Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR fara yfir í annan heim til Guðs og þá yrði ég nú að vera glöð en ekki hrygg því að það væri alls ekkert slæmt að deyja heldur væri það ákveðið ferli í lífinu sem allir yrðu að feta einhvem tímann. Svo brýndi hann fyrir mér að muna eft- ir laginu hans Vilhjálms, „því eitt sinn verða allir menn að deyja“. Það sem ég er í dag á ég mikið að þakka ykkur báðum, þér elsku amma fyrir kennslu í eldamennsku, þvotti, prjóni, útsaum og ótal- mörgu fleira og afa íyrir margar spjallstundir og spekingslegar um- ræður um lífið og tilveruna. Svo fluttust þið til Reykjavíkur og ég þá alfarin til foreldra minna en þó áttuð þið heima í næsta húsi, þannig að mikill samgangur var á milli enda þótti mér það bara fint. Svo kom að þið ákváðuð að minnka við ykkur og fluttuð í litla íbúð skammt frá þar sem þið því miður bjugguð mjög stutt vegna fráfalls afa. Eftir það fluttir þú til okkar og það eru góðar minningar sem ég á um það. Grjónagrautur- inn þinn, sem alltaf var nú kallaður ömmugrautur, var einstakur. Seinna meir keypti ég íbúðina sem þið áttuð en sá þig þó daglega heima hjá foreldrum mínum, þar til hún mamma var orðin svo veik að þú fórst austur í Neskaupstað til Huldu frænku og manns hennar, Gunnars. Stuttu síðar féll mamma frá eða 11. apríl 1994. Ég sá þig síðast á 75 ára afmæl- inu þínu í september 1995, en þó töluðum við stundum saman í síma og síðast spjölluðum við saman rétt fyrir jólin 1996. Þá varstu þokka- lega á þig komin, þekktir mig enn og spurðir mikið, sem mér þótti vænt um þar sem ég bý svona langt í burtu. Síðar fór að bera meira á Alzheimer-sjúkdómi þín- um og þú þurftir faglega aðstoð og þá fórst þú á Fjórðungssjúkrahús- ið í Neskaupsstað þar sem þú naust aðstoðar fólks sem er faglært í umönnun sjúklinga sem haldnir eru þínum sjúkdómi og hef- ur kunnáttu til að takast á við hann. Þar varstu til síðasta dags er kallið kom. Elsku amma, Tóta, ég kveð þig með söknuði og ætla að biðja al- góðan drottin að varðveita þig. Takk fyrir mig. Sigrún Svavarsdóttir og fjölskylda, Bandaríkjunum Tilgangur lífsins á 21. öld Námskeið um tilvistarkreppu nútímans og húmanisma Sólheimum í Grímsnesi 26. júnífrákl. 12-18. Leiðbeinandi Kjartan Jónsson. Námskeíðsgjald. 3.500 kr. Öllum heimil þátttaka. Skráning í síma 899 6570. Tónleikar og gömul mótorhjól í Arbæjar- safni ÍSLENSK þjóðlög og frönsk kaffihúsatónlist mun óma um safnsvæði Árbæjarsafns á morgun, laugardag. Þá spilar fyrir gesti strengjakvartettinn Dísurnar og verða tónleikarnir í húsinu Lækjargötu 6 kl. 14. Meðan á tónleikunum stendur verður boðið upp á leikjadag- skrá í Kornhúsinu fyrir börn- in. Kynning á handverki, listiðn og listamönnum heldur áfram i safnbúðinni. Þessa helgi mun Björk Ottósdóttir kynna út- saumuð nálabréf og nælur eftir hádegi bæði laugardag og sunnudag. Félagar úr Vélhjólafjelagi gamlingja koma þeysandi inn á safnsvæðið klukkan 13 sunnu- daginn 27. júní. Hjólunum verð- ur lagt víðs vegar um safnsvæð- ið og munu félagsmenn kynna starfsemi félagsins, sýna upp- gerð mótorhjól á ýmsum aldri og spjalla við gesti frá kl. 13.00 til 17.00. Saga mótorhjólsins á Islandi er orðin nokkuð löng. Fyrsta vélhjólið kom til landsins árið 1905 og var Þorkell Clemenz eigandi þess. Brunaði hann fyrstur manna á mótorfák frá FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 45 > FRÉTTIR í ÁRBÆJARSAFNI verða til sýnis gömul mótorhjól á sunnudag. Reykjavík til Hafnarfjarðar og tók það ferðalag aðeins 20 mín- útur. Þótti honum þessi nýi far- arskjóti mun heppilegri á ís- lenskum vegleysum heldur en bfllinn. Vélhjólaíjelag gamlingja var stofnað árið 1993 að frumkvæði nokkurra heiðursmanna sem höfðu áhuga á að aka gömlum mótorhjólum og að gera þau upp. Einkunnarorð félagsins eru „Gamlinginn skoðar stein- inn“. Auk þess verður hefðbundin dagskrá alla helgina. Hand- verksfólk verður við störf í ýmsum húsum, unnið verður við prjónaskap og roðskógerð og bakaðar lummur í Árbænum. Steinar Axelsson sýnir gestum netahnýtingar við Nýlendu og teymt verður undir börnum bæði laugardag og sunnudag kl. 15 og mjaltir verða um kl. 17. í Dillonshúsi eru boðnar ljúffengar veitingar. Friðarhlaup hefst í dag HÓPUR fólks leggur land undir fót á vegum Heimsfriðar-hlaupsins í dag, föstudag. Stutt upphafsathöfn fer fram við Höfða kl. 12 á hádegi. Að því loknu leggja hlauparar af stað út úr borg- inni, fyrst hring meðíram strönd Reykjaness og síðan eftir þjóðvegi 1 í austurátt. Hlaupið verður í ■ 17 daga og fimm nætur. Tekið verður á móti maraþonliði Friðarhlaupsins í Reykjavík um klukkan 14.19 sunnu- daginn 11. júlí er lagðir hafa verið að baki 2.800 kílómetrar. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem haldið hefur verið annað hvert ár frá því árið 1987. Umfeng þess er sifellt að aukast og er nú hlaupið í flestum ríkjum Sameinuðu þjóðanna. Þátttaka í Friðarhlaupinu er öll- um heimil sem áhuga hafa. GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^jjjpeða flísar ^yaeða parket verð ^jyóð þjónusta 20% afsláttur af1 nærfatnaði á Krínglukasti. f Hympit;=i_ Krlnglunni 8-12, slmi 558 3600 <• Almennur afgreiðslutími verslana Mán. - fim. 10.00-18.30 Fösfud. 10.00-19.00 Laugard. 10.00-18.00 Uppl/singar um símanúmer á textavarpi siðu 690 KRINGMN Fréttagetraun á Netinu 0mbUs JÓNSMESSUHÁTÍÐ RAFIÐNAÐARMANNA Arleg fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsam- bandsins verður í landi símamanna við Apavatn 25.-27. júní. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. íþróttir, veiði, varðeldur, dansleikir, oppkastali, rennibraut og margt fleira. Hátíðin er félagsmönnum að kostnaðarlausu Rýmum til fyrir nýjum vörum og seljum nokkrar gerðir af þrúgum og víngerðarefnum með 40 -50% afslætti. Sumarafsláttur af öðrum vörum. P L Ú T O - cUlt tU 4M*KýeSu)G/l Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, sfmi 553-1080 Opiö: mán - fös: 10-18 og lau: 10-14 Baldursgata 14, Keflavík, slmi 421-1432. Opið mán. - fös: 13-18 Sunnuhlíö 12, Akureyri, sfmi: 461-3707. Opið mán - fös.13-18 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.