Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 51 FRETTIR Hinsegin helgi í Reykjavík „UM næstu helgi efna fjögur félög samkynhneigðra hér á landi til há- tíðahalda í Reykjavík að hætti lesbía og homma um allan heim, en það er venja þeirra að halda mikla hátíð um þetta leyti sumars. Nú er þess minnst að þrjátíu ár eru liðin frá Stonewall-uppreisninni í New York sem svo er kölluð. Þessa helgi árið 1969 kom til mikilla og harðra átaka þar í borg milli samkyn- hneigðra og lögreglu og eru þau átök talin marka upphaf þeirrar frelsis- og mannréttindabaráttu lesbía og homma sem _ tíu árum seinna sóttu fram á Islandi og vöktu máls á stöðu sinni með þeim árangri að nú er ísland í fremstu röð þeirra ríkja heimsins sem bætt hafa réttarstöðu samkynhneigðs fólks,“ segir í fréttatilkynningu frá samstarfsnefnd um hinsegin helgi. „Hátíðahöldin bera yfirskriftina Hinsvegin helgi - Stonewall-upp- reisnin 30 ára, og miðpunktur þeirra er útihátíð á Ingólfstorgi laugardaginn 26. júní sem hefst klukkan 16. Á Ingólfstorgi munu stjórnmálamenn ávarpa gesti og árna samkynhneigðum heilla. Fjöl- margir tónlistarmenn koma fram, Páll Óskar og Selma Björnsdóttir og Gospelsveit Kvennakórs Reykjavíkur. Draghópurinn The Working Girls skemmtir, svo og leikararnir Hanna María Karlsdótt- ir, Ingi-id Jónsdóttir, Felix Bergs- son, Atli Rafn Sigurðsson og Helgi Björnsson, en tveir hinir síðast- nefndu flytja atriði úr söngleiknum Rent. Loks leikur hljómsveitir Sig- ur Rós. Að kvöldi laugardags er mikill dansleikur - Gay Pride Queer Disco - á skemmtistaðnum Spotlight við Hveifisgötu,“ segir þar ennfremur. Hátíðahöldunum lýkur svo með helgistund í félagsheimili Samtak- anna ‘78 sem Áhugahópur samkyn- hneigðra um trúarlif stendur fyrir sunnudaginn 26. júní kl. 17. Þangað eru allir velkomnir. Málþing haldið um Davíðssálma MÁLÞING um Davíðssálma (Salt- arann) verður haldið í Hallgríms- kirkju laugardaginn 26. júní. Þingið er haldið í samvinnu kirkjunnar og Guðfræðistofnunar. Dagskráin hefst kl. 10:15 með Jónsmessuhátíð í Hellisgerði JONSMESSUHATIÐ verður haldin í Hellisgerði í Hafnarfirði í dag, miðvikudag, og hefst dag- skráin kl. 18. Klukkan 20.30- 21.30 verður skemmtidagskrá á sviði í Hellisgerði. Kvikmynda- sýning hefst í Bæjarbíói kl. 22.30. Um kl. 23 verður farið í óvissu- ferð með Erlu Stefánsdóttur. Farin verður Jónsmessunætur- ganga yfir Ketilstíg í Krýsuvík. Gangan er á vegum Umhverfis- og útivistarfélags Hafnaríjarðar og Ferðafélags Islands. setningu sr. Sigurðar Pálssonar, sem er ráðstefnustjóri. Kl. 10:20 flytur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur erindi um útleggingu Lúthers á Davíðssálm- um með sérstakri áherslu á 2. sálmi. Kl. 11:15 flytur sr. Kristján Valur Ingólfsson rektor erindi um notkun Saltarans í helgihaldi kirkjunnar. Kl. 12 verða hádegisbænir og orgelleikur í umsjá sr. Kristjáns Vals og Harðar Áskelssonar. Kl. 13:15 flytur dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor erindi um menn- ingaráhrif Saltarans. Kl. 14 syngur Michael Levin og kynnir nokkra Davíðssálma á hebr- esku og að því búnu flytur Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, sem samið hefur tónlist við nokkra Davíðs- sálma, erindi um íslensk tónskáld og Saltarann. Þátttökugjald er 1.500 kr. Þátt- taka tilkynnist í Hallgrímskirkju, helst ekki síðar en 23. júní. Sumarferð Askirkju ÁRLEG sumarferð safnaðarfélags Áskirkju og kirkjukórsins verður sunnudaginn 27. júní nk. Lagt verður af stað frá Áskirkju kl. 9.30 og ekið að Hvalsneskirkju þar sem sr. Árni Bergur Sigur- björnsson messar kl. 11. Ekið verð- ur um Reykjanes og hádegisverður verður snæddur í Golfskálanum á Leiru. Kvöldverður verður snæddur í Bláa lóninu. Þátttaka tilkynnist kirkjuverðin- um í Áskirkju. Allt í veiðina EMEÍMW’ f veiðihomi Intersport kennir ýmissa grasa. Við leggjum metnað okkar I að bjóða gott og breitt úrval til stangveiða. Komdu og fáðu góða og persónulega þjónustu. ÞÍN FRfSTUND - OKKAR FAG VINTERSPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is KENNARARNIR Kelsang Ra- bten og Ani Kelsang Yangdak. Námskeið og kynning á hugleiðslu KYNNINGARFUNDUR um Lamrim-hugleiðslu verður haldinn í kvöld, miðvikudag, kl. 20 í Bolholti 4. I kjölfarið verður haldið námskeið dagana 25.-27. júní. Kennarar verða munkurinn Kelsang Rabten og nunnan Ani Kelsang Yangdak. Þau koma frá Englandi og eru vígð innan Gelugpa- hefðarinnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýverið var stofnað hér á landi fé- lag Mashayana-búddista. Þetta félag hlaut nafnið Karuna og hefur það hlutverk að vinna að því að auðvelda áhugasömum aðgang að upplýsing- um og iðkun á Mahayana-búddisma svo og leiðbeina við ástundun. Komið heim úr menningarferð í SÍÐUSTU viku kom 50 manna hópur Islendinga heim úr menning- arferð til tveggja Mið-Evrópulanda. Undanfama sjö vetur hefur stór hópur fólks lært að njóta sígildrar tónlistar á námskeiðum Endur- menntunarstofnunar HÍ og Ingólfs Guðbrandssonar. Þrjú námskeið- anna hafa endað með ferð á vit tón- listarinnar í Evrópu. Að þessu sinni var farið á slóðir Wolfgangs Ama- deus Mozarts. „Fyrst var heimsótt fæðingarborg hans, Salzburg í Austurríki. Þaðan var haldið tO Vínar, en þar bjó Moz- art og starfaði. I Vín sóttu ferðalang- arnir af íslandi marga tónleika, m.a. óperuna Brúðkaup Fígarós í Vínar- óperunni og úrval sönglaga Mozarts í hinum þekkta sal Musikverein. Þann sal þekkja margir af nýárstón- leikum Sjónvarpsins. Nokkrir sáu og heyrðu Placido Domingo og Dmitri Hvorostovsky í Spaðadrottningu Tschaikowskis undir stjórn Japan- ans Seiji Ozawa. Þaðan var haldið til Prag í Tékk- landi. í nýuppgerðu Þjóðleikhúsinu var farið að sjá Brúðkaup Fígarós (fyrir suma í annað sinn), en í því húsi voru sumar óperur Mozarts frumsýndar á sínum tíma. Þá voru helstu kennOeiti borgarinnar skoðuð. Þar eru helst Karlsbrúin gamla og tilkomumikla og Pragkastalinn, en í honum býr og starfar Vaclav Havel eins og aðrir valdsmenn Tékka í ell- efu hundruð ár,“ segir í fréttatil- kynningu. Námskeið um hússijórnar- fræðslu Hússtjómarkennarafélag Islands efn- ir tO námskeiðs og aðalfundai' Nor- rænnar nefndar um hússtjómar- fræðslu dagana 24.-28. júní nk. áð Hótel Vin, Hrafnagili í Eyjafirði. Nordisk Samarbetskommité fór Hus- hollsundervisning á 90 ára afmæli í ár og verður þess minnst að HrafnagOi með hátíðakvöldi laugardaginn 26. júní. Formaður Hússtjómarkennai’a- félags Islands er Guðrún M. Jóns- dóttir. Þema námskeiðs Hússtjórnar- kennarafélags Islands er „Hafið, líf- ríkið, matvælabúr og miðlun þekk- ingar“. Fyrirlesarar hafa verið fengnir frá Háskólanum á Akureyri, Kennaraháskóla íslands, Fræðslu- miðstöð Reykjavfltur, Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, Fóðurverk- smiðjunni Laxá og Stofnun V0- hjálms Stefánssonar. Þátttakendur^ aðrir en íslenskir koma frá Noregi, þar sem stjóm NSH situr sem stendur, Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku. Þjóðimar skiptast á að veita NSH forystu í 3 ár í senn. Árið 2000 er komið að Hússtjómarkennarafélagi Islands að taka við stjórnartaumun- um. Nærri níutíu þátttakendur verða að Hrafnagili, af þeim sitja 67 nám- skeiðið. Námskeið á vegum Nor- rænu nefndarinnar (NSH) eru hald- in annað hvert ár. íslenskir hús- stjómarkennarar hafa verið virkir þátttakendur í norrænu samstarfi í - um 50 ár og sótt námskeið á vegum Norrænnar nefndar um hússtjórnar- fræðslu á öllum Norðurlöndunum. I sambandi við 90 ára afmæli NSH hefur verið unnið síðastliðin 2 ár að útgáfu samnorrænnar bókar, „Nor- disk Kulturhistorisk Kokebok", sem kynnt verður á aðalfundi nefndarinn- ar að Hrafnagili. HLJÓMSVEITIRNAR Dead Sea Apple og Botnleðja spila á Taltón- leikum Hins hússins og Rásar 2, miðvikudaginn 23. júní kl. 5 á Ing- ólfstorgi. Okeypis aðgangur. HIN árlega grillhátíð ÁTVR - Átt- hagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu verður í Viðey. laugardaginn 26. júní kl. 15. Fólk komi með sinn mat og drykk en fé- lagið sér um annað sem til þarf, svo sem kol, diska, hnífapör o.fl. Aðalfundur Félags stjómmálafræð- inga verður haldinn í dag, miðviku- dag, kl. 20:30 á Kaffi Reykjavík við Vesturgötu. Skýrsla formanns verð- ur kynnt og ný stjórn kosin. LEIÐRÉTT Aðalsteinn rangfeðraður EFTIRNAFN Aðalsteins Aðalsteins- sonar fyrrum bónda á Vaðbrekku í Jökuldal misritaðist í frétt um nafn Dimmugljúfra í Morgunblaðinu í gær, en hann var sagður Sigurðsson. Leiðréttist þetta hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum. Gáfu reiðhjálnia I frétt um gjöf Kiwanbisklúbbsins El- liða tfl bama í Breiðholti brenglaðist myndatexti. Þar átti að greina frá því að Grétar Hannesson formaður Styrktamefndar Elliða afhenti fyrsta hjálminn. Menntaskólinn í Kópavogi var stofnaður árið 1973 og starfar á þremur svióum. Um er að ræða: • Bóknámssvið • Ferðamálasvið • Hótel - matvælasvið Menntaskólinn í Kópavogi státar m.a. af góðri starfsaðstöðu og metnaðarfullu starfsfólki. Skólinn kappkostar að veita nemendum sínum góða þjónustu og fjölbreytta möguleika til menntunar. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Framhaldsskólakennarar Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða kennara í eftirtaldar greinar næsta skólaár: Raungreinar Viðskiptagreinar Tölvur Enska 1 staða 1 staða 1/2 staða 18 tímar Launakjör fara eftir samningum kennarafélaganna og ríkisins. Umsóknum skal skila til skólans fyrir 1. júlí og verður öllum umsóknum svarað. Nánari upplýsingar veita skólameistari eða aðstoðarskólameistari í síma 544 5510. Skólameistari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.