Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Messur ætlaðar ferðafólki Hellissandi - Á sl. sumri tók sókn- arnefnd Búðakirkju upp á þeirri ný- breytni að hafa fjórar messur sem sérstaklega voru ætlaðar ferðafólki. Sóknamefndin hefur ákveðið að í sumar verði þetta með sama hætti og verður fyrsta messan á morgun, 27. júní, kl. 11 árdegis. Síðan verður messað 11. júlí og 25. júlí á sama tíma. Þetta eru stuttar helgistundir í kirkjunni að morgni dags og að þeim loknum munu sóknarprestur- inn, sr. Ólafur Jens Sigurðsson, og umsjónarmaður og meðhjálpari kirkjunnar, frú Kristjana Sigurðar- dóttir í Hlíðarholti, segja sögu þess- arar gömlu kirkju í stuttu máli. Þetta er mesti annatíminn á Búðum í ferðaþjónustunni. Messumar í fyrrasumar mæltust vel fyrir og vom vel sóttar og þykir því sóknar- nefndinni sjálfsagt að halda þessu áfram. Ekld þarf að taka fram að sóknarböm kirkjunnar og ferðafólk sem statt er á öðrum stöðum á Snæ- fellsnesi er að sjálfsögðu velkomið til kirkju. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson GÆÐAMJÓLKURFRAMLEIÐENDUR með verðlaun sín. Búðakirkja Morgunblaðið/Ólafur Jens Austur-húnvetnskir mjólkurframleiðendur Viðurkenningar fyrir gæðamjólk Blönduósi - Fjórtán mjólkurfram- leiðendur fengu fyrir skömmu af- hentar viðurkenningar frá mjólkur- samlagi Sölufélags A-Húnvetninga (SAH) fyrir gæðamjólk. Þessar við- urkenningar voru veittar í kaffi- samsæti í félagsheimilinu á Blöndu- ósi sem SAH hélt g<eöamjólkur- framleiðendunum. Páll Svavarsson, mjólkurbús- stjóri SAH, afhenti viðurkenning- araar og sagði að til að hljóta þær þyrftu menn að uppfylla mjög strangar gæðakröfur, meðal ann- ars hvað varðaði fjölda frumna og gerla í mjólkinni. „Þessu marki ná menn ekki nema hafa mikinn metn- að og sýna mikla natni hcima á bú- unum,“ sagði Páll Svavarsson mjólkurbússtjóri. Að þessu sinni hlutu viðurkenn- ingamar ábúendur á eftirtöldum jörðum: Austurhh'ð, Blöndudalshól- um, Glaumbæ, Brandaskarði, Auð- ólfsstöðum, báðir ábúendur á Steinnýjarstöðum, Neðri-Harrastöð- um, Steiná III, Fremstagili, Helga- vatni, Skinnastöðum og Eyjólfsstöð- um. Margir af þeim sem hlutu þama viðurkenningu hafa oftar en einu sinni hlotið samskonar heiður í gegnum tiðina. Verðlaunin sem mjólkurframleiðendur tóku við em smækkuð mynd af gömlu mjólkur- brúsunum sem hér áður fyrr vom teknir af brúsapöllunum fullir af mjólk og komu svo aftur til baka t.d. með skyr og Tímann sáluga. Sumarstemmning á Bakkafirði Morgunblaðið/Finnur Kvenna- hlaup ÍSÍ á Tálknafírði Tálknafirði - Kvennahlaup ISI var þreytt á Tálknafirði, eins og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu. Þátttaka var heldur dræmari en undanfarin ár, en sextíu og fjórar konur þreyttu hlaupið að þessu sinni, í góðu veðri. Það sem vakti at- hygli fréttaritara, var tíkin Kollí, sem mætti með eiganda sínum, Pá- línu Hermannsdóttur, uppábúin í bol merktum kvennahlaupinu og beið óþreyjufull eftir því að skokka af stað. Það þarf vart að taka fram, að þær stöllur lukU áfanganum með sóma Bakkafirði - Mikil sumarblíða hefur verið á Bakkafirði síð- ustu vikur og er það mat manna að hlýindin hafi verið meiri þessa viku en allt síðast- liðið sumar. Á dögunum bauð hljómsveitin Bohja-band íbúum Bakkafjarð- ar upp á létta sumarsveiflu und- ir berum himni og mæltist þetta framtak þeirra félaga vel fyrir. Fólk tók hér létta danssveiflu eða sat í kvöldsólinni og naut tónlistarinnar. Morgunblaði/Áki BOHJA-band er skipað Jóhanni Jóhannssyni á kassagitar, Geir Vil- hjálmssyni á hljómborð og Birgi Ingvarssyni bassaleikara. Hátíðarhöld í sæmilegu veðri Húsavík - Hátíðahöldin 17. júm' á Húsavík hófust með ávarpi Ingólfs Freyssonar, formanns Völsunga, en að þessu sinni sáu Völsungar og Skátafélagið Víkingur um hátíða- höldin. Messu fiutti séra Sighvatur Karlsson, en hátíðarræðuna flutti Örlygur Hnefill Jónsson lögfræð- ingur og fjallaði ræða hans mikið um það ástand sem er að skapast við það að íbúum fækkar á lands- byggðinni en fjölgar sunnan heiða. Hann hvatti mjög til að þessu yrði snúið við og taldi „að við hefðum möguleika til þess og þá yrðum við að finna. En til þess að finna, verð- um við að leita.“ Ávarp fjallkon- unnar fiutti Ásta Magnúsdóttir ný- stúdent. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Pálínu Skúla- dóttur og Lúðrasveit Húsavíkur lék undir stjórn Sigurðar Hall- marssonar. Við þetta tækifæri og á 93. af- mælisdegi séra Friðriks A. Frið- rikssonar, afhenti Helga Jóm'na Stefánsdóttir viðurkenningu úr Friðrikssjóði og að þessu sinni hlaut hana ungi og efnilegi tónlist- armaðurinn Róbert Þórhallsson, sem nú er í' framhaldsnámi í' Hollandi. Eftir hádegi hófst svo hátíðar- Morgunblaðið/Silli ÁSTA Magnúsdóttir var ljall- kona Húsvíkinga að þessu sinni. dagskrá við Borgarhólsskóla, hvar fram fór fimleikasýning, lúðra- blástur, leikir og þrautir. Margt fleira var gert sér til skcmmtunar, leikið golf og keppt í sundi og veit- ingar bornar fram. Hátíðahöldin fóru fram í sæmi- legu veðri og enduðu með fjöl- skyldudansleik við Borgarhóls- skóla. Námskeið fyrir ófaglært Egilsstöðum - Sérhæfninámskeið í umönnun aldraðra var haldið fyrir ófaglært starfsfólk á Sjúkrahúsunum á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Nám- skeiðið stóð yfir í vetur og tók um 100 stundir. Meðal námsefnis var sjálfstyrking og námstækni, heilsueíling, þróunar- sálfræði, siðfræði, samskipti og bók- leg og verkleg umönnun. Álls sautján þátttakendur luku námskeiðinu en starfsfólk það gefur launahækkun um einn flokk. Það voru MFA og Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs sem höfðu umsjón með námskeiðinu en það var styrkt úr starfsmenntunarsjóði félagsmála- ráðuneytis. Námskeiðinu lauk svo með vettvangsferð í Hulduhlíð á Eskifirði og á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað þar sem voru skoðaðar aðstæður og aðbúnaður í umönnun. MorgunblaðicVAnna Ingólfsdóttir LAGT var upp í vettvangsferð til Eskifjarðar og Neskaupstaðar að námskeiði loknu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.