Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 17 AKUREYRI MJÓLKURFRAMLEIÐENDUR á félagssvæði MjóLkursamlags KEA sem fengu viðurkenningu fyrir úrvals- mjólk á siðasta ári. Góður árangur mj ólkurframleiðenda STAÐA og horfur í mjólkurfram- leiðslu á félagssvæði Mjólkur- samlags KEA var til umræðu á árlegum fundi samlagsins og bænda í vikunni. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir úr- valsrnjólk en 83 mjólkurframleið- endur á félagssvæði KEA, eða réttur helmingur, framleiddi úr- valsmjólk allt árið í fyrra. Verð- ur það að teljast góður árangur sé horft til þeirra ströngu skil- yrða sem þarf að uppfylla. Mjólkursamlag KEA fékk út- flutningsheimild til Evrópusam- bandslanda á siðasta ári, fyrst ís- lenskra mjólkursamlaga og gæðastjórnunarkerfi sitt vottað eftir svokölluðu ISO 9001 staðli, fyrst íslenskra matvælafyrir- tækja. Einnig má nefna góðan árangur framleiðsluvara sam- lagsins á virtri mjólkurvörusýn- ingu í Danmörku. Hópur þeirra sem framleiða úr- valsmjólk hefur farið stækkandi ár frá ári og hefur aldrei verið jafn stór og nú. Þá hafa sjö fram- leiðendur komist í þennan heið- ursflokk tíu sinnum eða oftar. Vel heppn- uð tónlistar- hátíð í Mý- vatnssveit TÓNLISTARHÁTÍÐ í Mývatns- sveit var haldin í fyrsta skipti á dögunum, og tókst mjög vel, að sögn Margrétar Bóasdóttur, sem var listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar. AIls komu fram tíu tónlistar- menn, fyrst með lifandi tónlist á veitingahúsum í sveitinni 17. júní. Þar var hvarvetna geysigóð aðsókn og sannkölluð þjóðhátíðarstemmn- ing í Gamla bænum við hótel Reynihlíð að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins, þar sem gestir tóku vel undir í söng við hljóðfæraleik tón- listarfólksins. Sungu íslensk lög Daginn eftir, 18. júní, héldu fjór- ir söngvarar tónleika í félagsheim- ilinu Skjólbrekku og sungu íslensk lög, óperuaríur og dúetta. Söngv- ararnir voru Signý Sæmundsdótt- ir, Margrét Bóasdóttir, Óskar Pét- ursson og Bergþór Pálsson. Píanó- leik annaðist Kristinn Örn Krist- insson. Mjög góð aðsókn var og viðtökur tónleikagesta frábærar. Bravóhróp heyrðust og sögðust ýmsir heimamenn aldrei hafa upp- Ufað jafnmikla stemmningu í Skjólbrekku. 19. júní voru glæsi- legir tónleikar með flautuleik, gít- ar, söng og og píanóleik. Flytjend- ur þar voru Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautuleikar- ar, Pétur Jónasson gítarleikari, Margrét Bóasdóttir, sópran og Kristinn Örn Kristinsson, píanó- leikari. Ættjarðarlögin í fjórum röddum Á sunnudag voru einnig vel heppnaðir barna- og fjölskyldutón- leikar í Grunnskólanum í Reykja- hlíð og rúsínan í pylsuendanum var svo Fjárlagakvöld í Skjólbrekku á sunnudagskvöldið. Þar mættu 120 manns úr allri sýslunni og víðar og sungu saman ættjarðarlögin í fjór- um röddum undir stjórn Jóns Stef- ánssonar organista, sem uppalinn er í Mývatnssveit. „I lokin var það mál manna að vonandi yrði áfram- hald á slíkum hátíðum og ekki mætti Fjárlögin vanta!“ sagði Mar- grét Bóasdóttir. GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 Cr æða flísar ^jyæða parket i^jyóð verð t*63 þjónusta fímmtudag til sunnudags Tetáuía kr 19fi> Frjálst val úr þessum tegundum: Birkikvistur Reyniblaðka Blátoppur Bjarkeyjarkvistur Japanskvistur Loðvíðir Úlfakvistur Stórkvistur Dögglingskvistur Yllir Víðiskvistur 6Jjölæmr plöntur 9 3 Ifywmar kr 999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.