Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 68
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 26. JUNI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK C'a Breytingar samþykktar á yfírstjórn og skipuriti Landssíma fslands hf. Framsóknarmenn féllust að lokum á ráðninguna VEL gekk að hífa slasaðan skip- verja úr Bryndísi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar fyr- ir norðan Horn í gærmorgun. Þyrla s 1 1 • sotti sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann norður fyrir Horn í gærmorgun. Hafði handleggur hans farið í spil og var brýnt að koma honum undir læknishendur. Þyrlan lagði upp frá Reykjavík kl. 9 í gærmorgun og lenti á ný á Reykjavíkurflugvelli um kl. 13. Gekk ferðin vel enda veður gott á leiðinni, ekki mikill vindur og skyggni sæmilegt. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærkvöldi var líð- an mannsins góð. Hafði hann hlotið beinbrot á hendi og þurfti að gangast undir aðgerð en er ómeiddur að öðru leyti. -------------- 3 Evrópsk rannsókn á lambakjöti Góð útkoma íslensks lambakjöts ÍSLENSKT lambakjöt er hollara en lambakjöt frá öðrum Evrópu- löndum og þykir auk þess vera bragðgott. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu niðurstöðum evrópskrar rannsóknar á fram- B leiðslu og gæðum lambakjöts. Rannsóknin er samstarfsverkefni rannsóknastofnana í sex Evrópu- löndum; Englandi, Frakklandi, Grikklandi, Islandi, Ítalíu og Spáni. Einkum er litið til mismunandi að- ferða við lambakjötsframleiðslu út frá svæðisbundnum aðstæðum í Evrópu, viðhorfs neytenda til mis- munandi lambakjöts og hollustu og gæða kjötsins. Gefa fyrstu niður- stöður til kynna að íslenskt lamba- kjöt sé hollara en kjöt frá hinum löndunum sem þátt taka í rannsókn- inni. Stafar það m.a. af hagstæðri > samsetningu fitusýra í íslensku lambakjöti, sem helst er talið að megi rekja til fitusýrusamsetningar í íslensku fóðri eða beitargróðri. Þá þótti íslenska kjötið bragðgott og töldu m.a. þjálfaðir smakkarar frá Englandi, Frakklandi og íslandi það vera best af því kjöti sem rann- ^ sakað var. ■ íslenskt lambakjöt/26 STJÓRN Landssíma íslands hf. samþykkti einróma í gær að ráða Þórarin V. Þórarinsson forstjóra íyrirtækisins í stað Guðmundar Björnssonar, sem látið hefur af störfum forstjóra. Friðrik Pálsson var kjörinn stjómar- formaður Landssímans og kynntar voru umfangsmiklar breytingar á skipuriti íyrirtækisins. Framsóknarmenn voru ekki fullkomlega sáttir við hvemig staðið var að ráðningu Þórarins, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, þar sem ekki hafi verið haft samráð við þá frá upphafi. Skv. upplýsingum blaðsins vom framsóknarmenn ekki andvígir því að skipt yrði um forstjóra hjá Lands- símanum, en töldu hins vegar að samráð hefði átt að hafa við þá frá upphafi um val á nýjum forstjóra. Að þeirra mati var það ekki gert heldur voru þeir látnir standa frammi fyrir gerðum hlut. Endanlega samþykktu framsóknarmenn ekki ráðningu Þór- arins fyrr en í gærmorgun, en Hall- dór Asgrímsson utanríkisráðherra kom heim til landsins í fyrrakvöld og féllst á ráðninguna eftir viðræður við sjálfstæðismenn. í samtali við Morgunblaðið í gær vildi Guðmundur ekki tjá sig um ástæður þess að hann lætur af störf- um. Þórarinn og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sögðu að Guð- mundur myndi áfram starfa að sér- verkefnum og ráðgjöf fyrir fyrirtæk- ið. Sturla sagði að skipulagsbreyt- ingarnar hefðu átt sér nokkurn að- draganda. „Breytingarnar á manna- haldi fylgja síðan í kjölfar þessara skipulagsþreytinga, þar sem Guð- mundur Björnsson velur þann kost- inn að hverfa frá fyrirtækinu sem forstjóri, en vinna að verkefnum á vegum félagsins,“ sagði ráðherra. Hann kvaðst telja að breytingarnar væru til þess fallnar að styrkja mjög stöðu félagsins. Þórarinn sagði í gær að við undir- búning skipulagsbreytinganna hefðu allir verið sammála um að skipurit Landssímans hefði ekki gefið nægi- legt svigrúm fyrir frumkvæði, og ekki tryggt nægilega skýra ábyrgð. Lætur af framkvæmdastjórn í VSI um næstu mánaðamót Þórarinn kvaðst aðspurður telja æskilegt að undirbúningi að sölu Landssímans yrði hraðað. Það væri hlutverk stjórnenda fyrirtækisins að gera það sem áhugaverðast, hver sem eigandi þess yrði. Þórarinn tek- ur formlega við starfinu um næstu mánaðamót. Hann lætur þá jafn- framt af starfi framkvæmdastjóra VSÍ. Friðrik Pálsson, nýkjörinn stjórnarformaður, sagði að það hefði fyrst verið orðað við sig fyrir örfáum dögum að hann tæki að sér stjórnarformennsku hjá Landssím- anum. „Ég átti ágætt samtal við samgönguráðherra um málið. Ríkið er sem kunnugt er eini hluthafinn. Við fórum nokkuð ítarlega yfír verkefni félagsins og stjórnarinnar. Þetta er afskaplega spennandi verk- efni,“ sagði hann. ■ Guðmundur/35 ■ Sex framkvæmdastjórar/4 Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK Pálsson, stjórnarformaður Landssímans, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssím- ans, kynna viðamiklar breytingar á yfirstjóm og skipuriti Landssím- ans á fréttamannafundi í höfuðstöðvum fyrirtækisins síðdegis í gær. Land í eigu ríkis þinglýst Landssíma LANDSSÍMI Islands hf. lét þinglýsa sem sinni eign 7,5 hektara landspildu úr landi Vatnsenda í fyrra, sem Ríkisútvarpið hefur farið með sem sína eign allt frá því hún var keypt árið 1929 og greitt af fasteignagjöld í marga áratugi. Ríkislögmaður og Ríkisendurskoðun hafa komist að þeirri niðurstöðu að fjár- málaráðuneyti og samgönguráðuneyti, fyrir hönd ríkissjóðs og Landssíma ís- lands hf„ hafi verið óheimilt að gefa út yfirlýsinguna frá 13. maí 1998 þess efn- is, að landspildan sé eign Landssíma íslands hf. í framhaldi af því fór Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, fram á það við Landssímann að hann léti fjarlægja þessa skráningu úr bókum sýslumannsins í Kópavogi. Ríkissjóður keypti landspilduna Lögreglan á Blönduósi eykur eftirlit með hraðakstri LOGREGLAN á Blönduósi hefur á einni viku kært 143 ökumenn fyrir of hraðan akstur í Húnavatnssýslu og hafa flestir verið teknir á þjóðvegi 1. Margir hafa verið teknir á um og yfír 130 km hraða. 143 teknir á einni viku Á tímabilinu frá 1. maí þar til í gærmorgun hafði 551 ökumaður verið kærður. I síð- ustu viku, þ.e. frá föstudags- morgni 18. júní og þar til í gær, voru 143 teknir. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hef- ur vaktakerfínu verið breytt til að hægt verði að sinna eft- irliti með ökuhraða enn betur Yfir 500 ökumenn kærðir á 8 vikum en hingað til, en þessi hópur hefur allur verið tekinn af lög- reglumönnum sem verið hafa við mælingar úr lögreglubíl- um. Lögreglan á Blönduósi segir þennan fjölda meiri en á síðasta ári og því hafí verið ákveðið að efla eftirlitið. „Við verðum með svæðið í gjör- gæslu næstu vikurnar,“ sagði lögreglan. Flestir hafa verið teknir á Suðurlandsvegi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi hafa 457 ökumenn verið kærðir á sama tíma, þ.e. frá 1. maí og þar til í gær- morgun. Hafa þeir bæði verið gómaðir með mælingum úr lögreglubflum og með hraða- myndavél lögreglunnar. Flestir hafa verið teknir á Suðurlandsvegi, en einnig er nokkúð um að ökumenn séu kærðir fyrir of hraðan akstur á Skeiðavegi, Biskupstungna- braut og Þorlákshafnarvegi, svo dæmi séu tekin. 12. nóvember 1929.1 afsalinu er tek- ið fram að landspildan sé keypt til að reisa þar útvarpsstöð og hluti kaup- verðs er greiddur með því að undan- þiggja seljanda greiðslu árgjalds fyr- ir notkun útvarpsviðtækis. Landssíminn hefur bent á að spildan hafi verið skráð eign fyrir- tækisins samkvæmt fasteignaskrá ríkisins og Fasteignamati ríkisins. Ríkislögmaður segir að umræddar skrár verði ekki taldar nægar eign- arheimildir. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssímanum, segir að sá skilningur hafi verið lagður í málið að landið væri hluti af þeim eignum sem Póstur og sími hefði yfirtekið þegar gömlu ríkisstofnuninni var breytt í hlutafélag. Landið væri þar af leiðandi í eigu Landssímans núna. Landssíminn hefur óskað eftir að fá að koma sínum sjónarmiðum að í málinu áður en þinglýsingin verði fjariægð úr bókum. ■ Þinglýsing/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.