Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Framkvæmdir við byggingu nýja skautahússins við Naustaveg á Akureyri að hefjast Húsið skiptir öllu máli fyrir félagið FYRSTU skóflustungumar að nýrri skautahöll á Akureyri voru teknar í vikunni en mannvirkið verður reist á svæði Skautafélags Akureyrar við Naustaveg. Magnús Finnsson, formaður Skautafélags Akureyrar, sagði að tilkoma Café Karolína Halla sýnir kiippimyndir HALLA Einarsdóttir opnar myndlistarsýningu á Café Kar- olínu á Akureyri í dag, laugar- daginn 26. júní, og er þetta önnur einkasýning hennar. Þar sýnir Halla klippimynd- ir sem allar eru unnar á þessu ári og því síðasta en myndefnið er konur og kettir. Allir eru velkomnir á sýninguna, sem er opin á opnunartima Café Kar- olínu og stendur til 17. júlí. skautahússins skipti öllu máli fyrir félagið og þýddi jafnframt að skautaíþróttin gæti orðið alvöm íþrótt. Magnús sagði að fram að þessu hafi ekki verið hægt að stunda íþróttina af neinni alvöru og oft hafi komið til þess að íresta þurfti ís- hokkíleikjum félagsins. Nú væri hins vegar hægt að koma á meiri festu í starf félagsins. Magnús sagði að eftir að skautahöll var reist í Reykjavík hafi áhugi ungmenna á íþróttinni aukist til muna og hann vonast eftir sömu þróun á Akureyri. Verksamningur milli Akureyrar- bæjar og SJS verktaka ehf. var undirritaður íyrr í mánuðinum en fyrirtækið tekur að sér hönnun og byggingu hússins. Kostnaður við verkið er um 190 milljónir króna. Samkvæmt verksamningi skal hús- ið vera hæft til skautaæfinga þann 13. nóvember nk. en húsinu að fullu lokið þann 1. mars á næsta ári. Verklok eru áætluð 28. júlí árið 2000. Morgunblaðið/Kristján KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Guðmundur Pétursson og Ingólfur Ármannsson, heið- ursfélagar Skautafélags Akureyrar, tóku fyrstu skóflustungumar að nýju skautahúsi á svæði félagsins. Tal hf. tekur f notkun gsm-sendi hjá Akureyri Ætlum að þjona öllu atvinnusvæðinu Morgunblaðið/Kristján SIGURÐUR J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, vígir hinn nýja gsm-sendi Tals hf. með því að hringja í Sturlu Böðvarsson, sam- gönguráðherra. Sigurði á vinstri hönd er Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals hf. Menntaskólinn á Akureyri fagnar 120 ára afmæli á næsta ári Málstefna um íslenska tungu í lok aldar TAL hf. tók í gær formlega í notk- un sendi sem komið hefur verið upp við bæinn Halland, gegnt Akureyri, og Akureyringar og nærsveitamenn urðu þar með fyrstir til að geta nýtt sér gsm- þjónustu fyrirtækisins utan höfuð- borgarsvæðisins. „Við höfum nú formlega tekið í notkun gsm-sendi sem þjónar Akureyringum og sveitunum í kring,“ sagði Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Tals hf., á blaðamanna- fundi á Akureyri síðdegis í gær. Hann upplýsti jafnframt að sendir- inn næði um það bO 15 kílómetra í suður og norður; fram og út fjörð- inn, eins og Eyfirðingar tala um. Amþór sagði jafnframt að unnið yrði að því að auka útbreiðsluna á Norðurlandi. „Við erum vissir um að viðbrögð neytenda verða góð - og því er ætlun okkar að geta þjónað öllu þessu atvinnusvæði," sagði Arnþór. Hann upplýsti að gsm-dreifis- væði Tals næði þar með til yfir 80% landsmanna. „í rekstrarleyfi Tals, sem gefið var út 1997, voru sett skilyrði um að dreifisvæði fyr- irtækisins næði til 80% lands- manna í síðasta lagi árið 2001, en nú hefur það tekist á fimmtán mánuðum, helmingi fyrr en áætlað var, og Tal er því tveimur árum á undan áætlun í uppbyggingu dreifisvæðis síns. Mörgum þóttu skilyrðin ströng á sínum tíma, en viðtökur neytenda hafa gert okkur kleift að byggja gsm-kerfið svo hratt upp. Það hefur fengið gríðar- lega góð viðbrögð neytenda.“ Hann sagði fyrirtækið myndu „þétta kerfið og stækka út- breiðslusvæðið. Viðskiptavinir Tals urðu 20 þúsund fyrir skömmu og fyrirtækið hefur nú náð um 20% hlutdeild á gsm-markaði, en ég á von á að við verðum komnir með um 25% markaðshlutdeild, að minnsta kosti, áður en langt um líður." Það var Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, varð fyrstur til að hringja úr far- síma á vegum Tals hf. í höfuðstað Norðurlands; vígði þar með nýja sendinn, þegar hann hringdi í St- urlu Böðvarsson, samgönguráð- herra, sem staddur var á skrif- stofu sinni í Stjórnarráðinu í Reykjavík. Sigurður tilkynnti ráð- herranum í upphafi samtalsins að Tal væri komið norður, en sagði svo brosandi: „En það er ekki nóg að fá síma, við verðum líka að fá meiri vegi hérna fyrir norðan - og göng til Siglufjarðar!" EFNT verður til málstefnu um stöðu íslenskrar tungu í lok aldar, í tilefni 120 ára afmælis Menntaskól- ans á Akureyri á næsta ári. Tryggvi Gíslason, skólameistari, greindi frá þessu í ræðu sinni við skólaslit 17. júní. Eiginlegur afmælisdagur skólans er 1. október, því þann dag var skóli fyrst settur að Möðruvöllum í Hörg- árdal, og 1. október á næsta ári fer málstefnan fram. Tryggvi sagði margar ástæður fyrir því að slík málstefna væri haldin á vegum skól- ans, meðal annars þá að skólinn hefði frá upphafi lagt sérstaka áherslu á íslensku, íslenska sögu og íslenskar bókmenntir. „I öðru lagi á málstefnan að meta hvernig elsta og fornlegasta þjóðtunga í Evrópu gegnir hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í margskiptu upplýs- ingaþjóðfélagi." I þriðja lagi, segir Tryggvi, er efnt til þessarar málstefnu um stöðu íslenskrar tungu í lok aldar vegna aukinna áhrifa nýrrar upplýsinga- tækni á líf okkar. „Upplýsingatækn- in eykur samskipti og samvinnu ein- staklinga og þjóða og þessi auknu samskipti reyna á þol fámennra málsamfélaga. Alþjóðaþing málvís- indamanna í Atlanta árið 1994 komst að þeirri niðurstöðu að innan 100 ára yrðu aðeins 5% af þeim 6500 tungumálum, sem nú eru töluð í heiminum, „lifandi“ tungumál, þ.e. tungumál sem næðu til allra þátta mannlífsins - hin tungumálin sex þúsund talsins væru annaðhvort með öllu útdauð ellegar aðeins töluð í eldhúsinu heima.“ Tryggvi sagði jafnframt: „I fjórða lagi er efnt til þessarar málstefnu vegna breytinga sem orðnar eru á íslensku þjóðfélagi, bæði vegna al- þjóðahyggjunnar svo og vegna breyttra viðhorfa til eignarhalds og fjármálastjórnar þar sem arður af fjármagni er settur ofar öðrum hagsmunum - hvort sem við köllum þetta frjálshyggju eða nýkapítal- isma. Þessar breytingar hafa þegar haft í för með sér byltingu í at- vinnuháttum og búsetu og er þeim breytingum ekki lokið enn. Stefnir allt í þá átt að innan aldarfjórðungs búi 90% landsmanna, um 300 þús- und manns - á hinu eiginlega höfðu- borgarsvæði sem nær frá Þjórsá í austri að Hvítá í Borgarfirði í vestri en á þessu svæði búa nú um 200 þúsund manns - eða 75% lands- manna. Er engin höfuðborg í heimi sem getur mælt sig við Reykjavík í þessum efnum. Þessi breyting á bú- setu hefur að sjálfsögðu áhrif á skólahald í landinu, eins og allt ann- að, og er fyrirsjáanlegt að skólum fækkar á landsbyggðinni, því að ungu fólki á landsbyggðinni fækkar, og nemendum fækkar einnig í þeim skólum sem eftir verða. Enda þótt Menntaskólinn á Akureyri hafi hingað til staðið af sér áföll bú- seturöskunar hefur nemendum á hefðbundnu upptökusvæði skólans fækkað um fimmtán þúsund manns undanfarna tvo áratugi. Nú eru því að minnsta kosti um 200 færri nem- endur í skólanum en hefðu verið ef fólksfjölgun hefði verið jöfn á land- inu. Þessi fækkun nemenda hefur það í för með sér að störf á Akur- eyri eru tuttugu færri en ella hefðu verið. Málstefnan um stöðu íslenskrar tungu í lok aldar er því einnig haldin til þess að vekja athygli á starfi Menntaskólans á Akureyri. Skólinn á undir högg að sækja, eins og allar stofnanir úti á landi og landsbyggð- in öll. Stefnt er að því að gera Menntaskólann á Akureyri að landsmenntaskóla og bjóða nemend- um alls staðar að af landinu - og þá ekki síst af höfuðborgarsvæðinu - vist í traustum heimavistarmennta- skóla úti á landi. Þetta gæti orðið liður í að efla búsetu í landinu - ef stjórnvöld þekktu sinn vitjunartíma - en þá þarf að vera unnt að bjóða öllum aðkomunemendum vist í nú- tímalegri heimavist eins og í ráði er að reisa við skólann, ef tekst að fella þau ljón sem á veginum eru.“ Bæjarráð styrkir Halló Akureyri BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita Markaðsskrif- stofu Akureyrar styrk að upp- hæð 350.000 til markaðs- og kynningarstarfsemi í tengslum við hátíðina Halló Akureyri. Jafnframt samþykkti bæjar- ráð að fulltrúar frá íþrótta- og tómstundaráði, ráðgjafardeild og umhverfisdeild komi að stjórnun verkefnisins fyrir hönd bæjarins. Áður hafði bæjarráð samþykkt erindi frá Ferðamálafélagi Ákur- eyrar, þar sem félagið óskaði eft- ir heimild til þess að fella götu- og torgsölu í miðbænum undir skipulag hátíðarinnar Halló Akureyri. Bæjarráð samþykkti að taka frá alla sölureiti sem ekki eru í fastri útleigu í göngugötunni Hafnarstræti og á Ráðhústorgi dagana 29. júlí til 2. ágúst og veitti Ferðamálafélaginu heimild til að ráðstafa þeim til einstakra söluaðila og fella þá undir skipu- lag Halló Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.