. Þú lást á Landspítalanum en fékkst að fara heim yfir hátíðimar þótt þú værir mjög veikur. Það var búið að búa okkur undir að kallið gæti kom- ið þá og þegar. En öllum til mikillar furðu náðir þú að rífa þig upp og fyrr en varði varstu kominn heim. Þú varst mikið einn heima meðan mamma og við hin vomm að vinna. En þér fannst það allt í lagi því þú áttir alltaf erfitt með að þiggja hjálp frá öðram og vera uppá aðra kom- inn. Enda varstu mjög stoltur mað- ur. Þú hafðir aldrei þurft að treysta á aðra og þú kvartaðir aldrei, svo oftast var erfitt að átta sig á hvort þú værir kvalinn eða þér liði illa. Allt hafði gengið að óskum þar til síðustu þrjár vikurnar í lífí þínu. En þá hrakaði þér ört og allt var á nið- urleið. Tvisvar varstu lagður inn á Landspítalann á þessum tíma. Núna varstu farinn að viðurkenna fyrir öðrum en okkur að þetta væru líklega endalokin. Þú fannst að lík- aminn var að gefast upp og þráðir frið. En aldrei vildir þú ræða neitt þessu líkt yið okkur systurnar. Þú varst orðinn svo veikur og svo aum- ur að þér fannst erfitt að við þyrft- um að horfa upp á þetta. Þú áttir alltaf erfitt með að viðurkenna sjúk- dóminn fyrir okkur og reyndir alltaf að hlífa okkur eftir fremsta megni. Það hlýtur að hafa verið erfitt að geta ekki tjáð tilfinningar sínar á svona stundu við sína nánustu. En við skiljum að þú vildir okkur aðeins vel. Síðasta daginn þinn hjá okkur sá- um við hversu ört þér hafði hrakað, þótt þú hafðir alltaf verið rólfær varstu orðinn mjög kraftlaus og vannærður þar sem þú varst hættur að nærast almennilega. En það var alltaf svo mikill dagamunur á þér að við áttum alveg von á að þú næðir að rífa þig upp aftur eins og þú hafðir gert áður. Þannig að þegar kallið kom þarna um morguninn vomm við alls ekki tilbúnar til þess að kveðja. Þetta hafði gerst eitthvað svo snöggt og erfitt var að sætta sig við að nú væri þessu lokið eins og slökkt hefði verið á kerti. Tilfinn- ingar okkar vom mjög blendnar. Það var auðvitað best fyrir þig að þessu væri lokið en alltaf er erfítt að horfa á eftir ástvinum sínum, sama hversu undirbúinn maður er. Við þökkum Guði fyrir að þú þurftir ekki að kveljast lengur. Þú einfald- lega leiðst hægt og rólega út af eins og þú værir bara að fara að sofa. Við emm líka mjög þakklátar fyrir að þú hafir fengið að fara heima eins og þú hafðir alltaf óskað þér. Það var svo mikill friður yfir þér þar sem þú lást í rúminu þínu, með kerti og biblíuna á náttborinu. Það var yndislegt að hafa þig heima hjá okkur og geta kvatt þig í friði og ró. Við héldum litla bænastund með þér sem var alveg ómetanleg stund fyrir okkur. Stund sem aldrei mun líða okkur úr minni. Elsku besti pabbi okkar. Við söknum þín sárt og megi Guð varð- veita þig um tíð og tíma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínar dætur Erla og Birgitta. ELÍSABET LÚÐVÍKSDÓTTIR + Elísabet Lúð- víksdóttir (fædd Betty Lau) fæddist í Rostock í Þýska- landi 26. september 1917. Hún lést 25. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund og langar mig í nokkrum orðum að þakka þér fyrir þær skemmtilegu samvem- stundir sem ég átti með þér. Það var alltaf mikið fjör í kringum þig og alltaf fékk maður að heyra hjá þér fyndnar sögur af sjálfri þér þeg- ar þú varst yngri. Það fengu allir að heyra þessar skemmtilegu sögur og varst þú í miklu uppáhaldi hjá mín- um vinum. Eg á eina skemmtilega minningu frá því að ég var á fyrsta ári í Flens- borg. Minn vinahópur hafði tvístr- ast eftir Öldutúnsskóla og völdu flestir að fara í MR. Eitt haustið þegar mamma og pabbi fóru til Spánar komst þú að passa okk- ur Jón Pál eins og vant var. Gunni og Maggi komu í heimsókn og montuðu sig yfir því að vera að læra þýsk ljóð í þýskutímum í MR. Þér fannst það mjög áhugavert og byrjaðir að syngja hástöfum ljóðið sem þeir vom að læra eða Lorelei. Þetta er bara ein af mörgum hressilegum minningum um þig og hefði verið gaman að hafa þig lengur með okk- ur en ekki er lífið alltaf sanngjamt. Eg veit samt að vinir þínir þarna uppi eiga eftir að njóta náveru þinn- ar og hafa gaman af því að vera með þér. Hagaðu þér nú samt vel (eins og mamma mundi segja) og við hitt- umst aftur seinna. Ég hlakka til þess. Þín Ásdís. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HALLDÓRSSON skipstjóri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði laug- ardaginn 19. júní, verður jarðsunginn frá Isa- fjarðarkirkju laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Hugljúf Ólafsdóttir, Jón Steingrímsson, Margrét Ólafsdóttir, Brynjólfur Bjarnason, Hrólfur Ólafsson, Kristín Júlíusdóttir, Halldór Friðgeir Ólafsson, Vilborg Jónudóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Helga Jónasdóttir, Ásgerður Ólafsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.