Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 62
162 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BRESKA, svala ímyndin. Frá vinstri, Tara, Rebz, Nanný, Inez og Sophie. Stelpurnar semja dansana sína sjálfar með hjálp Lisu Stevens sem hefur samið dansa fyrir marga fræga poppara, þar á meðal Janet Jackson og Will Smith. Hljómsveitin SuperG slær í gegn í Japan Islensk poppstjarna í Japan > T1 ANNÝ er fædd og uppal- I in á íslandi og byrjaði að I ^ læra ballett aðeins fjög- J> ^ urra ára gömul. Hún fór svo í djassballett og nútímadans á unglingsárunum en hélt samt alltaf áfram í klassískum ballett líka. Þeg- ar hún var 18 ára og hafði lokið þremur árum í Fjölbrautaskólanum í Armúla ákvað hún að taka sér frí í eitt ár og fara til Englands til að læra dans. Hún fór í skóla í Cambridge sem heitir Bodywork þar sem eru >kenndar allar mögulegar tegundir af dansi, ásamt söng og leiklist. Komdu í skoðun TOYOTA Þarftu að skipta um þurrku blöð? Kristjana Brynjólfsdóttir, kölluð Nanný, fór til Englands fyrir nokkrum árum til að læra dans og er nú orðin poppstjarna í Japan. Birna Anna Björnsdóttir fór með henni á kaffíhús og fékk að vita hvernig það gerðist. Þetta er mjög góður skóli, frekar lítill, með 10 til lö nem- endur í hverjum árgangi og Nanný var mjög ánægð með hann. Námið tekur þrjú ár og upphaflega ætlaði hún bara að vera þar í eitt ár og koma svo aftur heim. En henni gekk það vel í skólanum að henni bauðst að taka seinni tvö árin í einu og útskrifast því á tveimur árum í stað þriggja. Þá fannst henni mjög freist- andi að klára skólann, fyrst það tæki bara eitt ár til við- bótar, og útskrifaðist hún það- an með glæsibrag og fékk meðal annars verðlaun fyrir dansritun. Á meðan á náminu stóð tók hún síðasta árið í Fjölbrautaskólanum í Ármúla utanskóla og kláraði því stúd- entsprófið líka. Síðan hefur hún unnið sem dansari, komið fram í sýning- um og einnig tónlistarmynd- böndum hjá þekktum hljóm- sveitum eins og Pulp og Scorpions en svo hefur hún sjálf verið í hljómsveit. Hljómsveit búin til Þú ert orðin fræg í Japan, hvern- ig kom þetta allt saman til? „Þegar ég var í Englandi kom NANNÝ segir frá ævintýrum sínum. líka maður að nafni Tony Gibber í skól- ann minn og var að leita að stelpum til að búa til hljómsveit. Hann var með þá hugmynd að búa til svona stelpuhljómsveit og vantaði svo bara stelpur í hana. Hann leitaði um allt land og valdi svo okkur fímm.“ Þetta var fyrir tveimur árum og fór nokkur tími í undirbúningsvinnu. Seint á síðasta ári var svo gerður plötusamningur í Japan og stuttu seinna kom fyrsta breiðskífan út. Það hefur gengið mjög vel og fór lag af breiðskífunni beint í annað sæti á vinsældarlistum í mörgum japönsk- um borgum. Þær eru frægar og mjög vinsælar í Japan og eru til alls konar hlutir með myndum af þeim, bollar, skóreimar, límmiðar, og fleira tilheyrandi poppstjörnudót. Allt góðar stelpur Það er Tony sem semur alla tón- listina og flesta textana á breiðskíf- unni og er samningurinn á milli stelpnanna og fyrirtækis hans það flókinn að þegar kemur að praktísk- um málum fara öll samskipti fram með milligöngu lögfræðinga. Stelp- urnar eru með sinn eigin lögfræðing sem gætir hagsmuna þeirra en Nanný segir að þær séu alls ekkert undir hælnum á Tony. „Þó að hljómsveitin sé sett saman af öðrum þá erum það við sem erum hljómsveitin." Hún segir ennfremur að þær séu alveg sjálfstæðar og hætti þeim að líka samstarfið geti þær alveg slitið sig lausar. Þær sjái þó enga ástæðu til þess því þær séu mjög ánægðar með stöðuna eins og hún er núna. Fimm stelpur héðan og þaðan settar saman í hljómsveit, hvernig er samkomuiagið? „Ótrúlega gott, við náum mjög vel saman og erum orðnar góðar vinkonur. Tara var með mér í skól- anum og við vorum bestu vinkonur áður og var rosalega skemmtilegt að við skyldum báðar fara í hljóm- sveitina, en hinar stelpurnar þekkti ég ekkert áður. Þetta eru allt alveg rosalega fínar stelpur, en Tony lagði áherslu á það þegar hann var JAPANSKA, litríka ímyndin. Hljómsveit- in er með heimasíðu, slóðin er: www.superg.co.uk að velja í hljómsveitina að við vær- um allar svona „góðar stelpur" og er það hluti af ímynd okkar.“ Súper-ískona „Ég er meira dansari en söngvari en samt syng ég alveg líka. Þó eru tvær af stelpunum í hljómsveitinni eiginlega aðalsöngkonurnar. Hljóm- sveitin sjálf hefur svo ákveðna ímynd. Hún heitir „SuperG“ sem stendur fyrir „SuperGirl“ og er hugmyndin sú að við séum sterkar og fullar af orku, við erum íþrótta- legar og í góðu formi. Þannig að þegar við komum fram þá erum við rosalega mikið að dansa og hoppa, ein af okkur fer heljarstökk og við erum allar á fullu allan tímann.“ Kryddpíurnar eru hver og ein með sérkenni sem lögð er áhersla á og allir þckkja. Eruð þið með ein- hver svona „opinber“ sérkenni? „Nei, ekki beint,“ segir hún hlæj- andi „en það er nú samt ósjálfrátt þannig þegar fimm stelpur koma saman að sérstakir eiginleikar hverr- ar og einnar koma fram. Stundum gerum við nú grín að þessu og nefn- um hver aðra eins og Kryddpíurnar gera en segjum súper-hitt og þetta í staðinn fyrir krydd. Þá köllum við Töru súper-verslara því henni finnst svo brjálæðislega gaman að versla, Rebz er svo súper-dýravinur því hún er grænmetisæta og elskar dýr, Inez er svo kölluð súper-orka því það er hún sem fer öll heljarstökkin, Sophie er svo súper-blá því hún er með blátt hár. Ég sjálf er svo yfirleitt kölluð súper-íslensk eða súper-ískona eða eitthvað svoleiðis,“ segir hún og skellir upp úr. Ein ímynd í Bretlandi, önnur í Japan. Þar sem hugmyndin að hljóm- sveitinni SuperG varð til á undan ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.