Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 64
Drögum næst 24. jum HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Sími:, 533 5000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Sala hlutabréfa í deCODE Lítil verkefni fyrir áburðarvélina Pál Sveinsson Bankarnir ’ hafa selt 45% af hlut sínum FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins, Landsbankinn og Bún- aðarbankinn hafa lokið sölu á um 45% þeirra hlutabréfa sem bankarn- ir keyptu í síðustu viku í deCODE Genetics, eignarhaldsfyrirtæki ís: lenskrar erfðagreiningar (ÍE). í fréttatilkynningu frá bönkunum í gær kemur fram að áhugi á bréfun- -öíji hafi verið mikill og sé búið að selja öll þau bréf sem gert var ráð fyrir að endurselja í þessum áfanga. Innlendum fagfjárfestum var eingöngu boðið að kaupa hlutabréf- in og gat hver og einn keypt fyrir að lágmarki 50 milljónir kr. Tekið er fram í tilkynningu bankanna að fjárfestar hafi fengið ítarlegar upp- lýsingar um rekstur IE, fjárhags- lega stöðu og framtíðarsýn fyrir- tækisins, enda séu slíkar upplýs- ingar forsenda þess að fjárfestar geti lagt mat á verð og áhættu fjár- festingarinnar. Bankarnir og eign- arhaldsfélagið Hof keyptu hluta- bréfin í deCODE fyrir rúma 6 milljarða kr. en ekki hefur verið gefið upp hvert söluverð hlutabréf- anna var til íslensku fagfjárfest- anna. ■ Bankarnir selja/22 Morgunblaðið/Sæmundur Stefánsson PÁLL Sveinsson fór síðasta áburðarflug sumarsins á Auðkúluheiði í gær Forsætisráðherrar Japans og fslands ræddu um aukin samskipti landanna Stofnað verður sendi- ráð í Japan árið 2001 KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, og Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra Islands, ræddu m.a. um undirbúning að stofnun íslensks sendiráðs í Japan og opnun upplýs- ingaskrifstofu Japana á Islandi á fundi forsætisráðherranna í Höfða í gærmorgun. Davíð sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa skýrt starfs- bróður sínum frá því að Island Bfcyndi á næsta ári hefja undirbún- ing að opnun sendiráðs í Japan árið 2001. „Sem svar við því hafa þeir ákveðið að opna hér fljótlega upp- lýsingaskrifstofu og að auka viðveru sendiherra síns hérlendis en aðset- ur hans er í Osló,“ sagði Davíð. Davíð kvaðst vera ánægður með viðræðurnar, náðst hefði að koma inn á mörg mái en nokkur þeirra hefði þó orðið að geyma. Ráðherr- arnir ræddu einnig um viðskipti landanna. „Fyrirkomulagið á utan- ríkisviðskiptum þeirra er þannig að þau eru mikið kvótabundin og skrif- finnska mikil og við vildum nota tækifærið til að óska eftir því að dregið yrði úr slíkum þáttum og við- v '"'•Ríipti landanna auðvelduð. Það var tekið vel í það þótt vissir þættir séu ekki kvótabundnir eins og til dæmis í fisksölunni," sagði Davíð. ítrekuðu stuðning við fasta setu Japans í Oryggisráði SÞ Keizo Obuchi átti einnig fund með forsætisráðherrum Norður- landanna fimm á Hótel Sögu í gær. Afvopnunarmál og starfsemi friðar- gæslusveita bar á góma í samræð- um þeirra. A fundinum ítrekuðu forsætisráðherrar Norðurlandanna , ^kiðning sinn við að Japan og ^'Tjskaland hljóti fast sæti í Oryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Notaði Obuchi tækifærið á sameiginlegum fréttamannafundi ráðherranna eftir fundinn til að þakka þann stuðning. Aðspurður um hvort Japanar hygðust á móti styðja óskir Norð- manna og íslendinga um að fá sæti í ,’ft'yggisráðinu til skemmri tíma svaraði hann því til að Japanar ættu Morgunblaðið/Þorkell ÞEIR slógu á létta strengi, forsætisráðherrar Japans og Norðurlandanna, í veislu sem Davíð Oddsson hélt í Perlunni í gærkvöldi. Obuchi er fyrstur japanskra forsætisráðherra til að koma til íslands. eftir að taka afstöðu til þess. Hafa þyrfti í huga að ítalir og Tyrkir hefðu einnig sóst eftir sæti í Örygg- isráðinu. Norðurlöndin að mörgu leyti fyrirmyndarsamfélög Obuchi kvaðst vera mjög ánægð- ur með að hafa fengið tækifæri til að koma til íslands fyrstur jap- anskra forsætisráðherra og sagði ennfremur að fundur sinn með for- sætisráðherrum Norðurlandanna hefði verið einkar gagnlegur, enda litu Japanar svo á að samfélög Norðurlandaþjóðanna væra að mörgu leyti fyrirmyndarsamfélög og að Japanar teldu sig geta lært mikið af Norðurlandabúum. Hrós- aði hann Norðurlandaþjóðunum sérstaklega fyrir hversu mikill ár- angur hefði náðst í tilraunum til að tryggja jafnrétti kynjanna. ■ Tignir gestir/4 ■ Vilja auka/32 ■ íslandskynning/33 Dreifingu áburðar lokið DREIFINGU áburðar með land- græðsluvélinni Páli Sveinssyni á þessu sumri lauk í gær á Auð- kúluheiði. Dregið hefur verið úr fjárveitingn til þessa verk- efnis á síðustu árum og minna magni er nú dreift en áður. Jafnframt hafa verið teknar upp nýjar aðferðir, svo sem raðsáning. Stefán H. Sigfússon, hjá Landgræðslu ríkisins, segir að nú sé hætt óvenju snemma enda hafí dreifingin gengið vel í sumar. Dreift fyrir Landsvirkjun 376 tonnum var dreift á Auð- kúluheiði fyrir Landsvirkjun samkvæmt samningi sem gerð- ur var við bændur þegar virkj- unarframkvæmdir við Blöndu hófust. Dreifingin á Auðkúlu- heiði er nú orðið stærsta verk- efni Landgræðslunnar. Stefán segir að óvenju litlu magni hafi verið dreift fyrir Landgræðsl- una sjálfa. I Reykjavfk og í Gunnarsholti var dreift 96 tonn- um í landgræðslugirðingar. „Þetta var heldur minna en í fyrra og fer alltaf minnkandi,“ segir Stefán. Það sem hefur verið dreift fyrir landgræðslufé hefur minnkað mikið síðustu ár. Stef- án segir að flugvélin afkasti 2.000 tonnum frá miðjum maí fram í júlí; þá fyrst njóti hún sín líka í rekstri. Upp úr 1985 fór að draga úr magninu sem hefur verið dreift og segir Stefán að eftir 1990 hafi þetta verið mest um 700 tonn og á þessu ári um 500 tonn. Þroskaþjálfa- félagið geng- ur í BHM ÞROSKAÞ JÁLFAFÉ LAG Islands (ÞÍ) hefur gengið í Bandalag háskólamanna (BHM), sem er bandalag 26 stéttarfélaga háskólamennt- aðs fólks. ÞI átti áður aðild að BSRB í gegnum Starfsmanna- félag ríkisstofnana. Aðspurð um ástæðu þess að þroska- þjálfar ákveða að ganga í BHM sagði Sólveig Steinsson, formaður félagsins, að félags- menn væra þeirrar skoðunar að þeir ættu fremur samleið með Bandalagi háskólamanna, auk þess sem nám í þroska- þjálfun væri nú komið á há- skólastig. Miðstjórn BHM veitti ÞÍ inngöngu í bandalagið á fundi sínum 16. júní sl. en frá og með árinu 1998 eru allir þroskaþjálfar brautskráðir frá þroskaþjálfaskor Kennarahá- skóla Islands með B.Ed- gráðu. ÞI er bæði fag- og stéttarfélag þroskaþjálfa og eru félagsmenn um 400 tals- ins. Hefur félagið samnings- rétt fyrir um 270 þeirra sem stéttarfélag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.