Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 35 bvö kjördæmi Morgunblaðið/Ámi Sseberg l Norður-Reykjavík. henni langsum fremur en þversum. Með fyrrnefndri skiptingu verði kjör- dæmin líkari og blandaðri, en með þeirri síðarnefndu verði þau ólíkari; öll nýbyggingarhverfin tilheyri til að mynda einu og sama kjördæminu en grónu hverfin hinu. „Líklegra er að austur/vestur skiptingin leiði til kjör- dæmapots og togstreitu innan borgar- innar,“ segir hann og bendir jafnframt á að sennilegra sé að þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna horfi til heildarhagsmuna verði borginni skipt langsum. Reykjavík verði sem ein heild „Það á ekki að vera stórmál hvar lín- an er dregin [milli kjördæmanna í Reykjavík] af því að við eigum að leggja á það áherslu að varðveita sveit> arfélagið sem eina heild og þingmenn Reykjavíkur, í hvoru kjördæminu sem þeir verða, eiga að vinna saman með það í huga,“ segir Inga Jóna Þórðar- dóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Aðspurð hvort ekki sé líklegt að ein- hver togstreita verði á milli þingmanna kjördæmanna í Reykjavík segir hún: „Við þurfum bara að passa upp á að svo verði ekki. Borgarstjómin í Reykjavík þarf að gera um það sátt við þingmenn- ina og þingið að þeir virði það að sveit- arfélagið á að vera ein heild.“ Ein þeirra sem kveðst vilja skipta Reykjavík í norður og suður í stað austurs og vestur er Guðrún Ög- mundsdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjavíkurkjördæmi, en miðað við þá hugmynd er gert ráð fyr- ir því að kjördæmamörkin verði dreg- in langsum yfir borgina eftir Hr- ingrautinni, Miklubrautinni og áfram austur eftir borginni. „Ef við skiptum borginni í austur/vestur eins og nú er talað um, fáum við mjög skýra stétta- skiptingu í borginni,“ sagði Guðrún m.a. í umræðum um kjördæmabreyt- ingarnar á Aiþingi í sumar. „Það sem hefur gerst í Reykjavík er að öll ný- byggðu svæðin, allt barnafólkið, allt félagslega húsnæðið og allt það nýjasta er í austurhluta borgarinnar, en borgin hefur vaxið í þá átt,“ út- skýrði hún. Tók hún jafnframt fram að í vesturhluta borgarinnar væri meira um eldra fólk eða fólk á miðjum aldri og að þar væri húsnæðið örlítið dýr- ara. „Þannig fengjum við mjög ójafna mynd og allt of skarpar línur milli kjördæmanna,“ sagði hún. Asta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, kveðst sömuleiðis ósátt við aust- ur/vestur skiptinguna og segir að úr því að skipta þurfi Reykjavík á annað borð sé skárra að skipta henni langs- um m.a. vegna þess að borgin yxi í austur. Með langsum skiptingunni þyrfti ekki alltaf að vera að færa mörkin innan borgarinnar í þeim til- gangi að halda kjördæmunum jafn stórum. í sama streng tekur Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns fram- boðs í Norðurlandskjördæmi eystra. „Langsum skiptingin hefur þann ótví- ræða kost að vaxtarsvæðið er béggja vegna langsum markanna," segir hann og leggur áherslu á, eins og Asta, að með þversum skiptingunni þurfi sífellt að vera að færa kjördæmamörkin til. „Þannig væru menn að færast á milli þessara tveggja kjördæma jafnvel þótt þeir byggju á sama stað í bæn- um,“ segir hann og telur þá lausn „mjög vandræðalega“. ij~ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um breytingar á yfírstjórn Landssímans hf. Guðmundur Björnsson valdi þann kostinn að hverfa frá UÐMUNDUR Björnsson hefur látið af starfi for- Landssíma Islands hf. og Þórarinn V. Þórar- insson, sem var stjómarformaður fyrirtækisins hefur verið ráðinn for- stjóri í stað Guðmundar. Stjórn fyr- irtækisins hefur gengið frá starfs- lokasamningi við Guðmund. Guðmundur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var þá staddur í fríi á Norðurlandi. Þórarinn V. Þórarins- son nýkjörinn forstjóri Landssímans sagði á fréttamannafundi í gær að Guðmundur myndi áfram starfa að sérverkefnum og ráðgjöf fyrir Landssímann. A stjómarfundi Landssímans í gær var samþykkt samhljóða að ráða Þórarin í starf forstjóra. í gær var einnig haldinn hluthafafundur Landssím- ans, en samgönguráðherra fer með hlut rfldsins í félag- inu. Á þeim fundi gekk Þór- arinn úr stjórninni en í hans stað var Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, kjör- inn í stjóm. Á stjórnarfundi, sem haldinn var í framhaldi af hluthafafundinum, var Friðrik síðan kjörinn for- maður stjórnarinnar. Ekki til marks um að hraða eigi sölu á hlut ríkisins Sturla Böðvarsson sagði í samtali við blaðið að skipu- lagsbreytingamar hefðu átt sér nokkum aðdraganda. „Breytingarnar á manna- haldi fylgja síðan í kjölfar þessara skipulagsbreytmga, þar sem Guðmundur Bjöms- son velur þann kostinn að hverfa frá fyrirtækinu sem forstjóri, en vinna að verk- efnum á vegum félagsins,“ sagði ráðherra. Hann kvaðst telja að breytingamar væm til þess fallnar að styrkja mjög stöðu félagsins. Aðspurður hvort fyrir hefði legið samkomulag innan ríkisstjómarinnar um þessar breyt- ingar sagði Sturla að þær hefðu ekki verið ræddar á fundum rfldsstjóm- arinnar. Aðspurður hvort um stefnubreyt- ingu væri að ræða á starfsemi Landssímans með þessum ákvörð- unum sagði Sturla að af hálfu rflds- ins sem eiganda Landssímans væm lagðar þær línur að félagið verði betur í stakk búið til að takast á við vaxandi samkeppni og til að starfa í því umhverfi sem samkeppnin gæfí tilefni til. Sturla vitnaði einnig til nýlegs úrskurðar samkeppnisráðs um málefni Landssímans og um- ræðna í kjölfar hans og sagði: „Ég tel að stjómendur fyrirtækisins hafi sett upp skipulag sem á að auðvelda það að unnið sé í sátt og samræmi við samkeppnislöggjöf- ___________ ina.“ Aðspurður sagði Sturla þessar breytingar ekki til marks um að flýta ætti sölu hlutabréfa ríkisins í Landssímanum. „Við vinnum það verk mjög —— skipulega. Þessi endurskipulagning er auðvitað liður í því að styrkja stöðu fyrirtækisins en síðan er hugs- anleg sala á hlut ríkisins í símanum annað mál. Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir að það verði undirbúið og að því verki er nú unnið en engar tímasetningar liggja fyrir um það,“ sagði Sturla. Skipuritíð gaf ekki nægilegt svigrúm fyrir frumkvæði „Ég tel að menn hafi verið að leita að einstaklingi sem gæti veitt fyrir- Stjórn Landssímans samþykkti í gær að ráða Þórarin V. Þórarinsson í starf forstjóra og hefur Guðmundur Bjömsson látið af því --------y—.-... ■ —.... starfí. A hluthafafundi í gær gekk Þórarinn úr stjórn fyrirtækisins og var Friðrik Páls- son kjörinn formaður stjórnar þess. Jafn- framt voru tilkynntar umfangsmiklar breytingar á skipuriti fyrirtækisins. Egill ^ -p - Olafsson og Omar Friðriksson fylgdust með atburðum hjá Landssímanum í gær. Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRARINN V. Þórarinsson, nýráðinn forstjóri Landssímans, varð 45 ára í gær og af því tilefni var boðið upp á afmælistertu. Það var létt yfir æðstu stjómendum Landssimans þeg- ar Þórarinn skar fyrstu tertusneiðina fyrir Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Friðrik Pálsson, nýkjörinn sljómarformaður Landssimans, fylgist með. Framsóknar- menn féllust á ráðningu Þórarins í gærmorgun tækinu sterka forystu og lejðsögn inn í þetta nýja umhverfi. Ég hef lengi gegnt forystuhlutverki á vett- vangi Vinnuveitendasambands ís- lands. Sú reynsla kemur til með að gagnast mér í þessu nýja hlutverki," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. „Meginverkefni forstjórans eru að tryggja að þau markmið sem fyrir- tækið hefur sett sér í tengslum við skipulagsvinnuna nái fram að ganga. Við viljum gera þetta fyrirtæki þannig úr garði að það verði drifið áfram af þörfum okkar viðskipta- vina, að það fjölgi þeim sem taka ákvarðanir í þessu fyrirtæki, að boð- leiðirnar styttist, að gera ábyrgðar- svið skýrari og yfir höfuð að gera fyrirtækið viðbragðssnarpara en. stórum fyrirtækjum hættir til að ________ vera. Við erum öll sammála um það, sem höfum komið að þessari skipulagsvinnu, að skipurit fyrirtækisins hafi ekki gefið nægilegt svigrúm fyrir frumkvæði, hafi ekki tryggt nægilega skýra ábyrgð og það hafi staðið í vegi fyrir því að ákvarðanir væru teknar eins og viðskiptaumhverfi nútímans kallar á. Þess vegna þurfti að breyta skipulaginu og það stóðu allir að þessum breytingum. Guð- mundur Bjömsson, fráfarandi for- stjóri, var m.a. rnjög virkur í þessari vinnu.“ Þörf á að selja af hlut ríkisins Þórarinn var spurður um hvort hann væri þeirrar skoðunar að þörf væri á að selja hlut ríkisins í Lands- símanum. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé öllum fyrirtækjum hollt að vera sett undir þann stranga aga sem mat markaðarins er á hverjum tíma. Þau skilaboð til stjórnenda skipta gríðarlega miklu máli. Það myndi líka skipta máli fyrir Lands- símann að eiga stóran hóp viðskipta- vina sinna í hópi eigendanna. Ég tel einnig að mönnum hætti til að gera aðrar kröfur til rfldsfyrirtækja en gert er til annarra fyrirtækja. Þetta fyrirtæki er í eigu ríkisins og er í samkeppni við aðra aðila á markað- inum og hlýtur alltaf að vera í erfiðri stöðu,“ sagði hann. Þórarinn sagðist telja æskilegt að undirbúningi að sölu Landssímans yrði hraðað. Það væri hlutverk stjórnenda fyrirtækisins að gera það sem áhugaverðast væri, ____________ hver sem eigandi þess yrði. Hann sagðist líta á það sem verkefni sitt að viðhalda verðmæti þess og auka það. Þórarinn, sem varð 45 ára í gær, tekur formlega “““““ við starfinu um næstu mánaðamót. Hann lætur þá jafnframt af starfi framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambands íslands. Eining um ráðningu Þórarins Friðrik Pálsson, nýkjörinn stjóm- arformaður Landssímans, sagði að algjör eining hefði verið innan stjórn- arinnar um að ráða Þórarin sem for- stjóra fyrirtækisins. Allir stjómar- menn hefðu lýst ánægju sinni með að hann fengist til verksins. Friðrik sagði að það hefði fyrst Lýsa yfir óánægju með aðdraganda málsins verið orðað við sig fyrir örfáum dög- um að hann tæki að sér stjórnarfor- mennsku í Landssímanum hf. „Ég átti ágætt samtal við samgönguráð- herra um málið. Ríkið er sem kunn- ugt er eini hluthafinn. Við fómm nokkuð ítarlega yfir verkefni félags- ins og stjórnarinnar. Þetta er af- skaplega spennandi verkefni. Þetta er stórt félag í geysilega örri þróun. Eftir að hafa ígrandað þetta eins og ég hafði tíma til ákvað ég að taka þessari áskomn. Stærsta verkefni stjórnar í fyrir- tækjum eins og þessu er að marka því stefnu á hverjum tíma, sjá til þess að stefnunni sé fylgt eftir á sem farsælastan hátt fyrir félagið, starfs- fólk þess og viðskiptavini. Stjórnin þarf einnig að styrkja forstjóra fé- lagsins, sem ber hitann og þungann af daglegum störf- um, til allra góðra verka og um leið að veita honum það aðhald sem nauðsynlegt er.“ Friðrik sagði að stjórnin myndi að sjálfsögðu verða eiganda fyrirtækisins, rík- inu, ráðgefandi varðandi hugsanlegar breytingar á eignarhaldi. ,Á starfstíma núverandi stjómar mun hún koma að því verki eftir því sem eigandinn velur hana til. Eigandinn ræður stefn- unni í þessu máli. Hann kýs stjómina milli aðalfunda til þess að koma þeim verkefn- um í kring sem eigandinn velur hverju sinni.“ Framsóknarmenn voru ekki fullkomlega sáttír Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vora fram- sóknarmenn ekki fúllkomlega sáttir við hvemig staðið var að ráðningu Þórarins. Þeir vora ekki andvígir því að skipt yrði um forstjóra í Landssímanum, en töldu hins vegar að samráð hefði átt að hafa við þá frá upphafi um val á nýjum forstjóra. Að þeirra mati var það ekki gert heldur voru þeir látnir standa frammi fyrir gerðum hlut. Endanlega samþykktu framsóknarmenn ekki ráðningu Þór- arins fyrr en í gærmorgun, en Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kom heim til landsins í fyrrakvöld og féllst á ráðninguna eftir viðræður við sjálf- stæðismenn, skv. heimildum blaðsins. Tveir stjórnarmenn lýsa óánægju sinni Breytingamar vora samþykktar samhljóða í stjóminni en tveir af sjö stjórnarmönnum, Flosi Eiríksson og Sigrún Benediktsdóttir, sem tilnefnd era í stjómina af Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum, lögðu fram sér- staka bókun þar sem segir: „Vegna ráðningar nýs forstjóra vfljum við lýsa yfir óánægju með aðdraganda málsins, hvernig ákvarðan- ir um mannabreytingar og rekstur Landssímans eru teknar einhvers staðar í „reykfylltum bakherbergj- um“, en ekki á vettvangi stjórnar Landssímans. Slík “”““* vinnubrögð era ekki fallin til þess að tryggja góðan anda innan Landssímans. Þetta vinnulag er í anda helminga- skiptaríkisstjórnarinnar sem nú situr rið að raða sínum mönnum í lykilembætti hjá ríkinu og fyrirtækj- um þess. Það er óvenjulegt að nú hefur ver- ið valinn með þessari gamaldags að- ferð hæfur maður, sem hefur metnað til að reka hér öflugt símafyrirtæki í almenningseign og því styðjum við ráðningu þótt aðdragandinn sé ekki til fyrirmyndar," segir í bókuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.