Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 44
(^44 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR HALLDÓRSSON + Ólafur Halldórs- son fæddist á fsafírði 16. júlí 1929. Hann lést á Sjúkra- húsi ísafjarðar laug- ardaginn 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Sigurðsson og Svanfríður Al- bertsdóttir. Systkini hans voru í aldursröð: Anna (látin), Katrín (látin), Guðjón (lát- inn), Lilja, Sigurður, Sturla, Guðjón Guð- mundur (látinn), Steindór, Mál- fríður, Jón Laxdal og Jón (Kæi). Ólafur var kvæntur Sesselju Ásgeirsdóttur frá Hnífsdal, sem lést 31. janúar 1993. Þau áttu átta börn; Hugljúfu f. 1950, Margréti f. 1952, Hrólf f. 1954, Ás- gerði f. 1955, Guðjón f. 1958 (Iést 1994), Halldór f. 1961, Ein- ar f. 1962 og Elínu f. 1965. Þau Olafur og Sesselja eignuðust einnig tuttugu og eitt barnabarn og íjögur barnabania- börn. Ólafur verður jarðsunginn frá Isaíjarðarkirkju laugardag- inn 26. júní klukkan 14. Heimspekingurinn Nietzche sagði að Guð væri dáinn og átti þar við ofurmennið svokallaða í víðum skilningi. Sama segi ég um þig pabbi minn, þú varst og verður alltaf ofurmenni í mínum huga. Ef ég ætti að lýsa þér í einni setningu þá væri það; stór maður með stórt og gott hjarta. Það var gott að eiga 1 þig sem pabba og þó svo að mamma hafl hugsað mest um okk- ur systkinin í æsku þá vannst þú alla tíð myrkranna á milli fyrir fæði og klæði til handa okkur öllum. Þó svo að sjórinn hafí átt hug þinn all- an þá held ég að mamma, við börn- in og þeir sem stóðu þér næst hafi átt sérstakan stað í stóru hjarta þínu. Það var svo margt sem mað- ur vildi segja við þig á meðan þú varst hjá okkur, en einhvern veg- inn var bara nóg að vera hjá þér, _torð voru ekki alltaf nauðsynleg í nærveru þinni. Maður komst við þegar Gummi hans Gauja heitins bróður gaf þér áletrað spjald þar sem stóð; „Það er svo gott til þess að vita, að höndin sem ég leiði leiddi líka pabba þegar hann var lítill. Afar og afabörn hæfa hvort öðru. Ekki veit ég hvemig ég kæmist af án afa. Hann ratar um stígana. Afi, þú þarft ekki að gera neitt. Vertu bara nálægur." Minningarnar koma núna þegar þú ert farinn elsku pabbi minn. Uti- legurnar, laxveiðiferðirnar, spila- mennskan, bros þitt og hlátur. Þó svo að þú hafir oft á tíðum ekki sagt mikið þá skynjaði maður að mann- » legur auður þinn var mikill og það var ákveðinn kraftur í persónugerð þinni sem maður bar mikla virðingu fyrir. Orð eins og dugnaður, þraut- seigja, skapfesta, stolt, hógværð, lífskraftur, lífsánægja, vinátta og traust og allir aðrir eiginleikar þín- ir sem maður vonar og væri stoltur af að hafa einhvem snefíl af koma upp í hugann. Duglegur varstu með afbrigðum og þökk sé þér þá kenndir þú okkur systkinunum að vinnan er dyggð. Þrautseigari manneskju hef ég heldur ekki kynnst, en hana sá ég best þegar þú varst nær dauða en lífi á spítal- anum héma fyrir sunnan en náðir þér upp úr því með miklu harðfylgi og stefndir síðan ótrauður áfram að næsta markmiði. Aðrar minningar koma upp í hugann og ein er sú þegar þú barst mig á háhesti um Vaglaskóg og ég fann hvað höfuð þitt var stórt, skeggbroddamir harðir og hvað það var gott að sitja á öxlum þínum. Eg man líka hvað það var gott að hvfla í kjöltu þinni, hvað þessar stóm og hrjúfu sjó- mannshendur voru samt svo mjúk- ar og fullar hlýju. Og ég man þegar við bræðumir komum heim að ^tjaldi úr einum könnunarleið- ^angrinum um skóginn að ég var nær dauða en lífi af hræðslu þegar ég sagðist hafa séð dauða belju. Þú engdist um af hlátri þegar þú varst búin að skoða „dauðu beljuna" sem reyndist bara vera úldið tré, og stríddir mér mikið á eftir. Þú varst ansi stríðinn, sem betur fer. Stríðn- fin og húmorinn voru líka eitt af þín- um einkennum. Þú sagðir okkur margar sögurnar af sjónum, þegar þú varst að stríða Konna, besta vini þínum, og hvernig hann stríddi þér á móti. Það var eins og þú færir í annan heim þegar þú sagðir okkur þessar sögur. Hvernig þið fylltuð rækjutroflið og björguðust oft við illan leik úr sjávarháska, þið vomð eins og bræður úr ævintýri, þú og Konni. Einu sinni áttir þú að hafa bjargað honum úr hafinu á ótrúleg- an hátt var mér sagt, þegar hann datt útbyrðis og þú teygðir þig bara í hann og kipptir honum strax um borð aftur með annarri hendi. Sannkallað ofurmenni, enda varstu víst ótrúlega sterkur og sögumar sem mér hafa verið sagðar ættu vel heima í íslendingasögunum. Húmorinn var heldur aldrei langt undan. Eg man þegar þú leiðst einna mestu kvalirnar í veikindum þínum, þá hafðir þú samt alltaf orku til að gantast við starfsfólk sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Isafirði - jafnvel á ögurstundu. Mikill keppnismaður varstu líka - takk fyrir það. Afltaf varðst þú að vinna og líka gagnvart dauðanum, það var okkur mikill léttir að sjá hversu sáttur þú varst að mæta honum, en þú vissir að þú varst að fara á betri stað. Ég man líka eftir því heima á Hlíðarveginum að þú leyfðir okkur stundum að vinna í spilunum, en ég held það hafi bara verið til þess að við myndum nenna að spila við þig áfram. En þegar við urðum eldri þá var oft eins og við værum að spila um lífið sjálft, svo ákafur varstu í spilinu. Eins þegar við fórum með ykkur systkinunum og fjölskyldum inn í Langadal í lax, þá varðst þú alltaf að veiða mest og stærst, annars varstu ekki ánægð- ur. Þú veiddir heldur ekki vel á rækjunni ef þú komst ekki heim með fullan bátinn. Vonandi hefur maður einhvern snefil af þessu öllu frá þér, því þetta er líka spuming um metnað í starfi og leik sem mað- ur getur vonandi nýtt sér inn í framtíðina. Þegar ég kom heim af mínu fyrsta skíðamóti og hafði staðið mig vel að mér fannst, lent í þriðja sæti, stríddir þú mér og spurðir hvort það hefðu verið þrír keppendur. Þetta var þín aðferð til að efla okkur systkinin. Þá fylltist ég reiði og metnaði og ákvað að sigra allan heiminn, bara til að sýna þér að ég gæti það. Sigra heiminn fyrir þig. Það tókst nú ekki en ég upplifði mjög góða tíma og ég veit núna að þú varst mjög stoltur af mér, og kannski var það bara það sem mig vantaði frá þér - stolt frá ofurmenninu pabba. Maður vai’ eins og blómi í eggi hjá ykkur mömmu og ekki var það verra að sjá hversu heitt þið skötu- hjúin elskuðuð hvort annað. Þó svo að ég viti núna að þetta hafi verið erfitt hjá mömmu, að ala upp átta böm, þá veit ég að þú veittir henni allt sem þú mögulega gast. Það var mestur missir fyrir þig þegar hún fór, en nú eruð þið sameinuð á ný og dansið saman ófjötruð og það veitir okkur hinum hugarró. En auðvitað hefðum við viljað frekar að þið væruð með okkur lengur til að sjá MINNINGAR öfl bama- og bamabömin vaxa úr grasi. En ofurmenni deyja líka eins og aðrir og þótt sorgin kalli á okkur hin núna þá er hún aðeins gríma gleðinnar. Því það sem syrgir okkur núna var gleði okkar meðan þú lifð- ir. Því segi ég takk fyrir pabbi minn, bæði fyrir gleðina og sorgina, og skilaðu kveðju til mömmu og Gauja bróður frá okkur öllum, við munum ávallt sakna ykkar. Einar og fjöiskylda. Hjartkær bróðir okkar og vinur er horfinn af sjónarsviðinu og yfir móðuna miklu. Ólafur, bróðir okk- ar, sem lést að morgni 19. júní síð- astliðins hafði þjáðst lengi af syk- ursýki og vegna þess misst neðan af báðum fótum, sjónin var að minnka og nýrun að gefa sig. Það er mikill harmur kveðinn að systk- inahópnum vegna fráfalls Óla bróð- ur, þótt okkur sé kært að þjáning- um hans sé lokið og hann sé kom- inn heim til sinnar ástkæra eigin- konu, Sellu, og sonar síns, Guðjóns. Ég, sem þessar línur rita fyrir hönd systkina minna, minnist Ólafs bróður sem gífurlegs dugnaðar- manns í öllum sínum verkum, dug- andi sjómanns, mikils aflamanns og góðs skipstjóra. A æskuárum sínum var leikvöllur okkar fjaran og sjórinn fram af „Bökkunum“ og við „Dokkuna". Við bjuggum til allskonar fleytur úr timbri eða járntunnum, fóram á „Rifið“, sem Sundahöfn stendur á núna, með þvottabalann hennar mömmu bundinn við beltisstað, stungum þar kúfisk og seldum í beitu. Þegar við stálpuðumst, fórum við til skiptis, bræðurnir, með pabba á trillunni Bylgjunni IS-582 til fiskjar, bæði með línu og færi, og stundum á smokkfískaveiðar, sem við veiddum vel á, mest inn á Isa- fjarðarbotni; þar fylltum við bátinn tvisvar sinnum, 5 tonn í hvort sinn. Pabbi vildi aldrei að við væram fleiri en 2 feðgar á sama báti. Ég held því fram að við bræður, sem stunduðum sjóinn, höfum fengið góðan skóla hjá föður okkar, er að sjónum sneri. Við Óli bróðir og Kæi fósturbróð- ir keyptum bát 1959, bátinn Mími IS-30, sem áður hét Valbjörn IS-13, og nefndum hann Gylfa IS-303 um áramótin 1960. Óli bróðir tók við bátnum 1. júní 1964, þegar ég fór í land til annarra starfa, og aflaði mjög vel. 1968 voram við neyddir til að selja bátinn en Óli bróðir fór í vinnu hjá Ólsen hf. um nokkum tíma, en keypti þá bát með Konráði Eggertsyni og nefndu þeir þann bát Halldór Sigurðsson IS-14, en enn er til bátur með því nafni í eigu Konráðs og sona hans, en þeir voru vildarvinir Ólafs bróður. Við systkinin, sem eftir lifum, söknum Ólafs bróður mikið, en við vitum að hann er kominn í góða höfn. Við vitum að mikifl harmur og söknuður er kveðinn að börnum hans og fjölskyldum þeirra. Við systkinin biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk og vera ykkur stoð í framtíðinni. Við systkinin kveðjum þig, bróðir, að sinni. Guð geymi þig. F.h. Lilju, Málfríðar, Sigurðar, Steindórs, Jóns Laxdal og Jóns Hjartar. Sturla Halldórsson. Elsku afi. „Ættu öll börn svona afa, vitran og skynsaman, blíðan og þolinmóð- an, miskunnsaman og ákveðinn, gjöfulan og snjallan, væru nú ekki vandræði í henni veröld.“ (Pam Brown.) Elsku besti afi okkar, nú ert þú búinn að yfirgefa þessa jörð og ert kominn til hennar elsku ömmu okk- ar sem þú hefur saknað svo mildð síðan hún féll frá. Við eram vissir um að hún hafi tekið höfðinglega á móti þér og að þér líði mun betur núna en undanfama mánuði sem hafa verið þér og okkur erfiðir. En þrátt fyrir veikindi þín varstu svo þrjóskur og ákveðinn eins og fjöl- skyldunni sæmir og reyndir eins mikið og þú gast að berjast fram á síðasta dag. Þegar símtalið kom á laugardagsmorguninn síðastliðinn voram við undirbúin þótt missi sem þennan sé alltaf erfitt að undirbúa og sætta sig við. Það sem styður okkur áfram er það að þú varst sterkur við fráhvarf ömmu og vilt að við séum sterkir núna. Að hafa þig ekki hjá okkur lengur verður skrýtið, að fara ekki reglulega nið- ur á sjúkrahús og tala við þig en skrýtnast verður þó að hafa þig ekki hér á jólunum. A síðustu jólum varstu með okkur og ekki datt okk- ur í hug þá að þetta yrðu þín síð- ustu jól miðað við hvað þú varst á hraðri uppleið en sú varð raunin. Þessi jól vora yndisleg og það, að sjá þig borða eins og ekkert hefði í skorist og gera grín að „stubbun- um“ þínum eins og við kölluðum þá, var nokkuð sem við verðum ævin- lega þakklátir fyrir og þessi jól munu seint gleymast. Að koma í heimsókn til ömmu og afa á Hlíðarveginn eða í sveitina var afltaf jafnmikið fagnaðarefni. Spilin vora stór partur af lífi þínu og var oft tekið í spil. Þú varst alltaf spenntastur fyrir orastunni, hvort það var vegna þess að þú vannst alltaf í henni eða hvort þér þótti hún svo skemmtileg vitum við ekki en eitt er víst að við höfðum spilað oft- ar orastu við þig en nokkum annan. Að koma í sveitina og fá að svamla í pottinum var alltaf jafngaman og eigum við margar góðar minningar þaðan. Ekki má heldur gleyma ömmukökunum sem þú slóst aldrei hendinni á móti né öðra sætmeti. Þú varst sælkeri eins og fleiri og má segja að við höfum kannski erft þetta frá þér. Nú hefðir þú orðið 70 ára í júlí og var von okkar að þú myndir þrauka það og vera með okkur en í staðinn muntu eiga af- mæli í faðmi ömmu og Guðjóns og efumst við ekki um að þar verður veisla eins og henni einni er lagið. Elsku afí, það er víst að minn- ingin um þig mun seint gleymast og þrátt fyrir veikindi þín og allt sem þú hefur mátt þola er sárt að þú sért farinn frá okkur. Þú varst ekki bara besti afi í heimi heldur varstu vinur í raun og mátti alltaf leita til þín ef eitthvað var að. Tím- inn sem við vorum saman var besta gjöf sem okkur hefur nokkum tím- ann verið gefin. Við biðjum Guð að geyma þig alla tíð og vonum að þér líði vel núna. Strákarnir þínir, Bjarni og Brynjar Brynjólfssynir. • Fleiri minningargreinar um Ólaf Halldórsson bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. GUÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Guðrún Sigurð- ardóttir fæddist á Markeyri í Skötu- fírði 16. maí 1901. Hún lést á sjúkrahús- inu í Bolungarvík 21. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Evlalia Guðmunds- dóttir og Sigurður Þórðarson. Systkini hennar voru fjögur og er eitt þeirra á lífi, Þórður Sigurðs- son, 93 ára. Guðrún giftist Guðmundi Salómons- syni 1921 og hófu þau búskap á Folafæti í Isafjarð- ardjúpi en fluttust síðan til Bol- ungarvíkur og bjuggu allan sinn búskap þar. Þeim varð tólf barna auðið og eru sex þeirra á lífi. Utfór Guðrúnar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég sest niður og skrifa kveðjuorð til móður minnar koma margar minningar í hugann. Þessi yndislega kona lifði það að halda upp á nítugasta og áttunda afmælisdag sinn umvafin ættingjum. Efst ber þó allar þær hannyrðir sem eftir hana liggja en afköst hennar vora með ólíkindum í þeim efnum og era ótald- ir litlir fingur og fætur sem sokkam- ir hennar góðu og vettlingar hafa vermt. Fannst henni mjög miður þegar hún gat ekki lengur pijónað. Síðasta mánuð lá hún rúmföst en alltaf var stutt í fallega brosið hennar. Naut hún frábærrar um- önnunar alls starfsfólks á sjúkra- húsinu sem alltaf var elskulegt við hana. Þá ber að þakka bræðr- um mínum og mág- konum sem hún bjó hjá áður en hún fór á sjúkrahúsið og held ég að á engan sé hallað þó að Rannveigu Snorradóttur, tengda- dóttur hennar, séu færðar sérstakar þakkir fyrir hennar frábæru umönnun og elskulegheit. Við hjónin, börnin okkar og bamaböm kveðjum hana með þakklæti og virðingu. Sigríður Sigurborg Guðmundsdóttir. Elsku amma mín. Nú ert þú horfin á braut á vit ævintýranna sem bíða okkar fyrir handan. Ég er viss um að afi og synir þínir hafa tekið vel á móti þér og hugur minn segir mér að þér líði örugglega vel þar sem þú ert. En samt er svo skrýtið að við eigum ekki eftir að hittast meir hérna megin, eigum ekki eftir að spila meira. Ég þekki ekki neina manneskju sem hefur jafn gaman af að spila og þér þótti. Ég er nú yngsta barnabamið þitt og mínar helstu minningar um þig tengjast spilunum, jólunum, sokk- unum og vettlingunum sem þú prjónaðir á mig og namminu í skúffunni þinni. Alltaf lumaði amma á nammi í skúffunni, ég man ekki til þess að það hafi bragðist. Svo varst þú svo stór hluti af jólun- um hjá okkur því jóladagurinn var mesti spiladagurinn á árinu og við byrjuðum að spila fyrir hádegi og alveg fram á kvöld. Þú sast alltaf á þínum stað í þínum stól allan dag- inn og spilaðir, en við hin þreytt- umst og skiptum inn á annað slag- ið. Svo tókum við nú hlé til að næra okkur, en þú vildir helst ekki eyða of miklum tíma í það svo við gætum spilað meira. Það var nú líka svo skrýtið að þú fékkst nánast alltaf svo góð spil að maður var ávallt feginn að lenda með þér í kana, því undantekningarlítið lumaðir þú á ásum og svoleiðis. Já, elsku amma mín, ég dáist að því hvað þú varst dugleg að spila á jólunum þrátt fyrir háan aldur. Svo var Snorri bróðir oft að stríða þér þegar við voram að spila, en þú hlóst bara að honum. Já, það var alltaf stutt í brosið þitt og hreinskilin varstu, þú mátt eiga það. Ég minnist þess að nýlega spurðirðu mig af hveiju í ósköpun- um ég hefði látið skíra bamið mitt Erík, og þegar ég sagði að það hefði ég gert vegna þess að mér fannst það fallegt nafn, fussaðir þú og þá sagði ég þér að sumum hefði þótt það skrýtið fyrst en svo hefði það vanist. Én, nei, þú varst ekki á því að það myndi venjast og sagðir mér hreint og beint að þér fyndist þetta ljótt nafn og hananú. „Átti ég að skíra hann Jón, amma mín?“ spurði ég þá. ,,Já, mildu frekar,“ var svarið þitt. Ég var nú ekkert móðguð, elsku amma mín, ég hafði bara gam- an af þessu. En hann Erik Snær veit að nú er langamma hjá Guði. Ég þakka þér, elsku amma mín, fyrir stundimar sem við áttum sam- an. Minninguna um þig mun ég varðveita í hjarta mínu um ókomnar stundir. Þín Ema Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.