Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 56
> 56 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Einu tónleikar Rússibananna í sumar rv, FJÖRUGIR tónar munu óma í Kaffileikhúsinu um helgina þegar Rússibanarnir stilla saman strengi sína og verður þetta eina tækifæri sum- arsins til að hlýða á hljómsveitina. Harmon- ikkuleikari sveitarinnar, Tatu Kantomaa, er á leiðinni til frekara náms í Hannover í Þýska- landi og hyggjast sveitarmeðlimir kveðja hann með pomp og prakt á kveðjutónleikum á föstu- dagskvöldið, en á laugardagskvöldið verður efnt til stórdansleiks að hætti sveitarinnar. Kjartan Guðnason, trommuleikari sveitarinn- ar, er nýkominn til landsins úr námi í Hollandi og mun því hljómsveitin verða skipuð öllum sín- um fóstu liðsmönnum sem eru auk ofantalinna þeir Guðni Franzson klarinettuleikari, Einar Kristján Einarsson gítarleikari og Jón Skuggi bassaleikari. Einar Kristján, gítarleikari sveitarinnar, seg- ' ■* ir að ljóst sé að Tatu Kantomaa muni ekki leika með Rússibönunum um hverja helgi þegar hann verður kominn á fullt í náminu í Þýskalandi en þó sé ekki loku fyrir það skotið að sveitin muni geta komið saman til hátíðabrigða af og til næsta vetur. „En núna er Kjartan trommuleik- ari að koma til landsins svo þetta verða góðir endurfundir um helgina,“ segir Einar. - Nú eru Rússibanaböllin þekkt fyrir mikið fjör, en heldurðu að gestirnir haldist í sætunum á tónieikunum á fóstudaginn? „Já, ég held að það sé bara skemmtileg til- breyting að spila á tónleikum. Við höfum haldið * tónleika úti á landi og svo vorum við með út- gáfutónleika í Ópenmni og fólk var mjög ánægt með það. Eg held að tónlistin bjóði upp á bæði tónleika og dansleiki." Morgunblaðið/Arnaldur RUSSIBANAR. Frá vinstri Kjartan Guðnason, Guðni Franzson, Jón Skuggi, Einar Kristján og Tatu Kantomaa. - Gesth-nir verða kannski með smáfíðring í fótunum. „Já, við verðum bara að róa það niður,“ segir Einar og bætir við að hugsanlega verði rólegri lögunum gert hærra undir höfði á föstudaginn. „En ef menn eru í miklu stuði verða kannski tekin einhver sólónúmer." - Er þá mismunandi dagskrá fyrir kvöldin? „Elskan mín, það er aldrei tími til að æfa nýtt efni, þetta er svo upptekin hljómsveit, en við spil- um helstu skrautfjaðrimar á tónleikunum“ segir Einar kíminn. „En eftir helgina þegar Tatu er farinn til Þýskalands leggst hljómsveitin undh- feld og svo er á dagskránni að hittast í haust og æfa upp nýtt efni og undirbúa veturinn." - An harmonikkunnar? „Ja, það er nú allt óljóst. Við vonumst nú til að Tatu komi af og til í heimsókn og spili með okkur þá, en við höfum nokkra afleysingamenn sem hafa hlaupið í skarðið þegar einhvern okk- ar vantar.“ - Pið eruð aliir mjög virkir tónlistarmenn og spilið víða á eigin vegum. Eru Rússibanarnir ykkar aðferð til að fara á djammið? „Það sér nú aldrei vín á nokkrum manni í þessari hljómsveit,“ segir Einar hlæjandi. -Allir með þverslaufur? „Nei, nei. En það var nú ekki farið af stað með nein langtímaplön þegar við byrjuðum fyr- ir rúmum þremur árum en svo hefur þetta verið besta skemmtun. En við erum allir uppteknir menn og vera okkar í Rússibönunum ekki okk- ar aðalstarf. En við látum gamanið ráða ferð- inni í hljómsveitinni.“ - Þú lofar rosafjöri um helgina í Kaffíleikhús- inu? „Já, það hefur alltaf verið mjög gaman á þessum samkundum og engin ástæða til að ætla að ekki verði það sama upp á teningnum núna sem endranær,“ segir Einar að lokum og blaða- maður hugsar sér gott til glóðarinnar að hrista af sér vetrar- og vorrigningardrungann og komast í almennilegt sumarskap, enda með fiðring í fótum. KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó á Akureyri og Nýja bíó í Keflavík frum- sýna The Matrix með Keanu Reeves, Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss í aðalhlutverkum. Þegar hver sekúnda skiptir sköpum HEFUR þig einhvern tíma dreymt draum sem þú ert viss um að sé raunveruleg- ur? Hvað ef þú gætir ekki vaknað? Hvemig myndirðu vita muninn á draumaveröldinni og raunveru- leikanum? Neo (Keanu Reeves) hefur margtoft spurt sig þessara spuminga og hann kvelst að vita ekki svarið og geðheilsu hans er alvarlega ógnað. Hann trúir því að Morpheus (Laurence Fishburne), ( persóna sem hann þekkir aðeins í gegnum sögusagnir og er sagður hættulegasti maður veraldar, geti gefið honum svörin sem hann leit- ar eftir. Hin fagra en ókunna Trinity (Carrie-Anne Moss) hefur sam- band við Neo og leiðir hann inn á óþekkt svæði annars heims þar sem hann hittir loks hinn dular- fulla Morpheus. I sérkennilegum draumkenndum heimi há Neo, Morpheus og Trinity baráttu við ókunn öfl og fjölda yfimáttúrulega _j greindra leyniþjónustumanna. Hver hreyíing, hver sekúnda og hver hugsun skiptir öllu máli í þeim hildarleik þegar Neo hefur uppgötvað leyndarmál frumfylkis- ins (Matrix). Kvikmyndin The Matrix hefur vakið mikla athygli vestanhafs og slegið met í aðsókn. Mikið hefur ■“Tverið rætt um hugmyndafræði myndarinnar og þykir tæknilega INEjU Og HUU'J óþekktum heimi NEO er leikinn hliðin og útlit mynd- arinnar einstaklega vel heppnuð. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu um innihald og söguþráð myndarinnar sem þykir marka tímamót í gerð framtíðar- mynda. Leikstjóramir og bræðumir Larry og Andy Wachowski náðu fyrst athygli almenn- ings með svarta grín- tryllinum Bound með þeim Gina Gershon og Jennifer Tilly í aðal- hlutverkum. En áður en þeir höfðu skrifað handritið að Bound voru þeir búnir að leggja niður drög að handriti The Matrix, sem hefur verið þeirra draumaverkefni um langa hríð. Þeir sendu handritið til framleið- andans Joel Silver sem á að baki vinsælar framtíðarmyndir eins og „Predator" og „Demolition Man“ og hann hreifst strax svo mjög af handritinu að hann tryggði sér for- kaupsrétt að væntanlegri mynd. „The Matrix er mjög flókin saga sem gerist í framtíðinni en er sögð í nútíðinni, jafn ótrúlega og það hljómar," segir Silver og bætir við að bræðurnir hafi eytt árum í að fullkomna handritið og gera það aðgengilegra fyrir stærri markað. „Við byrjuðum með þá forsendu í huga að allt sem við trúum á í dag og hver einasti hlutur í heim- inum sé í raun uppspuni, skáld- skapur, ofinn í rafrænum heimi. Um leið og sú forsenda er fyrir hendi hverfa allar hindranir lík- amlegs veruleika. Þannig að ef persónur „The Matrix“ geta nálg- ast upplýsingar á sama hátt og tölvur taka inn ný forrit, geta þær orðið jafn góðar í kínverskri bar- dagalist og Jackie Chan,“ segja Wachowski-bræðurnir. Keanu Reeves er best þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni Speed, en hann á að baki fjölda mynda eins og Much Ado About Nothing, Bram Stoker’s Dracula, My Own Private Idaho og The Devil’s Advocate, svo nokkrar séu nefndar. Laurence Fishburne var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Ike Turner í What’s Love Got To Do With It“, en hann hefur leikið í fjölda kvik- mynda og hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn. Carrie-Anne Moss hóf feril sinn sem fyrirsæta en hefur síðan mest leikið í sjónvarpi. Frumsýning Stutt Gellur glíma Á NÆSTA ári verður sýndur í bandarísku sjónvarpi nýr þáttur þar sem ungar og aðlaðandi konur munu takast á. Þátturinn ber nafn- ið „Women in Wrestling" eða Gell- ur glíma og er yfirfullur af stúlkum sem hafa meiri farða en vöðva og nöfn þeirra segja ýmislegt um þáttinn. Þar verður m.a. hægt að fylgjast með Beggu bóndadóttur og Summer strandverði glíma vikulega frá byrjun næsta árs. „Tími kvenglímu er kominn. Konur eru að verða meira og meira áber- andi í íþróttum og glíma hefur aldrei verið jafn vinsæl og nú,“ sagði David MacLane, framleið- andi þáttanna. Almannafé í símavændi LÖGGJAFINN í Kólumbíu hefur eytt meira en einni og hálfri milljón króna af almannafé á mánuði í símavændi að sögn símafyrirtækis þar í landi. St- arfsmenn fyrirtækisins Telecom komust að þessu eftir að þeir voru beðnir um að ráðleggja hvernig mætti lækka símreikn- inginn hjá húsi fulltrúadeildar- innar. Einnig komst upp að um 30 af 620 símalínum deildarinn- ar höfðu verið fluttar á nálæg kaffihús og veitingastaði, svo að starfsmenn gætu unnið við þægilegri aðstæður. Ungur heim- skautsfari TVEGGJA ára gömul kanadísk stúlka er á leið á norðurpólinn ásamt foreldrum sínum og verður þar með einn yngsti heimskauts- fari frá upphafi. Keziah Winter Magor ferðast sömu leið og norsk- ur landkönnuður fór um fyrir 100 árum í von um að finna styttri leið milli Kyn’ahafsins og Evrópu. For- eldrarnir Lynda og Graeme eru vanir heimskautsfarar og ætla að sigla á 16 metra löngu skipi með járnklæðningu í september þessa ái’s í átt til pólsins. Þar munu þau lokast inni í ísnum og dvelja fram í ágúst árið 2000. „Keziah fæddist í janúai’ og er vön kulda. Við höfum haft gluggann í herbergi hennar opinn á veturna til að venja hana við. Auk þess er seinna nafn henn- ar Winter [vetur],“ sagði faðirinn. Fjórir Kanadamenn, tveir Norð- menn og einn Nýsjálendingur munu dvelja um borð í skipinu sem er sérhannað til að standast þrýst- inginn frá ísnum. Rússi verður Kani SONUR Nikita Krúsjeff, fyrrver- andi forsætisráðherra Rússlands, hefur sótt um bandarískan ríkis- borgararétt. Sergei Krúsjeff tók skriflegt próf af því til- efni. „Ég fékk 9,5 á prófinu og konan mín fékk 10,“ sagði hinn þunnhærði vís- indamaður. Hann hefur verið gestakennari við Brown- háskóla undanfarin átta ár. Sergei ræddi ásamt konu sinni við blaðamenn eftir prófið og sagði að þrátt fyrir að faðir hans hafi hótað að , jarða“ Bandaríkin á sínum tíma hefði hann skilið ákvörðun sína. „Ég tel að ef þú býrð í einhverju landi áttu að gerast ríkisborgari þess,“ sagði Sergei. „Við verðum góðir borg- arar.“ Hjónin munu sverja eið við hátíðlega athöfn í júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.