Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 9 FRÉTTIR Samtök verslunarinnar telja mögulegt að auka ferðamannaverslun í 5 milljarða Sala til erlendra ferða- manna margfaldast VERSLUN erlendra ferðamanna hér á landi hefur nær fjórfaldast á þrem- ur árum ef miðað er við endurgreiðsl- ur virðisaukaskatts til ferðamanna, sem hafa vaxið úr 270 milljónum kr. upp í tæplega einn milljarð kr. á síð- asta ári, skv. upplýsingum Hauks Þórs Haukssonar, formanns Samtaka verslunarinnar. Samtökin gera ráð fyrir að mögulegt sé að auka þessa verslun upp í fimm milijai’ða kr. Samtök verslunarinnar hafa unnið að stefnumótun sl. þrjú ár varðandi verslun við erlenda ferðamenn hér á landi. Forsvarsmenn samtakanna benda hins vegar á að hár virðis- aukaskattur og vörugjöld á fjölmörg- um vöruflokkum til viðbótar ytri toll- um hindri frekari aukningu þessarar verslunar. Þess vegna er nauðsyn- legt, að þeirra mati, að stjórnvöld grípi nú þegar til aðgerða og stuðli þannig að aukinni verslun erlendra ferðamanna. Ferðamálaráð birti nýlega niður- stöður könnunar meðal erlendra ferðamanna, sem greint var frá í Morgunblaðinu um seinustu helgi, en þar kom m.a. fram að 39% töldu að sú fullyrðing að gott væri að versla á Islandi stæðist mjög eða frekar illa. Haukur Þór bendir hins vegar á að skv. þessari könnun telji um 60% aðspurðra ágætt eða jafnvel mjög gott að versla á Islandi. Hann segir ljóst að það hafi náðst mikill árangur af tilraunum til að auka verslun erlendra ferðamanna hér á landi. Dýr matvæli og áfengi hindra aukningu verslunar „Það eru ákveðnir þættir hér á landi sem hamla þessari þróun. Við vitum að matvæli eru mjög dýr á Islandi en þar búum við við íslenskt landbúnaðarkerfi. í öðru lagi er áfengi skattlagt upp úr öllu valdi hér á landi. Fólk er orðið vant því nánast hvar sem er í heiminum að kaupa tiltölulega ódýrt áfengi og lítur á það eins og hverja aðra nauðsynjavöru," sagði Haukur. Hann benti í þriðja lagi á að mest aukning í verslun erlendra ferða- manna ætti sér stað í venjulegri merkjavöru. Vörugjöld á þessum vörufiokkum stæðu hins vegar í vegi fyi-ir frekari aukningu í sölu þessara vara sem væru tiltölulega dýrari hér á landi en á öðrum svæð- um. Haukur sagði að verslun væri í raun og veru orðin alþjóðleg at- vinnugrein og fólk keypti vörur hvar sem er í heiminum þar sem þær fengjust ódýrastar. Á við stórt álver „Við teljum að kaupmenn hafi brugðist vel við og nýtt sér vel þessa nýju atvinnugrein. Það fylgja gríðar- legir möguleikar þeim á þriðja hund- rað þúsund ferðamönnum sem koma hingað á hverju ári. Það eru í kring- um 10-15 milljónir króna á bak við hvern starfsmann í verslun. Ef versl- un við erlenda ferðamenn eykst upp í fimm milljarða myndu 400-500 starfsmenn bætast við í versluninni. Það jafnast á við stórt álver,“ sagði Haukur. Nýlega lauk í Reykjavík nám- skeiði í sölu til erlendra ferðamanna sem haldið var af Samtökum versl- unarinnar í samvinnu við Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur. Rúmlega 30 manns sóttu námskeiðið og hafa þá nærri 200 verslunarmenn hvaðanæva af landinu sótt námskeið- in sem haldin eru árlega. Fræðslusljóri Mótmæli byggð á misskilningi GERÐUR G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segist telja að mótmæli foreldra barna í Melaskóla vegna húsnæðis- mála skólans og ófullnægjandi úrbóta í tengslum við einsetn- ingu skólans í haust byggist á misskilningi. Gerður segir að með viðbygg- ingunni sem tekin verður í notk- un í haust hafi skólinn nægt húsnæði til að einsetja starfsemi sína. Eftir sé að vísu að gera breytingar í gamla húsinu til að hægt verði að framreiða mat í hádegi en það verði gert að ári. Að meðtalinni 1.300 fermetra viðbyggingu, sem tilbúin verður í haust, eigi húsnæði skólans að nægja til einsetningar. I daq — sumarkjólar 25% afsláttur Vinsæla tilboðssláin w Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. nýjar vörur í''" Antikhúsgögn Glli, Kjalarnesi, s. 566 8963 NÝ SENDING Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri,- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. Franskir veislukjólar stuttir og síðir TESS V. Neðst við Dunhogo, —A simi 562 2230. Opið virka daga 9—18, laugardaga 10—14. Morgunblaðið/Björn Blöndal SIGRIÐUR Alma Ómarsdóttir fyrir framan Búkolluna sem er af árgerðinni 1997. Líkar vel að keyra Búkollu Náms- styrkir fyrir karla FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur ákveðið að veita tvo 150 þúsund króna styrki til náms í félagsráðgjöf við Háskóla íslands á skólaár- inu 1999-2000. Styrkurinn verð- ur eingöngu veittur karlmönn- um sem stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráð- gjöf. Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson, prófessor og fyrrverandi borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma- félagsþjónustu í Reykjavík. Styrkveitingin er liður í jafn- réttisáætlun Félagsþjónustunn- ar og miðar að því að fá fleiri karla til starfa og er jafnframt hluti samstarfs Ferðaþjónust- unnar við félagsráðgjöf í Há- skóla íslands. Umsækjendur leggi fram skiiflega umsókn. Umsóknar- frestur er tii 20. júlí nk. Um- sóknum skal skilað til skrifstofu félagsmálastjóra, Síðumúla 39, 108 _ Reykjavík, netfang felagsÉrvk.is. Sérstök úthlutun- arnefnd, skipuð fulltrúum Fé- lagsþjónustunnar og félagsráðs- gjöf við HI, velur væntanlega styrkþega úr hópi umsækjenda. Keflavík. Morgunblaðið. „ÉG er búin að vera í þessu starfí núna í eitt ár og líkar vel,“ sagði Sigríður Alma Ómarsdóttir, 26 ára Keflavíkurmær, sem starfar við akstur á Komandsu Moxy trukk hjá íslenskum aðalverktökum sem eru að reisa nýtt fjölnota íþrótta- hús í Reykjanesbæ. Meðai starfs- manna er Komandsuinn í daglegu tali kallaður „Búkolla". Búkolla tekur um 36 tonna hlass og er há- markshraðinn um 60 km. Sigríður Alma sagði að hún væri meðlimur í Björgunarsveit Suður- HEILBRIGÐIS- og félagsmálaráð- herrai’ Norðurlandanna samþykktu á fundi sínum í Stavanger dagana 21. og 22. júní tvær tillögur, sem Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, bar upp. I fréttatilkynningu frá heilbrigðis- ráðuneytinu segir að á fundinum hafi verið ákveðið að kanna í sameiningu vilja til að mynda vinnuhóp til að kanna möguleika á að draga úr lyfja- nesja og þar sem hana hefði lang- að til að vera meiri þátttakandi í starfinu hefði hún drifið sig í meiraprófið til að geta ekið bflum sveitarinnar. „Mér var síðan boðið þetta starf sem ég þáði og fyrsti vettvangurinn var Hágöngumiðl- un,“ sagði Sigríður Alma. Hún sagði að Búkollumar væm nokkuð misjafnar og færi það aðallega eft- ir hvemig meðferð þær hefðu fengið. Hún æki nú árgerð 1997 af Búkollu sem væri „góð Búkolla“ enda fengið góða meðferð. kostnaði, hafa áhrif á markaðssetn- ingu lyfja og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun á Norðurlöndum. Hin tillagan felur í sér að löndin skiptist á upplýsingum um áfengis- neyslu ungmenna og viðleitni hvers lands fyrir sig til að greina að áfengi og íþróttaiðkun ungmenna. Islendingar fara um þessar mund- ir með formennsku í Norrænu ráð- herranefndinni. Samþykktu tillögur heilbrigðisráðherra Kanaríeyja {(akkarar Fimmta sumargleðin verður haldin að Laugalandi í Holtum 9.-11. júlí. Svæðið opnað föstudag kl. 16. Hellaferð laugardag kl. 13 (rúta). Skoðaðir verða Hellena hellar, leiðsögumaður Olgeir Engilbertsson í Nefsholti. Om s. 451 2467, Sigurborg s. 553 5556, Slggl og Rúna s. 565 6829, Kalll Ara s. 421 6037, Gylfl S. 892 0042, Gerður s. 555 4960 Mt J'jiiumiii'i'jii uij H'jiti í XúmiífiiiiOI. jAllir velkomnir með gesti og góða skapið KRINGLUKAST Síðustu forvöð Buxur - Peysur Bolir Tískuverslun»Kringlunni 8-12«Sími 5533300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.