Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra sóiii Þjóðteikhússins kt. 20.00: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM - Arnmundur Backman Aukasýningar fös. 25/6 — lau. 26/6. Allra síðustu sýningar. Sýnt i Loftkastala kt. 20.30: RENT — Skuld — söngleikur e. Jonathan Larson Fos. 25/6 — lau. 26/6 — lau. 3/7. Síðustu sýningar leikársins. Miðasalan er opin mánudaga—þHðiudaqa kl. 13—18, miðvikudaga—sunnudaga kl. 1Í-20. Símapantanir frákl. 10 virka daga. Síml 551 1200. UeikfélagIÖ REYKJAVÍKURjj ' I8!)7- 1997 BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Litlú (iH/ttÍHýíltúðÍH eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. fim. 24/6, aukasýning, uppselt, fös. 25/6, uppselt, lau. 26/6, uppselt, fös. 2/7, ath. kl. 21.00, lau. 3/7, uppselt, sun. 4/7, aukasýning. fim. 8/7, fös. 9/7, lau. 10/7. U í Svtíl Félagsheimilinu Blönduósi Rm. 24/6, Klifi Ólafsvík Fös. 25/6 Félagsheimilinu Hnrfsdal Lau. 26/6 og sun. 27/6 Dalabúð Búðardal Mán. 28/6 Þingborg í Ölfusi Mið. 30/6 Sindrabæ Höfn í Hornafirði Rm. 1/7 Egilsbúð Neskaupstað Fös. 2/7 Herðubreið Seyðisfirði Lau. 3/7. Forsala á Akureyri í sfrna 4621400 Forsala á aðrar sýningar í sima 5688000 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. ^mb l.is ALLTAf= G/TTHVyK£> HÝTl Ziegler-Scheving jazzkvintett fim. 24/6 kl. 21.00 Rússibanar Auf wiedersehen Tatu tónteikar fös. 25/6 kl. 21.00 Rússibanadansteikur lau. 26/6 kl. 23.00 Miðapantanir í símum 551 9055 og 551 9030. Mðasala qin trá 12-18 og fram að sýiftigu sýrinyardaga. |il Irá 11 íyrlr fHdatfgteldiiBlð 5 30 30 30 12-18 og fram að svring l ira lltyrf háJetfate* HneTRn kl. 20.30. Lau 26/6 örfá sæti laus Sun 27/6 UPPSELT, Allra síðustu sýningar HADEGISLBKHÚS - kl. 1200 Mið 23/6 UPPSELT Rm 24/6 UPPSELT Fös 25/6 örfá sæti iaus Lau 26/6 AUKASÝNING f SÖLU NÚNA Mið 30/6 UPPSELT Fim 1/7 örfa sæti laus Fös 2/7 örfá sæti laus TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Boiðapantanir í síma 562 9700. MYNDBÖNP Frelsið gefur líf- inu lit Þægindabær (Pleasantville)___ Gamandrama ★ ★★V2 Framleiðendur: Robert John Degus, Jon Kilik, Gary Ross, Steven Soder- bergh. Leikstjóri: Gary Ross. Hand- ritshöfundur: Gary Ross. Kvikmynda- taka: John Lindley. Tónlist: Randy Newman. Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Reese Witherspoon, Joan Allen, William H. Macy, Jeff Danieis, J.T. Walsh. (110 mín.) Bandarikin. Myndform, 1999. Myndin er öllum leyfð. DAVID, sem á góða möguleika á að vera útnefndur auli ársins í skólanum sínum, fær sína einu ánægju af að horfa á sjón- varpsþátt frá 6. áratugnum sem ber nafnið „Plea- santville". Kvöld eitt kemur undar- legur sjónvarps- viðgerðarmaður heim til Davids og systur hans, Jennifer, með nýja fjarstýringu í stað þeirrar gömlu sem eyðilagðist í áflogum á milli systkinanna. Máttur þessarar fjarstýringar er sá að David og Jennifer dragast inn í sjónvarpstækið í svart-hvíta veröld „Pleasantville“. Það er ekki oft að fuilkomnir töfrar streyma frá sjónvarpinu en þetta er í eitt af þeim skiptum. Myndin hefur svo margt að segja og segir það flest á frumlegan og skemmtilegan máta. Leikurinn er óaðfínnanlegur og má nefna Joan Allen sem sjónvarpsmóður systk- inanna og Tobey Mcguire og Reese Witherspoon í hlutverkum systkinanna. Litirnir í myndinni eru stórkostlegir og er töframað- urinn John Lindley þar að verki. Handrit Garys Ross er frábært þótt svolítið mikið af sætleika komi fram á lokamínútum hennar. Ottó Geir Borg FÓLK í FRÉTTUM GREGORY Peck, Anthony Quinn og Anthony Qayle sem skæruliðar að beija á nasistum í stríðstryllinum Byssurnar í Navarone. JOHN Miils og Sylvia Sims í ástaratriði í Ice Cold In Alex. J. LEE THOMPSON AÐ þessu sinni verður fjallað um mann sem telst ekki í fremstu röð kvikmyndasnillinga, almennt talið, heldur einn af hinum sönnu hetj- um æskuáranna. Fagmanninn J. Lee Thompson, sem afrekaði á löngum ferli, að gera fíölda góðra og spennandi bíómynda sem nutu feykivinsælda. Því miður fyrir hann, og okkur áhorfendur, gerði þessi athyglisverði maður öllu fleiri mistök og miðlunga. Thomp- son er hálf-mræður, fæddur 1914 í Bristol á Suður-Englandi. Innan við tvítugt var hann fastráðinn leikari hjá farandieikhúsi og höf- undur tveggja leikrita. Skrifín fleyttu honum inn í kvikmynda- heiminn, sem blómstraði á Bret- landseyjum á árunum milli stríða. Fyrsta verkefnið sem hann glímdi við sem handritshöfundur var The Price Of Folly, (‘37), sem sjálfsagt er flestum gleymd í dag. Satt best að segja olli hann ekki neinum straumhvörfum sem slíkur þó hann hefði nóg að starfa uns hon- um var treyst til að leikstýra smu fyrsta verkefni, Murder Without Crime, (‘50). Næsta mynd hans, The Yellow Balloon, (‘51), dökk- leitur glæpaþriller, vakti athygli á þessum nýja leikstjóra og hóf frjósamt tímabil sem stóð í aldar- Qórðung. Þá tók frægðarsól Thompson sað lækka, þó svo hann hefði jafnan yfrið nóg fyrir stafni uns hann settist í helgan stein, 1989. Harðfullorðinn maður, af virkum kvikmyndaleikstjóra að vera, 75 ára gamall. Thompson skrifaði handrit flestra fyrstu mynda sinna, sem sýndu strax helstu kosti hans sem leikstjóri; hraða framvindu, áhrifa- ríkt myndmál og góða sljóm á leikurum. Þetta vora breskar myndir sem gengu ágætlega heima fyrir. Woman In a Dressing Gown, (‘57), hlaut góða dóma, en það var sálfræðitryllirinn Ice Cold In Alex, (‘58), sem fyrst vakti at- hygli á Thompson í Vesturheimi. Hann iauk við tvær af sínum bestu myndum, Northwest Frontier, (‘59), með Kenneth More og Lauren Bacall, og Tiger Bay, /’59), með feðginunum Hayley og John Mills, áður en Hollywood bauð honum heim, til að gera Byssurnar Ppflk Ttobert í Navarone, (‘61), sem fór sigurför um heiminn. Upp frá þessu vann Thompson vestan hafs, með örfá- um undantekningum. Ekki verður annað sagt en Thompson fylgdi stórvirkinu vel eftir, kvikmyndagerð spennubók- ar Johns D. MacDonalds, The Ex- ecutioner, fékk nafnið Víghöfði - Cape Fear, (‘62), og er með and- styggilegri spennumyndum. Að henni lokinni tók við ævintýra- myndin Taras Bulba, (‘62), um valdatafl kósakkafeðganna Tony Curtis og Yuls Brynner. Mér er þó minnisstæðust þýsk fegurðardís og smásljarna, Christine Kauf- mann, sem fékk þarna sitt fyrsta tækifæri í Hollywood. Svo varð ég skotinn í hinni germönsku mær að mér varð svefns vant og lagði það á mig að ræna plakatinu á ískaldri nótt norður í Helsinki fimbulvet- urinn 1963. Allt til einskis, því Tony karlinn giftíst henni og nappaði henni frá mér. Ég fyrir- gaf honum fúslega, eftir að hafa séð Kaufmann áratugum síðar i Baghdad Café. Kings Of the Sun, (‘63), var önnur, rismikil og skemmtileg ævintýramynd með Brynner. What a Way To Go!, (‘64), bleksvört gamanmynd með Shirley McLaine, Mitchum, Newman, og urmul annarra stór- leikara, var í huga manns á þess- um árum ein besta gamanmynd allra tíma! John Goldfarb, PJease Come Home, (‘64), var önnur gam- anmynd með hinni hæfileikaríku McLaine, en nú brást flestum bogalistin. Retum From the As- hes, (‘679, er aftur á mótí minnis- stæð, nánast andstyggileg mynd um konu (Ingrid Thulin) sem kemst að því að maður hennar (Maximillian Schell) og fósturdótt- ir (Samantha Eggar), brugga henni banaráð er hún snýr tíl baka, öllum að óvörum, frá útrým- ingarbúðunum í Dachau. AUt voru þetta frambærilegar myndir, flestar góðar. Enda hélt Hollywood áfram að mylja undir Thompson. MacKenna's Gold, (‘69), er litríkur og mikilfenglegur stórvestri með öllum kryddum sem þarf í slík veisluföng, en þessi fok- dýra mynd gekk ekki sem skyldi. Sömu sögu var að segja um For- manninn - The Chairman, (‘69), mikilúðlega njósnamynd með Gregory Peck sem bandariskur njósnari í herbúðum Maós. Slakt gengi þessara stóru A-mynda, voru upphaflð á hnignandi ferli leikstjórans. Before Winter Comes, (‘69), var frambærileg eftírstríðs- áragamanmynd með David Niven, Topol o.fl. góðum mönnum en gerði ekkert fyrir leikstjórann. Leiðin hélt áfram í öfuga átt eftir Brotherly Love, (‘70), ómerkilega dellu með Peter O’Toole og Su- sönnu York, sem bæði voru á hrað- siglingu niður á við. Tvær fram- haldsmyndir um Apaplánetuna og enn ein myndin um Stikilsbeija Finn, (‘74), voru hvorki fúgl né fiskur. Þá kom The Blue Knight, (‘75), þessi líka fína sjónvarps- myndargerð einnar af metsölubók- um fyrrum lögreglumannsins Jos- ephs Wambaugh um kadhæðnis- lega tílvistarkreppu lögreglu- manna í Los Angeles. William Holden fór fyrir glæstum leikhópi. Með St, Ives. (‘76), hófst rislítíl samvinna leiksljórans og Charles Bronson, annarrar stjörnu, kominni yfir það besta. Þeir áttu eftir að vinna saman að tíu mynd- um, m.a. síðustu fimm myndum Thompsons, þar sem Kinjite: For- bidden Subjects, (‘89), rak lestína. Þá voru þessir höfðingjar komnir á mála hjá raslmyndagreifunum Golan og Globus, og komið mál til að taka því rólega. ICE COLD IN ALEX (‘57) irick'k Ein þeirra mynda sem sitja sem fastast í manni þótt árin líði var sýnd hér í Tónabíói margra ára gömul, án alls lúðrablásturs og söngs. Sjúkraliðar undir stjórn Johns Mills verða að komast akandi frá Líbíu til Alexandríu, í miðjum hildarleik síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Þetta langa ferðalag tekur á taugarnar. Jarðsprengjur, árásir óvinarins, ófærur og sandstormar Sahara, og grunur um njósnara í hópnum eru nokkur af vandamálun- um sem steðja að þessu litla samfé- lagi, sem telur m.a. hjúkrunarkon- urnar Sylviu Sims og Diönu Clare, liðþjálfann Harry Andrews og vafa- saman ferðafélaga sem segist vera Hollendingur (Anthony Quayle). Af- burða traust persónusköpun þessara gæðaleikara og síkvik leikstjórn gera þessa fáséðu mynd að einstakri skemmtun. Nafnið er dregið af Sígild myndbönd bjórnum sem alkann Mills dreymir um að leiðarlokum. BYSSURNAR í NAVARONE - THE GUNS OF NAVARONE (‘61) irkrirk Við upphaf sjöunda áratugarins lásum við enn spennubækur og nokkrir höfundar seldust og seldust, ár eftir ár. Sá vinsælasti var Skotinn Alistair McLean, ein besta bókin hans var þessi hetjusaga úr síðari heimsstyrjöldinni. Kvikmyndagerð- arinnar var beðið með eftirvæntingu, og hún sveik engan. Hópur þraut- þjálfaðra sérsveitarmanna tekur að sér að granda þýsku loftvarnar- byssuhreiðri á eyju undan Tyrklandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Pottþétt afþreying, hlaðin spennu, firna vel leikstýrt, ekki síst mýmörg- um átakaatriðum og leikhópurinn er óaðfinnanlegur með Gregory Peck, Anthony Quinn, Irene Papas, Ant- hony Quayle og Richard Harris, svo nokkrir gæðaleikarar séu nefndir. Löng og matarmikil. VÍGHÖFÐI - CAPE FEAR (‘61) •k-kk'k Óbótamaður (Robert Mitchum) er látinn laus úr fangelsi. Hans eina markmið er út í frelsið er komið, að færa bölvun yfir lögfræðinginn (Gregory Peck), sem kom honum undir manna hendur og fjölskyldu hans. Fjölmargir kannast við nýrri útgáfu meistara Martins Scorsese með Robert De Niro og Nick Nolte. Þessi gamla, svart/hvíta spennumynd er að mörgu leyti henni fremri, alltént má lengi deiia um hvor þeirra er illvígari skratti, De Niro eða Mitchum heitinn, sem fer á kostum í drungalegri og illþolandi spennu sem var á undan samtíð sinni. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.