Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 29 LISTIR Leiklistarhá- tíðin í Tampere HIN árlega leiklistar- hátíð í Tampere í Finn- landi verður haldin dag- ana 10.-15. ágúst. Yfir- skrift hátíðarinnar að þessu sinni er Leikhús fyrir börnin og er boðið upp á fjölmargar sýning- ar úr finnsku leikhúsi írá liðnu leikári, bæði fyrir böm og fullorðna. Tampere heldur upp á 220 ára kaupstaðaraf- mæli sitt á þessu ári og eitt af yfirlýstum mark- miðum ársins er að hampa listum og menn- ingarefni fyrir böm. Auk leiklistarhátíðarinnar sjálfrar verður því ýmislegt annað í boði í Tampere í tilefni afmæhsins í sumar. Dagskrá leiklistarhátíðarinnar er þannig sam- sett að meginhluti hennar er sýning- ar finnskra leikhúsa sem vakið hafa sérstaka athygli á hðnum vetri. Gefst því þarna gott tækifæri til að sjá það helsta sem var og er á fjölunum í Finnlandi. Erlendum sýningum er einnig boðið til leiks og í ár em helstu skrautfjaðrirnar leik- og danshópur- inn L’Ensemble Koteba d’Abidjan frá Fílabeinsströndinni í Vestur-Af- ríku með sýninguna Waramba sem hefur vakið mikla athygh víða um lönd á undanfomum mánuðum. Þetta er söng- og dansverk sem dregur efnivið sinn úr fomum þjóðsögum frá Vestur-Afríku um Mandingo-kon- ungdæmið. Þýsk-rússneskur leikhóp- ur undir stjóm leikstjórans Antons Adassinskis flytur umtalaða sýningu sem nefnist Derevo, eða Einu sinni. Frá Rússlandi kemur Baltíska leik- húsið með sýningu á nýju verki eftir Ninu Sadur. Frá Hollandi kemur rómuð brúðuleiksýning Neville Tranter um Salome byggð á samnefndum verkum eftir Oscar Wilde og Richard Strauss. Brúðuleikhús fyrir fuUorðna þar sem stjómandinn gegnir jafnsýnilegu hlutverki og brúðurnar. Þekktur italskur gamanleikari, Leo Bassi, kemur með fi-ægan einleik Instintos Ocultos sem Italir hafa hrifist mjög af á undan- förnum mánuðum. Frá Perú kemur sýning á finnsku verki, Runar og KyUiki, sem einhverjir leik- húsáhugamenn ættu að kannast við frá því Nemendaleikhús LeikUstar- skóla Islands sýndi það vorið 1987. The Primitives er tríó þriggja belgískra leikara með götuleiksýn- ingu sem nefnist Cook it. Henni er lýst sem ótrúlegri ævintýraferð inn í æðri heima eldamennskunnar. Frá Spáni koma Pep Pou & Joan Brossa með sýningu er nefnist Ambrossia. Sápukúlur gegna þar lykilhlutverki. Pero-leikhúsið frá Stokkhólmi sýnir Leyndardóm múmíunnar, sem er bamasýning eins og nafnið bendir til. Pero-leikhúsið er nokkuð þekkt hér á Islandi þar sem einleikurinn um Hamlet á Ustahátíð 1992 vakti mikia lukku og síðan var leikstjórinn Per Enkvist aftur á ferð og leikstýrði Ormstungu. í fyrrasumar var Ormstunga einmitt sýnd á leikUstar- hátíðinni í Tampere en að þessu sinni er enga íslenska sýningu að finna í sýningarskrá hátíðarinnar. Waramba frá Ffla- beinsströndinni. MUSICA Colorata: Auður Hafsteinsdóttir, Guðríður St. Sigurðar- dóttir og Peter Tompkins. Musica Colorata í Stykkishólmskirkju Sumar- djass á Jóm- frúnni KRISTJANA Stefánsdóttir söng- kona heldur tónleika á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, í dag, laugardag, ki. 16. Með henni leika Ámi Heiðar Karlsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari. Þau flytja blandaða dagskrá af þekktum djasslögum ásamt öðm efni. Tónleikar á Jómfrúnni em ut- andyra ef veður leyfir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Nýtt gallerí á Laugaveginum NÝTT gallerí, One o one, verður opnað í dag, laugardag, á Laugavegi 48b, inn af samnefndri verslun. Eig- endur gallerísins em Rui Pedro Andersen, Anna María Helgadóttir, Berglind Dögg Hásler og Egill Tómasson. Galleríið verður opnað með sýn- ingu á verkum Húberts Nóa, sem sýnir fimm pör af málverkum undir nafninu; „as above, so below“. Sýningum lýkur Listasafn ASÍ SÝNINGUNNI Cellulose lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin er farandsýning sem gerð er af Skinn, samtökum um listamiðlun í Norður-Noregi. Listamennimir sem eiga verk á sýningunni em Jane Balsgaard, Gabriella Göransson, Gjertrad Hals og Hilde Hausen Johansen. Listasafn ASI er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. GESTIR á öðrum sumartónleik- um Stykkishólmskirkju á morg- un, sunnudag, kl. 17 eru Musica Colorata. Á efnisskrá tónleik- anna eru verk eftir G.Fr. Handel, J. Sibelius, C.P.E. Bach, Oliver Kentish, J.W. Kalliwoda og C. Cui. Musica Colorata skipa Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Guðríður St. Sigurðardóttir, pianó, og Pet- er Tompkins, óbó. Auður Hafsteinsdóttir hefur víða komið fram sem einleikari og í kammermúsik á alþjóðlegum vettvangi. Hún er ein af stofn- endum Trio Nordica og leikur einnig með Caput-kammerhópn- um. Guðríður St. Sigurðardóttir hefur verið einleikari með Sin- fóníuhljómsveit íslands og leikið m.a. á vegum Tónlistarfélagsins, Kammersveitar Reykjavíkur og Gerðubergs auk ýmissa tónleika á landsbyggðinni. Hún er píanó- kennari við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólann í Reykjavík. Peter Tompkins hefúr leikið með þekktum hUómsveitum innan- lands og utan. Hann kennir við Tónlistarskóla Seltjarnarness, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Kópavogs. Peter hefúr komið fram á tónleikum í Bretlandi, á Norðurlöndum, í Rúmenfu, Austurríki, Frakk- landi, Sviss og Bandaríkjunum. Leik hans má einnig heyra á ýmsum geisladiskum með lands- þekktum flyljendum. Ef þig vantar alvöru jeppa, hannaðan fyrir erfiðustu og lengstu ferðir -Vitara Diesel kemur þér á áfangastað. Renndu við hjá okkur í dag og reynslu- aktu rúmgóðum, öflugumVitara Diesel. Ef þú ert að leita að nettum, 5-manna diesel- jeppa, erVitara Diesel rétti bíllinn fyrir þig. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SJÁLFSKIPTUR Vitara Di Alvöru jeppi á aöeins 2.290.000 kr. með þessum aukahlutum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.