Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dönsk-íslensk sveifla með svörtum blæ Morgunblaðið/Jón Svavarsson ZIEGLER/Scheving kvintettinn í sveiflu. TOJVLIST Kaffileikhdsið ZIEGLER/SCHEVING KVINTETTINN Finn Ziegler fiðlu, Árni Scheving vfbrafón, Oliver Antonus píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Einar Valur Scheving trommur. Fimmtu- dagur 24. júní. FINN Ziegler er kominn tU ís- lands í annað sinni. Fyrst kom hann hingað fyrir fjórum árum og lék þá á Hótel Borg og Djasshátíð EgUs- staða. Þá var hann sólisti með ís- lenskri hrynsveit. Nú leikur hann einnig í Reykjavík og á Egilsstöð- um, að vísu ekki á Hótel Borg held- ur í KaffUeikhúsinu sem hæfir svartri sveiflu Finns betur en Borg- in. Þar var hann á fimmtudagskvöld og þar verður hann aftur annað kvöld. Aftur á móti leikur hann í kvöld sem fyrir fjórum árum á Djasshátíð EgUsstaða sem nú er haldin í tólfta sinn. Finn er ekki einn á ferð í þetta sinni. I för með honum er eitt helsta ungstimi sveifludjassins danska, Oliver Antonus. Margir gætu dreg- ið þá ályktun af nafninu að drengur- inn væri ekki danskur, og ekki síður af útlitinu, því einna helst líkist hann boxgoðinu ástsæla, prins Na- sem Hamed. En Oliver er enginn boxari, ekki heldur á píanóið. Hann er klassískur djasspíanisti með ræt- ur í stfl Oscars Petersons og hefur víðar leitað fanga. Stfll hans býr yfir æskukrafti og þokka og þegar árin skríða yfir aldarfjórðunginn verður örugglega margt nýtt að finna í leik hans. Ungliðamir í bandinu, Olivier og Einar Valur Scheving, náðu á stundum rafmögnuðu sambandi sem kristallaðist í klassískri sveiflu ættaðri áratugum fyrir þeirra fæð- ingu. Frábær var Einar Valur í kar- abískum trommuslætti sínum í danska þjóðlaginu St. Thomas (að sögn NH0P lag sem Sonny Rollins fékk lánað úr þjóðlagasjóði Sánkti Tómasareyju sem eitt sinn var dönsk nýlenda) og ekki var Oliver síðri í einleik sínum í Makka hnífi eftir Kurt Weil, sem lengi starfaði með Bertold Brecht, sem hvað mest er ofsóttur á okkar dögum. Hrynsveitin var góð þótt Gunnar Hrafnsson bassaleikari stæði nokk- uð í skugga ungu ljónanna tveggja en lét þó ekki sitt eftir liggja í sjó- mannavísunni sænsku sem Finn hélt lengi danska og Ole Kock færði okkur á stórsveitartónleikum í Ráð- húsinu í fyrra. Finn Ziegler er sérkapítuli í evr- ópskri djasssögu. Fiðlan hefur ver- ið djasshljóðfæri svo lengi sem elstu menn muna. I fyrstu djass- hljómsveit veraldat', sem komett- istinn Buddy Bolden stjórnaði í New Orleans, var fiðluleikari. Af honum né öðrum djassfiðlurum fóru þó engar sögur fyrr en sá svarti Eddie South og ítalsk/amer- íski Joe Venuti komu til sögunnar. Af Venuti lærði Svend Asmussen, mestur allra evrópskra djassfiðlara. Margir halda þó að hinn ítalskætt- aði fransmaður, Stephan Grappelli, hafi staðið honum framar. Svo var þó ekki og kannski mest að þakka, fyrir utan snilldargáfu Asmussens, áhrifum þeim sem hann varð fyrir frá mesta djassfiðlara djasssögunn- ar, galdramanninum svarta Stuff Smith. Stuff kunni ekkert á klass- íska fiðlu, sem betur fer, og spann eins og hann væri með blásturs- hljóðfæri í höndunum. Hann varð einnig lærimeistari Finns Zieglers og það kom oft í ljós á tónleikum fimmtudagsköldsins í Hlaðvarpan- um. Finn er meistari hinnar ísmeygilegu sveiflu. Hann er ekki jafn höggharður og Stuff, og þar að auki klassískmenntaður og gripin því ekki jafn geggjuð og hjá goðinu. En skapið er tO staðar og alltaf heyrir maður anda Stuffs í sveiflu- blóði Finns r mun sterkar en hjá Asmussen sem er oft og tíðum fangi eigin fullkomnunai'áráttu. Sem má dæma af því er Svend sagði við Guðnýju Guðmundsdótt konsert- meistara, þegar hún hafði lofað fiðluleik hans sem mest eftir tón- leika á Hótel Sögu 1993. „Þér heyrðuð ekki alla feilana. Það geri bai'a ég.“ Flest laganna, er kvintett Zieglers og Schevings lék á fimmtudagskvöldið, voru af hinni klassísku efnisskrá djassins. Þó var eitt og eitt norrænt lag en ekkert eins vel þegið og Gettu hver ég er? eftir djassprófessorinn Jón Múla. Það er trúlega það laga hans sem best hæfir djassleikurum að spinna út af, þótt valsinn Víkivaki hafi oft- ar verið viðfangsefni þeirra. Þama fór Ami Scheving á kostum sem oftar, enda held ég að enginn núlif- andi djassleikari íslenskur standi honum á sporði, sé Jón Páll Bjarna- son gítarleikari undanskilinn. Ein- hvern veginn hittir Árni alltaf naglann á höfuðið, enda engir stæl- ar eða tilgerð til í spuna hans. Hrein tónlist frá upphafi til enda. Þeir félagar leika á Djasshátíð Egilsstaða á laugardagskvöld og á sunnudagskvöld verður síðasti konsert Zieglers/Schevings kvin- tettsins í Kaffileikhúsinu við Vest- urgötu. Eg efast ekki um að þeir leika aftur marga ópusana frá því á fimmtudagskvöd - bara í nýjum búningi. Hver gæti ekki hugsað sér að upplifa aftur kraftinn í There is no greater love, húmorinn í Did you call here tonight? (sem Finn lék oft með Ben Webster), eða dímuendóið og cesendóið í But not for me. Heilar þakkir fyrir ógleymanlegt kvöld, Ziegler, Scheving og félagar. Það er ekki oft sem maður brosir nær stöðugt á hátt í þriggja tíma tónleikum. Vernharður Linnet Fallega syngj- andi kvennakór Nýjar bækur • OKKAR á milli er fyrsta ljóða- bók Arthúrs Björgvins Bollasonar. I fréttatilkynningu segir að í fá- um en skýmm dráttum dragi höf- undur upp sterkar myndir af ís- lenskri náttúm, undmm hennar og furðum, hann veltir á sinn hátt fyrir sér eilífðar- spurningum um tímann, bregður upp myndum af mögnuðum augnablikum hér- lendis og erlendis eða furðar sig á Arthúr Björg- smáatriðum í vin Boliason daglega lífinu. Um- fram allt er bókin um ástina, þá flóknu og brothættu tilfinningu. Arthúr Björvin Bollason er kunn- ur fyrir störf sín í fjölmiðlum margskonar í gegnum árin, en hann hefur einnig fengist nokkuð við rit- störf. Hann skrifaði bókina Ljós- hærða villidýrið: arfur íslendinga í hugarheimi nasismans (1990) og hefur auk þess þýtt nokkrar bækur úr þýsku, m.a. eftir Schlink, Enzensberger og Nietzsche. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 52 bls. unnin í prentsmiðj- unni Grafík. Kápuna hannaði Guð- mundur Oddur. Verð: 1.790 kr. TONLIST Selljarnarneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kvennakór Kaupmannahafnar fiutti íslenska og erlenda söngva, undir sfjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur söngkonu en undirleikari var Val- gerður Andrésdóttir. Fimmtudagur- inn 24. júní, 1999. NAFNIÐ Kvennakór Kaup- mannahafnar er svolítið villandi því svo mætti halda, að kórinn væri að einhveiju leyti á vegum borgarinnar og jafnvel mannaður dönsku söng- fólki. Réttara væri að nefna fyrir- tækið íslenski kvennakórinn í Kaup- mannahöfn og þá léki ekki vafi á hverjir væru þar á ferð. Það er sagt, að varla sé til sá sæmilega fjölmenni vinnustaður, sveit eða þorp á Islandi, að ekki séu þar starfandi einn eða jafnvel fleiri kórar, sem ástundi tón- leikahald, bæði hér á landi og erlend- is. „Kvennkór Kaupmannahafnar" er skipaður 24 konum búsettum í Kaupmannahöfn og hefur aðeins starfað í tvö ár, undir stjóm Ingi- bjargar Guðjónsdóttur og nú ferðast þær til íslands, til að syngja fyrir þjóðina og eiga sjálfsagt eftir að gera víðreist í framtíðinni. Það sem gerir þennan kór sér- stakan er söngmátinn, þýður og hreinn og auðheyrt að stjómandinn veit sitthvað um raddbeitingu, enda hámenntuð söngkona. Þama heyrð- ist ekld sá kalltónn, sem oft einkenn- ir söng áhugafólks, eða lágþvingaður bijósttónn, sem minnir meira á söng stráka en kvenna, og er, því miður, oft ráðandi í alþýðusöng. Kórinn „söng“ með þýðum hljómi, allt svo árejmslulaust og fallega, að unun var á að hlýða. Enn vantar kórinn meiri skerpu í hryn og tóntaki en það kem- ur, þegar söngkonurnar hafa náð betri tökum á eðlilegri og áreynslu- lausri raddbeitingu. Tónleikamir hófust á þremur enskum barokklögum eftir Purcell, Morely og Dowland, er vora fallega sungin og Come again, eftir Dowland, var fallega sungið af kvar- tett. Þjóðlög frá Norðurlöndunum vora fallega flutt, Hættu að gráta hringaná, í mjög góðri raddsetningu Hiidigunnar Rúnarsdóttur, Rura, rura bami, elskuleg vögguvísa frá Færeyjum, Úti vár hage, hið fræga sænska lag og mjög fallegt danskt þjóðlag, I skovens dybe stille ro, sem öll vora einstaklega fallega flutt. Finnska lagið Koivisto polska, skemmtilegt danslag, var síst, sér- stakiega vegna þess að í tóntak kórs- ins vantar enn hrynræna skerpu. Brahms raddsetningamar á Er- laube mir og Schwesterlain vora sungnai' af þokka en eitt allra best sungna lag tónleikanna var hið bráð- fallega Ave María, eftir Eyþór Stef- ánsson, en þar naut sín líðandi tón- tak kórsins. Tantum ero eftir Faure, var fallega sungið af kvintett og kór. I Fjóram negrasálmum mátti heyra, að enn ráða söngkonumar ekki við að gefa tóninum þann þunga, sem er mikilvægur íyrir hrynskipan negrasálmanna og fær mann til að dilla sér eftir hljóðfallinu. Samt sem áður var söngurinn fallega hljóm- andi og tvær í kómum áttu þama til skiptis fallega sungnar strófur. Fjögur norræn lög, Abba labba lá Friðriks Bjamasonar í frábærri raddsetningu Gunnars Reynis Halla Margrét syngur með Kammerkór Biskups- tungna HALLA Margrét Árnadóttir sópransöngkona syngur ein- söng með félögum úr Kam- merkór Biskupstungna á tón- leikum í Skálholts- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 21. Kam- merkórinn og Bamakór Biskups- tungna eru Halla Margrét nýkomnir Úr Árnadúttir söngferðalagi um Italíu, en þar heimsóttu kórarnir m.a. Höllu Margréti í Parma og sungu með henni á tónleikum. Á efnisskrá tónleikanna í Skálholti annað kvöld eru ítalskar kirkjuaríur auk ís- lenskra sönglaga. Jóhann Stef- ánsson leikur einleik á trompet og Hilmar Orn Agnarsson á orgel, en hann er jafnframt stjórnandi kórsins. Aðgangur er ókeypis. Pétur Gautur í Sparisjéðnum í Garðabæ SUMARSÝNING verður opn- uð í Sparisjóðnum í Garðabæ á verkum Péturs Gauts mynd- listarmanns mánudaginn 28. júní kl. 17:30. Pétur Gautur er fæddur í Reykjavík 1966. Hann nam ís- ienska listasögu við Háskóla íslands, málun við Mvndlista- og handíðaskóla Islands og leikmyndahönnun við Ríkis- leiklistarskólann í Kaup- mannahöfn. Frá árinu 1992 hefur Pétur Gautur unnið að list sinni, á íslandi og í Dan- mörku. Pétur Gautur hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér á landi og í Dan- mörku. Sýningin verður opin á af- greiðslutíma Sparisjóðsins frá kl. 8:30-16 alla virka daga fram að verslunarmannahelgi. Sveinssonar, Jeg er verdens lys, eft- h- Nysted, Titania, eftir Wirén og Vinger, eftir Niels la Cour, voru sungin af þokka, sérstaklega hið fal- lega lag, Jeg er verdens lys. Fjögur lög, úr lagaflokknum Moraviskir dúettar, op. 32, eftir Dvorák, sungnir við íslenskan texta eftir Böðvar Guð- mundsson, vora á margan hátt fal- lega sungnir en það vantaði hina tékknesku hryngleði, ekki aðeins hjá kómum, heldur og í píanóleikinn, sem var alltof mikið til baka hjá Val- gerði Andrésdóttur. Tónleikunum lauk svo á léttari nótunum, Summertime, eftir Gers- hwin, sem Ingibjörg söng mjög fal- lega, Bátsöngnum eftir Offenbach, Three litle Maids from School, úr gamanóperanni Mikadó, eftir Arth- ur Sullivan, sem sungið vai' ágætlega af tríói en lokalagið var Climb every Mountain, eftir Richard Rodgers og var það einstaklega fallega sungið. Ingibjörg Guðjónsdóttir er laginn kórstjóri og hefur á stuttum tíma unnið upp gott efni í vel syngjandi kór og mótar sönginn af næmi fyrir fallegri tónun, enda vel í stakk bú- intil að leiðbeina um rétta tónmynd- un. I heild kom söngur kórsins á óvart og vonandi verður framhald á starfi þessa hljómfallega kórs. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.