Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN Notkun uppsagna í kjarabaráttu NOKKUÐ hefur borið á því und- anfarið að einstakir hópar hafi not- að uppsagnir sem vopn í kjarabar- áttu. Samkvæmt vinnulöggjöfinni eru aðgerðir af þessu tagi ólögmæt- ar. Því er haldið fram að hér sé um einstaklingsbundnar uppsagnir að ræða, en allir sjá að hér er um hóp- aðgerðir að ræða í flestum tilvikum. Þeir sem segja upp koma oft fram sem einn hópur, þeir eiga sér tals- menn og fulltrúa sem sendir eru til viðræðna við atvinnurekandann. Að mínu mati er hér ekki einungis um vafasamar aðgerðir að ræða heldur líka stórhættulegar. Það þarf ekki mikið til að afleiðingar aðgerða af þessu tagi komi margfalt í bakið á launafólki og hitti þá fyrir hópa sem síst skyldi. Sérstaka athygli vekur að í nær öllum tilvikum hafa slíkar aðgerðir snúið að stjómvöldum sem atvinnu- rekendum, bæði ríkisstjóm og sveitarfélögum. Abyrgð þeirra sem hafa látið undan og þannig stuðlað að því að aðferðir af þessu tagi hafa skilað árangri er mikil. Þannig hafa stjórnvöld af tilliti til eigin skamm- tímahagsmuna látið undan slíkum aðferðum og þar með stefnt fleiri hópum út á sömu braut. Kjarasamningar hinna einstöku hópa em stöðug samanburðarfræði. Allir reyna að ná sem mestu fram og allir miða sig við aðra hópa. Yms- ir hópar innan ASI telja sig þannig stöðugt verða undir í kjarabarátt- unni. Aðildarsambönd ASI semja fyrst og síðan koma aðrir hópar á eftir og ná miklu meim fram. Þetta þekkja allir. Við síðustu kjarasamninga kenn- ara varð til víðtæk sátt um að breyta hlutföllum í samanburðar- fræðinni um að kennarar gætu náð meira fram en aðrir. T.d. má nefna að á síðasta þingi Verkamannasam- bandsins var samþykkt ályktun í Uppsagnir Með því að nota hóp- uppsagnir sem þrýsti- tæki er ekki einungis verið að brjóta friðar- skylduna, segir Ari Skúlason, heldur er einnig verið að leika sér að einu af fjöreggj- um launafólks, ráðning- arverndinni. þessa átt. Kennarar náðu mun meira fram í samningum sínum en almennt gerðist innan ASI, en þrátt fyrir það heyrðust engar raddir frá aðildarsamtökum innan ASÍ um að fyrir það þyrftu aðrir að fá bætt. Ég tel mjög hæpið að sama sátt ríki um kjarabætur til hópa sem beita að- ferðum sem líklegt er að komi í bak- ið á öðrum fyrir utan það að í mörg- um tilvikum er um að ræða mun meiri launa- hækkanir en aðrir hafa fengið í kjarasamning- um. Ráðningarverndin er fjöregg Ráðningarverndin er eitt af fjöreggjum launafólks og eitt af þeim atriðum sem verkalýðshreyfingin hefur lagt hvað mesta áherslu á að berjast fyr- ir og verja á undanförn- um áratugum. Það er mjög alvarlegur hlutur að fara þannig með ráðningarsamband milli launafólks og atvinnurekanda að hér sé um einhverja almenna söluvöra að ræða. Óll léttúð í sambandi við ráðningarvemd er beinlínis stór- hættuleg. í hvert skipti sem upp- sögnum er beitt sem þrýstitæki í kjarabaráttu kemur upp sú umræða meðal ráðamanna að það þurfi að breyta reglum um þessi mál til þess að takmarka möguleika af þessu tagi. Slíkar breytingar bitna auðvit- að á öllu launafólki. Það er þannig nær útilokað að vera með sérstakar ráðningarreglur fyrir kennara eða hjúkranarfræðinga svo dæmi sé tekið og aðrar reglur fyrir aðra hópa. Afleiðingar aðgerða af þessu tagi bitna því á hópum sem síst skyldi, hópum sem aldrei hafa beitt aðgerðum af þessu tagi. Ábyrgð þeirra sem beita þessum aðferðum er því mikil. Það myndi eflaust heyrast hljóð úr strokki ef atvinnurekendur færa að beita aðgerðum af svipuðu tagi sem varnarbaráttu. Atvinnurekend- ur gætu tekið upp á því að beita hópuppsögnum sem sínu tæki í kjarabar- áttu. Slíkt væri mjög al- varlegt. Að mínu mati eru ráðningarvemdin og uppsagnarrétturinn yfir það hafin að vera notuð sem þrýstitæki í sambandi við kjarabar- áttu. Ég tel einnig að staða verkalýðshreyf- ingarinnar hafi veikst gagnvart atvinnurek- endum í sambandi við uppsagnarvemd að undanfömu vegna notkunar ólöglegra uppsagna. Nú nýverið kom upp kvittur um það á Seltjarnamesi að skólastjóra og aðstoðarskólastjóra hefði verið sagt upp. Forsvarsmenn kennara mótmæltu kröftuglega og ásökuðu bæjaryfirvöld um ólöglegar upp- sagnir. Nú virðast þau mál hafa far- ið í annan farveg. En ég get ekki neitað því að mér fannst öll umræð- an um þetta mál vera dálítið undar- leg í ljósi þess að hópar kennara hafa sjálfir beitt uppsögnum á und- anförnum mánuðum og ekki litið á ráðningarsambandið sem sérstak- lega merkilegt fyrirbæri. Að mínu mati hafa kennarar verið að leika sér að eldinum með uppsögnum sín- um og það kann því miður að fela í sér alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þá og annað launafólk. Það verður að virða bæði réttindi og skyldur Það er mjög mikilvægt fyrir verkalýðshreyfinguna að allir aðil- ar á vinnumarkaði virði réttindi og skyldur og fari eftir þeim reglum sem settar eru. Ein meginástæðan fyrir því að atvinnurekendur era yfir höfuð tilbúnir til þess að semja við verkalýðsfélög um kaup, kjör og réttindi er að verkalýðsfélögin taka að sér að tryggja friðarskyldu á samningstíma. Ef þessi skuld- binding um friðarskyldu verður ekki haldin má auðvitað búast við því að slíkt hafi einhverjar afleið- ingar þegar til lengri tíma er litið. Skuldbindingar atvinnurekenda í þessu tilliti eru réttindi launafólks, því má alls ekki gleyma. Með því að nota hópuppsagnir sem þrýstitæki er ekki einungis verið að brjóta friðarskylduna heldur er einnig verið að leika sér að einu af fjöreggjum launafólks, ráðningarverndinni. Ráðningar- verndin er mun veikari hér á landi en gengur og gerist í þeim löndum - sem við kjósum að bera okkur sam- an við. ASÍ hefur barist hart fyrir því að fá íslensk stjórnvöld til þess að fullgilda tvær samþykktir Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem snúa að ráðningarvernd, þ.e. samþykkt nr. 156 um málefni starfsfólks með fjölskylduábyrgð og samþykkt nr. 158 um uppsagnir. Á sama tímar eru hópar á íslensk- um vinnumarkaði að knýja á um sérstakar kjarabætur sér til handa með því að beita hópuppsögnum. Þetta tvennt fer illa saman. Ég tel mjög mikilvægt að verka- lýðshreyfingin fari mjög varlega og vari félagsmenn sína alvarlega við aðferðum af þessu tagi sem ein- ' ungis era til þess fallnar að tryggja skammtímahagsmuni einstakra hópa. Hér er allt of mikið í húfi til þess að hreyfingin öll horfi aðgerð- arlaus á aðgerðir af þessu tagi. Höfundur er Framkvæmdastjóri AI- þýðusambands íslands. Ari Skúlason Eyjabakkar - Mat valkosta, forsenda farsællar lausnar ÞAÐ er ljóst að djúp- stæður ágreiningur er meðal þjóðarinnar um þau áform stjómvalda að beisla orkulindir norðan Vatnajökuls með þeim hætti að dýrmætt gróðurlendi og einstakt griðland fugla á Eyja- bökkum fari undir uppi- stöðulón. Margir telja að slíkt væri óbætanlegt tjón fyrir komandi kyn- slóðir og myndi skapa mjög neikvæða ímynd af landi okkar og þjóð á alþjóðavettvangi. Hjá því þarf að sneiða, ef þess er nokkur kostur. Því er afar mikilvægt að nýta þann umþóttunartíma sem enn er fyrir hendi sem allra best. Þeim tíma má ekki eyða í stapp og deilur, heldur verður að nota hann til að leysa málin í sem víðtækastri sátt. Það dugar ekki að vísa í gamlar samþykktir og veittar heimildir svo mjög sem öll viðhorf hafa breyst á síðustu áram. Þjóðin hefur nýlega valið sér þingmenn og meirihluti þingsins myndað nýja ríkisstjóm. Það er brýnt að þessir aðilar meti málið út frá ríkjandi gildismati og nýrri framtíðarsýn til að draga úr líkunum á því að farið verði út í framkvæmd sem síðar verði flokkuð sem óbætanlegt slys. Nýlega kom fram í fjölmiðlum það álit iðnarráðherra að það væri í valdi Landsvirkjunar að ákveða hvort og með hvaða hætti umhverf- isáhrif fyrirhugaðrar virkjunar yrðu metin. Forstjóri' Landsvirkjunar staðfesti að Landsvirlgun væri að framfylgja stefnu stjórnvalda. Þetta era þversagnarkennd skilaboð og bera keim af því að einn vísi á ann- an. Mikilvægt er að leiða í ljós hver það er sem afræður hvort umhverf- isáhrif Eyjabakkalóns verða metin með sambærilegum hætti og lög segja fyrir um. Landvernd treystir því að fram komi ótví- ræðar upplýsingar um það hvar ákvörðunar- valdið í þessu máli ligg- ur, í Ijósi þeirrar stöðu sem lýst er hér að framan. Á ríður að aðil- ar þæfi ekki formsat- riði lengi fyrir sér, heldur gangi rösklega að því að leysa málið. Landsvirkjun hefur upplýst að í haust verði lagðar fram upplýsing- ar um umhverfisáhrif Eyjabakkalóns. Sam- kvæmt núgildandi lög- um um mat á umhverf- isáhrifum, þá tekur það um 6 mánuði að afgreiða mats- skýrslur ef ekki koma fram veraleg- ir gallar vegna verldags og upplýs- Virkjanir Á ríður að aðilar þæfi ekki formsatriði lengi fyrir sér, heldur gangi rösklega að því að leysa málið, segir Jón Helga- son í opnu bréfí til iðn- aðarráðherra og um- hverfísráðherra. ingaöflunar. Ekki er ástæða til að ætla annað en Landsvirkjun muni taka saman vandaða skýrslu um málið. Það má því ætla að afgreiða mætti umhverfismat vegna Eyja- bakka á fyrri helmingi árs árið 2000. Af yfirlýsingum Norsk Hydro má ráða að ekki verði tekin ákvörð- un um byggingu álvers við Reyðar- fjörð fyrr en um mitt næsta ár. Það virðist því ekki vera þannig, að ekki sé nægur tími til að byggja ákvörð- unartöku á sambærilegum vinnu- Jón Helgason brögum og þeim sem lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Landvemd hefur mikinn skilning á þeim sjónarmiðum sem leggja áherslu á að treysta byggð og styrkja atvinnulíf á Austfjörðum. Eyðilegging Eyjabakka er hins veg- ar ekki nauðsynlega forsenda fyrir uppbyggingu á orkufrekum og at- vinnuskapandi iðnaði á Austfjörð- um. Vemdun Eyjabakka útilokar ekki virkjun Jökulsár á Fljótsdal, þó að hún kunni að skerða eitthvað mögulega orkuvinnslu sem og rýra hagkvæmni orkuversins. Það kostar sitt, bæði að virkja og vemda, en um það þarf að nást sátt. Sú leið er grandvöllur að hugmyndafræðinni að baki rammaáætlun um virkjun orkulinda landsins í ljósi sjálfbærr- ar þróunar, sem ríkisstjómin hefur hleypt af stokkunum undii- forræði iðnaðarráðherra. Það kann að reynast nauðsynlegt að leita annarra og kostnaðarsamari leiða til að tryggja Austfjörðum að- gang að orkulindum ef það má verða til þess að bjarga einni dýr- mætustu náttúraperlu íslands. Tveir meginvalkostir era fyrir hendi. I fyrsta lagi verður að skoða af fullri aívöru útfærslur á virkjun- arkostunum norðan Vatnajökuls sem ekki valda röskun á dýrmæt- ustu náttúraperlunum. I öðru lagi, að verði sú leið ekki metin fær, þá verður að tengja Austfirði við orku- ver í öðram landshlutum. Austfirð- ingar hljóta að verða að fá þá orku, sem þeir þurfa til atvinnustarfsemi eins og aðrir og á sama verði fari svo að þjóðfélagið kjósi fremur að nýta orkulindir Austfjarða með öðr- um hætti en til raforkuframleiðslu. Þann aukakostnað, sem af því hlýst, verður þjóðfélagið í heild þá að greiða. Mat á umhverfisáhrifum Eyjabakkalóns með sambærilegum hætti og kveðið er á um í lögum nr. 63/1993 kann að leiða í ljós að þessir valkostir séu betri leiðir en sú sem stjórnvöld og Landsvirkjun fylgja nú. Landvemd skorar á umhverfis- og iðnaðarráðhema að beita sér fyr- ir því að slíkt mat fari fram og virkj- unarleiðir valdar í Ijósi þess. Þjóðin á allt að vinna að ákvarðanataka fari fram með þeim hætti. F.h. Landverndar Höfundur er formaður Landvernd- ar og fv. landbúnaðarráðherra. „Réttindakenn- ari“ - kennari ÁSTÆÐA þess að ég sest við tölvuna mína að morgni 17. júní er að umræðan um „réttinda- kennara" gengur alveg fram af mér. Hvað er réttindakennari? Ég kannast ekki við slíkt starfsheiti. Er til eitt- hvað sem heitir rétt- indalæknir, réttindalög- fræðingur, réttinda- verkfræðingur o.s.frv.? Ég kannast heldur ekki við það. Hvemig stend- ur á því að samfélagið allt viðurkennir það að hafa ófaglært fólk við kennslustörf? Hvaða önnur stétt mundi taka slíkt í mál? Kennsla Af hverju samþykkja menn að hafa ófaglært fólk við kennslustörf, --------------,--------- spyr Sigrún Olafsdótt- ir, en ekki önnur störf? Það má vel vera að í hópi leiðbein- enda sé vel upplýst fólk, slíkt er bara ekki mergurinn málsins. Það ætti enginn að fást við kennslustörf nema kennai-ar. Ef slík regla væri í heiðri höfð væra laun kennara önnur en þau era í dag. Virðing þjóð- arinnar fyrir starfinu er engin, það virðist hver sem er geta kennt börnum ef hann er sæmilega læs og skrif- andi. Af hverju sam- þykkja menn að hafa ófaglært fólk við . m kennslustörf en ekki önnur störf? Af hverju þurfa menn meirapróf til að aka stórum bíl- um? Hver þekkir fólk sem fæst við læknis- störf sem ekki hefur til þess tilskilda mennt- un? Þekkir einhver fólk sem stund- ar lögfræðistörf án tilskilinnar menntunar og svo mætti endalaust upp telja. Er æska landsins ekki þess virði að fagmenntað fólk sjái um menntun hennar? Hver vill ekki aðeins það besta fyrir barnið sitt? Kæra landsmenn, hættið að spara við menntun barna ykkar, sparið á öðrum sviðum. Hættið líka að tala um réttinda- kennara, þeir era ekki til. Kennar- ar, stöndum vörð um starf okkar og hefjum það til vegs og virðingar. Líðum ekki að ófaglært fólk gangi í störf okkar, slíkt gerir engin önnur stétt. Höfundur er kennari við Öldusels- s kóla. Sigrún Ólafsdóttir _ Gœðavara Gjafavara - matar- og kaífistell. Allir veröflokkar. ‘ Heimsfrægir liönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Litugavegt 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.