Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Erla Skúladóttir Fjörliðar í Árseli HÓPAR 14 ára ungmenna sem ganga undir nafninu fjörliðar vinna í sumar við gróðursetningu og hreinsun við allar félagsmiðstöðvar Reykjavikur og njóta einnig margvíslegra leiðbeininga og fræðslu. Það eru Vinnuskóli Reykjavíkur og ÍTR sem standa saman að þessu verk- efni. Fjörliðana á myndinni hitti blaðamað- ur við Ársel í Árbæjarhverfi. Árbær Kirkjugarður í Leirdal í landi Kópavogs Vildu 20 hektara, fengu 12 Kópavogur UNNIÐ er að því að búa Leirdal í Kópavogi undir kirkjugarð sem þar er ætlað- ur staður á næstu árum. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir garðinn en hönnun hans er ekki lokið að fullu. Garðurinn á að þjóna þörfum íbúa höfuðborgar- svæðisins og létta álagi af Gufuneskirkjugarði. Kirkjugarðurinn í Leirdal verður 12 hektarar að stærð fullbúinn. Þórsteinn Ragn- arsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir standa til að Kópavogs- bær afhendi allt að helmingi svæðisins í haust en kirkju- JL” ÍSr—\ vík . ■h I Smára<>«S^ \ \> _/C<> v í lind/®’<\ ) \ Selja- < Lindahverfi \ hverfi vl in V < Miðjan < ''v. Glað- . \ys JvASs heimar ~3~L GARÐABÆR —------------ Hinn nýi kirkjugarður í Kópavogi garðurinn verður í fyrsta lagi vígður árið 2002. Samkvæmt upplýsingum frá tæknideild Kópavogsbæjar verður unnið að gerð stíga í garðinum og hann girtur á næsta ári. Kirkjugarðamir sóttust eftir 20 hektara svæði í Leii'- dal undir garðinn en fengu 12 eins og fyrr greinir. Þór- steinn segir þetta þýða að endingartími kirkjugarðsins verði ekki langur, aðeins fá- einir áratugir. Lýkur störfum eftir 30 ár hjá Hafnarfjarðarbæ Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson HAUKUR Sigtryggsson og Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri framan við bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar. Heppinn með sam- starfs- fólkið Hafnarfjörður HAUKUR Sigtryggsson lét af störfum um síðustu mán- aðamót eftir 30 ára starfsferil hjá Hafnarfjarðarbæ. Jafn- framt honum hætti Sigurgeir Gíslason eftir að hafa unnið hjá bænum í 37 ár, síðustu árin í manntali. Haukur hóf störf hjá Hafn- arfjarðarbæ 1. nóvember 1969 þegar hann var ráðinn sem forstöðumaður nýs æskulýðsheimilis í Hafnar- firði sem opnað var 1970. Lengst af starfaði hann að æskulýðsmálum og í minn- ingunni finnst honum það starf standa upp úr eftir ára- tugina þrjá. Hann starfaði við æsku- lýðsheimilið í 17 ár. Heimilið var mikil nýbreytni fyrir unglingana í bænum og þar var unnið kraftmikið starf. Sjálfur vann hann með ung- lingum við ljósmyndaiðju og síðan voru haldin opin hús, diskótek og dansleikir og í tengslum við siglingaklúbb unnu sumir unglingarnir við kænusmíðar, svo dæmi sé tekið. Mikið var teflt og sá Sigurgeir Gíslason, sem nú er einnig að láta af störfum hjá bænum, um skákklúbb- inn. Enda afbragðs skákmað- ur að sögn Hauks. Haukur segir starfið með unglingunum hafa verið líf- legt og tilbreytingaríkt og unglingarnir í heildina ákaf- lega góðir viðureignar. Ekki vill hann kannast við að ung- lingar í dag séu verri en áður, en munurinn sé sá að nú séu miklu fleiri hættulegir hlutir sem geti glapið unglinga á verri stigu. Haukur taldi starfið með unglingunum hafa gert nokkuð gagn „og hafi tekist að koma í veg fyrir að þó ekki nema einn ung- lingur hafi lent á glapstigum hafi tímanum og peningunum sem í þetta fóru verið vel var- ið“. Síðustu árin hefur Haukur starfað sem ráðsmaður Hafn- arfjarðarbæjar. í starfinu fólst umsýsla húsnæðis og ýmis önnur mál í höfuðstöðv- unum við Strandgötu. Hauk- ur sagði það starf vera ólíkt hinu fyrra en engu síður fjöl- breytt og hafi gefið ýmsa góða möguleika. Að vísu sagðist hann ekki fara dult með það að hann hefði alveg getað þegið svolítið hænú laun. Hann sagðist þó varla hafa tollað allan þennan tíma hefði honum ekki líkað þolan- lega við starfið og fólkið sem hann vann með. „Eg hef svona gegnumsneitt verið ákaflega heppinn með sam- starfsfólk." Nú þegar störfum lýkur hjá bænum ætlar Haukur að snúa sér af fullum krafti að áhugamálum sínum, sem eru helst þau að dunda við að mála og skrifa. Hann segir það reyndar stundum sagt að þegar fólk hætti að vinna sé svo mikið að gera að eng- inn hafi tíma til neins. „Og kannski verður það þannig með mig líka,“ sagði Haukur að lokum. Fjölskylda rekur kaffíhús í Mosfellsbæ Starfsorkan kemur úr skyri og rjóma INGUNN Bergþórsdóttir, Guðmundur Helgi Ármannsson og Valgerður Ósk, dóttir þeirra, í Draumakaffi, en hjónin sáu að mestu um smíðavinnu á staðnum. Mosfellsbær GAMALL draumur rættist þegar hjónin Guðmundur Helgi Armannsson og Ing- unn Bergþórsdóttir opnuðu kaffihúsið Draumakaffi í Mosfellsbæ á síðasta ári. Guðmundur, sem er húsa- smiður að mennt, hafði lengi látið sig dreyma um að hefja einhvers konar rekstur og sló til þegar Mosfellsbær hélt námskeið um stofnun nýrra fyrirtækja. Ingunn segist hafa verið svolítið treg til í fyrstu, henni fannst hún hafa lítinn tíma enda starfar hún sem sjúkraliði á Reykjalundi og rekur stórt heimili. „Eftir að ákvörðun- in var tekin varð hins vegar ekki aftur snúið,“ sagði Ing- unn við blaðamann Morgun- blaðsins sem fékk sér kaffi- sopa á Draumakaffi. „Við höfðum ekki hug- mynd um hvað við vorum að fara út í,“ sagði Guðmundur og starfræksla kaffihússins hefur reynst tímafrekari en hann gerði ráð fyrir í upp- hafi. Draumakaffi er sann- kallað fjölskyldufyrirtæki, þar starfa engir utan fjöl- skyldunnar og viðveran er löng; kaffihúsið er opið alla daga vikunnar, frá klukkan níu virka morgna en ellefu um helgar, frá mánudegi til miðvikudags lokar klukkan ellefu að kvöldi, á fimmtu- dögum og sunnudögum er opið til klukkan eitt eftir miðnætti en föstudaga og laugardaga til klukkan tvö. Það gefast því fáar stundir fyrir fjölskylduna að samein- ast utan vinnunnar. Hjónin sögðu að brugðið hafi verið á það ráð þegar bamabam þeirra var skírt á dögunum að draga opnun á sunnudegi til klukkan tvö. „Þetta er vinna 24 tíma á sólarhring," sagði Guðmundur og það á við um Ingunni konu hans í bókstaflegri merkingu.. „Það er rólegra hjá mér núna því ég er í sumarfríi á Reykjalundi," sagði Ingunn en alla jafna hefst vinnudag- ur hennar á kaffihúsinu klukkan átta en þangað kemur hún beint af nætur- vakt á Reykjalundi sem stendur frá klukkan hálftólf að kvöldi. Þess á milli sinnir hún börnum og búi. Til að byrja með var að- eins boðið upp á kökur og kaffi á Draumakaffi en hjón- in sáu fljótt að reksturinn stæði ekki undir sér með þeim hætti, þau fengu því vínveitingaleyfi og hafa að auki heitan mat á boðstólum í hádeginu. „Við bjóðum upp á heimilislegan mat sem er eldaður á staðnum,“ sögðu hjónin. Alin upp á skyri og rjóma Ingunn bakar líka flestar kökumar sjálf svo dagurinn á kaffihúsinu er annasamur, hún reynir þó yfirleitt að fara heim upp úr klukkan fjögur en þar bíður hennar að huga að kvöldmatnum og sinna fimm ára syni sínum og nýfæddum dóttursyni. Þegar Ingunn er á nætur- vakt leggur hún sig um klukkan 18 en er annars alltaf á bakvakt á Drauma- kaffi, hjónin búa stutt frá kaffihúsinu og eru til reiðu ef mikið er að gera. Ingunn segir aðspurð að erfitt hafi verið að vinna svo langan vinnudag í fyrstu en hún hafi sjóast mikið. Hún segist oft hafa á orði að hún sé alin upp á skyri og rjóma, þaðan komi starfsorkan. Hjónin segja að hið mikla starf á kaffihúsinu sé skemmtilegt og vel þess virði þótt það kosti vissulega fómir. Þau segja annirnar helst koma niður á yngsta syni þeirra. Reksturinn hef- ur gengið vel og áhugi íbúa Mosfellsbæjar er mikill, „að- sóknin mætti þó vera betri,“ segja hjónin. Þau benda á að Drauma- kaffi bjóði upp á annað and- rúmsloft en pöbbamir í bæn- um, rólegri stemmningu. Skemmtiatriði em ekki skipulögð á kaffihúsinu en fólki er velkomið að mæta með gítar og harmonikku. Oft hefm- mikið fjör skapast á staðnum við þær aðstæður og eigendumir em sammála um að þá mætti opnunartím- inn vera miklu lengri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.