Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 42
W 42 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Alþj óðasamtök Gídeonfélaga 100 ára FYRIR 100 árum var Gídeonfé- lagið stofnað af þremur hugsjóna- mönnum vestur í Bandaríkjunum. Mönnum sem höfðu hjartalag fyrir það að kynna Biblíuna fyrir al- menningi. Mönnum sem stuðla vildu að því að Biblíunni allri eða einstökum ritum hennar væri kom- ið fyrir á stöðum þar sem almenn- ingur gæti nálgast Guðs orð, eins og fólk á ferðalögum sem dvelja þyrfti á hótelum eða gistiheimilum. Til að gera langa og merkilega sögu stutta hefur nokkuð fjölgað í alþjóðasamtökum Gídeonfélaga á þeim 100 árum sem liðin eru frá því félagið var stofnað. Félagsmenn eru nú um tvö hund- ruð þúsund, karlar og konur, og starfar félagið í 172 löndum með þátttöku innfæddra félagsmanna í hverju landi fyrir sig. Markmiðið alls staðar það sama Markmið félagsins í hverju landi er það sama. Að ávinna menn fyrir frelsarann Jesú Krist, einkum með útbreiðslu Biblíunnar eða Nýja testamentisins. Frá upphafí hefur yfir 600 milljónum eintaka af Biblí- um og Nýja testamenti verið komið í umferð í þeim 172 löndum sem fé- lagið starfar nú í. ísland, þriðja Gídeonlandið Sama ár og stofnun Gídeonfé- Tímamót Nokkuð hefur fjölgað í alþjóðasamtökum Gíd- eonfélaga á þeim 100 árum sem liðin eru frá því félagið var stofnað, segir Sigurbjörn Þor- kelsson, en félagsmenn eru nú um tvö hundruð þúsund og starfar fé- lagið í 172 löndum. lagsins fór fram í Bandaríkjunum var æskulýðsleiðtoginn mikli sr. Friðrik Friðriksson að hefja starf á meðal íslenskrar æsku. Hann var að undirbúa jarðveginn til enn frek- ari starfa að menning- ar- og kristindómsmál- um á íslandi. Island er þriðja landið þar sem Gídeon- félag var stofnað. Fé- lagið var stofnað hér á landi árið 1945 af Vest- ur-íslendingnum Kristni Guðnasyni sem ungur hafði flust frá Islandi til Bandaríkj- anna og þar komist í kynni við Gídeonfélag- ið og þá miklu hugsjón sem því fylgdi. Kristni fannst hann standa í skuld við þjóð sína og vildi gera eitthvað fyi-ir hana. Vissi hann ekkert betra en koma hingað til lands og reyna fyrir sér með stofnun Gídeonfélags hér því að hann vissi að ekkert yrði betra fyrir Islenska þjóð en að ger- ast handgengin Guðs orði. Fékk hann þekktan Islending Ólaf Ólafs- son kristniboða í lið með sér til þess að kalla saman menn sem líklegir yrðu til að geta haft áhuga á mál- efninu háleita. Ólafur var vel kynnt- ur hér á landi og vinsæll en hann hafði m.a. starfað í 14 ár sem kristniboði í Kína. Að loknum kynningarfundum sem haldnir voru þrjú kvöld í röð í húsi KFUM við Amtmannsstíg í Reykjavík var gengið frá stofnun félags. Stofnendur voru sautján en fimm menn til viðbótar höfðu lofað að ganga í félagið en komust ekki á stofnfundinn en gerðust félagar á Sigurbjörn Þorkelsson ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1011. þáttur AÐ GEFNU mörgu tilefni end- urbirti ég hér kafla úr 872. þætti: Orðasambandið að vinna með dugir ekki með þolfalli, en er auð- vitað jafnsjálfsagt með þágufalli. Við vinnum oft með einhveijum öðrum. Hitt að vinna með eitthvað, einhvern heyrist því miður oft um þessar mundir og sést á prenti. Þetta virðist merkja að fást við, vinna að, annast um og jafnvel nota. Umsjónarmanni þykir jaðra við mannfyrirlitningu, þegar talað er um að „vinna með fólk“. Nú eru, held ég, orðin til umönnunarfræði, og önnun er auðvitað leitt af sögn- inni að annast. Menn gætu því með góðu móti annast um sjúk- linga og aðra sem umönnunar þarfnast, en ekki „unnið með þá“, eins og einhvers konar hluti. Eg gat unnið með nemendum mín- um, ef svo bar undir, en mér hefði aldrei hugkvæmst að „vinna með þá“. Böm vinna auk heldur ekki með liti, en þau nota þá stundum eða hafa þá öllu heldur sér að leik og skapandi gleði. Eg veit ekki hversu mjög orða- sambandið að „vinna með eitt- hvað, einhvem“ er til komið vegna áhrifa frá dönsku eða ensku. í þeim tungum verður ekki lengur munur á þolfalli og þágufalli. Með hjálp frá íslenskri málstöð fékk ég mörg dæmi um að „arbejde með“ á dönsku og hvemig þau em þýdd á ensku. Þau dæmi virðast flest fela í sér það sem við gætum kall- að að fást við, glíma við, vinna með einhverju (verkfæri). Ekki hafa fundist dæmi um að „arbejde með nogen“. Best er því að láta liggja milli hluta í bili, að hve miklu leyti margnefnt orðasam- band er heimatilbúin smekkleysa. Niðurstaða: Fellum alveg það tal að „vinna með eitthvað, ein- hvem“. Höldum áfram að annast um, fást við, vinna að og nota. Umsjónarmaður fæst við ís- lenskt mál og vinnur að þáttum um það, en honum dettur ekki í hug að „vinna með það“. Nýjasta tilefni þessarar endur- birtingar er auglýsing frá virðu- legri stofnun, Háskólanum á Akur- eyri, hér í blaðinu sunnudaginn 30. maí. Þar er boðuð ráðstefna um „lausnamiðað breytingastarf1 (hvað sem það kann að merkja), og sagt er að efni ráðstefnunnar eigi erindi við alla sem vinna með vandamál (auðkennt hér). Auglýsing þessi er í heild sinni á böngulegu máli. Sagt er að ráð- stefnan sé „haldin af Háskólanum á Akureyri", og er hann þá von- andi ekki haldinn af neinu illu. Enn er talað um „hin Norðurlönd- in“ og vísa ég um það atriði til af- ar skýrrar greinargerðar Ara Páls Kristinssonar í Handbók um málfar í talmiðlum. Af þessari auglýsingu að dæma sýnist mér sjálfgefið að Háskólinn á Akureyri ráði sér málfarsráðu- naut. Eftir höfðinu dansa limirnir, stendur skrifað. ★ Endemi (endimi) mun orðið til úr eindæmi og tákna þá það sem ekki á sér hliðstæðu. Snemma var þetta, að því er virðist, einhaft í niðrandi merkingu, og það svo mjög, að endemi getur þýtt „for, drulla" (Blöndal). Eg hef engin dæmi úr orðabókum um jákvæða merkingu og skil því vel að það hafi farið fyrir brjóstið á Jóni Isberg að sjá hér í blaðinu, að ættarmót hafi tekist með „endemum vel“. Hefðin er á móti þessu, en hitt er annað mál, að eitthvað kann að vera svo gott, að það sé einsdæmi. Lögmál I gólfið dúndrar blessað brauðið mitt, - og bagalegt það hefur alltaf verið (en á því nærist illskuglottið þitt) að ævinlega dettur það á snyerið. (Þorvaldur í Hraungerði) ★ Oft misheyra menn og mis- skilja, ekki síst börn sem eru að læra kvæði. Við munum eftir dæmum eins og 1) „Æ, breið þú blessun þína á bamaskóna mína“, Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár/fellir nú skóggyðjan inja- græn tár“ og 3) „Forðum okkur háska frá/því ræningjaross, vilja ráðast á“. Af þessu tagi er sú breyting, þegar máltækið að „sjá sína sæng upp reidda" breyttist í að sjá sína „sæng útbreidda", eða þegar „skrattinn úr sauðarleggn- um“ varð að skrattanum úr „sauðalæknum". En staðnæmumst við upp reidda sæng. Það er uppbúið rúm. Að fomu notuðu menn orðtakið að sjá sína sæng upp reidda í þeim skilningi, að „uppreiðslan" væri vegna þess að sá, sem slíkt sá, væri búinn að vera, jafnvel dauð- ans matur. „Mergur málsins“ hef- ur nútímalegt dæmi: „Þegar hann var settur á varamannabekkinn, sá hann sína sæng upp reidda og ákvað að hætta í knattspymu.“ Þetta minnir mig á þá skringi- legu merkingarbreytingu sem varð fyrir nokkmm áram, að títt nefnt orðtak merkti að komast í dauðafæri í knattspymu. Þessi vitleysa virðist nú hafa verið kveð- in niður. En þetta er því rifjað upp hér og nú að Rakel Þorbergsdóttir fréttaþulur í útvarpinu fór lauk- rétt með orðtakið föstudaginn 4. júní. Framburðurinn var skýr og góður og merkingin hárrétt. Gam- an er, þegar nýir fréttaþulir fara svo vel af stað. ★ Þjóstólfur þaðan kvað: Suðrí króki eitt kvistgluggahús er, þar býr Kalla sem dálítið fús er og hafa sig lætur að hjúpast um nætur hjá Hilmari dissara og lúser. ★ Speki: Vits ljær vá, en vells ekki. (Benedikt Sveinsson, þing- forseti 1877-1954.) Vá er hætta, vell er gull. Þetta kvað vera flatara á dönsku: „Skaden gör mænd kloge, men ikke rige.“ Auk þess fá Amts- bókasafnið á Akureyri og Hag- kaup á Akureyri plús fyrir orðið afgreiðslutími, ekki „opnunar- tími“. Hins vegar höfðu margir að óþörfu á fyrir framan 17. júní. Ætli menn fari að segja „á 1. maí og á 1. desember“? fyrsta fundi félagsins eftir stofnunina. Allir vora þessir menn fé- lagar í KFUM og höfðu þess vegna skiln- ing og forsendur til starfa fyrir Gídeonfé- lagið vegna þess mikil- væga grandvallar sem sr. Friðrik Friðriksson hafði lagt með starfi sínu í KFUM. Þannig má segja að stofnun Gídeonfélags- ins vestur í Bandaríkj- unum fyrir 100 áram og stofnun KFUM á Islandi fyrir 100 árum sé um margt tengd á skemmtilegan hátt þótt sr. Friðrik Friðriksson og ungir lærisveinar hans sem síðar urðu sumir á meðal stofnenda Gídeonfélagsins á Islandi hefðu ekki getað séð fyrir þessa stórkostlegu ráðstöfun Guðs. En svona er Guð, svona starfar Guð. Vegir hans era órannsakanlegir en verða okkur mönnunum tO blessun- ar og heilla þegar til lengri tíma er litið. Flestir íslendingar 10-57 ára hafa fengið Nýja testamentið að gjöf Það sem hæst hefur borið í starfi Gídeonfélagsins á Islandi er það að á hverju ári er einum árgangi ís- landinga gefið eintak af Nýja testamentinu. Ættu nú flestir Is- lendingar 10-57 ára að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá félag- inu. Einnig kemur félagið Nýja testamentinu fyrir á herbergjum hótela og gistiheimila, við sjúkra- rúm, við rúm aldraðra sem dvelja á dvalarheimilum, í skip, flugvélar, í fangaklefa og víðar. Hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum er gefið eintak af Nýja testamentinu við út- skrift sem og fjölda fólks sem verða kann á vegi félagsmenna ein- hvers staðar úti í lífinu. Eintök sem hafa komið sér vel við hinar margvíslegustu aðstæður lífsins. Stuðlað að dreifingu á meðal fátækari þjóða Allt fram yfir 1980 fengu Gídeon- félagar á Islandi hjálp frá alþjóða- skrifstoíú félagsins til þess að fjár- magna kaup á Nýja testamenti og Bibh'um sem komið vai- í umferð hér á landi frá stofnun félagsins. Fyrir tólf til þrettán áram varð hins vegar sú breyting á að íslenskir félagsmenn fóru að geta lagt fram smáupphæð aukalega árlega til kaupa á Nýja testamenti til dreifing- ar í löndum þar sem innfæddir fé- lagsmenn geta ekki fjármagnað kaupin á Nýja testamentinu sem þeir dreifa sjálfir nema þá að afar litlu leyti oft á tíðum. Slík lönd era yfir 150 af þeim 172 sem félagið starfar á meðal. Undanfarin ár hefur Gídeonfélag- ið á Islandi með góðra vina hjálp getað staðið straum af kaupum á 15.000 til 20.000 eintökum af Nýja testamenti sem dreift er á meðal fá- tækari þjóða, en þess má geta að fé- lagsmenn Gídeon á íslandi eru ekki nema á milli tvö og þrjú hundrað. 100 mikilvæg ár í sögu mannkyns Síðastliðin 100 ár hafa verið við- burðarík í mannkynssögunni. Fram- þróun og þekking aldrei verið menú. A þessum tíma hefur Gídeonfélagið gefið eða lagt til Bibhuna eða ein- staka hluta hennar sem innlegg í umræðu og lifnaðarhætti nú- tímanns. Gjöfunum fylgja stöðugar bænir að Guðs orð fái að hafa áhrif á einstaklingana, fjölskyldur og þjóðir heims. Að fólk fái tileinkað sér boð- skap Guðs úr Biblíunni, þegið kær- leika hans og náð, uppörvun og styrk, notið blessunar hans og eign- ast þann frið og það líf sem enginn getur veitt nema frelsarinn Jesús Kristur. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK fReykjavfk. „Valdahroki Davíðs“ FYRIRSÖGN þessi er tekin úr grein Sig- urðai- A. Magnússonar í DV. Það þarf ekki að spyrja að sjálfskipuð- um menningardindlum þessa lands. Engir hafa dæmt fleiri menn á ís- landi sem óhæfa, hrokafulla, fáfróða og spillta og þessir rétt- trúar postular til vinstri. Engir hafa heldur haft oftar rangt fyrir sér og þarf þá ekki nema líta til fyrir- mynda þeirra í austri. Það má segja að mikill er máttur Davíðs, að Hreggviður Jónsson honum skuli óbeinlínis kennt um að hægrimenn lesi minna, en vinstri- menn. Allt er þetta tengt RÚV, sem Fjölmiðlun Við höfum ekkert við ríkisrekinn fjölmiðil, segir Hreggviður Jdns- son, á öldum ljósvakans að gera árið 2000. nú sé í höndum manna Davíðs, sem ráðskist með dagskrá þess í full- kominni fáfræði um hlutverk „menningarlegs fjölmiðils“. Manni verður bara hugsað til Þjóðviljans heitins, sem dó úr leiðindum, þegar vinstrimenn nenntu ekki að lesa, þetta menningarbull, sem þar var. Eins er þetta með lesturinn hjá hægrimönnum, þeir nenna ekki að lesa þessar ömurlegu leiðinlegu bókmenntir, sem nú um stundir er ausið yfir þjóðina. Einna helst er hægt að hafa nokkurt gaman af Guðbergi Bergssyni. Það væri raunar rann- sóknarefni hvort lestur íslendinga hefði nokk- uð minnkað. Er það ekki bara svo, að eng- inn arftaki hefur kom- ið í stað Guðrúnar frá Lundi, sem um árabil hélt uppi útlánum í bókasöfnum landsins og aðrir rithöfundar nutu góðs af? Eg verð að segja eins og er að hvað varðar þessa leiðinlegu smásögu í Lesbók Morgunblaðsins, þá var það ekki við hæfi fyrir mann í stöðu ritara Kristnitökuhátíðar- nefndar að láta birta hana. Það er ekki hægt að ætlast til þess að for- sætisráðherra uni því, að starfs- maður hans hafi slík skrif í frammi. Þar að auki era þessar sífelldu ásakanir í gegnum tíðina um land- sölu og landráð hægrimanna löngu afsannaðar. Fortíð margra vinstri- manna er hins vegar í þoku. Davíð Oddsson þarf ekki að sitja undir ósmekklegum dylgjum. Hvað varðai- framtíð RÚV er best fyrir alla að selja þá stofnun, sem fyrst. Við höfum ekkert við rík- isrekinn fjölmiðil á öldum ljós- vakans að gera árið 2000. Eins og Morgunblaðið, DV og Dagur hafa fulla burði til að sinna menning- unni, þá myndi einkarekinn raf- rænn fjölmiðill eins og RÚV hafa þar betri og fjölbreyttari menning- ardagskrá, heldur en ríkisrekinn RÚV mun nokkra sinni hafa. Höfundur er fyrrverandi þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.