Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HIÐ ÓLGANDI HAF BÆKUR IVáttúrufræðirit HAFIÐ eftir Unnstein Stefánsson. 2. útgáfa, endurbætt og aukin. 480 bls. Há- skólaútgáfan 1999. Verð kr. 4.900. ALMBNN þekking á hafínu ristir tæpast ýkja djúpt, þó að við höfum sótt þangað lífsbjörg alla tíð. Skýr- ingin er einkum sú, að óravíðátta og djúp hafs- ins eru slík, að engum einum er ætlað að kunna skil á því öllu. I ljósi þess, að hafið þek- ur rúm 70% af fleti jarðar og rúmtak þess er um fjórtánfalt meira en landsvæði ofan sjáv- armáls, er ekki að undra, þó að það hafí tekið drjúgan tíma að kanna það allt, eigin- leika þess og lífríki. Óþarft er að orðlengja um mikilvægi hafsins fyrir þorra jarðarbúa en eigi að síður er nauð- synlegt að uppfræða fólk um leyndardóma þess og auð- lindir. Ahugi okkar Islendinga á hafinu er mikill, enda erum við háðari því en margir aðrir. Lesefni hefur ekki verið n'kulegt, en þó minnast margir rita eftir Bjarna Sæmundsson, en Sjór og loft kom út 1919 og Sjórinn og sævarbúar 1943. Þáttaskil urðu 1961, þegar Almenna bókafélagið gaf út Hafið eftir Unnstein Stefánsson, en nú hefur hann aukið og endur- bætt þá bók verulega. Bók Unnsteins, Hafið, skiptist í sextán meginkafla. Að mestu er fjall- að um sjóinn sjálfan, eins og eðliseig- inleika, ljós í hafi, hita, seltu, sjógerð- ir, efni sjávar, strauma, bylgjui', sjáv- arföll og hafís. Þá er og gerð grein fyrir uppruna hafsins; myndun, mót- un, eðli og lögun botnsins; sagt irá ýmsum búnaði til rannsókna og haf- inu við Island eru gerð góð skil. Ljóst má vera af þessari upptaln- ingu, að hér er saman kominn geysi- mikill fróðleikur. En hér kemur ým- islegt fleira til. Höfundi auðnast að tvinna saman fræði sín og sögulega vitneskju, og hann kann að segja frá og skýra flókna hluti á auðsæjan hátt. Sem dæmi um þetta, valin af handahófi, má nefna út- skýringu á því, hvernig unnt er að lægja stormöldur með því að dæla olíu á sjóinn, en það er gamalt og þekkt ráð sjómanna í aftaka- veðrum, og einnig hvernig stormbylgjur geta náð meiri hraða en vindurinn. Margt fleira mætti tiltaka, þar sem fjallað er um eðlis- og efnafræði á mjög grein- argóðan hátt. I bókinni er fjölda- margt, sem er reglulega gaman að fræðast um, og er hún í alla staði einkar áhugaverð. Bókin er þannig samin, að hún er mjög aðgengileg til aflestrar, því að hver kafli myndar nokkum veginn sjálfstæða heild og er hver öðrum for- vitnilegri. Eg er þess fullviss, að þeir, sem tengjast hafinu á einn eða annan hátt, geta allir með tölu aflað sér mik- illar vitneskju með lestri bókarinnar og haft af henni hina mestu ánægju. Málfar er yfirleitt vandað og lát- laust. Fræðiorð eru jafnan skýrð vel, svo að allir megi skilja. Oft og tíðum notar höfundur önnur orð en nú tíðkast (einkum í kennslubókum), eins og hálflek himna en ekki hálf- gegndreyp himna, en það kemur varla að sök. Þá virðist mér óþarft að tala um hitastig, þegar nægir að segja hiti. Orðið efnahvörf er nú haft um það, sem fyrrum var nefnt efnabreyt- ing. Hér bregður svo við, að höfundur hefur það í eintölu, efnahvarf (bls. 204), sem tæplega getur merkt annað en að efni týnist eða sé stolið, til dæmis ef sementspoki hverfur úr vöruskemmu. Öðru máli gegnir um umsvif, sem er í eintölu (bls. 371) eins og í fomu máli, þó að flestum sé tamt að beita fleirtölunni. Það leynir sér ekki, að prófarkalestur er með ágæt- um og prentvillur sárafáar. Allmargar myndir, kort, teikning- ar og línurit prýða bókina og auka verulega skilning á efninu. Hér hefði þó mátt vanda valið betur og jafn- framt að koma í veg fyrir auðar síður við lok kafla. Því miður er prentun ekki áfallalaus í eintaki mínu, letrið er sums staðar misdökkt og nær ólæsilegt í einni opnu (bls. 244 og 245). Á því leikur enginn vafi, að Unn- steinn Stefánsson hefur dyggilega fetað í fótspor mikilvirtustu náttúru- fræðinga þjóðarinnar, eins og Þor- valdar Thoroddsens, Bjarna Sæ- mundssonar og Steindórs Steindórs- sonar, sem sömdu allir undirstöðurit í fræðum sínum handa almenningi, auk þess að leggja drjúgan skerf til greina sinna, Trúa mín er því sú, að Hafið verði slíkt grundvallarrit sem lengi verður vitnað til og verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um að standa vörð um nýtingu hafs- ins, svo að það skili sem beztum arði. Ágúst H. Bjarnason Unnsteinn Stefánsson Á MYNDLISTARSÝNINGU MHÍ á Stöðvarfirði kennir margra grasa. Morgunblaðið/Bjami Myndlistarsýning MHÍ á Stöðvarfirði Stöðvarfírði. Morgunblaðið. Víðir Ingólfur sýnir í Ráð- húsinu NÚ stendur yfir fyrsta einkasýning Víðis Ingólfs Þrastarsonar í Tjarnar- sal Ráðhúss Reykjavíkur. Á sýning- unni eru 17 verk frá síðasta ári og eru unnin með olíu á striga. Megin- viðfang myndanna eru undirdjúpin, samspil lita, ljóss og skugga. Víðir hefur lokið allmörgum áföngum í myndlist frá ýmsum skól- um, segir í fréttatilkynningu. Sýningunni lýkur 29. júní. Sýningum lýkur Nýlistasafnið SAMSÝNINGUNNI Polylogue lýk- ur á sunnudag. Þar sýna 15 lista- menn frá París. Polylogue er félag áhugamanna, listunnenda, safnara og menntamanna stofnað árið 1996. Sýningin er opin daglega nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Fold, Kringlunni Sýningu Lýðs Sigurðssonar í sam- eiginlegu sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar, lýkur í dag. Á þjóðhátíðardaginn 17,júní var opnuð myndlistarsýning í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar. Sýningin nefnist Synthesis og eru þar til sýnis myndverk eftir nokkra útskriftarnema. Þetta eru lokaverkefni þeirra frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands ásamt verkum nokkurra kennara. Verkin eru mjög fjöl- breytileg og gefur þar að líta málverk, grafík, skúlptúr, textil, objekta og vídeóverk. Sýnendur eru: Eva Hrönn Haf- steinsdóttir, Björg Melsted, Valgerður Björnsdóttir, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Elsa Soffía Jónsdóttir, Dís Þorleiksdóttir, Karla Dögg Karlsdóttir, Bryn- dís Brynjarsdóttir og Guðbjörg Theodórsdóttir, en þær sýna lokaverkefni sín, og Marios Elftheriadis sem útskrifaðist úr mastersnámi. Einnig Ríkharður Valtingojer, Valgerður Hauks- dóttir og Sigrid Valtingojer, kennarar við Myndlista- og handíðaskólann og Sírir Ein- arsson og Stella Sigurgeirs- dóttir sem eru á 2. ári í grafík- deild. Gestur sýningarinnar er textfllistakonan Sólrún Frið- riksdóttir á Stöðvarfírði. Það er myndlistarmaðurinn Rík- harður Valtingojer, sem búsett- ur er hér á Stöðvarfírði, sem hefur haft veg og vanda af upp- setningu sýningarinnar en sýn- ingin er byijun á Sumarskap ‘99, skapandi sumar á Stöðvar- fírði. Ríkharður Valtingojer stend- ur fyrir fjölda námskeiða í hin- um ýmsu formum myndlistar og munu námskeiðin standa yf- ir í allt sumar frá júní til og með ágúst. Myndlistarsýningin á Stöðvarfirði verður opin dag- lega frá kl. 14-18 og stendur til 4. júlí. GUNNAR Friðriksson við verk sín af eyjum á Skagafirði. Skagfírsk málverka- sýning í Lónkoti í GALLERÍI Sölva Helgasonar að Lónkoti í Skagafírði stendur yfír sýning Gunnars Friðriks- sonar. Yfírskrift sýningarinnar er Eyjasýn. Til sýnis eru pastel- og olíumyndir af eyjum á Skaga- fírði og skagfirsku landslagi. Gunnar er fæddur árið 1942 og hefur mest fengist við lands- lagsmálverk, en einnig óhlut- bundið. Gunnar stundaði nám við Handíða- og myndlistar- skóla Islands og í Ásmundarsal við Freyjugötu á árunum 1962-65. Þetta er tíunda einkasýning hans og stendur til 30. júní. Gunnar verður viðstaddur sýn- ingu sína á morgun, laugardag, og tekur á móti gestum. VERK Kristjáns Davíðsson- ar á sýningunni Lífæðar. Lífæðar 1999 til Húsavíkur MYNDLISTAR- og ljóðasýn- ingin Lífæðar verður opnuð á Heilbrigðisstofnuninni á Húsa- vík fóstudaginn 25. júní kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokk- unum á Landspítalanum og kemur nú af Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Tólf mynd- listarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf Ijóð- skáld birta átján Ijoð. Lista- mennirnir eru Bragi Ásgeirsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinns- son, Hulda Hákon, Ivar Bi-ynj- ólfsson, Kristján Davíðsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ölafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pét- ursson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Isak Harðarson, Kristín Ómars- dóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Megas, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þor- steinn frá Hamri. Sýningunni á Húsavík lýkur 19. júlí en þaðan heldur hún til Heilsugæslutöðvar Vopnafjarð- ar. Það er Islenska menningar- samsteypan art.is sem gengst fyrir sýningunni í boði Glaxo Wellcome á Islandi. Tuskur og spor í Varmahlíð HILDUR Sigurðardóttir og Sig- rún Axelsdóttir opna sýningu á sunnudag á myndverkum sínum úr hör og silki í Gallerí Ash Ker- amik, Lundi, Varmahlíð. Sýningin stendur til 16. júlí og galleríið er opið alla daga frá kl. 10-18. FRÁ sýningu Erlu B. Axelsdóttur í Edinborgarhúsinu. Erla B. Axelsdóttir sýnir á Isafirði NÚ stendur yfir sýning á verk- um Erlu B. Axelsdóttur í Edin- borgarhúsinu á ísafirði. A sýningunni eru olíumálverk og pastelmyndir. Erla hefur áð- ur sýnt í Slunkaríki á ísafirði ár- in 1986 og 1993. Sýning Erlu er opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 16-18 og stendur til 4. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.