Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 57

Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 5f MYNPBÖNP Máttur lífsviljans Er lúðraþytur dvín (When Trumpets Fade)_ Stríðsniynil ★ ★★Vi2 Framleiðandi: John Kemeny. Leik- stjóri: John Irvin. Handritshöfundur: V.W. Vought. Kvikmyndataka: Thom- as Burstyn. Tónlist: Geoffrey Bur- gon. Aðalhlutverk: Ron Eldard, Mart- in Donovan, Frank Whaley, Zak Orth. (92 mín.) Bandarlkin. Bergvík, 1999. Bönnuð innan 16 ára. Á MEÐAN stærstu og virtustu nöfn kvikmyndaiðnaðarins fást við íburðarmiklar stríðsmyndir með þúsundum leikara, þá kemur þessi sjónvarpsmynd mjög þægilega á óvart. Hún segir frá hermanni sem kemst að því að allri hans herdeild hefur verið eytt og reynir hann að komast undan frekari herþjónustu með að bera fyrir sig geðveiki en þess í stað fær hann stöðuhækkun og þarf að stjóma flokki ólíkra einstaklinga við lífshættulegt verkefni. Það eru engar sannar hetjur í þessari mynd heldur einungis menn sem eiga þá ósk heitasta að komast undan hremmingum stríðsins á lífi. Allir leikararnir standa sig með prýði og leikstjórn Johns Irvins („Dogs of War“, „Turtle Diary“) dregur fram mannleikann á ómann- úðlegasta stað á jarðríki. Tæknilega er myndin frábærlega gerð þótt stundum sjáist greinilega að hún er gerð fyrir sjónvarp. Þetta er mynd sem enginn sannur unnandi stríðs- mynda ætti að láta framhjá sér fara. Hættuleg ást Ögrarinn (Provocateur) ___________ Speniiiiinynd ★V4 Framleiðendur: Claudio Castravelli, Eris Salvatori. Leikstjóri: Jim Donovan. Handritshöfundur: Roger Kumble. Kvikmyndataka: Jean- Pierre Tudel. Tónlist: Mark Naka- mura og Richard Uglow. Aðalhlut- verk: Jane March, Stephen Mendel, Lilo Brancato. (100 mín.) England- Frakkland. Bergvík, 1999. Bönnuð innan 16 ára. JANE March leikur Sook Hee, njósnara frá Norður-Kóreu, sem er stödd í Suður-Kóreu til þess að komast að hern- aðarleyndarmál- um Bandaríkja- manna. Hún er ráðin sem fóstra hjá ofursta einum og verður brátt ástfangin af syni hans en fortíð hennar vill ekki fyrir nokkurn mun sleppa tökum á henni. March er þekktust fyrir hlutverk sitt í mynd Annauds „The Lover“ sem olli nokkurri hneykslan þegar hún kom út fyrir nokkrum árum. Eftir það hefur h'tið borið á March, ef undan eru skildir lélegir erótískir spennutryllar. Af þessari mynd að dæma er það bara blessun að March hefur unnið jafnlítið og hún hefur gert því hún er hræðileg leik- kona og ekki er mótleikari hennar, Lilo Brancato, skárri. Þetta er ómerkileg mynd sem ætti bara að taka í algjöru hallæri. Ottó Geir Borg FÓLK í FRÉTTUM Keflavíkurvegurinn flottur og engu líkur Morgunblaðið/Kristinn SAFFRON úr Republica virtist vera vel upplögð fyrir tónleikana í gærkvöldi. MEÐLIMIR sveitarinnar E-17 á Pi2za 67 í fyrrakvöld. KVÖLDIÐ fyrir afmælistónleika FM957 var haldinn blaðamanna- fundur með þeim hljómsveitum sem þar komu fram og voru erlendu hljómsveitirnar Republica, E-17 og Garbage þá nýkomnar til landsins. Hljómsveitarmeðhmir sögðust hafa hlakkað mikið til að koma hingað og að þeir ætluðu að nota tækifærið á meðan þeir væru hérna til að skoða sig um og gera eitthvað skemmti- legt, en þeir munu dvelja hér í tvo eða þrjá daga. Blaðamaður lenti á spjalli við með- limi E-17, sem viðurkenndu fúslega að þeir vissu sama og ekkert um Is- land. Þeir hefðu bara bókað sig á þessa tónleika og væru svo allt í einu komnir hingað, en land og þjóð vektu vissulega forvitni þeirra. Spjallið snerist þá eiginlega við og það end- aði með því að blaðamaður svaraði fleiri spumingum frá hljómsveitar- meðlimum en öfugt. Þeir voru aðeins búnir að vera á landinu í nokkra klukkutíma en þó var ýmislegt sem vakti athygli þeirra og fannst þeim ökuferðin frá flug- vellinum til Reykjavíkur mikil upp- lifun og landslagið ekki líkt neinu sem þeir höfðu áður séð. Ennfremur fannst þeim alveg fáránlegt að úti væri fullkomin dagsbirta þótt klukk- an væri að nálgast miðnætti. Hvað samsetningu hljómsveita á tónleikunum varðar sögðu meðlimir E-17 að sér fyndist hún bara sniðug. Þó að hljómsveitirnar spiluðu vissu- lega mjög ólíka tónlist væri oft mjög gaman að spila með ólíkum hljóm- sveitum og þannig væri það til dæm- is alltaf á stórum tónlistarhátíðum. Þá væri kosturinn sá að áhorfenda- hópurinn væri fjölbreyttari og þá heyrði kannski einhver tónlistina þeirra sem hefði annars aldrei heyrt hana og þannig næðu þeir til enn fleira fólks. Þær bættu því svo hálfhlæjandi við að gallinn væri hins vegar sá að þá væri kannski fullt af fólki á tón- félagar hennar hlupu leikunum sem líkaði alls ekki tónlist- in sem þeir spiluðu og að þá liði þeim virkilega illa á sviðinu og langaði helst til að skríða út af því. Saffron, söngkona hljómsveitar- innar Republica, sagðist mjög ánægð með að vera komin hingað til lands og ætlaði hún svo sannarlega að hafa það skemmtilegt á meðan hún væri hér. Þegar blaðamaður spurði hana hvað hún ætlaði að gera á morgun var hún fljót að svara: „Mig langar í búðir! Hvar eru flottustu fótin hérna í Reykjavík?“ og aftur lenti blaða- maður í því að svara fleiri spurning- um en hann fékk að spyrja. En Saffron tók undir með meðlim- um E-17 og sagði að þeim í Repu- blica hefði fundist leiðin frá Kefla- víkurflugvelli alveg ótrúlega flott og að þeim fyndist ísland mjög forvitni- legt og áhugavert land. Blaðamaður fékk svo rétt aðeins tækifæri til að spyrja þá Steve og Duke, meðlimi Garbage, hvemig þeim litist á ísland svona við fyrstu sýn og þeir svöruðu: „Keflavíkurveg- urinn er flottur!" S5HTRLEY Manson var veik en í skarðið á blaðamannafundinum. Þvottavélar fyrir vélahluti Jákó sf. súni 564 1819 Þarftu að skipta um olíusíu? Komdu í skoðun TOYOTA Nýbýlavegi 4-8 Simi 563 4400 ApOtekið GlaxoWelleome GlaxoWelleome GlaxoWellcome GlaxoWelleome GlaxoWellcome GlaxoWelleome Áusúcam a gi ayffymmÉ^dhigjwi' - í Apéfekfnu í Nýkanpi, MosféllsbK í dsg, 23. Júnl frá 13.00 tíl 18.0® - á morgun, I Apétekfaui á SmlH|uvegl vlð Bénns frá 13.00 til 18.00 Sérfrœðingar veita upplýsingar um astma og kenna rétta notkun allra helstu astmalyfja ^ Kjörið tœkifœri til frœðslu! 0«Ammmmœtölmgar á sÉa&nwm GlaxoWelleome GlaxoWellcome GlaxoWellcome GlaxoWelleome GlaxoWellcome GlaxoWellcome

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.