Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 11 FRÉTTIR Forsvarsmaður lægstbjóðanda í Vatnsfellsvirkjun óánægður með niðurstöðuna að hafna tilboði a I a i n miklú Yin Jianguo, verkefnisstjóri alþjóðadeildar kínverska fyrirtækisins, sem átti lægsta tilboð í byggingu Vatnsfellsvirkjunar, telur að Landsvirkjun hafi staðið óeðlilega að málum við val á verktaka. Hann segir í samtali við Egil Olafsson að fyrirtækið ætli að skoða lagalega stöðu sína en reikn- ar þó síður með að komi til málaferla. „ÞESSI niðurstaða veldur okkur verulegum vonbrigðum. Við höfum tekið þátt í mörgum alþjóðlegum til- boðum, en við höfum aldrei lent í þessari stöðu áður. Landsvirkjun er velkunnugt um að CWHEC er mjög stórt fyrirtæki sem hefur 50 ára reynslu af byggingu vatnsaflsvirkj- ana, svo þessi niðurstaða kemur okkur á óvart. Við buðum ekki í þetta verk að gamni okkar eða til að prufa okkur á íslenskum markaði. Við buðum í þetta verkefni af fullri alvöru til fá verkið,“ sagði Yin Ji- anguo, verkefnisstjóri í alþjóðadeiid China National Water Resources & Hydropower Engineering Cor- poration (CWHEC), um þá ákvörð- un Landsvirkjunar að semja við Is- lenska aðalverktaka hf. og Amarfell ehf. um byggingu Vatnsfellsvirkjun- ar þrátt fyrir að CWHEC hafi átt lægsta tilboðið. „CWHEC er eitt af stærstu fyrir- tækjum í Kína. Það hefur byggt fjölda virkjana í Kína og víðar í Asíu og í Afríku. Við höfum mikla reynslu af alþjóðlegum verkefnum því fyrirtækið er eitt af stærstu fyr- irtækjum í heiminum sem sérhæfa sig í byggingu vatnsaflsvirkjana. Hjá fyiirtækinu vinnur mikið af góðu starfsfólki, ekki síst sérhæfð- um tæknimönnum. Við höfum byggt um 90% af öllum virkjunum í Kína, bæði stórum og smáum. Þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum í verkefni á íslandi og við gerðum okkur góðar vonir um að við myndum fá þetta verk. Við und- irbjuggum okkur vel. Hópur tíu manna vann dag og nótt í Beijing í heilan mánuð að því að útbúa tilboð okkar í samvinnu við umboðsmann okkar á Islandi. Við áttum lægsta tilboð í byggingu Vatnsfellsvirkjun- ar og með stærð fyrir- tækisins í huga og þá vel- gengni sem það hefur átt að fagna við verkefni sem það hefur lokið við í gegnum árin töldum við mestar líkur á að Lands- virkjun myndi semja við okkur,“ sagði Jianguo. Landsvirkjun ræddi aðeins einu sinni við CWHEC CWHEC sendi þrjá menn til ís- lands um það leyti sem tilboð í Vatnsfellsvirkjun voru opnuð til að veita Landsvirkjun svör um tilboð fyrirtækisins og semja fyrir hönd þess um verkið. Jianguo sagði að sér hefði komið á óvart hvernig Landsvirkjun hefði staðið að mál- um. Stuttu eftir að tilboð voru opn- uð hefði Landsvirkjun óskað eftir fundi með fulltrúum CWHEC til að fá skýringar á einstökum atriðum. Síðan hefði Landsvirkjun ekkert rætt meira við fyrirtækið. Fulltrú- ar þess hefðu beðið í einn og hálfan mánuð eftir viðbrögðum Lands- virkjunar sannfærðir um að leitað yrði eftir samningaviðræðum við þá. Að lokum hefði hann óskað eftir fundi með fulltrúum Landsvirkjun- ar, en hann fór fram sl. þriðjudag, daginn áður en endanleg ákvörðun var tilkynnt um við hvaða fyrirtæki yrði samið. Jianguo sagðist á fund- inum hafa fengið það á tilfinning- una að fyrirtæki frá Islandi fengi alla verkþættina þrátt fyrir niður- stöðu útboðsins. Jianguo sagðist eftir fundinn hafa farið yfir útreikninga sem fyrir lágu frá tilboðsgjöfum um kostnað við verkið. ,,Niðurstaða okkar var sú að tilboð Islenskra aðalverktaka væri um 600 þúsund dollurum (450 millj- ónum) hærra en okkar. Eg tel að þetta sé verulegur munur sé litið á alþjóðleg útboð af þessari stærð.“ Munurinn á tilboðunum 500 miiyánir Magnús Árnason, umboðsmaður CWHEC á íslandi, sagði að út- reikningar CWHEC sýndu að hag- stæðast hefði verið að semja við CWHEC um tvo fyrstu verkþætt- ina, gerð stíflugarðs og byggingu stöðvarhúss og við Islenska aðal- verktaka hf. um gröft frárennslis- skurðar. Næst ódýrasti kosturinn hefði verið að semja um allt verkið við CWHEC. Þriðji ódýrasti kostur- inn hefði verið að semja um alla verkþætti við Islenska aðalverk- taka. Fjórði ódýrasti kosturinn, og sá sem valinn var, hefði verið að semja við Islenska aðalverktaka um tvo fyrstu verkþættina og við Arn- arfell ehf. um þann þriðja. Munur- inn á öðrum og fjórða kostinum væri tæplega 700 þúsund dollarar eða um 500 milljónir króna. Meginrök Landsvirkjunar fyrir því að hafna tilboði CWHEC var að óvíst væri að fyrirtækið gæti lokið við að byggja virkjunina á 28 mánuðum eins og stefnt er að. Ji- anguo sagðist sannfærður um að CWHEC gæti lok- ið við verkið á tilskyldum tíma. Undirbúningur verksins hefði allt frá upphafi byggst á því að Ijúka við byggingu virkjunarinnar á þess- um tíma líkt og kveðið væri á um í útboðsgögnum. Magnús sagði að CWHEC hefði lagt í verulegan kostnað við gerð til- boðs og undirbúning verksins. M.a. hefði fyrirtækið opnað erlendar ábyrgðir til að tryggja það gagnvart Landsvirkjun að það gæti staðið við tilboðið. Þetta eitt og sér kostaði stórfé. Magnús sagði að sú spuming vaknaði vegna áherslu Landsvirkj- unar á að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma hvers vegna fyrir- tækið tók sér einn og hálfan mánuð að fara yfir tilboðin. Þetta væri óvenjulega langur tími, ekki síst í ljósi þess að á þessum tíma hefði að- eins einu sinni verið rætt við lægsta tilboðsgjafann. íslensk fyrirtæki buðust til að vinna fyrir CWHEC Magnús sagði að nokkrir íslensk- ir verktakar hefðu haft samband við kínverska fyrirtækið og boðist til að vinna fyrir það sem undirverktakar. Hann nefndi í því sambandi Suður- verk hf., Sveinbjörn Sigurðsson hf. og íslenska aðalverktaka hf. Allt væru þetta traustir verktakar. í tilboði CWHEC er gert ráð fyrir að 70% verksins yrðu unnin af kínverskum starfsmönnum og 30% af íslenskum starfsmönnum. Ji- anguo sagði að fyrirtækið væri til- búið til að semja um þetta atriði líkt og um aðföng til framkvæmda. Þetta væri ekki mikilvægt atriði í sínum huga. Hann sagði að sér væri kunnugt um að samkvæmt ís- lenskum reglum yrðu erlend fyrir- tæki, sem hér starfa, að láta ís- lenskt starfsfólk ganga fyrir um vinnu. Þetta yrði að sjálfsögðu gert, en það lægi jafnframt fyrir að skortur væri á vinnuafli á Islandi um þessar mundir. Hann lagði áherslu á að CWHEC væri mjög sveigjanlegt hvað þetta varðaði og væri tilbúið til að mæta óskum ís- lenskra aðila. Jianguo sagðist vera undrandi á því að Landsvirkjun skyldi ekki óska eftir samningaviðræðum við CWHEC þar sem fyrir- tækið hefði átt lægsta til- boðið. Hann sagðist eiga því að venjast að verk- kaupi óskaði eftir útskýr- ingum og upplýsingum frá þeim sem biðu lægst eftir að tilboð hefðu verið opnuð. Síðan gerði verkkaupi sína útreikn- inga og óskaði því næst eftir samn- ingaviðræðum við þann sem biði lægst. Ef samkomulag tækist um öll atriði væri síðan gengið frá endan- legum samningum við þann aðila. Ef ekki væru viðræður hafnar við þann sem hefði boðið næstlægst. í þessu tilviki hefði aldrei reynt á við- ræður við lægstbjóðanda þrátt fyrir að fyrir lægi að hann væri stór, traustur og hefði mikla reynslu af byggingu vatnsaflsvirkjana. Svo virtist sem Landsvirkjun hefði í þessu máli látið getgátur ráða ferð- inni frekar en staðreyndir. Skoða lagalega stöðu „Við munum skoða lagalega stöðu okkar í samráði við umboðsmann okkar hér á landi. Mér finnst þó ólíklegt að þetta mál endi fyrir dóm- stólum. Það sem við viljum er að ná viðskiptum við Landsvirkjun. Við virðum þá ákvörðun sem fyrirtækið tók í málinu, en við viljum koma því á framfæri að við erum ekki ánægð- ir og teljum þessa niðurstöðu ekki eðlilega," sagði Jianguo. Magnús sagði að CWHEC vildi að sjálfsögðu komast hjá málaferl- um, en yrði það niðurstaðan að fyr- irtækið teldi sig hafa verið beitt órétti yrði það skoðað vandlega að leita álits dómstóla. „Þrátt fyrir þessa reynslu erum við tilbúnir til að taka aftur þátt í útboði á vegum Landsvirkjunar. Þetta er það svið sem við höfum sérhæft okkur í og við höfum áhuga á góðu samstarfi við Landsvirkjun. Viðskiptin verða hins vegar að eiga sér stað á grundvelli gagnkvæmrar virðingar og ég vona að svo verði í framtíðinni," sagði Jianguo. Landsvirkjun segist vera í fullum rétti Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að Landsvirkjun hefði 30 ára reynslu af alþjóðlegum útboðum á þessu sviði. Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækið hefði talið sér hagkvæmt að hafna lægsta tilboði. Akvörðunin hefði byggst á faglegu mati. Það lægi fyrir í út- boðsgögnum að Lands- virkjun væri heimilt að taka hvaða tilboði sem væri og þess vegna hafna öllum. Þorsteinn sagði hins vegar að allir ættu rétt til að leita réttar síns. Landsvirkjun tók einnig ákvörð- un sl. miðvikudag að semja við La- hmeyer International, VSÓ Ráð- gjöf og Almennu verkfræðistofuna hf. sameiginlega um eftirlit með framkvæmdum við Vatnsfellsvirkj- un þrátt fyrir að við opnun tilboða hafi upplesin tilboðsfjárhæð verið hæst hjá þessum fyrirtækjum. Fjögur tilboð bárust í eftirlitsþátt- inn. Þorsteinn sagði að tilboðin hefðu verið nokkuð mismunandi að því leyti að þau hefðu falið í sér misjafnlega mikla eftirlitsvinnu. Tilboðið sem tekið var hefði falið í sér flest dagsverk. Niðurstaða Landsvirkjunar hefði verið að þetta tilboð væri hagstæðast þegar tilboðin voru metin í heild og kostnaður per dagsverk hefði verið borinn saman. Reiknum með að reyna aftur fyrir okkur á íslandi Tíu menn unnu dag og nótt að tiiboðsgerð UN5AN Aðalstræti 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.