Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirtæki „Rauða hersins“ hafa fengið greiðslustöðvun Uppboði á vinnsluhúsnæði frestað HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða veitti í gær fyrirtaskjum á Vestfjörðum sem sameiginlega ganga undir nafn- inu Rauði herinn greiðslustöðvun til þriggja vikna. Nauðungaruppboði sem vera átti á fiskvinnsluhúsnæði Rauðhamars ehf. á Tálknafirði í gær var frestað um ótiltekinn tíma efth- að umsókn fyrirtækisins um greiðslustöðvun var samþykkt. Rauðhamar ehf. er í eigu sömu að- ila og eiga Bolfisk ehf. á Bolungar- vík, Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og Rauðfeld ehf. á Bfldudal. Samkvæmt gjaldþrotalögum um gjaldþrota- skipti er óheimilt að bjóða eignir fyr- irtækjanna upp hafi þau fengið greiðslustöðvun, auk þess sem ekki má taka fyrirtækin til gjaldþrota- skipta á meðan á greiðslustöðvuninni stendur. A miðvikudag hófst uppboð hjá sýslumannsembættinu á Patreks- firði á eignum Rauðfelds ehf. á Bfldudal, fiskimjölsverksmiðju og hraðfrystihúsi, en óljóst er með framhald uppboðsins vegna greiðslu- stöðvunarinnar. Ketfll Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, vfldi ekki tjá sig um málið við Morg- unblaðið í gær en sagði það skýrast á næstu dögum. Ekki hefur farið fram starfsemi hjá Rauðhamri á Tálknafirði um nokkurt skeið en starfsfólk hinna fyrirtækjanna þriggja hefur nú verið án vinnu og ekki fengið greidd laun í rúman mánuð. Gerir illt ástand verra Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, segir greiðslu- stöðvunina aðeins gera illt ástand verra. Hann segir með ólíkindum að félagsmálayfirvöld skuli ekki veita þessu fólki aðstoð, hvort heldur sem er erlendu starfsfólki eða íslensku. „íslendingarnir eru líka í vandræðum þótt þeir eigi fjölskyldur og heimili. Þetta fólk leitar til félagsþjónustu sveitarfé- lagsins í einhverjum mæli en við vitum að það á rétt á atvinnuleys- isbótum. Það þarf hinsvegar að ganga í gegnum ákveðið ferli og við erum rasandi hissa á viðbrögð- um félagsmálaráðuneytisins að kanna ekki einu sinni möguleika á því hvað er hægt að gera fyrir þetta fólk, til dæmis með einhvers- konar flýtigreiðslum eða fyrir- framgreiðslum. Þegar þeir segja þetta mál sveitarfélagsins er það aðeins útúrsnúningur því þeir geta auðveldlega leyst þetta mál með okkur ef þeir hafa áhuga. Ég er hræddur um að ef þetta hefði gerst á Norðurlandi vestra hefðu viðbrögðin orðið önnur,“ segir Halldór. Litlar skemmdir er eldur varð laus í vélsmiðju J. Hinrikssonar Fimm á slysadeild FIMM starfsmenn vélsmiðjunnar J. Hinriksson við Súðarvog voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reyk- eitrun eftir bruna í vélsmiðjunni um klukkan hálftvö í gær. Eitrunin reyndist ekki alvarleg, en starfs- mennirnir voru settir í reykeitrunar- meðferð á lyfjadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærkvöldi. Éimmtán manna slökkvilið var kallað á vettvang brunans og var slökkvistarfi lokið tæpum stundar- fjórðungi eftir að tiikynning barst. Urðu skemmdir litlar, en eldurinn kom upp í litlum skúr, sem er byggð- ur við húsið, þar sem starfsmenn geyma samfestinga sína. Að sögn Birgis Jósafatssonar, eins eigenda og framkvæmdastjóra J. Hinriks- sonar, er hugsanlegt að eldurinn hafi kviknað út frá neista frá logskurðar- tæki, sem komst í leifar af olíu- hreinsi á vegg inni í skúrnum. Hafði olíuhreinsirinn verið þrifinn vand- lega upp stundarfjórðungi áður en eldurinn kviknaði, en að mati Birgis getur hafa eimt eftir af hreinsinum í loftinu, sem kann að hafa komið af stað smásprengingu með þeim af- leiðingum að eldur læstist í vegginn. Norður-Vikingur ’99 Æfingin gengur vel VARNARÆFINGIN Norður- Víkingur ‘99 hefur gengið vel að sögn Friðþórs Eydal, upplýs- ingafulltrúa varnarliðsins. Að vísu þurfti að hætta við lend- ingu þyrlu í Hljómskálagarðin- um í gær því ekki voru réttar aðstæður fyrir hendi að sögn Friðþórs. Einnig nefndi hann að ekki hefði alltaf viðrað nógu vel til lágflugs. I gær var fyrirhuguð æfing gegn gíslatöku og átti víkinga- sveit lögreglunnar að taka þátt í henni ásamt varnarliðinu. Að sögn Friðþórs fór sú æfing fram án nokkurrar vitundar fjölmiðla eða almennings, því mikil leynd verður að hvfla yfir vinnubrögðum við aðstæður sem þessar. A laugardaginn fer síðan fram æfing björgunarað- gerða á sjó og mun stjórnstöð Landhelgisgæslunnar taka þátt í þeirri æfingu. ------M-*----- Piltunum sleppt að loknum yfir- heyrslum PILTARNIR þrír, sem lögregl- an handtók fyrir utan banda- ríska sendiráðið í fyrrakvöld fyrir að láta ófriðlega og vinna skemmdarverk, voru látnir lausir síðar um nóttina að lokn- um yfírheyrslum. Lögreglan hefur mál þeirra enn til rannsóknar og mun senda lögfræðideild lögreglunn- ar málsgögnin, þar sem ákveðið verður hvort ástæða þyki til að sækja piltana til saka fyrir hátt- semi sína. Piltarnir hafa játað verknað- inn fyrir lögreglunni, en þeir hentu m.a. eggjum í sendiráðs- bygginguna og drógu svartan fána að húni við bygginguna. Þeir eru allir innan við tvítugt að sögn lögreglunnar og voru að mótmæla heræfingunni Norður-Víkingi ‘99. Starfsmenn réðu að mestu niðurlögum eldsins Að sögn Guðmundar Jónssonar, aðalvarðstjóra Slökkviliðs Reykja- víkur, gekk slökkvistarfið mjög vel og sagði hann að starfsmenn vél- smiðjunnar hefðu verið búnir að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti áður en slökkviliðið kom og við það hefðu þeir hætt lífi sínu. Guðmundur sagði að slökkviliðið hefði fengið mjög góðar leiðbeining- ar frá starfsmönnum um hvar eldur- inn væri og því var unnt að ganga strax að honum. Kaupþing segir gengisþróun slæma fyrir afkomu Flugleiða Hefur ekki veruleg áhrif segir talsmaður félagsins Almennur afgreiðslutími verslana Mán. — fim. 10.00-18.30 Föstud. 10.00-19.00 Laugard. 10.00-18.00 Upplýsingar um símanúmer á textavarpi síSu 690 KRINGMN GENGISÞRÓUN evru og dollars gagnvart krónu hefur verið óhag- stæð íyrir afkomu Flugleiða það sem af er þessu ári, sagði í Morgun- punktum Kaupþings í gær. Segir að gengi dollars hafi styrkst en evran veikst sem sé félaginu slæmt þar sem stór hluti rekstrarkostnaðar fé- lagsins sé í dollurum. Einar Sig- urðsson, framkvæmdastjóri stefnu- mótunar- og stjómunarsviðs Flug- leiða, segir þetta ekki alls kostar rétt og að þessi þróun muni ekki hafa veruleg áhrif á afkomu fyrir- tældsins. I fréttabréfi Kaupþings segir m.a. að þróunin sé slæm fyrir afkomu Flugleiða þrátt fyrir að félagið verji sig íyrir sveiflum sem þessum. „Stór hluti rekstrarkostnaðar félagsins er í dollar, t.d. flugvélaeldsneyti, en stærstur hluti tekna félagsins er hins vegar í evru og öðrum myntum sem hafa mikla fylgni við evruna,“ segir í fréttabréfinu. Einar segir það mjög sterkt til orða tekið hjá talsmanni Kaupþings og ekki í samræmi við staðreyndir að gengisþróun evru og dollars sé mjög slæm fyrir afkomu Flugleiða. „Gengisþróun hefur alltaf áhrif á rekstur fyrirtækja á borð við Flug- leiðir sem selja þjónustu sína á al- þjóðamarkaði," segir Einar. „Þróun evru og dollars mun ekki valda þáttaskilum í afkomu Flugleiða. Mér sýnist í fyrsta lagi að áhrif varna okkar sem felast í áhættu- stýringu hafi verið vanmetin bæði hvað varðar gengi og eldsneyti, enda erum við að kaupa dollara núna á góðu verði.“ Vægi annarra Evrópumynta vanmetið Einar segir að í öðru lagi sé vægi annarra Evrópumynta en evrunnar vanmetið í nettósjóðstreymi félags- ins þar sem pundið, norsk króna og sænsk vegi samanlagt þyngra en evran. „Mér sýnist þeir með öðrum orðum vanmeta mikilvægi annarra mynta en evrunnar og í þriðja lagi er rangt sem þeir segja að gengi annarra mynta en evrunnar, sem máli skipta í tekjum félagsins, hafi mikla fylgni við evruna. Undanfarið hefur gengi pundsins, norsku krón- unnar og sænsku krónunnar hækk- að svipað og dollari en ekki fylgt evrunni. Við erum með meiri gjöld en tekjur í dollurum og meiri tekjur en gjöld í Evrópumyntum, evrunni og öðrum, sem þýðir að við þurfum alla jafna að kaupa dollar en við er- um fram eftir árinu varin fyrir þess- um gengissveiflum að töluverðu leyti,“ segir Einar að lokum og seg- ir að vissulega hafi þessi þróun áhrif en ekki í líkingu við þau neikvæðu áhrif sem gefin séu í skyn í Morgun- punktum Kaupþings. „Það áfall sem annars hefði orðið vegna þessarar þróunar er mjög mildað vegna varn- araðgerða okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.