Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Stækkandi heimur „Og sumir háma í sig japanskar teikni- myndir og tölvuleiki, snœða sushi og surimi, lesa hœkur og þekkja Kurosawa miklu hetur en sjálfan höfund Njálu. “ Hvað ætli ég hafi oft tekið undir þá skoðun að heimur- inn sé að minnka vegna aukinna samskipta? Þetta er augijóst. Ferðalög milli landa og heims- áifa taka nú margfalt skemmri tíma en áður vegna tæknibylt- inga, fjarskipti og netvæðing gera okkur kleift að eiga dagleg samskipti við fólk hinum megin á hnettinum. Erlendar sjón- varpsfréttastöðvar lyfta atburð- um í Kína og Kosovo jafn ofar- UinUODR lega í hugskot- VIÐHURF ið 0g tíðindum Eftir Kristján af rifrildi * Jónsson hreppsnefnd- inni á Smáfírði. Jafnvel ofar. En heimurinn er líka að stækka. Að minnsta kosti á það við um ferkantaða heiminn minn á tölvuskjánum. Það er svo margt sem verður nú tiltækt á vefnum en aðeins var ætlað ör- fáum útvöldum fyrir fáeinum ár- um. Ýmis mikilvægustu sann- indi lífsins hafa að vísu lengi verið okkur tiltæk í gömlum bókum, listinni og náttúrunni. En sumt sem við eigum sjaldn- ast möguleika á að nálgast nema á Netinu er nóg til að trufla við- teknar hugmyndir og gerbreyta vitundinni. Aþreifanlegi heimurinn minnkar kannski en hugarheim- urinn stækkar, dýpkar og verð- ur blæbrigðaríkari. Hvort við verðum betra fólk er komandi kynslóða að meta. Undarlegast er að geta svona auðveldlega náð persónulegu sambandi við „venjulegar", ókunnugar mann- eskjur hér og þar án þess að ætla sér endilega að hitta þær augliti til auglitis um helgina eða yfirleitt nokkurn tíma á æv- inni. En þótt samskiptin aukist er ekki víst að niðurstaðan verði alltaf sú í fyrstu atrennu að við skiijum hvert annað betur, við- brögðin geta líka orðið undrun og vandræðalegt fliss. Sennilega fer þetta svolítið eftir því hvem- ig við erum undirbúin. Þetta fer eftir því hvernig for- dómarnir okkar voru og eru. Fordómar í víðasta skilningi orðsins eru auðvitað bráðnauð- synlegir, um þjóðir eins og ann- að, ekki getum við alltaf varið svo miklum tíma í hvert mál að niðurstaðan verði pottþétt. Og við vitum aldrei nóg til að dæma - en gerum það samt til að einkaheimurinn okkar verði ekki allt of brotakenndur. An einhverra fordóma fyndist okk- ur yfirleitt ekki neitt um nokkum skapaðan hlut. Efinn myndi lama okkur. Svona getur verið nauðsyn- legt að sjá eitthvað jákvætt við allt, jafnvel fordómana. íslensk- ur heimspekingur á öndverðri öldinni var svo vænn í sér að haft var eftir honum að jafnvel skrattinn ætti sér vissar máls- bætur. Fordómarnir verða samt að hafa einn mikilvægan eigin- leika: þeir vitlausu verða að geta dottið fyrirhafnarlítið í ruslaföt- una þegar við fræðumst meira. Þjóðir sem við þykjumst hafa nokkuð skynsamlegar hug- myndir um reynast allt öðravísi þegar nánar er að gáð. Vafa- laust finnst þeim að við séum jafn skringileg og óútreiknan- leg. Við vitum ýmislegt um Japana, keyram í bílunum sem þeir hafa búið til eða a.m.k. hannað, pjattrófur og fyrir- myndarfólk nota snyrtivörur frá landi sólarupprásarinnar. Við tökum ljósmyndir með japönsk- um myndavélum, á sjúkrahús- unum er beitt japönskum rann- sóknartækjum. Og sumir háma í sig japanskar teiknimyndir og tölvuleiki, snæða sushi og surimi, lesa hækur og þekkja Kurosawa miklu betur en sjálf- an höfund Njálu. Samt held ég að við vitum ótrúlega lítið um það sem máli skiptir og misskiljum enn fleira. Þekkingin er öll á yfirborðinu og þess vegna hristum við höf- uðið þegar við rekumst á veiga- mikla þætti í menningu þeirra, jafnvel skýrt dæmi um það sem hún snýst um. Siðir sem okkur finnst undarlegir, stöðugar hneigingar og formlegheit, hvers vegna era þeir að flækja málin svona? Og sumt er líka talið í lagi hjá þeim sem við skömmumst okkar fyrir hér, til dæmis að skella hurðinni á nefið á næsta manni. Samt hijótum við að viður- kenna að þeir geta kennt okkur meira í þessum efnum en við þeim. Kurteisin og flóknar sam- skiptareglur urðu að nauðsyn í landi þar sem þéttbýlið var miklu meira en við höfum kynnst. Ef Japanar væra jafn óvarkárir með olnbogana sína og við í mannþröng yrðu þeir að fjölga mikið lögreglunni sinni. En þar með er ekki sagt að þeir séu góð fyrirmynd á öllum sviðum. Stéttaskiptingin sem þeir hafa þróað með sér virðist vera harla ógeðfelld og sama er að segja um kynjamisréttið og hroka gagnvart öðram kynþátt- um sem margir vestrænir sér- fræðingar um japanskt samfélag benda á. Og viðleitnin til að fela óhrjálegri hiiðar þjóðfélagsins er heldur ekki aðferð sem við þurfum að læra af þeim eða nota meira en við geram. Japönum er oft líkt við Þjóð- verja og þá eru menn með aga, vandvirkni og skipulagshæfi- leika í huga. Engin þjóð hefur þó höndlað formúlu sem öllum líkar og margir segja að kímni- gáfan sé hornreka hjá báðum, sé tortryggð. Þótt Japanar séu oft brosmildir segi þeir nær aldrei skopsögur. Fyndni fari ekki saman við taugaveiklunar- kennda vinnusemina og krefjist líka meiri sköpunargáfu en Japanar telji fólki hollt. Þeir hafa fram til þessa náð meiri ár- angri í iðnaði og verslun en vís- indum og skapandi listum, hvað sem síðar verður. Englendingur fullyrti eitt sinn að gamlar hefðir undirgefni við yfirvöld hjá þorra almenn- ings í báðum þessum löndum drægju úr hæfninni til að hlæja vegna þess að besta aðhlát- ursefnið hjá hvem þjóð væra yfirleitt æðstu ráðamenn henn- ar. Það skyldi þó ekki vera svo? LEIKIR Bugs Bunny Lost In Time. Leikjafyrirtækið Infogrames hef- ur ávallt verið duglegt við að hanna leiki sem fjalla um Bugs Bunny og félaga hjá Looney Tunes: Þvf má jafnvcl halda fram að fyrirtækið sé helsti sérfræðing- ur í slíkum lcikjum. Það hefur gefið út leiki fyrir PC, Playsta- tion, Color Gameboy og Nintendo 64. NÝJASTI Looney Tunes- leikurinn er iyrir Playstation og ber heitið Bugs Bunny Lost In Time. Leikurinn fjall- ar um það þegar Bugs Bunny rekst á tímavél á leið sinni á Pismo-ströndina til að leita að gulrótum. Tímavélin er því miður frekar lík risastórri gulrótar- safavél og Bugs get- ur ekki stillt sig um að skoða hana betur. Það kemur honum síðan á stað í tímanum sem heit- ir „hvergi“. Þar hittir hann galdrakarlinn Merlin sem kennir Bugs undirstöðu- atriði tímaferðalaga. Þá er hann loks tilbú- inn að safna öllum þeim tímapörtum sem hann þarf til að komast aftur heim. Þegar Bugs kemst í nýjan heim byrjar yfirleitt mynd- skeið sem útskýrir tilgang borðsins og á hverju hann þarf að passa sig. Þetta er afar mismunandi eftir heimum því hver heimur er gjörólíkur þeim næsta og aliir eru þeir t byggðir upp á mismunandi persón- um úr Looney Tunes teiknimyndun- um. Þar má meðal annars nefna El- mer Fudd (veiðimanninn) og Yos- emite Sam (litla reiða náungann með byssurnar). MiMð af hreyfing- um er í leiknum • sem flestar eru af- ar vel teiknaðar og samhæfðar, um- hverfið er næstum allt hreyfanlegt, hægt er að taka upp nánast allt og nota það sem vopn eða skoppa á því. Tónlist leiksins er klassísk teiknimyndatónlist og sem betur fer er hún nógu fjölbreytt til að spilandi geti þolað hana. Hljóð leiksins era afar vel sam- ræmd hreyfingum og þótt sami maður lesi ekki fyrir Bugs í leiknum og teiknimyndunum er samt sannur teiknimyndaandi gegnumgangadi allan leikinn. I leikjum sem státa af jafn góðri upplausn og Lost In Time er algengt að mikið af þoku sé í bakgrunninum en það er gert til þess að leikurinn hægi ekki á sér. Stundum fer þetta út í öfgar þannig að persónan sér ekki nema örstutt frá sér í einu en þetta er sem betur fer alls ekki áberandi í þessum leik. Reyndar vekur það furðu hvemig In- fogrames hefúr farið að því að sýna svona mikið í einu án þess að leikurinn hægi nokkurn tímann á sér. Bugs Bunny Lost In Time er einn flottasti Play- Station-leikur sem komið hefur út til þessa og spurning er hvort hann nær að slá út Ape Escape sem besti hopp- skopp leikurinn hingað til. Ingvi Matthías Árnason. Ekta teiknimyndaandi MAKKAVINIR hafa lengi harmað hlutskipti sitt þegar tölvuleikir eru annars vegar, þeir hafa verið færri og tæknilega ófullkomnari en best hefur gerst í PC-heimum. Um það leyti sem iMakkinn kom á markað lýsti Apple því aftur á móti yfir að framvegis yrði leikj- um gert hærra undir höfði en hingað til, sem hefur meðal ann- ars skilað þeim árangri að leikja- framboð hefur stóraukist. I fyrstu iMökkunum var miðl- ungs þrívíddarskjákort og þó betra kort hafi verið í annarri gerð þeirra eru hörðustu leikja- vinir ekki sáttir við þau. Þeir geta Voodoo fyrir Makka nú glaðst því í vikunni lýsti 3Dfx þeirri ætlan sinni að dreifa Voodoo-reklum fyrir MacOS. Fyr- ir vikið geta Macintosh-eigendur keypt sér Voodoo-kort, sem eru með bestu þrívíddarkortum og sótt sér rekla á vefsetur 3Dfx. Reklar verða fyrir Voodoo2, sem er sú útgáfa sem algengust er í dag, en einnig fyrir Voodoo3 að sögn 3Dfx-manna, en sú gerð er ekki komin á markað enn. Reklar verða fáanlegir fyrir Glide 2.x og Giide 3.x, en enginn stuðningur verður fyrir þá af hálfu 3Dfx. Þeir sem vilja geta sótt sér reklana á næstu vikum, cn ekki verða fáanlegir OpenGL reklar sem tengjast beint OpenGL-forritunarskilum Apple. Aftur á móti segjast 3Dfx-menn munu leitast við að þróa OpenGL- lausn sem byggist á Mesa 3D.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.