Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 59 • Thx DIGITAL ATH ný wppfærslq á www.stjorimbio.is mr DIGITAL * 'LA LTG)//\ JLG{ ★ ★ •n* 553 2075 ALVÖRU BÍÓ! LD Rolby STAFRÆMT DIGITAL' STÆRSTA TJALDH) MEÐ HLJOÐKERFII ÖLLUM SÖLUM! I HX Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B. i. 12 www.austinpowers.com Tónlist af ólíkum toga í Höllinni TONLIST Tónleikar AFMÆLISTÓNLEIKAR FM Stórtónleikar í Laugardalshöll, þriðjudaginn 22. júní. Fram komu sveitirnar Garbage, Mere- ury Rev, Republica, E-17, Skítamórall, Land og synir, Sóldögg og Sálin hans Jóns míns. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi, eða ári sem fjórar þekktar erlendar hljómsveitir leggja leið sína til íslands, lfklega var þó óþarfi að auglýsa nýafstaðna tónleika í Laugardalshöll sem „tónleika aldarinnar" þótt veglegir hafi verið. Hljómsveitimar voru af ólíkum toga, all- ar af breskum uppruna utan Garbage og úr poppheiminum, fjórar íslenskar sveitir hófu leikinn um hálffimmleytið en ekki skal frammi- staða þeirra sveita rakin hér enda gefast næg tækifæri til að beija þær augum hér á landi og getur því hver dæmt fyrir sig. Það var um hálfsexleytið sem fyrsta erlenda hljómsveitin steig á svið. Þá voru afar fáir áhorfendur mættir og þegar East 17 eða E-17 eins og sveitin kallar sig núorðið samanstóð áhorfendahópurinn af nokkrum tugum stúlkna sem stóðu í hnapp við sviðið en kunnu vel að meta tónlist strákanna. E-17 er strákasveit svokölluð, eða „boyband" en stráka- og stelpu- sveitir sem leika létt popp íyrir yngri kynslóð- ina hafa notið mikilla vinsælda í Evrópu und- anfarin ár sbr. Spice Girls-stúlkmTiar þekktu. Kannski sýnir E-17 að tónlist sem þessi er á undanhaldi, um fjögur ár eru síðan sveitin gaf síðast frá sér plötu og lítill áhugi virtist fyrir sveitinni. MERC^Y StÍðfr -^ skemmtileg tónlistarblanda. Republica var næsta sveit á svið, sú er öllu ferskari, lög hennar hafa notið nokkurra vin- sælda hér á landi undanfarin misseri, s.s. „From the Rush Hour With Love“, „Let’s Go“ og „Drop Dead Gorgeous". Nokkurt stuð komst á salinn þegar Republica hóf leikinn, tónlistin sveitarinnar er rokk með nýtískuleg- um blæ, ekki mjög frumlegum þó, lögin eru grípandi og voru þónokkrir gi'einilega komnir í þeim tilgangi einum að sjá söngkonuna skæn-auðhærðu og félaga hennar. Þegar leik Republica var lokið tók við löng bið. Oratíma tók að stilla upp á milli hljóm- sveita, reyndar í öll skiptin og ekki er laust við að stemmningin geti hrunið niður ansi snögg- lega við svo langa bið. Öll ljós voru kveikt og hátt í klukkutími leið þar til næsta hljómsveit, Mercury Rev, hóf leik sinn. Sú hljómsveit er mun frábrugðnari en þær tvær íyrri og öllu ró- legri. Tónlist sveitarinnar er einskonar blanda af áttunda áratugar sýrutónlist, sbr. Pink Floyd og fleiri og svo „indie“, minnti á köflum á Smiths, skemmtileg blanda að mörgu leyti. Heldur færðust fleiri upp í pallana þegar Mercury Rev byijaði, sennilega voru áhorf- endur helst til ungir til að njóta þessarar tón- listar. Gaman hefði verið að sjá þá kumpána í minni sal við aðrar aðstæður. Ekki var þó ann- að að sjá en að meðlimum sveitarinnar líkaði tónleikamir vel þar sem þeir léku efhi af m.a. plötum sínum Deserter’s Songs og See You on the Other Side. Líklega lauk svo tónleikunum þekktasta hljómsveit kvöldsins, Garbage. Það var loksins þá að salurinn fylltist af fólki, eflaust hafa ein- hverjir komið um það leyti er Garbage byrj- aði að spila svo og fækkaði fólki í sætum. Þá V magnaði upp stemninguna að ljósin og hljóð- kerfi staðarins voru nýtt til fullnustu og greinilegt að það skraut hefur verið vel æft. Það eru söngkonan Shirley Manson og gítar- leikari sveitarinnar Duke Ericson sem leiða sveitina að öðrum ólöstuðum. Trommuleikari sveitarinnar Butch Vig er rúmlega fertugur og hafði hlotið mikið lof sem upptökustjóri áð- ur en hann stofnaði Garbage, stjómaði meðal annars upptökum á Nevermind, annarri plötu hljómsveitarinnar Nirvana. Hljómsveitin á ótal lög sem náð hafa hylli um allan heim og nægir þar að nefna lögin, „Happy When It Rains“, „I Think I’m Para- noid“, „Queer“, „Stupid Girl“ o.fl. af plötunum Garbage og Version II. Sveitin gengur afar vel á sviði, eins og smurð vél, og greinilegt er að allt er vel skipulagt og æft hjá hljómsveitinni. Duke Ericson er furðulegur karl, horaður með geitarskegg og stikaði um sviðið virðulega, eins og sæmir manni á hans aldri. Shirley Manson, söngkona Gai-bage, er mjög góð á sviði, hún lék á als oddi þetta þriðjudagskvöld og kom áhorfendum í gott skap um leið og fyrsta lag þeirra endaði snögglega þegar raf- magn í Lagardalshöllinni sló út. Manson lét vel af dvöl sinni, sagði stuttlega frá ferð sinni í Reðursafnið, gerði grín að veðr- inu og stökk þess á milli um sviðið syngjandi við góðar undirtektir viðstaddra. Sveitin lék lengi, hátt í hálfan annan tíma, hélt uppi i, stemmningu allan tímann og hætti ekki fyn- en byrjað var að hleypa fólki út undir nótt. Tón- leikamir heppnuðust ef á heildina er litið ágætlega, þrátt fyrir að mætingin hefði mátt vera betri, kannski spilaði miðaverð inn í. Ólæti voru lítil sem og ölvun og ekki var annað að sjá en að allir hefðu skemmt sér hið besta. E.t.v. hefði mætingin verið betri ef aðeins Gai'- bage og kannski ein sveit til viðbótar hefði leikið og miðaverð verið lægra fyrir vikið, tak- mörk eru fyrir því hvað fólk borgar inn á tón- leika, sama hverjar eða hve margar hljóm- sveitir spila. Gísli Árnason Stærsta grinmynd allra tíma. Sýnd kl. 9,11 og 1 e. miðnætti. Simi462 3SQÐ • Akureyri • www.nell.is/'borgarbio Sýnd kl. 5, 6.30, 9 og 11.40. 1, 3, og 6 e. miðn., 9 og 12 um morguninn og 2.30 e.h. B.i. 16. Sýnd kl. 5, 9,11.40 og 2.10 eftir miðnætti. b.i. 16. ■rDiGn'AL ]M AT W X \J h EINNIG SÝND EFTIR MIÐNÆTTI www.samfilm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.