Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 56

Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Inn í Linux- klíkuna The No BS Guide to Linux eftir Bob Rankin. Kostaði 34,95 dali í Amazon, um 2.600 kr. No Starch ( Press gefur út. 335 síður. Geisla- diskur með Linux 4.1 og ýmsum öðrum hugbúnaði fylgir. LINUX stýrikerfið nýtur sífellt meiri hylli. Meðal kosta þess er að það er ókeypis og opið sem þýðir að hver sem vill má krukka í kerfið svo framarlega sem hann leyfir öðrum að njóta endurbótanna. Fyrir vikið er mjög hröð þróun í Linux en helsti kostur þess er þó að það er geysilega traust stýrikerfi - það er hrein hend- jng ef Linux-vél fer á hliðina - og gerir einnig kleift að nýta vélbúnað sem annars hefði endað á haugunum. Bob Rankin telst með brautryðj- endum í kynningu á Netinu og samdi meðal annars fyrir löngu bráðgagn- legt rit um það hvemig nýta mætti póstforrit til að nálgast hvaðeina á Netinu, líka vefsíður og hugbúnað. Hann gefur einnig út við annan mann fréttabréf sem kallast Tourbus og hefur verið í gangi í nokkur ár. Rankin hefur tekið „Linux-sóttina“, líkt og flestir sem fást við tölvur af áhuga á annað borð, og sett saman leiðbeiningar um hvernig eigi að bera sig að við að setja upp Linux, fínstilla og nýta sér til gagns og gamans. |kt Grúi er til af Linux-bókum og fjölgar dag frá degi. No B.S.-bók Rankins er prýðilega saman sett og tekur skipulega á því að koma Linux upp á vél, fer í gegnum uppsetning- una skref fyrir skref, og skýrir síðan þann hugbúnað sem fylgir yfirleitt Linux-pökkum, ritþóra, gluggaum- hverfi og þar fram eftir götunum. Einnig kennir Rankin einfalda skelj- arforritun en fer annars lítið í flókn- ari hluti eins og Perl-forritun; nefnir þó í framhjáhlaupi og einnig C og C++. Ranknin fer vel ofan í saumana á X-gluggaumhverfinu, skýrir gagnavinnslutól eins og grep, sed, awk og pípur, svo dæmi séu tek- in. The No BS Guide to Linux er ágæt bók fyrir byrjendur en reynir nokkuð á þolinmæði lengra kominna. Ágætt er að með bókinni fylgir geisladiskur með Linux-dreifingu frá Workshop Solutions, útgáfu 4,la. Með á disknum er einnig talsvert ít- arefni, þar á meðal Linux alfræði- bók, og hugbúnaður, til að mynda Apache-vefþjónn og mikið af hjálp- arforritum, leikjum, vistþýðendum og ámóta. Þrátt fyrir þjóðsögur um hið gagnstæða er fljótlegt og tiltölulega auðvelt að setja Linux upp á tölvu, *\Jljótlegra og einfaldara að mörgu 'leyti en að setja upp Windows 98 ef út í það er farið, og því ætti svo sem ekki að vefjast fyrir neinum að koma sér inn í Linux-klíkuna ef hann er með netaðgang á annað borð. Gott er þó að hafa við höndina handbækur eins og The No BS Guide to Linux og hún er byrjendum eflaust fyrir- taks stoð. Árni Matthiasson FÓLK í FRÉTTUM TIMARITIÐ FLJUGANDI DISKAR FRA ARINU 1958 TÍWARITID TÍMARITI® aí safflskiíW s'la( isókMffl «1 Janúar Hlæjandi geimverur í aðskornum jakkafötum Tvö tölublöð voru gefín út af tímaritinu Fljúgandi diskar árið 1958 en þar var sjónum beint til himins. Ddra Ósk Hall- dórsdóttir fylltist forvitni þegar hún rakst á tímaritin í smiðju söngvins bókaorms í Hafnarfírði. ÓÚTSKÝRANLEGIR þættir tilverunnar hafa löngum verið mönnum hugleiknir og jafnvel þeim mun meira sem líf manna verður flóknara í daglegu lífi. í janúar 1958 kom út fyrra tölublað Fljúgandi diska og fylgir ritstjórinn, Skúli Skúlason, því úr hlaði með leiðara þar sem hann til- greinir markmið blaðsins sem eru fregnir af óútskýrðum fyrirbrigð- um tilverunnar. Einnig eru van- trúaðir teknir á beinið og bent á að forðum hafi menn haldið jörð- ina flata en nú viti menn betur. Því geti skýringar vísindamanna á óútskýranlegum hlutum verið þeim annmarka háðar að forsend- urnar séu rangar. „Það sem í dag er gott og gilt, dæmist kannski rangt á morgun. Með öðrum orð- um, vísindamenn vorir vita engan veginn sannleikann" segir Skúli í leiðaranum og segir að í Fljúg- andi diskum muni „sannar fréttir af því er gerist í sambandi við hina fljúgandi diska“ verða flutt- ar og tilraunir manna til að tengj- ast himinhvolfinu raktar í þaula. Vitnað í alvarlegan, ungan mann með undrunarsvip Flestar greinar Fljúgandi diska eru þýðingar úr blöðum eða bók- um sem hafa að yrkisefni fljúg- andi furðuhluti en ekki er alltaf getið heimilda þótt það sé ekki einhlítt. Fyrsta grein fyrra tölu- blaðs, sem ber nafnið „Talaði hann við menn frá öðrum hnetti," er bréf frá ónafngreindum manni í Englandi og ástæður nafnleysis- ins þessar: „...við erum eiðbundnir að gefa ekki upp nafn eða heimil- isfang bréfritara, sem er mjög al- varlegur, ungur maður og mjög undrandi yfir þeirri reynslu sem hann hefur orðið fyrir. Það er erfitt að véfengja heiðarleika og hlutdrægni hans. Lesið frásögn hans og dæmið síðan sjálf um, hvort við erum í sambandi við fólk frá öðrum hnöttum." Frásögnin sem fylgir segir nokkuð dæmigerða sögu vitnis af fljúgandi furðuhlut. Tímasetning atburða er nákvæm upp á mínútur svo víst hefur maðurinn ungi haft armbandsúrið í sjónmáli allan tímann. Fyrst sér hann ljós sveima í kríngum sig þar sem hann er við veiðar, en síðar verð- ur atburðarásin æsilegri og fijúg- andi disknum er lýst sem egglaga 160 feta breiðum disk. I ljósgeisla vasaljóss virtist diskurinn ljós- grænn að lit og ungi maðurinn kallar út í nóttina að gestirnir séu velkomnir. Ekki stendur á svari geimveranna. „Við erum ekki samlandar þínir, við erum ekki af þinni þjóð. Viltu enn að við lend- um? Býðurðu okkur enn vel- komna?“ Engir tungumálaerfíð- leikar virðast hafa háð þessum samskiptum geimveranna og unga mannsins og þegar geimver- urnar birtast manninum eru þær í þröngum, aðskornum fötum að hætti tísku timans. Þrátt fyrir að enskan væri þeim töm á tungu fannst þeim líkamstjáning eins og handarband heldur óskiljanlegri tjáningarmáti en voru þó fljótir að læra. „Þeir tóku þá í hönd mína og síðan tóku þeir í höndina á hver öðrum og hlógu. Þeir litu mjög friðsamlega út.“ Hlæjandi, í kórónafötum með plastfilmu utanyfir, altalandi á ensku (og hver veit hvaða tungum öðrum), eins og hverjir aðrir túristar í mannaheimum birtast geimverurnar í bréfakorni unga mannsins frá Englandi. Og hver vill draga orð hans í efa? Geimverur hertekið Rússland? Aðrar skemmtilegar greinar í fyrsta tölublaði eru t.d. „F|júg- andi kynjahlutur sveið grasið af dönskum engjum“ þar sem vitnað er í danska kaupmanninn H. Hauggaard Hansen sem lýsti geimfarinu sem fljúgandi þrí- hymingi. í greininni er sagt að danski herinn hafi málið til rann- sóknar! Önnur grein ber kalda stríðinu glögglega vitni en hún ber nafnið: „Eru ÓFH [Óþekktir fijúgandi hlutir] frá Rússlandi?" og er þar þýtt upp úr október- hefti Intelligence Digest frá árinu 1946 sem þætti nú kannski full- gömul heimild fyrir frétt sem birtist í blaði tólf árum síðar. í greininni er eins og titillinn gefur til kynna velt upp þeirri spurningu hvort fljúg- andi fúrðuhlutir eigi ættir sínar að rekja til Rússlands. En greinarhöfundur kemst að annarri niðurstöðu. „En til er annar miklu senni- Iegri möguleiki: Hafa Rússarnir náð geimskipi á sitt vald? Eða hafa geimbúar hertekið hið rauða heimsveldi?" Þegar „sennilegum" söguskýr- ingum kalda stríðsins sleppir er kynnt til sögunnar spennandi framhaldssaga George Adamski sem tekur yfir stóran hluta blaðs- ins, en eftir því sem George þessi eltist urðu frásagnir hans æ fjar- stæðukenndari. I næsta tölublaði er það tekið fram að „frásaga Ge- orgs Adamskis ... [sé] ekki skoðuð sem skáldsaga" þótt ótrúleg sé. Geimskip frá Venusi eru sýnd að utan og innan rétt eins og hver bifvélavirki landsins hafi stundað það að setja þau saman í frístund- um. „Ur heimsfréttunum" beinir kastljósinu til allra þeirra ljöl- mörgu á hnettinum sem hafa séð fijúgandi diska í sínum heimabæ. Skemmtileg fyrirsögn er á einni greininni: „Til eru hugsandi verur í himinhvolfinu" sem vekur vita- skuld upp þá spurningu hvort skortur sé á þeim á jörðinni? Leiðari seinna tölublaðs Fljúg- andi diska hefst með þessum orð- um: „Mannkynið stendur á vega- mótum ... Jarðarbúar verða að hætta við einangrunarhyggjuna. ... „Það er ... ólíklegt að stjarn- menn muni grípa fram í ákvarð- anir þeirra, sem ábyrgir eru fyrir því að reyna að koma af stað kjarnorkustríði. En verið gæti að þeir gripu fram í meðan á því stæði eða eftir það, til að koma aftur á jafnvægi á Jörðunni." Nokkuð ljóst verður af lestri Ieið- arans að með kjarnorkuógnina yf- irvofandi er ekki skrýtið að von- ast sé til að vitrari verur af öðrum hnöttum bjargi málunum, ein- hvers konar Rambó birtist og bjargi deginum. Ekki væri þá verra að hægt væri að spjalla við kappann og hann kæmi liuggu- lega fyrir. Góð úti í sólinni „The last manly man“ eftir Sparkle Hayter. 260 bls. No Ex- it Press. 1998. Mál og menning, kr. 1.315. ROBIN Hudson er frétta- kona í New York sem er far- sæl í starfi jafnt sem einkalífi. Hún lifir undir öruggri hand- leiðslu lögmáls Murphys og unir glöð við sitt þar sem hún græðir hvort eð er alltaf á því að hlutirnir fari ekki alveg eins og þeim var ætlað í upp- hafi. Annaðhvort þefar hún uppi stórfrétt eða kemst í eld- heitt ástarsamband í kjölfar einhvers klúðursins. I þessari sögu er hún á leið á eldheitt stefnumót í níð- þröngum hjúkkubúningi með tösku fulla af kynlífstólum þegar hún sogast inn í kol- klikkaða undirheima og neyð- ist til að aflýsa stefnumótinu til að bjarga kynóðum simpönsum úr klóm geðbil- aðra karlrembusvína. Henni tekst þó að klóra sig fram úr klípunni með aðstoð þótta- fullra dýraverndunarsinna og sigrar að lokum, fær sína stór- frétt og bjargar heiminum í leiðinni. Það má ekki segja meira, því þetta er eiginlega spennu- saga. Plottið er heimspekileg pæling um eðli karla og kvenna og hvernig breytt hlut- verkaskipan meðal þeirra fell- ur í misjafnan farveg. Þeir sem fæddust eftir kynlífsbylt- inguna og muna ekki þá tíð þegar konur voru hlekkjaðar við eldavélarnar heima hjá sér, skilja ekki alveg óttann eða sigurgleðina sem staðhæf- ingar eins og að konur séu að leggja undir sig heiminn vekja hjá sumu fólki. Þó er hægt að ímynda sér að þeir karlar séu svekktir, sem muna of vel hvað þeir höfðu það gott einu sinni, og að sumar konur séu enn blóðþyrstar, sem muna of vel hvað þær höfðu það einu sinni skítt. Þessi bók fjallar um hvað gæti gerst ef ná- kvæmlega þetta fólk yrði nógu valdamikið, ríkt og geðbilað til að hrinda útópískum veruleika sínum í framkvæmd. Bókin er of fyndin til að geta verið alvöru spennusaga, því allt sem snýr með einum eða öðrum hætti að samskipt- um kynjanna verður ósjálfrátt að gráglettnum klaufabárða- húmor. Það er líka allt í lagi því það er einmitt ætlunin með þessari bók. Þetta er grát- broslegur farsi sem óhætt er að mæla með til lestrar úti í sólinni, þar sem fátt á betur við í flippi sumarsins en græn- metisætur, graðir apar og sturlaðar karlrembur. Sigrún Daníelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.