Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUN BLAÐIÐ FRÉTTIR Pollamótið í Vest- mannaeyjum Tjöld felld en mótið heldur áfram HVASSVIÐRI gekk yfir Eyjar í gærmorgun og voru tjöld og tjald- vagnar famir að skemmast í óveðrinu. Meðlimir Björgunarfé- lags Vestmannaeyja fóru inn í Heijólfsdal og aðstoðuðu fólk við að fella tjöldin og tjöldin á Ijald- vögnunum áður en meira tjón hlyt- ist af. í Eyjum era nú um 1.200 þátttakendur á árlegu pollamóti í knattspymu. Að sögn Einars Frið- þjófssonar í mótsstjórninni hafði veðrið engin áhrif á mótið. Einar Orn Arnarsson hjá Björg- unarfélagi Vestmannaeyja sagði að allir (jaldvagnar nema tveir hefðu verið felldir. Þessir tveir stóðu í nokkru skjóli og þá var búið að fergja þá og reyra vel nið- ur. Einnig sagði Einar að nokkur staerri Ijöld erlendra ferðamanna stæðu rokið ágætlega af sér. I Heijólfsdal vora aðallega foreldr- ar og aðstandendur strákanna sem taka þátt í pollamótinu. Strákamir gista flestir i' skólum svo ekki hefur væst um þá. Að sögn Einars var fólkinu boðin gisting í Týsheimilinu og í Lista- skólanum og þar var einnig að- staða til að þurrka tjöld og föt. „Við mælum ekki með því eins og er að fólk tjaldi aftur í kvöld, það verður að koma betur í ljós hvernig veðrið verður,“ sagði Einar Ora síðdegis í gær. „Við sögðum við fólkið að betra væri að fella tjöldin strax á meðan svona mikill mannskapur frá okk- ur væri í dalnum og brást fólk vel við, enda gott að bregðast við áð- ur en tjöldin færu að skemmast meira,“ sagði Einar Orn enn frem- ur. Að sögn Einars Amar mynd- aðist vindstrengur mcðfram fjall- inu í Heijólfsdalnum og því var mun hvassara þar en í bænum. Þess vegna gátu pollarnir haldið áfram að spila þrátt fyrir veðrið. Allt gengur vel Á pollamótinu gekk lífið sinn vanagang, leikið var af fullum krafti og leikgleðin var ósvikin að sögn Einars Friðþjófssonar í mótsstjóra pollamótsins. Hann sagði að það þyrfti miklu meira en þetta til að slá pollana og að- standendur mótsins út af laginu. „Á meðan peyjamir standa og mörkin hanga þá er spilað.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MENN máttu hafa sig alla við í Heijólfsdal í gær, þegar Qöldi tjalda var felldur vegna hvassviðris. Breytingar kynntar á skipuriti Landssíma Islands hf. Sex framkvæmdastjór- ar stýra sjö sviðum Forstjóri Þórarinn V. Þórarinsson LANDSSIMI ÍSLANDS HF Skipurit 25. júní 1999 I Tal- og gagna- flutningasvið Þór Jes Þórisson X Farsímasvið Magnús Ögmundsson Skrifstofa forstjóra Stórnotenda- svið Agnar Már Jónsson •Si Starfsmanna- svið Viðar Viðarsson s Upplýsinga- tæknisvið Viðar Viðarsson Stjómunardeild Sigurgeir H. Sigurgeirsson Uppl. og kynningarmál Ölafur P. Stephensen Innri endurskoðun Ólafur Karisson Lögfræðideild Páll Ásgrimsson Fjarskipta- net Bergþór Halldórsson Fjármála- svið Kristján Indriðason STJÓRN Landssíma íslands hf. samþykkti í gær viðamiklar breyt- ingar á skipuriti fyrirtækisins og ráðningu nýs framkvæmdastjóra, Agnars Más Jónssonar tölvunar- fræðings, til viðbótar þeim fimm sem fyrir voru. Unnið hefur verið að skipulagsbreytingunum frá því í fyrrahaust. Fram kom á frétta- mannafundi Landssímans í gær að að afloknum breytingunum muni Landssíminn skiptast í sjö svið. Auka á hlut rafrænna viðskipta Markmið skipulagsbreytinganna eru m.a. að auka sjálfstæði, frum- kvæði og ábyrgð einstakra rekstr- areininga og á Landssíminn að vera markaðsdrifið þjónustufyrirtæki í fremstu röð. Þá á að auka hlut raf- rænna viðskipta í starfsemi Lands- símans. Breytingarnar fela í sér að sex framkvæmdastjórar munu stýra sjö sviðum innan fyrirtækisins. Þór Jes Þórisson mun stýra tal- og gagnaflutningsþjónustu, sem mun sinna sölu og markaðssetningu á talsímaþjónustu og gagnaflutning- um um fjarskiptakerfi Landssím- ans. Magnús Ogmundsson stýrir farsímaþjónustu, en sú eining verð- ur ábyrg fyrir allri sölu og mark- aðssetningu á því sviði. Agnar Már Jónsson mun stýra stórnotenda- þjónustu. Hyggst Landssíminn leggja sérstaka áherslu á tiltekna viðskiptavini í hópi fyrirtækja sem teljast mikilvæg vegna stærðar, sérhæfðra þarfa og/eða þróunar- möguleika í fjarskiptum. Fjórir forstöðumenn heyra beint undir forsljóra Bergþór Halldórsson stýrir fjar- skiptaneti en sú rekstrareining mun sérhæfa sig í samningum og mark- aðssetningu á þjónustu gagnvart öðrum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi og erlendis. Viðar Viðarsson stýrir tveimur sviðum, starfsmanna- sviði og upplýsingatæknisviði. Markmið upplýsingatæknisviðs er m.a. að tryggja samræmda þróun og uppbyggingu upplýsingakerfa Landssímans og skapá fyrirtækinu markaðsleg sóknarfæri og sérstöðu með hjálp upplýsingatækninnar. Þá mun Kristján Indriðason stýra fjár- málasviði Landssímans. Auk framkvæmdastjóranna sex munu fjórir forstöðumenn heyra beint undir forstjóra í nýju skipu- riti. Páll Ásgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar lög- fræðideildar, Ólafur Þ. Stephen- sen stýrir upplýsinga- og kynning- armálum, Sigurgeir H. Sigur- geirsson er forstöðumaður stjórn- unardeildar og Ólafur Karlsson forstöðumaður innri endurskoðun- ar. BESTA BÓKIÍN um getnað, meðgöngu og fæðingu • Áreiðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðlngu barns og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móður og barns. * Ljósmyndír, teíkningar, ómsjármyndir og línurit — samtals yfir 500 litmyndir, • 350 bls. í stóru broti. «> FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Félagsmálaráðherra undrast ummæli bæjarstjóra ísafjarðar „Hefur ekki kynnt sér málin“ PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segist undrandi á ummælum Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra ísafjarðarbæjar, í Morgunblaðinu í gær, en þar gagnrýndi Halldór fé- lagsmálayfirvöld fyrir að taka ekki á vanda fiskverkafólks „Rauða hers- ins“ á Vestfjörðum. Sagði Halldór meðal annars að viðbrögð félags- málaráðuneytisins væru með öðrum hætti ef vandinn kæmi upp í Norður- landi vestra. Ráðherrann segir að sveitarfélögum á Vestfjörðum beri lagaleg skylda til að aðstoða fólkið. Páll Pétursson segir að viðbrögð ráðuneytisins hefðu verið þau sömu hefði þessi staða komið upp á Norð- urlandi vestra, enda væri líka farið að lögum þar. „Við fórum mjög ná- kvæmlega yfir það í félagsmálaráðu- neytinu hvað okkur væri heimilt að gera fyrir þetta fólk sem á vissulega við alvarlegan vanda að etja. Við átt- um meðal annars ágætan fund með verkalýðsleiðtogum af Vestfjörðum og það var enginn ágreiningur um það hvað okkur væri heimilt að gera í stöðunni. Við getum aðeins greitt fyrir því að fólkið fái vinnu annars staðar á landinu og þá er ég einkum að tala um erlenda verkafólkið. Það er vinnuaflsskortur víða á landinu og mikil ásókn í erlent vinnuafl. Eins getum við aðstoðað fólkið ef til gjald- þrots kemur hjá fyrirtækinu. En á meðan fyrirtækið verður ekki gjald- þrota höfum við engar heimildir til að koma að málinu." Páll segir Halldór beinlínis fara með rangt mál þegar hann haldi því fram að verkafólkið eigi rétt á at- vinnuleysisbótum. Það sé aðeins þeg- ar ákveðnum skilyrðum hafi verið fullnægt. Þeim skilyrðum sé ekki full- nægt þó að fyrirtækið sé sett í greiðslustöðvun. Viðkomandi sveitar- félögum beri hins vegar lagaleg skylda til að sjá til þess að íbúar þess líði ekki nauð. „ Sveitarstjómarmenn hafa margir sagt að sveitarfélagið hafi ekki burði til að aðstoða þetta fólk. Það er hins vegar önnur saga. I fé- lagsmálaráðuneytinu og í vinnumála- stofnun eru menn fúsir til að liðsinna þessu fólki eftir bestu getu, bæði er- lendu og innlendu verkafólki. Vest- firðingar hafa hins vegar hagað mál- um þannig að við komumst ekki til þess að veita aðstoð, það er að halda fólki í þessari spennitreyju í fyrir- tækjunum sem hvorki lifa né deyja. ‘ Páll segir atvinnuleysi á Vestfjörð- um skjóta mjög skökku við á meðan stærstum hluta afla sem landað sé í landshlutanum sé ekið til vinnslu í öðrum landshlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.