Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 41

Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 4^ + Jón Páll Ágnsts- son fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1919. Hann and- aðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Friðrik Ágúst Pálmason frá Hvammi í Laxárdal, Húnavatnssýslu, og Sigríður Jónsdóttir frá Rútstaða-Suður- koti, Árnessýslu. Systkini hans voru: Ásgrímur, Pálmi Helgi og Guðlaug Jórunn Sig- ríður, sem eru látin, en eftirlif- andi eru Kristín Ágústa, Guð- rún og Sigurjón Magnús. Fyrri eiginkona Jóns Páls var Ingibjörg Bjömsdóttir frá Hafn- arlírði, sem er látin. Þau slitu samvistir en áttu soninn Bjöm, f. 1944, tónlistarmann, maki Ker- stin Wallquist Jonsson. Þeirra böm em: Einar Ingi f. 1982, Sól- Þegar vorið er komið og sumarið rétt að byrja virðist allt svo bjart og fallegt. Trén laufgast, grasið byrjar að grænka og blómin springa út. Þá er eins og lífið taki á sig nýja mynd með væntingum og vonum um bjarta framtíð og nýja drauma. Allt verður svo miklu léttara og gleðin ræður ríkjum frá morgni til kvölds. En þá er eins og maður gleymi því að hið óvænta geti bankað á dyrnar öllum að óvörum og fært sorgarfregnir. Lof sé Guði, ljómar dagur lífgar sólargeislinn fagur allt um heim, sem heftrn líf. Gef oss, Drottinn, gott að iðja gef oss náð að vaka og biðja vertu styrkur vor og hlíf. (P. Jónsson) Elsku pabbi, nú ertu farinn í ferð- veig María f. 1984 og Ingrid Cecilia f. 1986. Síðari eiginkona Jóns Páls er Svandís Guð- mundsdóttir frá Kleifastöðum í Kolla- firði, Barðasti-andar- sýslu, sem hann kvæntist 4. nóvember 1950. Böm þeirra em 1) Eyþór Guðmundur tæknifræðingur, f. 1949, maki Bryndís Gísladóttir hjúkran- arfræðingur, böm þeirra: Ina Dögg f. 1975, Katrrn Svana f. 1979 og Eyþór Páll f. 1984. 2) Sveinn tamningamaður, f. 1951, maki Margrét Magnúsdóttir þroskaþjálfi, böm þeirra em Magnús Bjöm f. 1972 og Jón Páll f. 1973. 3) Sigríður leiðbeinandi, f. 1958, maki Steinar Jónsson bif- reiðarsljóri, böm þeirra em Steinunn Ósk f. 1980 og Sigurður Atli f. 1985. Jón Páll fæddist á Hverfisgötu ina löngu, fyrir okkur svo óvænt og óundirbúið. En einhvem veginn finnst okkur þegar við lítum til baka að þú hafir haft það á tilfínninguni að þetta gæti gerst. Það er svo skrítið að sjá ekki gleðina í augunum þínum lengur né heyra í þér meir, en minningin í huga okkar mun lifa þótt þú hafir kvatt að sinni. Við minnumst allrar þeirrar atorku sem þú sýndir þegar þú byggðir heimilin okkar í Kópa- voginum með dugnaði þínum og elju og kenndir okkur að stíga skrefin í lífsbaráttuni. Skák var þér hugleik- in og marga sigra vannst þú á skák- borðinu eins og þegar sjálfur heims- meistarinn Max Ove tapaði fyrir þér einum er hann tefldi fjöltefli hér á landi. Frímerki voru þitt aðalá- hugamál og hefur þú gegnum árin náð að safna einstöku safni af frí- merkjum, sem þú undir svo vel við 66 í Reykjavík, en fluttist að Bergþóragötu 20 og síðar 41. Síðan að Vonarlandi í Sogamýri. Árið 1929, þegar hannn var 10 ára gamail, fluttist fjölskyldan að Skúfslæk í Villingaholts- hreppi í Ámessýslu, en 1934 fluttist fjölskyldan til Hafiiar- fjarðar og bjó að Ásbúð og Flensborg. Jón Páll vann í fyrstu við ým- iss konar störf, sveitavinnu og bretavinnu, en 1947 hóf hann störf við bæjarsúnann í Reykja- vík þar sem hann varð lúiumað- ur 1956, súnsmiður 1966 og súnaflokkssfjóri 1970. Jón Páll hætti störfúm 1975 vegna veik- inda. Á súium yngri ámm var Jón Páll virkur félagi í kariakómum Þröstum í Hafnarfirði og skákfé- lagi Hafnarfjarðar, þar sem hann varð skákmeistari. Á starfsáram sínum þjá bæjarsún- anum var hann oftsinnis bæði skák- og hraðskákmeistari. Jón Páll var einn af frumbyggjum Kópavogs frá 1953 til 1975. Utför Jóns Páls fer fram frá Búsfaðakirkju í dag, miðviku- daginn 23. júní, og hefst athöfn- in kl. 13.30. fram til síðustu stundar. Nú getur þú áfram raðað frímerkjum á nýjum stað, eða teflt við frægu skákmeist- arana, eða tekið lagið, en það gerðir þú svo mikið á þínum yngri árum. Síðustu árin hugsaðir þú svo vel um móður okkar. Þú hafðir svo oft miklar áhyggjur af henni og veik- indum hennar. Allan sólarhringinn varstu til staðar til að hjálpa henni þegar hún þurfti á þér að halda. Núna þarft þú ekki að hafa áhyggjur af henni leng- ur því við munum hugsa vel um hana. Við þökkum þér með hlýju og gleði fyrir öll árin sem við áttum saman og allar góðar minningar sem sækja á hugann. Við minnumst þín sem besta pabba. Guð geymi þig. Eyþór, Sveinn, Sigríður og Björn. JÓN PÁLL ÁGÚSTSSON + Stefán Kristinn Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1919. Hann lést á Landspítalan- um 20. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 3. maí. í dag, 23. júní, hefði okkar ástkæri afi Stef- án Kristinn orðið átt- ræður og langar okkur að minnast hans. Minningar okkar systkinanna um afa okkar eru órjúfanlega tengdar hús- inu á Njarðargötu 45 þar sem hann átti heima mestallt sitt líf. Þangað fluttist hann á unglingsárunum með foreldrum sínum og bjó svo áfram í húsinu eftir að hann stofnaði sitt eigið heimili og fjölskyldu með Ollu ömmu og áttu þau þar saman gæfu- ríkt líf allt fram á síðustu stund, enda var hjónaband þeirra ávallt gott. Þar ólu þau upp fjögur börn sem flest byrjuðu sinn búskap í ris- inu á Njarðargötunni og mörg okk- ar fjórtán bamabama bjuggum þar með foreldmm okkar fyrstu æviár- in, sum okkar hafa svo einnig hafið sinn eigin búskap í þessu sama risi á undanfömum árum. Njarðargata 45 lætur ekki mikið yfir sér -en fyrir fjölskyldu okkar hefur það alltaf haft tilfinningalegt gildi vegna þess að allt frá upphafi þegar langafi okkar Sveinbjörn byggði það hefur það verið höfuð- setur fjölskyldunnar þar sem við höfum deilt bæði gleði- og sorgar- stundum í gegnum tíðina. Afa þótti alltaf vænt um húsið og hann var duglegur að halda þvi við enda var hann veggfóðrara- meistari líkt og faðir hans. Ógleymanleg vora jólin þar sem öll fjölskyldan kom alltaf saman á aðfangadags- kvöld, borðaði saman og opnaði pakka sem var hlaðið í kringum litla jólatréð hennar Ollu ömmu. Það var oft mikið fjör í litlu stofun- um á Njarðargötunni. Afi var listrænn maður á ýmsan hátt. Tónlistin var honum í blóð borin og var hann mikill tónlistarannandi og hafði áhuga og þekkingu á klassískri tón- list, einkum óperam og þó sérstak- lega tenórsöng sem hann hafði mikla unun af að hlusta á. Þá hafði hann einnig mjög gaman af að spila á harmónikuna sína sem hann gerði svo listavel. Sérstaklega eru okkur minnisstæð ein jólin fyrir nokkram áram þegar hann tók upp nikkuna og spilaði jólalögin langt fram á kvöld við mikla kátínu litlu barn- anna sem sungu og dönsuðu með. Kiddi afi var einstaklega flinkur teiknari en af hógværð sinni gerði hann ekki mikið úr því. Hann hefði þó án efa getað náð langt á þeirri braut ef hann hefði lagt það fyrir sig. Ógleymanleg era þau fjölmörgu ferðalög sem fjölskyldan fór í sam- an um landið á sumri hverju. Afi hafði alltaf sérstaklega gaman af þessum ferðum og hann naut þess að vera með fjölskyldu sinni úti í náttúranni þó að hann væri mikið borgarbarn, enda alinn upp í Reykjavík þar sem hann bjó allt sitt líf. í okkar augum var hann Kiddi afi einstakur, ávallt léttur í lund og geislandi af lífsgleði. Það var ein- stakt hvað hann varðveitti vel barn- ið í sér, alltaf var stutt í góða skapið og hann gantaðist mikið við alla, ekki þó síst okkur krakkana, sem við höfðum gaman af. Elsku afi, það var svo sárt að þurfa að kveðja þig, þú varst tekinn svo skyndilega frá okkur, miklu fyrr en við áttum von á. Huggun okkar era allar góðu minningamar sem við hvert og eitt okkar eigum um þig. Við munum varðveita þær og þær munu lifa í hjarta okkar að eilífu. Við viljum þakka þér fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum með þér og fyrir umhyggjuna sem þú sýndir okkur á þinn einlæga hátt. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Guð blessi þig, afi. Hvfl í friði. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú þjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð í þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, þjá undri því, að h'ta h'tinn fót í litlum skóm, og vita að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareUífð eina sumarnótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt (Halldór Laxness.) Elsku amma, hugur okkar er hjá þér. Við höfum öll misst mikið, en missir þinn er mestur. Við biðjum góðan guð að gefa þér styrk. Einar Kristinn, Elúiborg og Kristín Grúa. STEFAN KRISTINN SVEINBJÖRNSSON Afi er og verður í minningu okk- ar hress og glaður. Hann var alltaf í góðu skapi og við gátum ávallt átt von á að mæta honum eldsnemma að morgni í göngutúr um miðbæ- inn. Hann var hlýr og góður við okkur systkinin og kenndi okkur ýmislegt, svo sem að leysa frímerki af umslögum og þurrka þau. Elsku afi okkar, takk fyrir öll ár- in og gleðistundirnar sem við átt- um saman. Við munum sakna þín mikið en þú munt alltaf lifa í minn- ingum okkar. Pótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfír dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir) fna Dögg, Katrín Svana og Eyþór Páll. Elsku afi, við gleymum þér aldrei, þínu káta brosi og kímni. Sama hvað gekk á þá gastu alltaf brosað og hlegið. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu, þú sast iðulega við skrifborðið með frí- merkin fyrir framan þig. Pípan þín var sjaldan langt undan, oftast á horninu á skrifborðinu. Það var alltaf eitthvað sérstakt við það að koma heim til ykkar, alltaf þessi ilmur af pípunni, honum gleymum við aldrei. Takk fyrir að leyfa okk- ur að kynnast þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð nú þér fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Steinunn Ósk og Sigurður Atli. Þegar okkur var tjáð að afí væri veikur tókum við það sem sjálf- sögðum hlut að hann myndi ná sér og við myndum hitta hann fljótt aftur, glaðan og kátan, eins og hann alltaf var. En síðan fengum við þær sorgarfregnir að hann væri farinn frá okkur. Það var mjög erfitt að sætta sig við það að afi væri dáinn og þurftum við nokkra daga til að átta okkur á því. Þá fór- um við að hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum með hon- um, sem við munum geyma í minn- ingunni. Nú kveðjum við þig með mikilli sorg og biðjum Guð að geyma þig. Vertu blessaður og sæll, elsku afi okkar. Dagur líður, fagur, fríður, . flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himmnabraut. Streymir niður náð og friður, Nú er búin öll dagsins þraut. (V. Briem.) Magnús Björn og Jón Páll. Þær eru stundum kaldar skúr- irnar á vorin og í þessum júnímán- uði hafa þær verið óvenju kaldar og dimmar svo stundum hefur nær því slegið myrkri á miðjan dag. Á einum slíkum degi veiktist Jón Pálþ- Ágústsson og átti þá ekki aftur- kvæmt til lífs hér á jörð. Við hjónin kynntumst Jóni og konu hans Svandísi Guðmundsdótt- ur og fjölskyldu þeirra fyrir 20 ár- um þegar Steinar sonur okkar og Sigríður dóttir þeirra gengu í hjónaband. Síðan höfum við átt margar ánægjustundir saman. Fas Jóns einkenndist af hlýju og glaðværð og það var gott að koma til þeirra hjóna. Við eigum nú líka sameigin- lega tvö barnaböm sem hafa veitt okkur öllum gleði. Á seinni árum bilaði heilsa þess- ara ágætu hjóna. Þrátt fyrir van- heilsu hjúkraði Jón konu sinni afe- alúð síðustu árin. Þar naut hann ' hjálpar og umhyggju dóttur sinnar sem alltaf hefur verið dygg stoð foreldra sinna. Er ég þó ekki að vanmeta þá hjálp sem synir þeirra og tengdadætur hafa veitt þeim. Við munum ætíð minnast með þakklæti þeirra stunda sem við átt- um saman. Eftirfarandi línur Stephans G. Stephanssonar viljum við gera að okkar: I rökkrinu sjálfboðinn sest ég hjá þér ^ og syng til þín, viljirðu hlýða. Pó bót sé það smá, þeim sem einmana er við andvökur sínar að stríða, að heyra að vísan mín vaki hjá sér, kann viðdvöl sú hraðar að líða. Þó sigli ei harmtreginn huggun í strand - þó hverftdt sé rof milli stafna - því söknuður byggir upp bróðernisland, þar blíðvildir alhugum safna. Hann samtengir hjörtun í heimilis-band og hann gerir mennina jafna. Og sá er ei liðinn, sem innvafínn er í æviþátt lifandi vina. Og enginn með sigurlaun fegurri er en frænd-ást og ná-vinganina. Því kunnugra alúð að ávinna sér ' er yfrið - hvern varðar um hina? Á ástvina moldum grær minningin hlý og minjamar, stærri en oss dreymd’um. Við berum á höndum oss huganum í hvert hohustuverk, sem við geymdum. Þá yngist hver vinsemd og velgerð á ný, þá vekst upp hver þökk, sem við gleymdum. Þó döpur sé einstæðing dagseturs töf og dimmt eftir slokknuðu yndin, sem sólskinið allt væri ginninga gjöf sú gleðinnar uppsprettu lindin - skín unaðarminning frá ástvinar gröf, svo ennþá slær kveldroða á tindinn. Með innilegum samúðarkveðjunv til fjölskyldunnar. Guð blessi ykkur öll og styrki. Emilía og Jón. t Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, BENEDIKTA ÓLAFSDÓTTIR, Dvergaborgum 5, lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 28. júni kl. 13.30. Ólafur Benediktsson, Móeiður Jónsdóttir, Jón Ingi Ólafsson, Kristín Ósk Ólafsdóttir, Óli Ben Ólafsson, Ingigerður Eiríksdóttir, Jón Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.