Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 52
I 52 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞÓREY BJÖRK ING VADÓTTIR + Þórey Björk Ingvadóttir fæddist á Akureyri 27. október 1966. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Akureyrar 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 21. maí. Elskuleg frænka mín, Þórey Björk, gaf okkur sem þekktum hana einstæða sýn á lífið. Hún var jákvæð í hugsun, sjálfstæð og ákveðin í því sem hún tók sér fyrir hendur auk þess sem hún var glaðleg og falleg stúlka. Hún var rétt- sýn og skörp og vildi læra tungumál og sjá sig um í heiminum. Hún kaus að fara til Bandaríkjanna og fór þangað í vist um nokk- urra ára skeið. Þar sá hún um tvo unga drengi af mikilli alúð og hlýju. Hún reyndist þeim eins og besta móðir og tók nærri sér að þurfa að yfírgefa þá en það varð hún að gera vegna eigin veikinda. Á því tímabili sem hún barðist við sjúkdóminn kom viljafesta og ákveðni hennar berlega í ljós. Hún hafði fyrir tæpum fímm árum misst systur sína, Ásdísi Olöfu, úr sama sjúkdómi og hún lést sjálf úr og gerði sér þar af leiðandi grein fyrir að hverju dró. Þá þegar voru komn- ar vísbendingar um að Þórey gæti ef til vill verið með sama sjúkdóm og Ásdís Ólöf heitin, sem því miður reyndist vera. Foreldrar hennar, Ásgerður syst- ir mín og Ingvi, eignuðust fjögur börn og hafa nú mátt sjá af tveimur dætrum með fárra ára millibili og er sorg þeirra þung. Þau hafa sýnt að- dáanlegan styrk í harmrænum átökum og dáist ég að þeim fyrir umhyggjusemi og ástúð. Það er átakanlegt að horfa upp á börn sín þjást og fá engu ráðið en minningin um bjartan systkinahóp lifír. Elsku Ásgerður og Ingvi, það er mikið á ykkur lagt en ykkar trúar- vissa er sterk. I veikum mætti bið ég guð almáttugan að leiða ykkur á lífsbrautinni og flyt ykkur Helgistef eftir Stefán Hörð Grímsson. Affegurðblóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum Megi ástrík dóttir ykkar, Þórey Björk, hvfla í faðmi guðs. Guðlaug Snorradóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. AÐAUGLYSING AÍR ATVINNU- AUGLÝSINGAR KOPAVOGSBÆR Viltu verða kennari í Kópavogsskóla? Ef svo er hafðu þá endilega samband við skóla- stjóra, Ólaf Guðmundsson, í síma 554 0475 eða 897 9770. Það getur borgað sig ! Um er að ræða kennslu á barnastigi, og sam- starfshópurinn bregst ekki. í 35 manna kenn- araliði ríkirfaglegur metnaður og það vantar aðeins einn kennara núnaj' þennan hóp. Laun skv. kjarasamningi KÍ og HÍKog Launa- nefndar sveitarfélaga. Umsóknarfresturtil 30. júní. Starfsmann vantar í Dægradvöl Það vantar starfsmann í Dægradvöl Kópavogs- skóla (heilsdagsskóla) næsta vetur. Um er að ræða 75% starf á tímabilinu frá kl. 11.00 til kl. 17.00. Laun skv. kjarasamningi SFK og Kópa- vogsbæjar. Frekari upplýsingar gefurskólastjóri í síma 554 0475 eða 897 9770. Trésmiðir Óskum eftir trésmiðum til starfa sem fyrst. Framtíðarvinna. Upplýsingar í símum 511 1522 og 892 5606. Eykt ehf Byggingaverktakar „Au pair" í Þýskalandi Þýsk-íslenskfjölskylda óskareftir „au pair" til að gæta 2ja og 4ra ára barna í 1 ár og til að- stoðar við húsverkin frá ca 20. ágúst. Svar óskast fyrir 5. júlí í s. 0049 721 573903 (Auður) hringi til baka. KENNSLA Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir Enn eru nokkur pláss laus á eftirtalin námskeið: Leikmyndahönnun, kennari Kaj Puumalainen frá Finnlandi; Ljósahönnun, Frá hugmyndtil sýningar, kennari Árni Jón Baldvinsson; Hár- kollugerð og skegg, kennari Gréta Boða. Námskeiðin verða haldin í Félagsheimili Kópavogs dagana 14.—21. ágúst. Skráning og nánari upplýsingar hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga, Laugavegi 96,101 Reykja- vík, sími 551 6974, netfang bil@tv.is. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Austurvegur 18—20 e.h., þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeið- endur Húsasmiðjan hf. og Ibúðalánasjóður, fimmtudaginn 1. júlí 1999 kl. 10.00. Deildarfell, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 30. júní 1999 kl. 15.00. Syslumaðurinn á Seyðisfirði, 16. júnf 1999. TILKYIMIMIISIC3AR Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býðurfyrirtækjum, sam- tökum, stofnunum og einstaklingum viðtals- tíma við sendiherra íslands, þegar þeir eru staddir hérlendis, til þess að ræða hagsmuna- mál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Svavar Gestsson, aðalræðismaður íslands í Kanada, verðurtil viðtals í utanríkisráðuneyt- inu þriðjudaginn 29. júní nk. kl. 9 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900. ATVINN UHUSNÆÐI Iðnaðarhúsnæði í Vík í Mýrdal til sölu Til sölu er iðnaðarhúsnæði á Sunnubraut 21, Vík í Mýrdal, ásamt tækjum til bifreiða- og véla- viðgerða. Um er að ræða 257 m2 iðnaðarhúsnæði sem stendur á 3.000 m2 viðskipta- og þjónustulóð á góðum stað. Húsið lítur vel út, járnklætt að utan, gler og gluggar í góðu ástandi. Rekið var bifreiðaverkstæði í húsinu. Góðar inn- keyrsludyr eru á húsinu. Að innan skiptist það í verkstæðissal, skrifstofuaðstöðu, salerni og geymslu. Milliloft er yfir hluta af húsinu. Bíla- gryfja er í gólfi. Ýmislegt lausaféfylgir eigninni s.s. dekkjavélar, rennibekkur, rafsuðuvélar, hleðslutæki, súluborvél og vökvapressa. Tilboð í húseignina óskast send til At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfossi, fyrir 29. júní nk. Nánari upplýsingarfást hjá Atvinnuþróun- arsjóði Suðurlands í síma 482 2419 á skrifstofu- tíma. Til sölu er lítið hús á grind með hásignu sem notað hefur verið til framleiðslu á kleinum, flatbrauðum o.fl. Stærð húsnæðisins er 20 m2, (2,5 m x 8,0 m) og inni í því er eldhúsinnrétting ásamt rafknún- um steikingapotti, hrærivél, eldavél og ískistu. Til greina kemur að selja vélar og tæki sér. Upplýsingar gefur Soffía í síma 452 2625. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Blöndubyggð 9, Blönduósi, þingl. eig. Skafti Fanndal Jónasson, gerð- arbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 2. júli 1999 kl. 9.30. Fellsbraut 1, efri hæð og ris, Skagaströnd, þingl. eig. Sigurbjörn Ing- ólfsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild og Lífeyrissjóður sjómanna, föstudaginn 2. júlí 1999 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 24. júní 1999. FÉLAGSLÍF FERÐAFELAG ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 26. júní kl. 9.00 a. Fagradalsfjall (684 m.y.s.). b. Eldborg í Hnappadal. Verð 3.000 kr. Sunnudagur 27. júní kl. 13.00. Gengið um Stórhöfðastíg. Gömul þjóðleið sem er að hverfa. Fararstjóri: Jónatan Garðarsson. Verð 1.200 kr., frítt f. börn m. fuil- orðnum. Brottför frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6. Laus sæti í „Laugavegsferðir" Undirbúningsfundur mánud. 28/6 kl. 18.00. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619 og heimasíðu www.fi.is. _ Dalvegi 24, ítRI!mÐSAMFÉLAG KÓpaVOgí. Almenn samkoma í dag kl. 14.00, í umsjá Guðrúnar Hlínar Braga- dóttur og Steinunnar Steinþórs- dóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Uppl. í síma 562 2429 f.h. Hallveigarstíg 1 • simi 561 4330 Dagsferð sunnudaginn 27. júní. Frá BSf kl. 10.30. Uxahryggir — Hvalvatn — Glymur. Verð 1.700/ 1.900. Heimasíða: www.utivist.is °«GA^ Dagskrá helgarinnar 26.—27. júní Laugardagur 26. júní Kl. 13.00. Barnastund hefst við þjónustumiðstöð, gengið verður í Hvannagjá, náttúran skoðuð, farið í leiki og sagðar sögur. Ætluð börnum á aldrinum 5—12 ára og tekur 1 — 11/2 klst. Kl.13.00. Lambhagi. Farið verður frá Þingvallabæ, gengið niður í Lambhagann og lífríkið skoðað. Þetta er létt 2—3 klst. ganga og gott er að hafa sjón- auka meðferðis. Sunnudagur 27. júní. Kl. 11.00. Barnastund. Róleg og auðveld náttúruskoðunarferð fyrir krakka. Hefst við þjónustu- miðstöð og er ætluð börnum á aldrinum 5—12 ára. Ferðin tekur 1 — 1’/2 klst. Kl. 13.00. Hrauntún. Farið verður frá þjónustumiðstöð og gengið eftir Leiragötu í Hrauntún að Sleðaásrétt og eftir Sleða- ásgjá til baka. Á leiðinni verður fjallað um náttúrufar og sögu og tekur gangan 2—3 klst. Kl. 14.00. Þingvallahátíð. Há- tíðarguðsþjónusta í Þingvalla- kirkju. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson predikar, organ- isti Ingunn H. Hauksdóttir, for- söngvari Örn Arnarson. Allar frekari upplýsingar veita landverðir i þjónustumiðstöð þjóðgarðsins, s. 482 2660.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.