Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 55 FÓLK í FRÉTTUM Stutt Engar frétta- konur, takk! NORSKA fótboltaliðið Rosenborg Trondheim hefur ákveðið að banna fréttakonur í búningsklefum leik- manna því þeir vilja ekki að konur sjái sig nakta eftir leiki. Norska Dagbladet segir að á fóstudag hafi blaðakonunni Main By Rise verið meinaður aðgangur að búningsklef- um piltanna þar sem öllum frétta- mönnum hefur til þessa verið frjáls aðgangur. „Málið er að við viljum ekki kvenkyns fréttamenn í búnings- klefunum," sagði Jahn Ivar Jakob- sen fyrirliði. „Ég er giftur og eina konan sem fær að sjá mig nakinn er eiginkona mín, Anita. Dagbladet verður að senda karlmann." Næst- um allir fréttamenn sem fjalla um liðið eru karlmenn. Mari By Rise hafði þetta að segja um málið: „Þeg- ar ég er í búningsklefa liðsins að vinna hef ég hvorki tíma né löngun til að athuga hvernig strákarnir líta út naktir.“ Risavaxinn ránfiskur TÁNINGUR í Texas kom heim með óvenjulegan afla um daginn er hann veiddi 27 sentímetra langan piranha-fisk. Quinton Crocker dró að landi hinn tann- hvassa ránfisk í Stillhouse-stöðu- vatninu nálægt bænum Killeen en piranha-fiskar finnast aðal- Iega í Suður-Ameríku. „Ég hef búið hór allt mitt líf og aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði hinn 15 ára veiðimaður. Bæjaryfirvöld teþ’a að fisknum hafi verið sleppt í vatnið eftir að hann varð of stór til að vera í venjulegu fiskabúri. Þeir telja að vel geti verið að fleiri fiskar sem þessi finnist í vatninu en að þeir muni ekki lifa af næsta vetur. „Hvort að fisk- arnir séu hættulegir sundfólki? Nei, það held ég ekki,“ sagði Norman Williams, dýrafræðingur frá háskólanum í Texas. „Sögur um að piranha-fiskar ráðist á menn eru mjög svo ýktar.“ Áttavilltur hermaður BRESKUR hermaður á vegum NATO villtist á jeppanum sínum er hann var á leið inn í Kosovo. Hann endaði í Aþenu eftir að hafa keyrt alla nóttina. Hermaðurinn missti af hópn- um sínum á fimmtudag við grísku hafnarborgina Þessalóniku. Svo virð- ist sem hann hafi farið á aðalhrað- braut Grikklands í stað þess að aka í norður með landamærum Makedón- íu. Hann ók töluverða vegalengd áður en hann kom í dögun til Aþenu. Kona segir að hermaðurinn hafi spurt hana til vegar og verið að leita að Skopje, höfuðborg Makedóníu, sem var þá í um 700 km fjarlægð. Lögreglan kom honum á rétta leið að nýju. Kvendjöfull á tónleikum PRESTURINN Jerry Falwell heldur áfram að gera öllum í skemmtanaiðnaðinum lffið leitt. Nú varar hann foreldra við að leyfa börnum sínum að fara á tónleika því þeir beri nafn kven- ^jöfuls. Kanadíska söngkonan Sarah McLachlan fékk hugmynd- ina af „Lilith Fair“-tónleikunum. Asamt henni munu söngkonurn- ar Sheryl Crow, Suzanne Vega, The Dixie Chicks og fleiri ferðast um Norður-Ameríku og halda tónleika. „Margir munu eflaust fara á tónleikana án þess að vita hver djöfulleg áhrif þeirra verða,“ sagði J.M. Smith, banda- maður Jerrys. Samkvæmt forn- um þjóðsögum gyðinga var Lilith fyrsta kona jarðar. Hún vildi standa jafnfætis Adam þar sem hún var búin til af jörðu líkt og hann. Henni var síðar hent út úr paradís er hún vildi ekki hlýðn- ast manni sínum. HELGA Halldórsdóttir, Þorsteinn Stefánsson, Guðrún Fjeldsted og Dídí Jónsdóttir. Kvennareið frá Borgarnesi HVORKI fleiri né færri en 59 konur frá Borgarnesi og ná- grenni auk nokkurra kvenna frá Hvanneyri tóku þátt í kvennareið þann 12. júni síðast- liðinn. Lagt var af stað frá Borgar- nesi og riðið inn að Faxaborg þar sem kvennanna beið grill- veisla og var sungið og dansað við harmonikkuleik Iengi fram- eftir. Kvennareið þessi hefur verið árlegur viðburður síðastliðin 12 ár og að sögn Guðrúnar Fjeldsted gekk hún sérlega vel í þetta sinn, veðrið var milt og var þátttakan og stemmn- ingin góð. IDA Sigurðardóttir og Kristín Jónsdóttir sem báðar starfa á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar. BRJÁLAÐ KRINGLUKAST 23.-26. júnf Buxur hvítar, gráar, svartar JhwrfrSSfr nú aðeins 3.990 „Quart“ buxur Mnú aðeins 2.990 Leður „look“jakkar Jhwb8r99fí nú aðeins 4.990 Hörskyrtur nú aðeins 3.990 Hörkjólar nú aðeins 4.990 Hlýrabolir margir litir Jhw^hfflí nú aðeins 790 o.fl. o.fl. frábær tilboð 'Or^s-. COSMO KRINGLUNNI - LAUGAVEGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.