Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 19 Fjármunaeign erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi Stærsti hluti fjárfest- ingar í stóriðnaði STÆRSTI hluti erlendrar fjármuna- eignar á íslandi er í stóriðnaði, s.s. járnblendi- og áliðnaði, eða 63%, að því er fram kemur í grein í júníhefti Hagtalna mánaðarins. Erlendir fjár- festar hér á iandi eru flestir frá Sviss og Bandaríkjunum. Bein fjármunaeign erlendra aðila í íslenskum atvinnurekstri jókst um 7,9 milljarða króna á árinu 1998 og var í lok þess árs 31,7 milljarðar, að því er segir í greininni. Samsvarandi bein fjárfesting erlendra aðila var um 8,7 milljarðar króna á ári á bilinu 1996-1998. Mikil aukning á erlendum fjárfestingum í heiminum Bein erlend fjárfesting í OECD- ríkjunum var í sögulegu hámarki ár- ið 1998 en hún nam um 462 milljörð- um bandaríkjadaia og jókst um 70% frá árinu á undan, að því er fram kemur í greininni. Fyrstu fímm mánuði þessa árs námu beinar fjárfestingar erlendra aðila hérlendis um 4,5 milljörðum króna og er í greininni áætlað að bein erlend fjárfesting ársins 1999 verði svipuð og síðustu ár, eða að meðaltali 8,7 milljarðar á ári. Fjármunaeign erlendra aðila í at- vinnurekstri hérlendis jókst mikið á árunum 1996-1998, eins og segir í Hagtölum mánaðarins. Bein fjár- munaeign á árinu 1998 jókst um 2,2 milljarða króna í fjármálastarfsemi, í iðnaði um 1,6 milljarða króna og í Bein fjármunaeign erlendra aðila eftir atvinnugreinuni verslun um 1,1 milljarð króna. Fjár- festingar utan stóriðnaðar eru því að aukast eins og sést á liðnum „annað“ á myndinni. Ávinningur beggja af fjárfestingum I greininni segir að m.a. megi skýra aukna beina erlenda fjárfest- ingu í heiminum undanfarin ár með aukinni einkavæðingu, auknu frjáls- ræði, fjölþjóðlegum samningum um aukið frelsi í viðskiptum og nokkuð stöðugum hagvexti. Markmið er- lendra fyrirtækja sem fjárfesta á ís- landi séu einkum þau að nálgast framleiðsluþætti og eignir og auka skilvirkni með því að nýta sér ódýra framleiðsluþætti. Avinningur ríkis sem nýtur er- lendrar fjárfestingar er einkum sá, að því er segir í greininni, að fjár- magnsstofn vex og tenging fæst við alþjóðleg markaðs- og sölunet. Enn- fremur ávinnst tækni- og verkþekk- ing, ásamt skipulags- og stjórnunar- þekkingu. I greininni segir að í framtíðinni megi búast við aukinni erlendri eign- araðild í fyrirtækjum á Verðbréfa- þingi. Fjárfestingar Lúxemborgara hafa aukist á Islandi og má rekja það til kaupa þarlendra fjárfestingarfé- laga á hlutum í Baugi og FBA. Lúx- emborgarar eru nú í þriðja sæti yfir helstu erlenda fjárfesta á íslandi, ásamt Norðmönnum. Tekjur eriendra aðiia af fjár- festingum hérlendis aukast Tekjur erlendra aðila af fjárfest- ingu í íslensku atvinnulífi voru um 2,3 milljarðar króna árið 1998 en voru að meðaltali um 1,6 milljarðar króna árin 1994-1998. Síðustu fimm ár hefur ávöxtun fjár- munaeignar erlendra aðila í atvinnu- rekstri á Islandi verið jákvæð um 11,7% að meðaltali, en ávöxtunin árið 1998 var 8,4%. í árslok 1998 höfðu er- lendir aðilar fjárfest í 87 íslenskum fyrirtækjum, af þeim skiluðu 64 hagnaði og 23 voru rekin með tapi, að þvi er segir í Hagtölum mánaðarins. Flugleiðum svarað 1 Morgunpunktum Kaupþings Skuldasamsetmng end- urspegli tekjumynstur I MORGUNPUNKTUM Kaupþings í gær er gagnrýni Flugleiða á stað- hæfingar Kaupþings í fyrradag, um óhagstæð áhrif gengisþróunar evru og dollars á afkomu Flugleiða, svarað. Þar segir að Kaupþing hafi ekki verið að deila á Flugleiðir hvað varð- ar vamaraðgerðir vegna gengisþró- unar dollars og evru. Þá segir að Flugleiðir hafi vissulega verið að bæta sig í varnaraðgerðum, en að Kaupþing hafi talið „heppilegra að félagið breytti skuldasamsetningu sinni þannig að hún endurspeglaði tekjumynstur félagsins betur.“ I Morgunpunktunum segir enn- fremur að Kaupþingsmenn hafi, til skamms tíma litið, áhyggjur af áhrif- um gengissveiflna á afkomu félags- ins; I frétt Morgunblaðsins í gær segir Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stefnumótunar- og stjómunar- sviðs Flugleiða, þessa þróun ekki hafa veruleg áhrif á afkomu fyrir- tækisins þótt gengisþróun hafi alltaf áhrif á fyrirtæki sem selji þjónustu sína á alþjóðamarkaði. Flugleiðir hafi unnið að vörnum sem felast í áhættustýringu og kaupi nú dollara á góðu verði. í Morgunpunktum Kaupþings í gær er því samsinnt að Flugleiðir hafi markvisst unnið að því að draga úr áhrifum gengissveiflna með því að auka tekjur félagsins í dolluram og sú stefna hafi skilað félaginu góðum árangri. Vægi dollarsins í tekjum fé- lagsins á síðasta ári hafi verið 39% á móti 53% vægis í gjöldum. Kaupþing telur upplýsingagjöf Flugleiða, hvað þessi mál varðar, hafa verið til fyrir- myndar. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Flugleiðir birta svo ítarlega sundurliðun á tekjum sínum, að því er segir í Morgunpunktunum. Einar Sigurðsson segir einnig rangt hjá Kaupþingsmönnum að gengi annarra mynta, sem máli skipta í tekjum félagsins, hafi mikla fylgni við evruna, hið rétta sé að pundið, sænska og norska krónan hafi meiri fylgni við dollar. Þetta samþykkja Kaupþingsmenn, en segja dönsku krónuna fylgja evr- unni. ' : Tilboð til sunnudags' Sumarbústaðaþnenna kRT/ Bergtoppur „Blátoppur* Lonlcera caerulea var. altalca Blaðfallegur runni. Verður um 100-150cm. LJósgræn blöð og gul blóm á vorin. Góður í limgerði. Harðgerð. • Afgreiðslutími: Virkadaga kl. 9.00-21.00 Umhelgar kl. 9.00-18.00 * Tilboðið gildir tii sunnudags eða á meðan birgðir endast 'Wr.i............ CD Helldarverð áður 1.690,- Nú 1.120,- Ellnorsýrena Syringa x prestoniae „Ellnor" Stórvaxlnn runnl. Verður um 200cm. Bleikir blómklasar I júni-júlí. MJög blómsæll og harðgerður. Stafafura Plnus contorta Fagurgrænt barrtré, fljótvaxin og harðgerð pianta. Verður um 3-6m. Hentar I sumarbústaðaland. GRÓÐRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX58I 2228 Sækið sumarið til okkar Pöntunarþjónusta fyrir landsbyggöina —-................... assDane í sumar Opnir tímar 2x -3x 1 viku. Byrjendur og framhald Innritun hafin - leitið upplýsinga í símum 5813730 - 5813760 Veður og færð á Netinu éjjmbl.is ! ’ Barbecue lambalæri Boggý systir Gauja litla hafði ekki hitt systkini sín á íslandi í 31 ár þegar hún kom frá Ameríku á dögunum með fjölskylduna. Til að fagna endur- fundunum var slegið upp veislu og að sjálfsögðu var hið sígilda íslenska lambalæri á borðum. Gaui glaður í bragði piparsósa úr sýrðum rjóma pipar frá Wyomíng, lagður til af Boggý systur. Rauðvfn: Totres Gran Coronas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.