Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 4^ fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. M býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með oh'u, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku Helgi og ÓM Raggi, afi, systkini og aðrir ástvinir, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Minning Diddu frænku mun alltaf vera með okkur. Lovísa og Katrín Jónsdætur. í amstri hversdagsins er okkur mannfólkinu ósköp gjarnt að taka lífinu sem sjálfsögðum hlut. Hugur- inn er jafnan bundinn við allt þetta veraldlega sem við erum að fást við. Þar á dauðinn ekki sæti. En þegar hann ryðst inn í líf okkar skynjum við hve erfitt það getur verið að vera manneskja. Þannig var mín til- finning þegar mér barst fregnin um lát Diddu. Hugurinn leitar að myndinni sem ég á af Diddu; mynd- inni af henni þar sem hún stendur í eldhúsinu sínu kaldan föstudag í mars á okkar síðasta fundi. En hvemig sem ég reyni get ég ómögu- lega munað hvað okkur fór á milli þennan föstudagseftirmiðdag. Órugglega vai- ekki spjallað um dauðann eða hve erfitt væri að lifa, því Diddu var ekki tamt að tala um líðan sína eða veikindi. Miklu lík- legra er að komandi vor og framtíð- in hafi verið til umræðu. Tengsl okkar Diddu voru í gegn- um Helga sem hafði dvalið sem sumardrengur í sveit hjá okkur löngu fyrir mitt minni og eftir það fannst fjölskyldunni hún eiga stóran hlut í honum. I mínum huga fylgdi Didda Helga og sem bam leit ég mikið upp til hennar. Þau vora þá gift og búin að eignast Ólaf Ragnar. Seinna átti ég þess kost að dvelja hjá þeim Diddu og Helga einn vetur þegar ég hóf nám í menntaskóla í Reykjavík. Þá kynntist ég Diddu vel. Hve góð kona hún var og hve heilbrigðar og skynsamlegar skoð- anir hennar vora. Hve raunsæ, ákveðin og dugleg hún var. Hún gerði miklar kröfur til sjálfr- ar sín og að sama skapi til annarra. Þennan vetur vora þau nýflutt í húsið sitt og það var lærdómsríkt að fylgjast með hvemig hún af smekk- vísi og skynsemi valdi umgjörð í kringum þau þijú. Hjá þeim Diddu og Helga leið mér vel. Hún var frá- bær kokkur og allur matur var góð- ur matur og gimilegur hjá henni enda vaxtarlag mitt í samræmi við það eftir veturinn. Þegar ég vildi kenna henni um það hló hún og sagði mig sjálfa bera ábyrgð á því, sem var alveg rétt. Síðan era liðin tæp tíu ár og eftir því sem árin líða átta ég mig á því hve sterk áhrif hún hafði á mig. Þessi ár hefur mér ósjaldan orðið hugsað til hennar þegar vanda hef- ur borið að höndum. Við það hefur allur vandi orðið að smámunum. I hennar huga hefði það verið verk- efni sem bar að leysa en ekki til að æðrast yfir. Hún hvatti mig líka til að njóta lífsins á meðan ég gæti. Þessa síðustu daga hefur hugurinn reikað víða og við það hefur mér orðið ljóst hve mannbætandi það er á mótunarskeiði unglings að eiga samleið með slíkri manneslqu. Eg mun alla tíð verða Diddu þakklát; þakklát fyrir að vísa mér veg til þroska. I huga mér geymi ég allar góðu stundirnar með henni og þrátt fyrir að minnið bregðist mér við að rifja upp þennan kalda dag í mars, veit ég að okkar síðustu samræður hafa ekki verið mér til einskis. Hennar hetjulegu baráttu er lokið en eftir stendur minning; minning um einstaka manneskju. Eg og fjölskylda mín biðjum guð að styrkja þá feðga og aðra að- standendur. Guðrún Þorleifsdóttir. Viljir þú sjá hvað veröldin veitir misjafnt gengi. Settu þig í sessinn minn og sittu þar dálítið lengi. (GÞ) I góðri bók er getið um nýjan himin og nýja jörð. Það mun vissu- lega verða yndislegur staður, staður með blómskrýddum völlum, fagur- grænum engjum og fegurð í anda og sannleika. Það er gott til þess að hugsa að skapari heimsins hafi hugsað öllum þeim, sem okkur þyk- h- vænst um, slíkan stað til dvalar með sér í eilífu ríki hans, sem allt veit og skilur. Hann sem vonir okk- ar benda til og við treystum í bams- legu trausti þegar allt virðist hand- an okkar skilnings, þegar okkur brestur styrk, afl og þrek. Það er alltaf erfitt að kveðja góð- an vin hinstu kveðju. Vin sem hafði til að bera ótakmarkaða hjálpsemi og þolinmæði. Við Bergljót kynnt- umst þegar ég hóf störf hjá Lands- banka Islands í skipulagsdeild. Þeg- ar lokið var við að kynna mig fyrir starfsfólkinu, eins og þá var siður, man ég að þáverandi skipulagsstjóri sagði við mig, að ef mig vantaði ein- hverjar upplýsingar varðandi deild- ina, þá ætti ég að snúa mér til henn- ar Bergljótar, hún vissi hvar hlut- imir væru. Það var gaman að fá að fylgjast með framgangi byggingamála hjá Bergljótu, þegar þau hjón fengu út- hlutað raðhúsalóð í Seláshverfinu. Það sýndi sig vel þar hvað þau hjón vora skemmtilega samhent, bæði hvemig staðið var að byggingar- framkvæmdum og vali á byggingar- efiú, sem allt var gert af smekkvísi og mikilli kostgæfni. Það var ekki svo sjaldan á byggingartímanum, þegar rætt var um hvaða iðnaðar- mann þau ætluðu að fá í það og það verldð, að Bergljót sagði: „Hann Helgi ætlar að gera þetta, hann ger- ir þetta best,“ sennilega minnug máltækisins „sjálfs er höndin holl- ust“. Þá vissum við, að betur var ekki hægt að hugsa sér verkið gert, að hennar mati. Sýndi það einnig traustið sem hún bar ætíð til eigin- manns síns. Bergljót var mikil félagsvera sem m.a. sýndi sig í hvað hún lagði mikið uppp úr því að nauðsynlegt væri fyrir starfsmenn deildarinnar að koma saman vikulega til skrafs og ráðagerða bæði hvað snerti bein og óbein málefni deildarinnar. Var þá oft boðið þeim hönnuðum og iðnað- armönnum sem vora að vinna fyrir bankann þá stundina. Bæði náðum við betra sambandi við bygginga- mennina og þá ekki síst að hlutimir vora framkvæmdir af góðum hug og af meiri skilvirkm. Minningamar era margar sem koma mér í huga eftir tæplega tveggja áratuga samstarf og bera vott um ljúfa en ákveðna konu sem kunni sérdeilis vel til verka og var kunnáttumanneskja í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Einstak- lega þolinmóð og skilningsrík í sam- skiptum við annað fólk, en umfram aUt ráðagóð og ákveðin. Ósérhlífin var hún og jafnvel þá er meinvættur hennar var farinn að taka sinn toU, efldist hún ef eitthvað var tíl allra verka. A kveðjustund stendur minningin um Bergljótu ljósUfandi umvafin þeirri birtu sem stafaði frá henni í lífi og starfi. Þessari harðduglegu og fómfúsu baráttukonu sem lúta varð að lokum í lægra haldi fyrir þessum þráláta illkynja sjúkdómi. I yfir tuttugu ár hafði Bergijót staðið í hatrammri baráttu við þetta mein í líkama sínum sem framan af virtist vera svo staðbundið, að læknamir virtust geta haldið því í skefjum. Því minnist hver sem naut samfylgdar við hana um lengri eða skemmri tíma þess fádæma hugrekkis sem einkenndi hana alla tíð í rimmu hennar við sjúkdóminn meinviljaða. Um leið og ég kveð Bergljótu vin- konu mína vil ég senda samúðar- kveðjur til Helga eiginmanns henn- ar, sonar þeirra Ólafs Ragnars, svo og annarra ástvina. Baldur Friðriksson. Elsku Bergljót mín, löng og ströng veikindabarátta er að baki. Sár er söknuðurinn en gott er til þess að vita að þjáningum þínum er lokið. Vinátta okkar hófst er ég byrjaði að starfa í Landsbankanum fyrir nítján árum. Aldrei bar skugga á þessa vin- áttu. Hún var alltaf sönn. Endalaust gátum við rifjað upp gamlar minn- ingar sem nú ylja manni um hjarta- rætur. Því miður get ég ekki verið við útfór þína og þykir mér það sárt. Minningin um yndislega manneskju mun lifa um ókomna framtíð. Takk fyrir allt, Bergljót mín. Hvíl þú í friði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj.Sig.) Við Snorri sendum eftirlifandi ættingjum og vinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Brynja Leósdóttir. ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ LEGSTEINAR Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blásryli Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BERGMANN EYVINDSDÓTTIR, Grensásvegi 56, lést sunnudaginn 20. júní. Kjartan L. Pálsson og fjölskylda, Herborg Pálsdóttir og fjölskylda, Sigurður Páll Tómasson og fjölskylda. - * + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HELGI J. SVEINSSON, Hrafnistu, áður Þorragötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 22. júní. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Helgason, Peggy Oliver Helgason, Sveinn Gunnar Helgason, Ágústa Helgadóttir, Jón Karl Einarsson, Jóhann Helgason, Þórhildur G. Egilsdóttir, Helgi S. Helgason, Steinunn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar og tengdamóðir, INGA JÓNA KARLSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést þar mánudaginn 21. júní sl. Sigríður Guðmundsdóttir, Trausti Aðalsteinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Örn Höskuldsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Friðrik Páll Jónsson, Auður Guðmundsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, SÆMUNDUR R. ÓLAFSSON, Vesturbergi 78, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 20. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Rögnvaldsdóttir og börn hins látna. + Elskuleg eiginkona mín, ERLA Ó. BERGSVEINSDÓTTIR BENUM, lést á sjúkrahúsi sunnudaginn 20. júní. Útför hennar verður gerð þriðudaginn 29. júní frá Tromsö. Jörgen Benum, Gabbrovegen 1, Krokeidaien, 9022 Tromsö. + Hjartkær móðir min, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA ÞORGILSDÓTTIR, áður Stigahlíð 32, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni þriðjudagsins 22. júní. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Auður Eydal, Sveinn R. Eyjólfsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.