Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Benedikt Grétar Ragnarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 22. júlí 1942. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní siðastliðinn. Foreidrar hans voru Rjignar Bene- diktsson, verkstjóri, frá Borgareyri í _*> Mjóafirði, og Guð- munda Valgerður Jónsdóttir, húsmóð- ir, frá Búrfelli í Hálsasveit. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum, en eru bæði látin. Systur Benedikts eru Valgerð- ur, húsmóðir, gift Indriða Ket- ilssyni, bónda á Ytra-Fjalli í Að- aldal, og María Ragnhildur, húsmóðir og fiskverkakona í Vestmannaeyjum, gift Sigurjóni Arnari Tómassyni bifvélavirkja. Benedikt kvæntist Sigrúnu Þorláksdóttur hinn 16. ágúst 1975. Sigrún er fædd 9. mars 1945. Foreldrar hennar eru Þorlákur Sigurbjörn Sigur- jónsson, bifvélavirki, frá Tindum í Svina- vatnshreppi, og kona hans Gróa Bjarney Helgadóttir, húsmóð- ir, frá Forsæti í Landeyjum. Þorlákur er látinn. Börn Bene- dikts og Sigrúnar eru: 1) Iða Brá, við- skiptafræðingur, f. 10. nóvember 1976. Sambýlismaður hennar er Einar Þór Guðjónsson, rekstrarfræðingur, f. 17. maí 1972. Þau eru búsett í Kópavogi. 2) Ragnar, vélstjóra- nemi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, f. 10. maí 1981, búsettur í Vestmannaeyjum. Áð- ur átti Sigrún tvö börn sem Bene- dikt ól upp sem sin eigin. Þau eru: 3) Bjarney Sif Ólafsdóttir, leirlistakona, f. 4. júlí 1963. Eig- inmaður hennar er Ólafur Björg- vin Pétursson, bifreiðastjóri, f. 26. desember 1958. Þau eiga þijú börn, Karel Pétur, Kamillu Rún og Stefán Víði, og eru bú- sett í Reykjavík. 4) Óskar Örn Ólafsson, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 20. júlí 1967. Eiginkona hans er Erla Gísla- dóttir, nuddari, f. 2. ágúst 1969. Þau eiga tvær dætur, Gígju og Birtu. Benedikt lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja 1959 og stundaði sjómennsku i eitt ár. 1960 réðst hann sem skrifstofumaður hjá Skipaút- gerð rikisins í Vestmannaeyj- um. Haustið 1961 fór hann til Danmerkur í lýðháskóla og síð- an í bókhaldsskóla. Vorið 1963 hóf hann störf sem gjaldkeri hjá Sparisjóði Vestmannaejja, síð- an sem skrifstofustjóri og loks sem sparisjóðsstjóri frá 1974 til dánardags. Einnig var hann í bankaskóla i Englandi 1966-1967. Benedikt var félagi í Akóges í Vestmannaeyjum, Bridsfélagi Vestmannaeyja, Golfklúbbi Vestmannaeyja og í félagi bjargveiðimanna og stundaði veiðar í Suðurey um árabil. Útför Benedikts fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. BENEDIKT G. RAGNARSSON Elsku hjartans pabbi minn. Mikið er þetta skrýtið, ég held að ég átti mig ekki á þessu enn. Mér líður svo einkennilega. Þegar ég frétti um andlát þitt var það fyrsta sem ég vonaði að ekki væri líf eftir dauðann því ég vorkenndi þér svo að vera einn fi-á okkur öllum því þú varst ekki tilbúinn að deyja svona ungur. Sú hugsun hefur breyst nú sem bet- ur fer. En eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig var: „Iða mín, sjáðu allt gamla fólkið héma sem enginn heimsækir.“ Ég veit að þú hefðir aldrei unað þér á slíkri stofnun þvl þú varst í fiillu fjöri, hafðir aldrei verið veikur og stundaðir golf og göngur af miklum krafti og hafðir mikinn þrótt og þrek. Þær voru ófá- ar fjallgöngumar og fjöruferðimar sem við fómm í saman og alltaf var tekið nesti með, því litlum stelpum finnst það svo gaman. Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir það hvað þú varst mér alveg óskaplega góður. Samband okkar, fóður og dóttur, var alveg einstakt og það vita allir sem okkur þekktu. Gott dæmi um það var að fyrsta orð- ið sem ég sagði var pabbi. Ég dýrk- aði þig og þú dýrkaðir mig og ég veit það alveg vegna þess að við gátum alltaf tjáð hvort öðru tilfinningar okkar. Það era ekki margir menn að ég held sem geta haldið í hönd bam- anna sinna og tjáð þeim væntum- þykju sína en það gast þú. Ég á eig- inlega engin orð til að lýsa þér, elsku pabbi minn. Ég vil þakka þér fyrir allan þann tíma og athygli sem þú hefur alltaf veitt mér. Ég hef alltaf fengið þá athygli sem ég hef þurft frá þér og þú hefur ávallt stutt svo vel við bakið á mér. Þér var svo mik- ið kappsmál að ég gengi menntaveg- inn og varst svo stoltur þegar ég ákvað að fara frá Eyjum, ekki orðin 16 ára, í Versló. Mér finnst samt eins og þú hafir vitað örlög þín. í vetur þegar ég var að velta því fyrir mér að geyma lokaritgerðina mína fór það mjög fyrir bijóstið á þér. Þetta var þér svo mikið kappsmál að ég var hætt að skfija það. Það er svo einkennilegt að þú skulir fara frá mér daginn eftir útskriftina. Þú varst svo stoltur þegar ég kom með einkunnimar mínar eftir útskriftina á laugardaginn og þú gafst mér svo fallegt hálsmen og fallega orðað kort sem ég mun geyma alla ævi. Þú varst alltaf mjög sanngjam við okk- ur bömin. Eitt atvik um sanngimi þína gagnvart okkur hverfur mér seint úr huga. Mamma var ekki heima og Raggi bróðir var að fara á skólaskemmtun. Við voram ósátt um það hvemig hann ætti að vera klæddur á skemmtuninni. Ég held reyndar að þetta hafi verið í eina skiptið sem við vorum ósátt. Ég fór ^ út um kvöldið í fylu, en þegar ég kom heim sast þú og beiðst eftir mér og baðst mig afsökunar á þessu og viðurkenndir að ég hefði haft rétt fyrir mér. Það er erfitt fyrir mann að þurfa að biðja 15 ára dóttur sína afsökunar en það gerðir þú samt og ég mun aldrei gleyma þessu og ég ætla mér að ala bömin mín upp eins. Þú talaðir nefnilega alltaf við okkur eins og fullorðið fólk. Verst þykir mér að bamið sem ég ber undir belti fær aldrei að kynnast elskulegum afa sínum, sem lifði fyrir konu sína, böm og bamaböm. Og það verða erfið jólin þegar það verður enginn sem þykist ekki geta opnað pakkana sína heldur þurfi sérstaka hjálp frá bamabömunum sem ljóma af gleði með glettnum afa sínum. Elsku pabbi, ég veit ekki hvaðan ég fæ þennan styrk sem ég hef núna. En ég held að það skýrist af því hvemig samband okkar var. Við voram svo miklir vinir og áttum aldrei neitt óútrætt og voram svo sátt hvort við annað. Það er ómetan- legt á svona stundu. Missir mömmu er mikill. Hún missir ekki aðeins eiginmann sinn heldur besta vin sinn. Hjónaband ykkar var alveg einstakt. Þú varst alltaf svo góður við hana og sást til þess að við vær- um það einnig. Ef það liðu of margir dagar á milli þess að ég hringdi í mömmu hringdir þú í mig og minnt- ir mig á það. Þú sagðir að ég myndi skilja það síðar. Mér finnst mjög sérstakt að þú hafir gefið mömmu hring eftir ferðalag ykkar til Noregs fyrir skömmu og viljað þakka henni fyrir að koma með þér í þessa ferð. Um hvaða ferð þú varst að tala veit ég ekki en mig granar að það hafi verið lífsferðin vegna þess að ekki þurfti að draga hana mömmu með til Noregs. Missir Bjameyjar og Oskars er einnig mikill. Þú ólst þau alltaf upp sem þín böm og þú varst líka pabþi þeirra. Það er líka erfitt fyrir Ragnar að missa pabba sinn svona ungur en hann mun hugsa vel um hana mömmu og er þegar byij- aður. Elsku pabbi, ég vorkenni þér svo að vera dáinn. Að lokum vil ég þakka fyrir það yndislega uppeldi og þá miklu ást sem þú veittir mér. Megi guð vera með þér og okkur öll- um þegar við áttum okkur á því að þú ert farinn. Þín elskandi dóttir, Iða Brá. Elsku pabbi. Það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért farinn frá mér. Þú varst mér alltaf svo góður enda þótt í seinni tíð hefðum við alltaf haft mikið til að þrasa um. Þú hafðir alveg einstaklega gaman af því að stríða mér og geta æst mig aðeins upp. Ég veit að þú vildir mér alltaf það besta og varst alltaf að hugsa um framtíðina fyrir mig. Við voram bara svo mjög lfldr og sam- band okkar einkenndist af því. Ef ósætti varð hjá okkur var það alltaf útkljáð með faðmlagi síðar. Missir mömmu er mjög mikill en ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að aðstoða hana. Mér þykir mjög fallegt sem gerðist síðastliðinn sunnudag þegar hún heimsótti þig. Þegar hún labbaði inn ganginn til þín sagðist þú hafa heyrt í henni langar leiðir og söngst „O hve létt er þitt skóhljóð“ þegar hún gekk inn. Mér þykir svolítið sérstakt með þig að í þér blundaði alltaf að fara á sjó. Og stundum tókstu þér frí og fórst í launalausa „afslöppun“ á sjó eða í siglingar. Þar sagðist þú hafa unnið með Rambó og hann hefði verið algjör kettlingur. Ég minnist fjallganganna okkar og vora ófáar ferðimar sem þú fórst með mig upp á Helgafell og útskýrð- ir þar uppi öll kennileiti sem sáust. Þú vissir svo mikið og varst óþijót- andi viskubrannur. Einnig minnist ég þess sérstaklega hvað við fóram oft í fótbolta þegar ég var lítill og sandkassanns sem þú byggðir handa mér og þurfti að henda innan mánaðar vegna bólfestu katta í hon- um. Þú varst ekki sá laghentasti. Ég hafði líka mjög gaman af því að stríða þér og það era ófáar sögur til af því þegar ég faldi mig fyrir þér og þú þurftir að leita að mér um allan bæ. Ég veit það, elsku pabbi, að þótt ég hafi alltaf verið að þræta við þig get ég viðurkennt núna að oftast hafðir þú nú rétt fyrir þér og vildir mér alltaf vel. Ég er feginn að þú fékkst að deyja á spítalanum því þú hefðir aldrei getað lifað með sjúkdómi vegna þess að þú hefur alltaf verið svo hraustur og okkur líður líka bet- ur að vita að það var ekkert hægt að gera. Þú varst alveg rosalega góður pabbi og mér þykir leiðinlegt að bömin mín fái ekki að kynnast svona einstökum og skemmtilegum afa. Elsku pabbi, það er gott að eiga góða að á þessari stundu og tómleik- inn verður mikill þegar við áttum okkur betur á þessu. Pabbi minn, ég á eftir að sakna þín mjög mikið og þá sérstaklega í hádeginu þegar við buðum hvor annan velkominn heim á okkar hátt, en við stillum bara fréttimar í botn og höfum þetta eins og það var. Elsku pabbi, ég ætla að enda á orðum vinar míns, sem eru orð að sönnu: „Ragnar, mikið rosa- lega þykir þér vænt um karlinn.“ Þinn sonur, Ragnar. Það var gosárið 1973, sem Benni fór að venja komur sínar í Arbæinn, til mömmu. Þá voram við systkinin sex og tíu ára. Trúlega hefur hann fengið vægt sjokk af sýninni, sem við blasti í fyrsta skipti. Eldhúsið allt útatað í djúsi, Óskar Öm hálfber að leika Súpermann og Bjamey að reyna að siða hann til. En Benna hefur greinilega litist vel á okkur saman, því nokkram mínútum síðar voram við komin upp í fangið á hon- um og hann fór að leika sér við okk- ur. Svona var það ætíð síðan. Ekki amalegt fyrir sex ára gamlan gutta að fá þennan stríðnispúka í heim- sóloi. Árið 1974 fluttum við systkinin með mömmu og Benna til Eyja. Og það var ein okkar stærsta guðsgjöf, því þrátt fyrir ábyrgðarmikið og annasamt starf var alltaf laus stund fyrir okkur og Benni leit strax á okkur sem sín eigin böm. Við höfum ætíð verið tvö elstu bömin hans. Og þegar við fóram sjálf að eignast böm var hann svo montinn af því að vera orðinn afi. Ekki er hægt að gleyma ljómanum í andliti hans, þegar Bjamey átti sitt fyrsta bam eða þegar Birta litla var skírð og hann hélt á henni. Þessar minningar munum við ætíð geyma. Ekki er langt síðan hann nefndi það við Óskar, hvað hann væri nú orðinn ríkur að eiga öll þessi mynd- arlegu afaböm. Ofarlega í huga okkar núna er minningin um hversu þolinmóður hann var alltaf við okkur og natinn. Því þrátt fyrir alla pæjustælana í Bjameyju og prakkaraskapinn í Óskari hækkaði hann yfirleitt aldrei róminn, heldur útskýrði og sýndi okkur betri leiðir. Stríðnispúkinn í honum var samt aldrei langt undan og allt sem hann brallaði með okkur er í sjálfu sér efni í heila bók. Elsku Benni. Þú kenndir okkur svo margt, þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og bithiin okkar. Við söknum þín svo mikið. Þú varst alltaf svo góður. Takk fyrir allt. Elsku mamma, Raggi og Iða Brá. Guð fylgi ykkur í sorginni. Óskar og Bjamey. Elsku afi. Þú varst alltaf svo góð- ur afi, þolinmóður og áhugasamur um allt sem við gerðum. Þegar við kflrium niður í sparisjóð til þín gafstu þér alltaf tíma til að spjalla við okkur og monta þig við Stínu, hvað þú ættir myndarlegar afastelp- ur. Svo var gaman þegar þú sagðir okkur prakkarasögur af pabba þeg- ar hann var lítill. Þegar Birta var skírð og mamma og pabbi báðu þig að halda henni undir skím varstu svo rosalega montinn og allar stelpumar í spari- sjóðnum fengu strax að vita þetta, þú hreinlega Ijómaðir. Elsku amma á Fjóló. Þótt við höf- um haft afa alltof stutt hjá okkur, þá geymum við minninguna um hann í hjarta okkar og pabbi getur sagt okkur um allt, sem þeir tveir bröll- uðu saman. Góði guð, gefðu ömmu og pabba, Bjameyju frænku, Ragga frænda og Iðu Brá frænku styrk í sorginni sinni. Þínar afastelpur Gígja og Birta. Elsku afi. Þú varst alltaf svo góð- ur við okkur. Samt varstu alltaf að stríða okkur en það var bara gaman. Þegar Kamilla var hjá þér á laugar- daginn tókstu hjartalínuritið úr sambandi og hristir þig allan til og settir það svo aftur í samband. Þú varst svo mikill stríðnispúki. Samt vildir þú nú ala okkur upp og siðaðir okkur tfl ef við vorum óþekk. Það verður leiðinlegt að komast ekki með þér í veiðina sem við ætluðum í í sumar. Við vonum að þú hafir það gott á himnum, elsku afi. Karel Pétur, Kamilla Rún og Stefán Víðir. Það er sannarlega erfitt að sætta sig við þá staðreynd að Benni sé dá- inn. Það er sárt að finna sorgina og söknuðinn hjá Sigrúnu og hans nán- ustu. Elsku Benni. Þú varst mér sem besti faðir þegar ég var lítil stúlka. Ég var hjá ykkur Sigrúnu í Vest- mannaeyjum tvo til þrjá mánuði á hveiju ári, þar sem þú varst að hvfla mig á leikskólanum. Þú sagðir að lít- il böm þyrftu að kynnast fjölskyldu- lífi. Ég man þegar þú sast með mig í hægindastólnum á Heiðarveginum og sagðir mér sögur, söngst og hvað það var gott að kúra hjá þér á mag- anum þínum. Síðan þegar Iða Brá var orðin það stór, vildum við báðar kúra í hlýjunni og var stundum glatt á hjalla. Ég syng lagið þitt fyrir litla drenginn minn, sem þú söngst fyrir mig, Iðu Brá og Ragnar (Ástin hans pabba). Elsku Benni, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Elsku Sigrún og fjölskylda, við Halli vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Þórdís. Elskulegi frændi okkar Benedikt, eða Benni frændi eins og við kölluð- um hann alltaf, er dáinn. Þegar Iða Brá, dóttir hans, hringdi í mömmu á sunnudagskvöld og tilkynnti þessa sorgarfrétt, var eins og dimmdi yfir. Bjartasta nóttin var framundan, en hún varð skyndilega sú dimmasta. Við systkinin voram miklir heima- gangar hjá honum, þar sem Iða Brá dóttir hans og Ragnar sonur hans era á svipuðum aldri og við. Benni var sérstaklega bamgóður og þegar við krakkarnir voram litlir var hann alltaf eitthvað að gantast við okkur. Við söknum þín öll, elsku frændi, og biðjum Guð að blessa Sigrúnu, Ragnar, Iðu Brá, Bjameyju, ðskar, Gróu, tengdaböm og afaböm. Hafðu þökk fyrir allt. Arnar Valgeir og Elísabet Hrefna. Margs er að minnast, margserhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð, Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Hvfl í friði, kæri móðurbróðir. Þinn systursonur Ragnar Benedikt. Þær vegast á systumar, gleði og sorg, í þessu lífi. Á laugardaginn fagnaði fjölskyldan á útskriftardegi Iðu Brár, á sunnudagskvöldið var Benedikt, faðir hennar, látinn. Það er sárt til þess að hugsa að hann Benni sé nú horfinn okkur öllum. Við þekktum hann fyrst sem Benna í Sparisjóðnum eins og Vest- manneyingar kölluðu hann. Hjá Sparisjóði Vestmannaeyja átti hann alla sína starfsævi og skilur hann eftir sig gifturíkt starf í þágu Vest- mannaeyinga. Síðar kynntumst við hjónin honum á persónulegum nót- um. Þau kynni vora alltof stutt en ánægjuleg í alla staði og fyrir þau viljum við nú þakka. Benni var gæfumaður, jafnt í starfi sem einkalífi. Hann var mikill fjölskyldufaðir og jafnframt leyndi sér ekki sú ást og virðing sem hann bar fyrir Sigrúnu, eiginkonu sinni. Hann var mjög stoltur af fjölskyld- unni allri og í eftirminnilegu spjalli okkar fyrir skömmu kom það skýrt fram. Hann talaði svo fallega um bömin sín og sagðist jafnframt ekki eiga þau skilið. En það átti hann svo sannarlega. Við höfum orðið vitni að sterku sambandi milli feðginanna, Iðu Brár og hans. Það leið varla sá dagur að þau heyrðu ekki hvort í öðra jafnvel þó að haf og land skildi þau að. Benni reyndist syni okkar vel er hann tengdist fjölskyldunni og á það við um þau hjón bæði. Fyr- ir það viljum við einnig þakka. Það er erfitt að hugsa sér það að Benni fái ekki að sjá og kynnast því bamabami sínu sem ófætt er. Hann sem var svo mikill bamakarl. Megi minning hans lifa. Með þessum lín- um sendum við Sigrúnu, Iðu Brá,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.