Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tryggingafélag færeyska dýpkunarskipsins Vitan Atvinnu- menn í heimsókn ÞAÐ varð uppi fótur og fit á knattspyrnuæfingu hjá sjöunda flokki Þórs á Akureyri í gær- morgun, Jjegar tveir af atvinnu- mönnum Islands komu í heim- sókn. Þar voru á ferð Lárus Orri Sigurðsson og bróðir hans Krist- ján Örn, sem báðir eru á mála hjá Stoke City í Englandi. Þeir bræð- ur léku á sinum tíma báðir með Þór, eins og faðir þeirra, Sigurð- ur Lárusson, fyrrverandi lands- liðsmaður; Lárus Orri var einn af lykilmönnum meistaraflokks á tímabili, áður en hann hélt utan, og Kristján Örn lék með Þór í yngri flokkunum. Hann lék svo síðar eitt sumar með KA í meist- araflokki, á meðan faðir hans þjálfaði liðið, áður en hann gekk í raðir Stoke-manna. Yngstu knatt- spyrnumennirnir í Þór, sem eru á aldrinum fimm til átta ára, höfðu augljóslega gaman af því að fá hetjumar í heimsókn og nokkrir fengu eiginhandaráritun hjá þeim. Trygging skipsins bætir ekki tjónið á Fiskihöfninni BALDUR Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri, átti í vikunni fund með fulltrúa tryggingafélags- ins sem færeyska verktakafyrirtækið Sand- grevstur tryggir dýpkunarskipið Vitan hjá, vegna þeirra skemmda sem urðu á austurkanti Fiskihafnarinnar fyrir síðustu helgi. Baldur sagði að á fundinum hefði komið fram að hið færeyska tryggingafélag telji að trygging skipsins taki ekki til þess tjóns sem varð í Fiskihöfninni. Baldur sagði að tryggingafélagið liti svo á að Sandgrevstur hefði þurft að vera með sérstaka verktryggingu, en hún sé ekki fyrir hendi, alltént ekki hjá því tryggingafélagi. „Við eigum eftir að heyra frá fulltrúum verktakafyrirtækisins, en ef þetta er óyggjandi hjá tryggingafélaginu og menn verða sammála um það, er það að okkar mati verktakinn sem þarf að greiða tjónið og það gerir málið nokkuð erBðara,“ sagði Baldur. Verk upp á 23 milljónir króna Eins og komið hefur fram, urðu miklar skemmdir og mikið tjón er grófst undan þilinu við austurkant Fiskihafnarinnar og þekjan féll niður á um 60 metra kafla. Sigtryggur Bene- diktsson, tæknifræðingur hjá Siglingastofnun Islands, sagði í Morgunblaðinu sl. laugardag að færeyski verktakinn, sem er að dýpka í Fiski- höfninni, hefði orðið fyrir því óláni að dæla und- an þilinu með fyrrgreindum afleiðingum. Með snörum handtökum hafí hins vegar tekist að koma í veg fyrir stórtjón, sem hefði orðið ef þilið hefði fallið fram. Færeyska verktakafyrirtækið er að vinna verk upp á um 23 milljónir króna í Fiskihöfn- inni, en ljóst er að tjónið sem þar varð er upp á margar milljónir króna. Fyrirlestur og MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir fyrirlestri um miðaldaverslunar- staðinn að Gásum á morgun, sunnu- daginn 27. júní kl. 14 í húsi Zonta- klúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54. Að loknum fyrirlestri verður farin skoðunarferð skoðunarferð að friðlýstum leifum hins forna verslunarstaðar. Fyrir- lesari og leiðsögumaður verður dr. Helgi Þorláksson. Kostnaður vegna rútuferðar er 300 krónur og eru allir velkomnir. Dæmdir fyrir dráp á helsingja og heiðagæs HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt þrjá Akureyringa á þrítugsaldri í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot á lögum um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Einnig voru mennimir sviptir skotvopna- og veiðileyfum, auk þess sem hagla- byssur þeirra og skot voru gerð upptæk. Þá voru tveir þeirra dæmdir til að greiða 35.000 krónur í málsvamarlaun. Mennimir vom ákærðir fyrir að hafa sameiginlega skotið 59 hels- ingja og 8 heiðagæsir á túni norðan við bæinn Miðhús í Sveinstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu aðfaranótt 1. maí sl. Veiði á helsingja og heiða- gæs er bönnuð á þessum árstíma. Mennimir játuðu skýlaust sakar- giftir og vom játningar þeirra í samræmi við rannsóknargögn lög- reglu. Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af mönnunum skammt norðan Akureyrar, laust fyrir há- degi þann 1. maí. Vom þeir í fram- haldi af því færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu, auk þess sem hald var lagt á veiðifang og veiðibúnað þeirra. Við fmmrannsókn málsins framvísuðu mennimir gildum veiði- kortum og skotvopnaleyfum. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Græni herinn í Hrísey GRÆNI herinn heimsótti Hrísey á dögunum og tók þar til hendinni ásamt hópi heima- manna, við að tína rasl, gróð- ursetja og mála. Græni herinn er hópur sjálfboðaliða sem hefur það einmitt að markmiði að taka til hendinni vítt og breitt um landið, svo og að sameina krafta áhugasamra sjálfboðaliða til að rækta og fegra byggðir og ból með sam- stilltu átaki. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Cluh Wagon 350 XLT, 4x4 árgerð 1993 Bíllinn er 12 manna, breyttur af Bflabúð Benna og kom fyrst á götuna í júlí 1993. Ekinn 132.000 km. 7,3 lítra díselvél með Banks Turbo. Dana 60 framhásing. ARB loftlæsingar að framan og aftan. Dráttarkrókur. 35" BF Goodrich dekk og 8 stk. A.R.álfelgur. 4 IPF kastarar. Pioneer geislaspilari og margt fleira. Upplýsingar í 461 3910 og 898 3912 ^ Hlupu frá Akureyri austur í Mývatnssveit Atta tíma sólstöðuhlaup SKOKKARAR og aðrir útivist- argarpar finna sér ætíð tilefni til að leggja land undir fdt og eru hlaup kennd við Jóns- messu eða sólstöður orðin mjög vinsæl. Fæstum dettur þó í hug að hlaupa stanslaust í þriðjung úr sólarhring en sú varð raunin hjá tveimur kunn- um hlaupurum á Akureyri, Sigurði Bjarkiind og Karli Á. Halldórssyni, sem skokkuðu án afláts í 8 klukkustundir, frá Akureyri austur í Mývatns- sveit. Þeir Sigurður og Karl ákváðu að fara í sitt eigið sól- stöðuhlaup sl. miðvikudag og það má líka teljast harla ólík- legt að margir hefðu viljað fylgja þeim eftir. Hlaupaleiðin var frá Akureyri austur yfir Bfldsárskarð og niður að Illuga- stöðum, sem mörgum þykir nóg en þeir félagarnir skokka stundum þessa leið til þess eins að skreppa í sund á Illugastöð- um. Nú héldu þeir hins vegar áfram, komu við á Sörlastöðum til að skrifa í gestabókina og var það eina stopp þeirra á leið- inni, síðan áfram austur yfir heiðar og móa og niður að Kiðagili í Bárðardal og enn yfír heiði og torfærur alla leið aust- ur í Mývatnssveit. „Við vorum átta tíma á leið- inni og auðvitað vorum við býsna afdankaðir í lokin en þó held ég að það hafi verið furðu margar heilar blaðsíður í kollinum á okkur,“ sagði Sig- urður Bjarklind í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þetta hefði verið ákaflega skemmtilegt en erfitt hlaup, enda iðulega vegleysur og tor- færur á leiðinni. Þeir félag- arnir voru ekkert að gefa sér tíma til að stoppa og hvfla sig, drógu þó úr ferðinni niður í gönguhraða þegar þeir drukku og mötuðust og píndu í sig súkkulaði til að bæta upp orkutapið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurður og Karl vekja athygli fyrir hlaupaáráttu sína en fyrir nokkrum árum birti Morgun- blaðið grein um Látrastrandar- hlaup þeirra. Aðspurður kvaðst Sigurður aðeins vera að róast með árunum og hann hefur að mestu lagt keppnishlaup á hill- una en einbeitt sér að skokki á víðavangi, sem er þó gjarnan annað og meira en vepjulegt skokk eins og þessi átta tíma túr ber með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.