Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sátt hefur náðst í Sigrirðarmálinu „ Skynsamlegast að ljúka málinu“ UR VERINU Morgunblaðið/Þorkell PRÓFESSOR Kalidas Shetty, Sigurður R. Þórðarson, framkvæmdastjóri Meltuvinnslunnar ehf., og Jörgen Krabbe frá danska fyrirtækinu Biosynergi. Fiskmelta notuð til lífrænnar ræktunar ÁBURÐUR úr fiskúrgangi hentar geysilega vel til lífrænnar ræktun- ar, að mati virts bandarísks pró- fessors sem leitað hefur leiða við framleiðslu á plöntum og öðrum gróðri sem hefur lækningamátt af ýmsu tagi. Hann segir Islendinga hafa mikla möguleika á þessu sviði vegna mikilla fisk- og orkuauð- linda. Islenskir og danskir aðilar hafa sett á stofn fyrirtæki, Iceland Organica, sem byggir á hugmynd- inni um að nota hráefni úr sjálf- bærum auðlindum á Islandi til líf- rænnar ræktunar. Þetta kom fram á fundi sem Norís hf. og Meltuvinnslan ehf. héldu um rannsókna- og þróunar- störf sem beinst hafa að lífrænni ræktun og notkun fiskmeltu sem áburðar .fyrir lífræna ræktun. A fundinum kynnti prófessor Kalidas Sfhetty, frá Amherst-háskólanum í Massachusetts, rannsóknir sínar á ræktun jurta til eflingar heilsu manna. Nýjar aðferðir við ræktun Eitt megin inntak þeirra kenn- inga sem Shetty hefur lagt til grundvallar þessu starfi er hvernig bregðast eigi við gífurlegri fjölgun mannkynsins á næstu áratugum. Hann fullyrðir að við fjölgun mannkynsins úr 6 milljörðum í 10 til 12 milljarða sé útilokað að mæta þörfinni fyrir heilsugæslu með þeim aðferðum sem nútíminn beitir við almennar lækningar, þ.e. með lyfjagjöf af ýmsu tagi, á annan hátt en þann að teknar verði upp nýjar aðferðir við ræktun plantna, græn- metis, ávaxta og gróðurs sem þjóni þeim tilgangi beinlínis að leysa að einhverju eða miklu leyti af hólmi þáð gífurlega magn lyfja sem not- ast er við í heiminum í þeim til- gangi að bæta heilsu manna. Shetty hefur stundað þessar rannsóknir sl. 15 ár og segist með- al annars hafa notað fiskmeltu með frábærum árangri við ræktunar- og þróunarstarf sitt í Amhearst. Eykur nýtingu og- verðmæti sjávarafurða Hann segir að fiskmelta geti orðið mikilvægur þáttur í þeirri miklu þörf sem er að verða til með stór- aukinni framleiðslu á lífrænt rækt- uðum matvælum í heiminum. Möguleikar Islendinga miklir „I áburði sem unninn er úr fiskafurðum eru ýmis efni sem breyta og bæta efnasamsetningu jurta, til dæmis matjurta, og eykur virkni þeirra efna í jurtunum sem við þurfum mest á að halda, svo sem próteins. Möguleikar Islend- inga á þessu sviði eru miklir því þeir hafa aðgang að stórri auðlind í hafinu. Þeir geta hins vegar aldrei orðið stórir á sviði landbúnaðar, einfaldlega vegna loftslags- og veð- urskilyrða. Hér eru engu að síður einstakar aðstæður hvað varðar ódýra orku og Islendingar gætu nýtt jarðvarmann til lífrænnar ræktunar í gróðurhúsum. Slík ræktun gæti líklega aldrei orðið fyrir almennan markað, heldur sé ég fyrir mér ræktun á ýmiss konar lækningajurtum," segir Shetty. Ýtir undir framleiðslu á verð- mætum lífrænum áburði Fiskmelta er búin til úr hökkuð- um fiski eða fiskúrgangi sem bætt- ur er sýru til að lækka sýrustig. Þá fer af stað verkun sem verður til þess að eggjahvítuefnin í fiskinum brotna niður og hann verður í raun að þunnfljótandi vökva. Meltu- vinnslan ehf. í Njarðvík var stofnuð í árslok 1996 og framleiðsla hófst árið 1997. Norís hf., sem er í eigu norskra og íslenskra aðila, hefur séð um sölu afurða frá vinnslunni. Að sögn Sigurðar R. Þórðarson- ar, framkvæmdastjóra Meltu- vinnslunnar, var fyrirtækið tilbúið í framleiðslu 1998 en vegna breyttra markaðsaðstæðna var ekki grund- völlur fyrir framleiðslunni. Því hafi verið leitað nýrra leiða íyrir vör- una. Þannig hafi komist á tengsl við bandaríska prófessorinn fyrir tilstilli Sigurjóns Arasonar, starfs- manns Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Sigurður segist binda töluverðar vonir við samvinnuna við bandaríska prófessorinn og að hún geti orðið nýsköpun í íslensk- um landbúnaði til framdráttar og ýtt undir notkun fiskúrgangs til framleiðslu á verðmætum lífræn- um áburði. Þannig aukist verðmæti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu, sem og nýting og verðmæti verð- minni fisktegunda og fiskúrgangs. Meltan þykir frábær áburður „Við teljum að við getum farið inn á hefðbundinn markað fyrir meltu í Bandaríkjunum en þar er hún mikið notuð til beinnar áburð- amotkunar í almennri trjá- og garðrækt. Meltan þykir frábær áburður og reyndar er fiskúrgang- ur þekktur áburður hér á landi frá gamalli tíð en hann var víða borinn á tún með góðum árangri. Við sjá- um einnig fyrir okkur að það séu að verða til markaðír fyrir lífrænan áburð vegna aukinnar eftirspurnar eftir lífrænt ræktuðum vörum í heiminum í dag. Við ættum því að geta notað meltuna sem grunn í margar tegundir af áburði fyrir margs konar notkun," segir Sig- urður. Danskt-íslenskt fyrirtæki Prófessor Shetty hefur stofnað fyrirtæki í Danmörku, Biosynergi Danmark, til að tryggja milliliða- lausa aðkomu að löndum Evrópu- sambandsins fyrir hugmyndir sín- ar og afurðir. Jörgen Krabbe, sem einnig stóð að stofnun fyrirtækis- ins, hefur af hálfu danskra stjórn- valda samræmt aðgerðir sem miða að því að gera danskan landbúnað að leiðandi afli á sviði lífrænnar ræktunar á heimsmælikvarða. Hann kynnti á fundinum stofnun nýs fyrirtækis, Icelandic Organica, sem er í eigu Norís hf. og Bi- osynergi Danmark og byggir á hugmyndinni um að nota hráefni úr sjálfbærum auðlindum á íslandi til lífrænnar ræktunar. „Við erum að leita eftir viðræð- um við íslenska fjárfesta sem kunna að hafa áhuga á þessum málum. I Danmörku er lögð sífellt meiri áhersla á lífrænt ræktaðar landbúnaðarafurðir og eftirspurn eftir þeim eykst stöðpgt. Mér skilst hins vegar að hér á Islandi séu fáir sem einbeiti sér að lífrænni rækt- un, enda eru aðstæður hér mun erfiðari," sagði Jörgen Krabbe. SAMKOMULAG hefur náðst í máli Sigurðar VE milli norska ákæruvaldsins og útgerðar skips- ins um að norsk yfirvöld felli niður helming af kröfum sínum en helm- ingur krafnanna verði greiddur. Framkvæmdastjóri Isfélags Vest- mannaeyja hf. segir skynsamlegt að ljúka málinu með þessum hætti, með hliðsjón af forsendum Hæsta- réttar Noregs. Þá sé kostnaður við málaferlin orðinn mikill og muni aukast hver svo sem endanleg nið- urstaða verður. Norska strandgæslan tók Sigurð VE sem var að síldveiðum í lög- sögu Jan Mayen þann 6. júní árið 1997 og færði skipið til hafnar í Bodö í Noregi. Skipstjórinn var sakaður um að hafa brotið lög og reglur um fiskveiðar í lögsögu Jan Mayen varðandi tilkynningaskyldu og færslu veiðidagbókar. Norsk yf- irvöld gerðu kröfu um að skipstjór- inn og útgerðin, Isfélag Vest- mannaeyja hf., greiddu u.þ.b. fjór- ar milljónir króna en skipstjórinn neitaði sök og hann og útgerðin neituðu að greiða kröfuna. Þá var gefin út ákæra og málið fór fyrir héraðsdóm og áfrýjunardómstól sem sýknuðu skipstjórann og út- gerðina. Málið endaði svo fyrir Hæstarétti þar sem dómur áfrýj- unardómstólsins var ógiltur. Isfélagi Vestmannaeyja hf. ber því að greiða norskum yfirvöldum um tvær milljónir króna vegna málsins. „Við mátum stöðuna þannig að áframhaldandi málaferli hefðu í raun getað endað á hvorn veginn sem er,“ segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Is- félagsins. „Það er því skynsamleg- ast íyrir okkur að slíðra vopnin. Við vorum líka orðnir hundleiðir á þessu máli, búnir að fara ótal ferðir til Noregs og kostnaðurinn við það orðinn mikill. Hefðum við ekki samið núna hefði málið farið fyrir tvö dómstig í viðbót. Við teljum því að hér ráði skynsemin ferðinni." Sigurður leggur áherslu á að með lokum málsins með þessum hætti sé ekki um viðurkenningu á sekt að ræða. Þvert á móti hafi komið í ljós við rekstur málsins að Með 7.0001 þorskígildi Hólmadrangur og BGB sameinast STJÓRNIR hlutafélaganna BGB hf. á Árskógsströnd og Hólma- drangs hf. á Hólmavík hafa undir- ritað viljayfirlýsingu um að stefnt skuli að sameiningu fyrii-tækjanna og verði hún miðuð við uppgjör þeirra þann 30. júní næstkomandi. Sameinað mun fyrh-tækið ráða yfir aflaheimildum, sem svara til um 7.000 tonna af þorski og er stefnt að því að samræma skipastól félagsins við þær heimildir. í viljayfirlýsing- unni segir að stefnt skuli að áfram- haldandi rekstri í landi á þeim stöð- um, sem fyrirtæki era nú með, það er fiskvinnslu á Árskógssandi og Drangsnesi, fiskþun'kun á Dalvík og rækjuvinnslu á Hólmavík. Lög- heimili hins sameinaða félags verð- ur að Sjávargötu 6 á Árskógssandi. BGB varð fyrir nokkru til við samruna fyrirtækjanna Blika hf. á Dalvík og G. Ben. á Árskógssandi. Hólmadrangur hefur verið rekinn um árabil og er Kaupfélag Steim- grímsfjarðar stærsti hluthafinn. Nú gerir BGB út skipin Blika, Arnþór, Sæþór og Otur og Hólmadrangur gerir út samnefndan frystitogara, Sigurfara og Ásdísi. tilkynningar höfðu verið sendar frá skipinu eins og skipstjórinn hafði haldið fram. Vegna tæknilegra mistaka komust þær ekki til norskra yfirvalda. Þá hafi veriði sýnt fram á að skipstjórinn hafi fært dagbók skipsins nákvæmlega samkvæmt íslenskum lögum og íyrirmælum Fiskistofu. Starfmenn Fiskistofu hafi talið að samningur hafi verið gerður milli hennar og norsku fiskistofunnar um færslu veiðidagbóka. Hæstiréttur Noregs hefur hinsvegar kveðið upp úr með að ekki hafi nægt að senda tilkynn- ingar frá skipinu og að túlkun Fiskistofu varðandi veiðidagbækur skipti ekki máli. Þá leggja skip- stjórinn og útgerðin áherslu á að allur málatilbúnaður hafi verið mjög forkastanlegur af hálfu norskra yfirvalda og í engu sam- ræmi við tilefnið. Sama afstaða hafí komið fram hjá íslenskum yfirvöld- um sem mótmæltu töku skipsins harkalega á sínum tíma. Síldarafli og kvóti til 24. júní 1999 Skip Kvóti Afli Jón Kjartansson SU 7.419 5.992 Birtingur NK 5.039 5.646 Guðrún Þorkelsdóttir SU 6.069 5.479 Oddeyrin EA 5.889 5.310 Sighvatur Bjarnason VE 5.719 5.264 Faxi RE 5.286 5.247 Víkingur AK 5.493 5.116 Háberg GK 4.303 4.929 Örn.KE 4.770 4.908 Sunnuberg NS199 6.020 4.761 Beitir NK 5.679 4.748 Hákon ÞH 4.609 4.676 Björg Jónsdóttir ÞH 4.641 4.610 Seley SU 4.851 4.594 SigurðurVE 5.983 4.514 Þorsteinn EA 5.263 4.273 Víkurberg GK 4.049 4.252 Isleifur VE 5.055 4.157 Súlan EA 4.103 4.100 Bjarni Ólafsson AK 5.128 4.028 Grindvíkingur GK 4.619 3.965 Antares GK 5.410 3.852 Óli í Sandgerði AK 4.270 3.826 Sunnuberg NS 70 5.347 3.823 Júpiter ÞH 5.060 3.774 Gullberg VE 4.909 3.705 Elliði GK 3.867 3.631 Huginn VE 4.071 3.585 GuðmundurVE 4.138 3.570 Guðmundur Ólafur ÓF 3.492 3.492 KapVE 3.926 3.429 Svanur RE 3.481 3.245 Gullfaxi VE 4.131 3.069 Bergur VE 4.738 3.038 Arnþór EA (1030) 2.682 2.941 Hoffell SU 3.880 2.838 FaxiNRE 2.862 2.835 Húnaröst SF 3.732 2.644 Þórður Jónasson EA 3.510 2.643 Jóna Eðvalds SF 3.634 2.367 Arney KE 3.158 1.990 Gígja VE 3.174 1.933 Neptúnus ÞH 3.845 1.751 Þórshamar GK 3.979 1.591 Sigla Sl 2.594 1.545 Sveinn Benediktsson SU 2.207 955 Heimaey VE 1.318 778 Glófaxi VE 1.494 770 Arnþór EA (1413) 4.023 Oj Baldvin Þorsteinsson EA 33 0 Bergur Vigfús GK 1.243 0 Börkur NK 3.842 0 Dagfari GK 1.397 Hólmaborg SU 3.493 0 Júlli Dan l’S 2.027 "jjj Sjóli HF 860 0 Sléttbakur EA 6 <n Stakfell ÞH 860 0 Sæfaxi VE 1.433 0 VenusHF 2.561 0 Þerney RE 860 0 SAMTALS 231.534 174.191 Hraunteigur Falleg 3ja-4ra herb. nýuppgerð u.þ.b. 100 fm kjallaraíb. á þessum eftirsótta stað. Nýtt eldhús og bað. Sérinngang- ur og fallegur garður. Nýjar frárennsl- islagnir. Áhv. 4 m. hagst lán. V. 8,9 m. 2294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.