Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 4^ MINNINGAR GROA HERDIS BÆRINGSDÓTTIR + Gróa Herdís Bæringsdóttir fæddist í Bjarnar- höfn í Helgafells- sveit 27. júlí 1933. Hún lést á Drop- laugarstöðum 13. júnf síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 21. júní. f formála minn- ingargreinar um Gróu Herdísi á blað- síðu 39 í Morgun- blaðinu 20. júní var Ástkær fósturmóðir okkar, Gróa Herdís Bæringsdóttir, er látin. Það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa minningarorð um okkar ást- kæru fósturmóður sem nú hefur kvatt þetta jarðneska líf. Það góða var að hún átti það besta veganesti sem til er, Jesúm Krist, sem sinn leiðtoga og lausnara. Guð blessi minningu okkar ástkæru fósturmóð- ur og gefi okkur öllum styrk og huggun með eftirfarandi Davíðs- sálmi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum minum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Guðný, Eiríkur og Gestur. Mig langar með örfáum fátækleg- um orðum að kveðja hana Gróu mágkonu mína sem er látin. Það duldist raunar engum að hverju dró seinustu vikurnar, en við vonuðum að tíminn væri lengri. En við áttum góðar stundir sam- an, þegar við hittumst, sem var þó raunar alltof sjaldan, fjarlægðin sem þó er afstæð gerði það að verkum að við hittumst sjaldnar en ella. Mér verða þó sennilega minnisstæðastar stundirnar sem við áttum saman eft- ir að veikindi hennar ágerðust. Það var raunalegt að horfa á þessa stórglæsilegu konu verða að lúta í lægra haldi í mjög erfiðum veikindum og geta að lokum enga björg sér veitt. Hún sem var hörku- dugleg til allra verka, það var raun- ar alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hvort það var veisla eða daglegt amstur, allt var það jafn vel gert. Gróa stóð sig eins og hetja, en áreiðanlega leið hún mikið og miklu meira en nokkurn grunaði. Það var sama hvar við hittumst, jafnvel þegar ég unglingsstúlkan nýkomin í fjölskylduna bað um gist- ingu tók hún mér strax meira en vel, alltaf lét hún mig finna hvað henni þótti vænt um mig og ég vona, elsku ÚTFARARSTOFA OSWALDS simi551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN LÍKKISTUVINNUSTÖFA EYVINDAR ÁRNASONAR tilgreindur rangur dánardagur mágs hennar, Agústs Þór- arinssonar, sem lést 23. september 1988. Þá var rangt farið með fæðingardag Helgu, dóttur Gróu. Hún er fædd 15. mars 1954. Loks var dánardagur Sigur- björns Eiríkssonar, sambýlismanns Gróu, rangt til- greindur. Hann lést 10. október 1997. vina, að þú hafir líka fundið hve vænt mér þótti um þig. í veikindum hennar bæði grétum við og hlógum saman, við ræddum fjölskyldumál, bæði í gamni en líka í alvöru, rifjuðum upp liðna tíma, og ákváðum hvað betur hefði mátt fara í ýmsum málum, en það var okkar á milli og fer ekki lengra. Elsku hjartans Gróa mín, hvað ég vildi að við hefðum átt miklu fleiri stundir saman, við áttum svo margt órætt, við hefðum kannski ekki leyst úr öllum málum, en það mátti reyna. Síðast þegar við hittumst datt mér ekki í hug að það væri í hinsta sinn. Þegar ég drakk kaffi með þér og við kysstumst og fóðmuðumst þegar ég fór. En ég fann, elsku vina, að eitthvað kallaði á þig, einhver þurfti á þér að halda. Hjartkæra vina, við öll í Hólmin- um söknum þín, við vitum að fjöl- skylda þín var þér kær, það varst þú okkur líka. Við biðjum Guð að blessa þig og varðveita, við vitum líka að ástvinir þínir hafa tekið á móti þér og umvafið þig ást sinni og kærleika. Börnum, fósturbörnum og ástvin- um öllum votta ég og við öll samúð. Við biðjum Guð að styrkja þau og blessa. Þín einlæg mágkona. Sesselja. + Faðir okkar, HJÁLMAR SIGURÐSSON frá Görðum v/Ægisfðu, lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 22. júní. Sigurður Hjálmarsson, Margrét Hjálmarsdóttir, Guðmunda Hjálmarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, dóttir, amma og systir, (Hk KLARA FJÓLA KARLSDÓTTIR, ^^H :^*>i» Engihjalla 11, ii Kópavogi, wÆr' | er látin. Jarðarförin auglýst síðar. ' -.^m Fyrir hönd aðstandenda, Ægir Ólafsson, Gréta Karen Grétars dóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN KRISTJÁNSSON, Kleppsvegi 62, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 25. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Ingibjörg S. Karlsdóttir, Karl Jónsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Þóra K. Jónsdóttir, Grétar V. Grétarsson, Kristján Jónsson, Dfsa Anderiman og barnabörn, Valdimar Kristjánsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, afi og bróðir, JÓN ÞÓR HARALDSSON fyrrverandi stöðvarstjóri við Laxárvirkjun, Krummahólum 10, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. júní. Jarðarför verður frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 15.00. Þóra Guðríður Stefánsdóttir, Pétur Jónsson, J6na Gfgja Jónsdóttir, Unnur Elfsa Jónsdóttir, Jón Pétur Bosson, Svan H. Trampe. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR KARLSSON kerfisfræðingur, Lindarflöt 13, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garða- bæ fimmtudaginn 24. júní kl. 13.30. Hrefna Árnadóttir, Ásdfs Elín Guðmundsdóttir, Claus Hermann Magnússon, Hrefna Margrét Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Árni Sæmundur Unnsteinsson barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN PÁLL ÁGÚSTSSON fyrrv. sfmamaður, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 13. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, miðvikudaginn 23. júní, kl. 13.30. Svandís Guðmundsdóttir, Eyþór Guðmundur Jónsson, Bryndfs Gfsladóttir, Sveinn Jónsson, Margrét Magnúsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Steinar Jónsson, Björn Jónsson, Kerstin Wallquist Jónsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÖSKULDAR GUÐLAUGSSONAR frá Réttarholti, Grýtubakkahreppi, og veittu okkur hjálp og styrk ( erfiðum veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Arnbjörg Halldórsdóttir, Haraldur Höskuldsson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Höskuldsson, Óli Gunnar Höskuldsson, Halldór Sigurbjörn Höskuldsson, Janette Þórkatla Höskuldsson, barnabörn og langafadætur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinartiug við andlát og útför LAUFEYJAR INGADÓTTUR, Möðrufelli 9, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki kvenna- og Líknardeildar Landspítalans og Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Foreldrar, börn, systkini og aðrir vandamenn. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR kennara, Neskaupstað. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Skúli Magnússon, Ería Kristjánsdóttír, Björn Magnússon, Katrín Guðnadóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Grfmur Magnússon, Eva Sýbilla Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Sigrún Rúnarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Jóhann Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.